Morgunblaðið - 12.09.1989, Page 27

Morgunblaðið - 12.09.1989, Page 27
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoða/ritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Ekkert hefur breytzt Leyndur stuðningur Borg- araflokksins við vinstri stjórn Steingríms Hermanns- sonar er nú opinber. Ekkert hefur þó í raun breytzt. Ný ríkis- stjórn að nafninu til telur að vísu ellefu ráðherra í stað níu áður, með tilheyrandi kostnað- arauka fyrir skattgreiðendur. En stjórnarstefnan er óbreytt. O g sömu strandkapteinarnir sitja við stjórnvöl þjóðarskút- unnar. Fjölgun ráðherra eykur ekki innri styrk stjórnarinnar; þvert á móti. Það hefur gengið nógu erfiðlega að samhæfa stefnu og störf þriggja flokka ríkisstjórna, sem dæmin sanna, og hringl- andi Borgaraflokksins bætir gráu ofan á svart í glundroða stjórnarheimilisins. Það segir sína sögu um framhaldið að stjórnaraðild Borgaraflokksins [sem hafði níu mánaða með- göngu] mætti andstöðu.í valda- stofnunum allra gömlu stjórnar- flokkanna. Hætt er og við að þingmenn þeirra, sem sumir hveijir eru heldur betur farnir að ókyrrast vegna skipbrots stjórnarstefnunnar í efnahags-, atvinnu- og landsbyggðarmál- um — að ekki sé nú talað um skoðanakannanir og komandi kosningar — telji sér óhætt að hlaupa út undan sér í hinum óvinsælli málunum í skjóli auk- ins þingstyrks stjómarinnar. Innganga Borgaraflokksins kann að reynast bitamunur en ekki fjár. Það breytir engu um stöðu þjóðarbúsins né framvindu mála þótt leyndur stuðningur Borg- araflokksins við ríkisstjórnina verði opinber — og hann hljóti tveggja stóla umbun. Island verður eftir sem áður án hag- vaxtar á líðandi ári, og trúlega því næsta, eitt OECD-ríkja. Það er ekkert það í sjónmáli íslenzkra stjómmála sem breyt- ir viðvarandi taprekstri atvinnu- vega, stöðvar öran fyrirtækja- dauða eða færir þeim 2.100 ein- staklingum, sem gengið hafa atvinnulausir að jafnaði í mán- uði hverjum það sem af er ár- inu, atvinnu á ný. Síður en svo. Þjóðartekjur dragast áfram saman og kaupmáttur launa rýrnar enn, ef fer sem horfir. Ytri aðstæður valda að sjálf- sögðu miklu um þjóðhagshorf- ur. Ríkisstjómin kórónar hins- vegar erfiðleikana. Veldur hver á heldur, segir máltækið. Stjórnarstefnan í efnahags-, skatta- og gengismálum hefur gert erfiða stöðu fólks og fyrir- tækja enn verri; veikt en ekki styrkt rekstrarstöðu atvinnu- veganna sem er hin hliðin á atvinnuöryggi almennings. Ríkissósíalisminn, þ.e. pólitísk miðstýring atvinnulífs- ins, — sjóða-, millifærslu- og skömmtunarkerfið — hefur gjörsamlega gengið sér til húð- ar, enda hvarvetna lagður fyrir róða hjá hagvaxtarþjóðum. Þessi stefna er hinsvegar ær og kýr ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Það ber því að harma það að Borgaraflokkur- inn hefur lagt höfuð sitt undir fallexi óbreyttrar stjórnar- stefnu. Það hefur heldur ekkert breytzt að því er varðar skatta- stefnu ríkisstjómarinnar; þá viðleitni að færa stærri og stærri hlut þjóðartekna frá at- vinnuvegum og almenningi — í ríkisbúskapinn. Þetta er var- hugaverð stefna, ekki sízt á samdráttartímum. Ríkissósíal- istinn Ólafur Ragnar Grímsson, sem gegnir áfram embætti fjár- málaráðherra, ýjar nú, þegar Borgaraflokkurinn gengur inn í ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar, að tvenns konar nýrri skattheimtu, ofan á sjö milljarða nýja skattheimtu líðandi árs. í fyrsta lagi skatt- lagningu sparifjár fólks [sem m.a. var lagt fyrir til óvissu- og efri ára], rétt eins og þjóðar- nauðsyn kalli fremur á aukna eyðslu og fjárfestingu en inn- lendan peningasparnað til að sporna gegn vaxandi erlendum skuldum. I annan stað á skatt- lagningu iðgjalda og vaxta- tekna lífeyrissjóða, sem em stærsti farvegur innlends pen- ingaspamaðar — og skjalda framtíðaröryggi fullorðins fólks. Þessar skattahugmyndir em fráleitar, ekki sízt vegna þess, að þörf stendur fremur til þess að styrkja lífeyrissjóðina, svo þeir megi rísa uhdir fram- tíðarskuldbindingum sínum við það fólks sem greitt hefur til þeirra í góðri trú um langan aldur. