Morgunblaðið - 12.09.1989, Page 13

Morgunblaðið - 12.09.1989, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBBR 1989 13 Skógræktarátak eftir Birgi ísleif Gunnarsson. Dagana 25.-27. ágúst síðastlið- inn átti ég þess kost að sitja aðal- fund Skógræktarfélags íslands sem fulltrúi fyrir Skógræktarfélag Reykjavíkur. Fundurinn var áð þessu sinni haldinn á ísafirði. Á aðalfundum Skógræktarfélags ís- lands mætir áhugafólk um skóg- rækt hvaðanæva að af landinu til að bera saman bækur sínar og miðla hvert öðru fróðleik og reynslu. Átak í skógrækt Eitt aðalmál fundarins var kynn- ing á sérstöku átaki í uppgræðslu landgræðsluskóga sem gera á árið 1990. Skógræktarfélag íslands verður þá 60 ára og verður þetta gert í tilefni afmælisins. Fyrir- hugað er að gróðursetja víðs vegar um landið allt að 2 milljónir plantna og er þetta raunar aðeins hugsað sem upphaf stóraukinnar gróður- setningar á næstu árum. Undirbúningur að þessu átaki hefur staðið í rúmt ár og er það unnið í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og landbúnaðarráðuneyti. Þess er vænst að stjórnvöld láti verulegt fjárframlag af hendi rakna til að styðja þetta átak. Jafnframt er leitað til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana til að fjármagna þessa aðgerð. Landgræðsluskógar Eins og nafnið ber með sér er landgræðsluskógur ræktaður á landi sem ekki er ræktað fyrir og er jafnvef örfoka. Markmiðið er að græða landið, að endurheimta íslenska birkiskóginn og víðiflák- ana. Ennfremur að rækta nýjar tegundir tijáa sem ekki gátu bo- rist hingað af sjálfsdáðum svo og að gera íslenskt gróðurríki fjöl- breyttara og sterkara en það var áður. í kynningarbækljngi um þetta átak segir að landgræðsluskógar, eins og reyndar allir skógar, hafi þann eiginleika að byggja upp jarð- veg og binda þann sem fyrir er. Ennfremur að miðla vatni og hindra þar með vatnsrof og flóð, skapa skjól, endurheimta jurta- gróður og gera hann ríkulegri en hann var og fegra umhverfi. Algjör viðbót Að undanförnu hefur áhugi al- mennings á skógrækt og gróður- vernd vaxið mikið. Þess sér meðal annars stað í stóraukinni ræktun í görðum og á opnum svæðum í þéttbýli og ræktun í sumarbústað- alöndum og á öðrum reitum sem teknir hafa verið til ræktunar. Sá fjöldi plantna sem gróðursetja á vegna þessa sérstaka átaks á að vera algjör viðbót við það sem annars væri gert. Þannig var á þessu sumri gróð- ursett á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur í samvinnu við Reykjavíkurborg um 500 þúsund tijáplöntur, aðallega í Heiðmörk og í Hólmsheiði. Reikna má með að í landi Reykjavíkur verði haldið áfram að planta þeim fjölda á næstu árum. í hlut Skógræktarfé- lags Reykjavíkur kom á næsta ári til viðbótar 400 þúsund plöntur Birgir ísleifur Gunnarsson. „Að undanförnu hefur áhugi almennings á skógrækt og gróður- vernd vaxið mikið. Þess sér meðal annars stað í stóraukinni ræktun í görðum og á opnum svæðum í þéttbýli og ræktun í sumarbústaða- löndum og á öðrum reitum sem teknir hafa verið til ræktunar.