Morgunblaðið - 12.09.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.09.1989, Qupperneq 17
þá sem eru í fremstu röð, afrek þeirra og lífsstíll, kveikir gjarnan neista í brjósti ungra lesenda, áheyrenda eða áhorfenda. Það er afreksmönnum líka hvatning að finna að eftir þeim er tekið. Þetta er sannleikur sem íþróttafrétta- mönnum er kunnur. Svo á það bara að vera sjálfsagður metnaður hjá íþróttadeildum fjölmiðla að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast og geta skýrt frá því. Arangur íþróttamanna er gjarn- an lagður á vogarskálar, metinn og borinn saman við það sem gerist í öðrum löndum. Oft er þessi saman- burður miskunnarlaus. Sama er að segja um fréttaflutninginn og um- fjöllunina, hún er vegin og metin af áhugamönnum hverrar íþrótta- greinar. Það er sem betur fer mik- ill íþróttaáhugi á íslandi og því af nógu innlendu efni að taka fyrir íþróttadeildirnar. Höfundur er kennari á Selfossi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 17 Þjónustusími banka veitir upp- lýsingar um stöðu reikninga ALLIR viðskiptabankarnir bjóða nú viðskiptavinum sínum aðgang að Þjónustusíma sem veitir upplýsingar um stöðu tékkareikninga og síðustu 20 færslur allan sólarhringinn. Er um að ræða sjálfvirkan símsvara sem les upp stöðu á tékka- reikningi eins og hún er réttust hveiju sinni og tilgreinir hvers konar færslu er um að ræða. Þjónustusím- inn er beintengdur við tölvu Reikni- stofu bankanna og veitir því við- skiptavinum sömu upplýsingar um stöðu tékkareikninga og hægt er að fá í afgreiðsludeildum bankanna. Búnaðurinn er keyptur frá Færeyj- um en tæknin er dönsk að uppruna. Vonast viðskiptabankarnir til að Þjónustusíminn muni draga verulega úr álagi á starfsfólk afgreiðsludeilda bankanna. Reikningseigandi sem vill tengjast Þjónustusímanum þarf að koma sjálfur í bankann og velja sér leyni- númer, sem tryggir að enginn óvið- komandi fái upplýsingar um reikn- inginn í gegnum Þjónustusímann. Hafa hátt í eitt þúsund reikningar nú þegar tengst Þjónustusímanum og er þar einkum um að ræða reikn- inga starfsfólks bankanna sem tengst hafa símsvaranum til reynslu og eins með það fyrir augum að kynnast þjónustunni sem notendur. TÖLVU- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þar er tölvupappírinn vel geymdur. ^ Múlalundur Þú svalar lestraiþörf dagsins ásíöum Moggans! y Þ.ÞORGRÍMSSON&CO ARMA W PLAST ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640 Aths. ritstj: íþróttadeild Morgunblaðsins hef- ur á árinu fylgst vel með helstu fijálsíþróttamótum, bæði innan- lands sem utan, og tekur ekki til sín ásakanir höfundar um að „hafa í sumar sofið á verðinum gagnvart fijálsíþróttum." Höfundur gerir bikarkeppni FRÍ að umtalsefni og finnst vanta viðtöl við íþróttamenn o.fl. Misjafn er smekkur manna og ekki hægt að gera öllum til hæfis, en umrædd keppni var helsta efni átta síðna íþróttablaðs eftir mótið. Mynd var á forsíðu með tilvitnun í opnu, þar sem greint var frá keppninni á sex dálkum með fimm myndum auk eins og hálfs úrslitadálks. Engin met voru sett á mótinu. Greint var frá landskeppni í tug- þraut í fimmtudagsblaði (7.9.) með litmynd af Jóni Arnari Magnús- syni, efnilegasta tugþrautarmanni landsins. Höfundur vitnar í grein Arnar Eiðssonar og segir ástæðu til að benda íþróttafréttamönnum á að fylgjast með spjótkösturunum Sig- urði og Einari. Fáir ef nokkrir íslenskir íþróttamenn hafa fengið eins mikla umijöllun í Morgunblað- inu á árinu og umræddir afreks- menn enda full ástæða til, þar sem þeir hafa staðið í eldlínunni og bor- ið höfuð og herðar yfir aðra inn- lenda fijálsíþróttamenn. Ferðafélagið Útívist hefiir ákveð- ið að standa fyrir hjólreiðaferð- um. \ 't :t ' Útivist á u u 3 u Q. I \ hjólum Ferðafélagið Útivist hefiir ákveðið að auk fjölbreytni í starf- semi sinni með því að standa fyr- ir hjólreiðaferðum. Þegar búið er að skipuleggja tvær hjólreiðaferðir, styttri og lengri ferð á sunnudaginn 17. sept- ember kiukkan 13.30 frá Árbæjar- safni, en Árbæjarsafn hefur verið valið sem aðalbrottfararstaður í ferðunum. Reyndir hjólreiðamenn verða far- arstjórar. Áð verður á ákveðnum stöðum á leiðinni. Kynnum í dag og nœstu dagci 1990 árgerðinci af PEUCEOT 205 Komið og kynnist afeigin raun þessum skemmtilega bíl sem kosinn hefur verið„BESTI BÍLL í HEIMI“ ár eftir ár.* ÍlÍjI Verð 3 dyra kr. 565.700.- m^m\ SM Verð 5 d\ra kr. 589.500.- 'AutoMotorund Sport Viðurkenningarkort verður veitt fyrir þátttöku í ferðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.