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar er söm eftir sem áður. Ekkert hefur breytzt, utan það að síðbúin tveggja stóla umbun er í höfn. Ottinn við kosningar hefur fléttað hræðslubandalag fimm flokka, sem dregur kosningar eitthvað á langinn. Stjórninni hefur tekizt að lengja eilítið eigið reipi. Það er allt og sumt. MORGyNBiúÁDIÐ ÞRIÐJIIPAGUR 12. i?BBTEMBER 1989 27 Afli og floti Sala Sigureyjar frá Patreksfírði: Yeðhafar sam- þykkja að taka tilboði Stálskips Byggðastoftiun sat hjá við at- kvæðagreiðslu um tilboðið VEÐHAFAR í togaranum Sigurey samþykktu á fundi með uppboðshaldara og bústjóra í gær að samþykkja boð Stál- skips hf. í Hafhfarfirði í skipið. Byggðastofnun, sem er einn stærsti veðhafinn, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Jafnframt var samþykktur þriggja vikna frestur fyrir hæstbjóðanda og aðra bjóðendur að standa við tilboð sín. Stálskip hafði lýst því yfir í síðustu viku að það félli fi'á tilboði sínu en á laugardag barst svo uppboðshaldara skeyti frá fyrirtækinu þar sem það óskar eftir að standa við tilboð sitt til að firra sig Qártjóni. eftir Gylfa Þ. Gíslason I. Undanfarið hef ég skrifað nokkr- ar greinar í Morgunblaðið um fisk- veiðistjómina og vandamál sjávar- útvegsins. Tilgangurinn hefur m.a. verið að vekja athygli á, að fmmor- sök erfiðleika sjávarútvegsins er fólgin í því, að rekstur hans er óhag- kvæmur, fyrst og fremst vegna þess, að fiskveiðiflotinn er alltof stór og útgerðarkostnaður því miklu meiri en nauðsynlegur er til þess að sækja þann afla, sem stjómvöld ákveða að veiða megi úr fiskistofn- unum við landið. Þessi staðreynd rýrir ekki aðeins afkomu sjávarút- vegsins, heldur skerðir hún hreinar tekjur þjóðarheildarinnar vemlega. Þjóðarbúið sóar miklum verðmæt- um með því að kosta óþarflega miklu til við hagnýtingu á verðmæt- ustu auðlind þjóðarinnar, fiskinum á miðunum við landið. Ég og ýmsir fleiri hafa bent á, að Alþingi hefur kveðið svo á í lög- gjöfinni um fiskveiðistjómina, að fiskistofnamir við landið séu sam- eign þjóðarinnar. Með hliðsjón af þessu m.a. geti það ekki talizt rétt- mætt, að leyfi til þess að hagnýta þessa sameiginlegu, mjög verð- mætu auðlind, séu afhent ókeypis. Fýrst stofnarnir séu ekki nógu stór- ir til þess, að hægt sé að leyfa ótak- markaða hagnýtingu, eins og óhætt var áður fyrr, þannig að úthluta verði leyfum til hagnýtingarinnar, hljóti þessi leyfi að vera verðmæt, og þá eigi þeir, sem fá þau, auðvit- að að greiða fyrir þau með ein- hveijum hætti. Fiskistofnarnir gefa af sér arð, óháð afkomu útgerðar- innar sem heildar. Annars væru þeir ekki taldir verðmætir. Þegar veiðileyfi em afhent ókeypis, er þeim, sem þau hljóta, afhentur þessi arður, sem þjóðarheildin á með réttu og samkvæmt lögujri- Þetta er önnur hlið rakanna fyrir því, að hætta eigi að afhenda veiði- leyfi ókeypis, heldur taka að selja þau með einhveijum hætti. Hin hlið- in, sem skiptir ekki minna máli, er sú, að þegar til langs tíma er litið er þetta fljótvirkasta leiðin til þess að ná fram minnkun fiskiskipaflot- ans með hagkvæmum