“ vegna átaksins. Því má búast við að um 900 þúsund plöntur fari niður á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur á næsta ári. Önnur skógræktarfélög munu gera hlut- fallslegt átak hjá sér. Liðsinni almennings Það er flestum í blóð borið að þykja vænt um landið sitt. Mörgum hefur því blöskrað sú mikla gróður- eyðing sem átt hefur sér stað og hefur ekki verið stöðvuð. Átakið til að gróðursetja landgræðslu- skóga er einn þáttur í því starfi sem allir þurfa að sameinast um, þ.e. að stöðva eyðingu og upp- blástur gróins lands og græða upp örfoka land. Til að þetta átak verði að veru- leika þurfa margar hendur að koma til. Þúsundir manna þurfa að hjálpast að til að gróðursettur verði tilskilinn ijöldi plantna. Það er verðugt og mannbætandi verk- efni og ekkert er ánægjulegra en að sjá gróður eigin handa vaxa upp og verða að fallegum skógi. Á aðalfundi Skógræktarfélags ís- lands kom fram mikill áhugi á að láta þetta átak um gróðursetningu landgræðsluskóga 1990 fara vel úr hendi. Höfúndur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykja víkurkjördæmi. Jóhannes Jóhann- esson sýnir í Kaupmannahöfii; Myndirnar seldust upp á öðrum degi „Það kom mér skemmtilega á óvart hversu vel Danirnir tóku mér. Daginn eftir opnunina var meirihluti myndanna seldur,“ sagði Jóhannes Jóhannesson, list- málari, sem heldur um þessar mundir einkasýningu á verkum sínum i Kaupmannahöfn. Sýningin er haldin í nýlegum sýningarsal í eigu Christians Dam, sem dvalið hefur á íslandi um nokk- urra ára skeið. Sýningarsalinn kall- ar hann SCAG, sem stendur fyrir Scandinavian Contemporary Art Gallery. Dam opnaði galleríið meðal annars til að koma íslenskri mynd- list á framfæri og sýndi Hafsteinn Austmann fyrstur íslendinga í nýja galleríinu, sem opnað var í vor. Auk Hafsteins og Jóhannesar hafa fleiri íslendingar sýnt hjá Dam, þeirra á meðal Eiríkur Smith, Baltasar og hjónin Gestur og Rúna. Á sýningu Jóhannesar eru ellefu olíumálverk og átta vatnslitamynd- ir. Myndirnar eru málaðar á síðustu tveimur til þremur árum. Sýningin var opnuð 31. ágúst sl. og lýkur henni 13. september. Jóhannes kvaðst engar skýringar hafa á þess- ari miklu velgengni sinni nú. „Myndirnar hljóta bara að vera þetta góðar,“ sagði Jóhannes að lokum. Öllum stöðv- um boðin þ atttaka í tilefni fréttar á Akureyrarsíðu Morgunblaðsins á laugardag um að Slippstöðin á Akureyri hafi verið boðin þátttaka í útboði varðandi smíði nýrrar Vestmannaeyjaferðu, vildi Magnús Jónasson, fram- kvæmdastjóri Heijólfs, taka fram að öllum skipasmíðastöðvum lands- ins hafi verið boðin þátttaka í út- boðinu. Tilboð verða opnuð þann 5. október nk, en nýja feijan verður 79 metra löng og 16,4 metra breið. OG SANNI Slœr enn einu sinni ígegn! Opnunartími: Föstud. 7 3— 7 9 Laugard. 10-16 Aöradaga 13-18 Frítt kaffi Videóhorn fyrir börnin STEINAR Hljómplötur - kassettur KARNABÆR - BOGART ■ GARBO o . Tískufatnaður tr \ * r Sportvörur alls ^0^0?^ SAMBANDIÐ Fatnaður ó alla fjölskylduna BOMBEY Barnafatnaður HERRAHUSIÐ ADAM Bitreiöaskoöun ís Islands líííi ÁftTÚNSBREKKA BÍLDSHÖFÐI STORUTSOLUMARKAÐUR Bildshöföa 10 VESTURLANDSVEGUR STRAUMUR J Herrafatnaður u.ii!i;iiii.hiiii Skófatnaður EFRAIM Skófatnaður BLOMALIST Blóm og gjafavörur Efni allskonar THEODORA Kventískufatnaður MÆRA Snyrtivörur - skartgripir PARTY Tískuvörur Sængurfatnaður o.fl. Fatnaður SPARTA Iþróttavörur Fjöldifyrirtœkja - ÓTRÚLEG VERÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.