Morgunblaðið - 12.09.1989, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.09.1989, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 Lj óðaþýðingar Bókmenntir ErlendurJónsson Guðmundur Daníelsson: SKÁLDAMÓT. Þýdd ljóð. 64 bls. Lögberg. Reykjavík, 1989. Bók þessi er raunar efnismeiri en blaðsíðutalið gefur til kynna. Þarna er engu rúmi sóað. Skáldin eru hátt í fjörutíu en ljóðin milli fimmtíu og sextíu. Höfundatal fylg- ir. Það eru 19. og 20. aldar skáld sem Guðmundur hefur valið til þýð- ingar, hið elsta fætt 1814, hin yngstu á sjötta tug þessarar aldar. Þýðandi hefur því þurft að fást við mismunandi Ijóðform og taka mið af ólíkum stefnum. Þarna er á ferð modernismi í bland við hefð. Þýð- andi hefur þó ekki tekið upp í safn- ið neitt sem kalla mætti hreinar formtilraunir. Það eru skáld sem hafa eitthvað að segja sem Guð- mundur Daníelsson býður til móts. Og mörgum þeirra liggur mikið á hjarta. En yrkisefnin eru sam- kvæmt skilgreiningu þýðanda: »föð- urlandið — stríðsógnir — frelsi — friður.« Skáldin eru frá mörgum löndum austan hafs og vestan en einna flest frá Austur-Evrópu, með- al annars frá mismunandi málsvæð- um í Rússlandi. Þýðandi hefur því Guðmundur Daníelsson þurft að njóta aðstoðar margra; sem hann telur reyndar skilmerkilega upp í eftirmála. Nýtt eldhús er oft byltingarkennd breyting á útliti heimilisins til batnaðar. Kostnaður þarf heldur ekki að vera fyrirstaða því hinar vönduðu KVIK eldhúsinnréttingar eru ekki aðeins fallegar, níðsterkar og þægilegar - þær eru líka ódýrar. í KVIK innréttingum er öllu haganlega fyrir komið með þægindi og fagurt útlit að leiðarljósi. Viö fjarlægjum gömlu eldhúsinnréttinguna, setjum þá nýju upp, göngum frá öllum leiðslum og lögnum, komum nýjum heimi- listækjum fyrir og leggjum nýtt gólf fyrir þig ef óskað er. Góð greiðslukjör á allri heildinni í allt að 12 mánuði. KAPLA - d HRAIJN BÆJARHRAUN REYKJANESBRAUT EílgZTáí SQSÍ3- DALSHRAUN Bæjarhrauni 8 ■ 220 Hafnarfirði « Sími 651499 * Fax 652959 ■ / i r / / '•— Guðmundur Daníelsson stendur sjálfur föstum fótum í íslenskri ljóð- hefð. Rím, ljóðstafir og reglubundin hrynjandi, allt leikur það honum létt á tungu. Og þeir eiginleikar njóta sín prýðilega í ljóðum þeim sem hann hefur hér með valið til þýðingar. Ótvíræður listrænn brag- ur er á ljóðum eins og Debussy eftir William Fletcher svo dæmi sé tekið: í spegli tjamar tærum er tárhrein gulhvít lilja sitt unaðsblóm að opna - með árdags þokuslör. Og hönd af himnum komin ber helga dögg í lófa og dropa lætur drjúpa á dularblómsins vör, sem leiki í litabrigðum og leiftrum ópalkúlur slík lög að óma í eyrum á ævilangri fór. Rím og ljóðstafir skerpa línurnar í þeim myndum sem hér eru dregn- ar upp. En svo eru önnur ljóð þar sem hvorugt er notað og hvorugt ætti við, ljóð sem byggjast fyrst og fremst á stemmingu, hughrifum, eins konar efnislegri hrynjandi. Sem dæmi þess háttar ljóðlistar má nefna Löng nótt úr steini eftir Celso Emilio Ferreiro, en hann fæddist á Spáni 1913 og mótaðist því á háska- tímum þeim sem yfir það land gengu á fjórða áratug aldarinnar: Úr steini eru þökin úr steini hver veggur myrkrið jörðin úr steini grindumar dymar úr steini andrúmsloftið allir gluggar augnaráð fólksins úr steini og hjörtu þess hlustandi í fjarska einnig þau em úr steini og ég sjálfur sem er að deyja . umluktur þessari alnótt úr steini. Súrrealisminn höfðaði mjög til spænskra skálda á fyrri hluta aldar- innar. Löng nótt úr steini er dæmi um ljóð sem ort er undir