Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 23 Var Hinrik VIII Bretakonung- ur illa haldinn af skyrbjúg? St. Andrews á Skotlandi. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRESKUR sag’nfræðingfur telur að Hinrik VIII Bretakonungur hafi þjáðst af skyrbjúg og megi skýra ýmis verk hans með því. Einnig hafi hann dáið úr næringarskorti en ekki kynsjúkdómum eða bólusótt. í síðastliðinni viku birtist ritgerð í History Today eftir bandariska sagnfræðinginn Rosan Maclean. Hún er að rannsaka skyrbjúg og hlutverk hans í sögunni. Hún leið- ir rök að því að siðasta áratuginn, sem Hinrik VIII. lifði, en hann var á dögum frá 1491 til 1547, hafi hann þjáðst af alvarlegum skyr- bjúg, en ekki gigt eða sárasótt, eins og venjulega hefur verið ta- lið. En Hinrik er frægastur fyrir að hafa átt 6 konur og rofið tengsl ensku kirkjunnar við Róm. Páll Gyllenhammar kynnti tillögu sína á alþjóðlegri ráðstefnu um um- hverfismál, sem fram fór í Gauta- borg nýlega. Hann leggur til að í háskólanum verði 150 starfsmenn í fullu starfi, þar af 60 vísindamenn er sinni mengunarrannsóknum. Háskólinn sjái einnig um að mennta og þjálfa 150 námsmenn og starfs- menn iðnfyrirtækja. Hann telur mikilvægt að þeir sem stunda rann- sóknir á þessu sviði hafi náið sam- starf við starfsmenn iðnfyrirtækja til að geta fylgst með tækniþróun- inni. Gyllenhammar áætlar að stofnun slíks háskóla kosti um milljarð s. kr. og að rekstrarkostnaðurinn verði um 250-300 milljónir á ári. Hann leggur til að reksturinn verði fjármagnaður með vöxtum af tveggja milljarða s. kr. sjóði. Hann segir að háskólinn eigi að vera rek- inn sem óháð stofnun og að best sé að setja hann niður þar sem bæði gætir sjávar- og loftmengun- ar. Telur hann Kaupmannahöfn ákjósanlegan stað fyrir háskólann. Forstjórinn leggur til að EFTA- löndin stofni háskólann í samein- ingu. Einnig segir hann koma til greina að Norðurlöndin taki þetta Viöeigumtilá lager og til afgreiðslu STRAX 4JH bátavélar ásamt öllum fylgihlutum í stærðunum 41, 52, 63 og 74 hö á sér- lega hagstæóu verði. Ráðgjöf — Þjónusta BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11, SlMl 6812 99 Melsteð segir um Hinrik VIII.: „Hann var harðstjóri mikill, mis- lyndur og sællífur.“ Síðustu tíu árin, sem Hinrik VIII. lifði, var hann veikur í fótum, mjög þrútinn í andliti og nefið á honum féll saman. Hann skipti einnig skapi mjög ört. Allt þetta eru einkenni skyrbjúgs. Skyrbjúgurinn átti sér orsakir í fæðuvenju enska aðalsins. Hann borðaði einvörðungu kjöt en ekki ávexti og grænmeti eins og aðall- inn á meginlandinu. Árið 1539 gaf að sér en náist ekki samstaða um það beri Svíum að stofna hann einir. Gyllenhammar segir að brýn þörf sé á slíkum háskóla því mengunar- vandamálin þurfi að leysa í síðasta lagi fyrir næstu aldamót. Hinrik VIII. Thomas Elyot, frægasti læknir þess tíma í Englandi, út bók, þar sem ráðið var mjög eindregið frá neyzlu ávaxta. Læknir Jakobs I. Stúarts, sem uppi var á 17. öld taldi grænmeti og ávexti óholla. Það var ekki fyrr en á 18. öld að menn áttuðu sig á því, að orsök- in fyrir skyrbjúg var skortur á c-vítamíni, sem hafa mátti úr ávöxtum og grænmeti. Ekki eru þó allir sérfræðingar sannfærðir: Dr. Glyn Redworth, rannsóknarfélagi á Kristsgarði við Oxford-háskóla og sérfræðingur í Tudor-tímanum, segir að Hinrik hafi látizt 56 ára gamall, sem hafi verið hár aldur þá. Þetta sé skemmtileg kenning, en hún sé ekki líkleg til að breyta gangi sög- unnar. Gyllenhammar, forstjóri Volvo: EFTA-löndin stofiii um- hverfisverndarháskóla PEHR G. Gyllenhammar, forstjóri Volvo-fyrirtækisins í Svíþjóð, hef- ur lagt til að aðildarríki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) leggi þijá milljarða sænskra króna (um 28 milljarða ísl. kr.) til að stofiia evrópskan umhverfísverndarháskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.