hætti, þ.e. þannig, að óhagkvæmustu skipin hætti veiðum, en þær verði áfram í höndum þeirra útgerðarmanna, sem stundað geta veiðamar með hagkvæmustum hætti. II. Allir þeir, sem mælt hafa með því, að tekin verði upp sala á veiði- leyfum, gera sér auðvitað grein fyrir því, að hér væri um mjög gagngera breytingu að ræða, sem óskynsamlegt væri að reyna að koma á í einu vetfangi. Megintil- gangurinn með mínum skrifum um þessi mál hefur verið að minna á, að þegar að því kemur, að gera verulegar breytingar á íslenzku efnahagskerfi — og það getur varla dregizt mjög lengi úr þessu — er nauðsynlegt, að ný fískveiðistefna, sem grundvallazt á sölu veiðileyfa, verði einn af mikilvægustu þáttum hennar. En þangað til má bæta núverandi fiskveiðistjóm á ýmsan hátt. Um þessar mundir hefur mikið verið rætt um erfiðleika útgerðar á ýmsum stöðum úti á landsbyggðinni og ógöngur, sem einstök bæjarfélög hafa lent í. Hefur þá fiskveiðistefn- unni oft verið um kennt, gagngerra breytinga krafízt á henni, jafnvel lagt til, að „kvótakerfið“ verði al- gerlega afnumið. Hér em varhugaverð sjónarmið á ferðinni. Núverandi fiskveiðistjórn hefur reynzt miklu hagkvæmari en það kerfi, sem hún leysti af hólmi, „skrapdagakerfið" svo nefnda, að ekki sé talað um ótakmörkuðu físk- veiðarnar, sem stundaðar vom áður en heildarstjóm var tekin upp á veiðunum við upphaf þessa áratug- ar. í sannleika sagt hafa þessar ótakmörkuðu fískveiðar verið meg- inundirrót erfiðleika sjávarútvegs- ins, meginorsök óhóflegrar stækk- unar fískveiðiflotans, og leitt til þess, að afkoman hefur nálgast núllið, þegar til lengdar lét. Þeim, sem þekkja til grundvallaratriða nútíma fiskihagfræði, kemur þetta ekki á óvart. Það er einmitt eitt af undirstöðuatriðum hennar, að þeg- ar leyfð sé ótakmörkuð og ókeypis hagnýting á sameiginlegri auðlind í sjávarútvegi, leiði það til ofveiði og eyðingar á þeirri rentu, sem auðlindin gefí af sér, þannig að flot- inn hafi tilhneigingu til þess að vaxa mun meir en aflinn, útgerðar- kostnaður vaxi meira en afrakstur og hagnaður af veiðum hverfi. III. Þetta er einmitt þa.ð, sem átt hefur sér stað hér á íslandi eftir styijöldina, en lengstum voru leyfð- ar hér ótakmarkaðar veiðar á botn- fiski. Fiskafli hefur sem betur fer farið vaxandi síðan í stríðslok, að sjálfsögðu einkum í kjölfar útfærslu fiskveiðilögsögunnar, en einnig vegna bættrar tækni. En fiskiskipa- flotinn hefur þó vaxið miklu meira. í þessu sambandi á að sjálfsögðu að bera saman breytingu á aflaverð- mæti og breytingu á verðmæti fiski- skipaflotans, en ekki smálestatölu hans, þar eð það er íjármagnsaukn- ingin, sem máli skiptir. Sé þetta gert, kemur í ljós, að frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar og fram . til upphafs áttunda áratugarins urðu ekki gagngerar breytingar á aukningu aflaverðmætis annars vegar og verðmætis fiskiskipaflot- ans hins vegar. A árunum 1960— 1970 jókst afiaverðmætið um 26%, en verðmæti flotans um 32%. En frá 1970—1987 jókst aflaverðmæt- ið um 106%, en verðmæti flotans Gylfi Þ. Gíslason „Við blasir, hvað farið hefur úrskeiðis í sjávar- útveginum, einkum síðan í byrjun áttunda áratugarins. Alltof mik- ið hefiir verið fjárfest. Hver króna, sem varið hefur verið til flárfest- ingar, ber minnkandi arð. Aflinn hefur verið sóttur með vaxandi til- kostnaði.