áhrifum frá þeirri stefnu án þess að bera sérlega sterk merki hennar. Þeir, sem kreíjast þess að ljóð hafi merk- ingu, »skiljist,« eiga því auðveldlega að geta meðtekið ljóðlist af þessu tagi. Dijúg er leið milli Spánar og Færeyja, en tveim færeyskum skáldum hefur þýðandi stefnt til skáldamóts, Janus Djurhuus og Regin Dahl. Færeysk ljóðlist býr ekki yfir tilfinningahita og dýpt í líking við hina spænsku, enda hefur allt gengið með meiri spekt hjá grönnum okkar. Færeyingar eru rólyndismenn og, líkt og við, snortn- ir af umhverfi sínu hvað gleggst má marka af ljóðinu Byggt ból að kvöldi eftir Regin Dahl: Grátt gijót, grænleitt haf, syngur hvítur foss - háir hamrar, haginn frostbitinn, syngur hinn hvíti foss. Lág hús dotta leyndardómsfull meðan fossinn hvíti syngur og syngur. Sýnishorn þau, sem hér hafa verið tekin upp, mega gefa nokkra hugmynd um þetta fjölskrúðuga þýðingasafn Guðmundar Daníels- sonar. En þar eru líka löng kvæði frá þeim tímum þegar hvort tveggja þótti hæfa: að skáld hefði hugsjón og boðaði hana með rímaðri mælskulist, svo sem Brautryðjend- ur eftir Ivan Franko og Kvæðið um Hadji Dimitr eftir Christo Botev. Fáir leggja í að þýða þess háttar kveðskap nú orðið. Til þess þarf þýðandi að vera meira en lítið hand- genginn hinni gömlu grónu ljóðhefð og andrúmslofti því sem henni fylgdi. Óþarft er að taka fram að Guðmundur Daníelsson uppfyllir þær kröfur dyggilega. Sem heild er óhætt að segja að safn þetta beri í fjölbreytni sinni sterkt svipmót þýðandans. Vanda- samt er að velja saman skáld frá ólíkum menningarsvæðum og skapa úr verkum þeirra samstæða heild. Það hefur Guðmundi Daníelssyni þó tekist með prýði í þessu Skálda- móti sínu. HEFÐIN LIFIR Oddný Kristjánsdóttir í Feiju- nesi: BAR EG ORÐ SAMAN. Ljóð. 91 bls. Bókrún. Reykjavík, 1989. Oddný Kristjánsdóttir er kona á efra aldri. Bar eg orð saman er henn- ar fyrsta bók. Ljóðin í bókinni munu þó til orðin á löngum tíma. Oddný er skáld þjóðlegrar hefðar, bæði að efni og orðfæri. Hún yrkir um árstíðirnar, sveitalífið og hetjur sögunnar. Rím og Ijóðstafi heldur hún í heiðri. Og skáldlegt er líka málfar hennar. Eins og títt er um þá, sem yrkja hefðbundið, lætur hún orðavalið stundum lúta kröfu ríms og ljóðstafa. Stöku sinnum heppnast það vel, stundum miður. Oddný yrkir opinskátt og af heitri tilfinningu. Mörg ljóð hennar lýsa þannig sterkum geðbrigðum. Sum ljóðin tjá söknuð og eftirsjá vegna þess að gömlu góðu árin eru að baki, t.d. Æskutíð: Heyilmur og hestaangan, ég hef með farið daginn langan. Unaður í ungum taugum, alhirðing í vikulokin. Ljúft verður að loka augum. Bærinn minn svo hlýr og hljóður hjartfólginn og öllum góður maturinn og mjúka bólið móðir sem að öllu hlúir. Ó, hve blítt var bernskuskjólið. Mörg hafa sumur síðan runnið sorg og gleði teygt og spunnið æviþráðinn allavega. Alltaf skín í minningunni æskuvorið unaðslega. Oddný Krisljánsdóttir í raun og veru má segja að Oddný sé góður fulltrúi þeirra fjöl- mörgu sem yrkja sér til hugar- hægðar. Stundum bregst henni smekkvísin vegna þess að hún lætur formið um of ráða ferðinni. Þannig verða til orðasambönd eins og að »tilreiða söng« og »haustlaufið hryn- ur« svo dæmi séu tekin. En Oddný getur líka komist vel að orði. Og oftar en ekki tekst henni allvel upp. Bókin er gefin út sem kilja en eigi að síður með talsverðri viðhöfn. Með því sýnir útgefandi hinni öldnu skáldkonu tilhlýðilega virðing — sem og lesendum öllum að sjálfsögðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.