“ hins vegar um 180%. Sést þetta á eftirfarandi línuriti, sem Þjóðhags- stofnun hefur gert að beiðni minni. Sjá línurit. Um þijár bylgjur fjárfestingar í sjávarútvegi hefur verið að ræða. Hin fyrsta átti sér stað í kjölfar loka heimsstyijaldarinnar síðari, þegar endurnýjun Tiskiskipaflotans hafði ekki getað átt sér _stað vegna styijaldarinnar, en íslendingar höfðu á hinn bóginn eignazt gildan gjaldeyrisvarasjóð vegna mikils afla og hagstæðs útflutningsverðs á styijaldarárunum. Þetta var „ný- sköpunartímabilið" svo nefnda. Önnur fjárfestingarbylgjan hófst í upphafí sjöunda áratugarins í tengslum við miklar síldargöngur að landinu. Hin þriðja og mesta hófst síðan í byijun áttunda áratug- arins í sambandi við uppbyggingu atvinnulífs utan suðvestur-hornsins svokallaða, og kennd hefur verið við „byggðastefnu". Þessari gífur- legu íj'árfestingarbylgju er í raun og veru ekki lokið enn. Þróunin sést greinilega, þegar línuritið er skoðað. Við blasir, hvað farið hefur úrskeiðis í sjávarútveg- inum, einkum síðan í byijun áttunda áratugarins. Alltof mikið hefur ver- ið ij'árfest. Hver króna, sem varið hefur verið til fjárfestingar, ber minnkandi arð. Afiinn hefur verið sóttur með vaxandi tilkostnaði. Þjóðfélagið hefur sóað verðmætum. Fram að níunda áratugnum var meginskýringin á þessum mistökum sú, að engin heildarstjórn var á fisk- veiðunum og að opinberir aðilar, sjóðir og bankar, stuðluðu eindregið að þessari óhagkvæmu fjárfestingu. Eftir að heildarstjórn fiskveiða var hafin í upphafi þessa áratugar, hef- ur því miður ekki tekizt að stöðva stækkun fiskiskipaflotans. Á und- anförnum árum hefur öllum ábyrg- um mönnum mátt vera ljóst, að fiskiskipaflotinn er of stór. Á það hefur ekki heldur skort, að það hafi verið viðurkennt af stjórnvöld- um — í orði. En eins og tölur sýna, hefur flotinn samt haldið áfram að vaxa, — og heldur enn. Sú stað- reynd ber vott um mjög alvarlega meinsemd í íslenzku stjórnkerfi og íslenzku átvinnulífi. IV. Það er því miður rétt, sem mjög hefur verið haldið á loft undanfarið, að núgildandi fiskveiðistjórn er ekki fullkomin og að henni hefur ekki tekizt að stuðla að árangri í stærsta velferðarmáli íslenzks sjávarútvegs, sem er minnkun fiskiskipaflotans. En í raun og veru er þar ekki um að kenna kjarnanum í sjálfri fisk- veiðistefnunni, heldur ófullnægj- andi og óheilbrigðri framkvæmd hennar. Þess vegna má ekki draga þá ályktun af þeim vandamálum, sem óneitanlega er nú við að etja, að hætta eigi að stjórna fiskveiðun- um eða hverfa aftur að „skrap- dagakerfi“, hvað þá ótakmörkuðum fiskveiðum. Það þarf að gera ýmsar breytingar á fiskveiðistjórninni, og það er hægt að gera þegar á næsta Alþingi. Það ætti að taka alveg fyrir raunverulega stækkun fisk- veiðiflotans frá því, sem nú er. Það ætti að lengja verulega þann tíma, sem leyfm eru veitt til, t.d. í fimm- tán ár. Það ætti að veita einstakl- ingum og lögaðilum veiðileyfm, en ekki binda þau við skip. Og það ætti að leyfa algjörlega frjáls við- skipti með veiðileyfi. I kjölfar slíkra ráðstafana mundi margt breytast til batnaðar. En stærsta sporið, sem hægt er að stíga til þess að fiskiskipaflotinn minnki með sem hagkvæmustum hætti, yrði stigið með því að setja lög um að greiða skuli fyrir veiðileyfi. Það er umdeildara sjónarmið en þær ráðstafanir, sem nefndar voru að framan, enda gagngerari ráðstöfun. Hugsanlegt væri að stíga slíkt spor í litlum áföngum. Hitt er ljóst, að slík viðbót við fiskveiðistefnuna verður ekki gerð nema samfara breytingum á efnahagsstefnunni í heild, m.a. stefnunni í gengismál- um, landbúnaðarmálum, peninga- málum og flármálastjóm ríkisins. Höfundur er prófessor í viðskipta- og hagfræðideild við Háskóla Islands. Hraðfrystihús Patreksfjarðar varð gjaldþrota 31. júlí sl. og voru togarar fyrirtækisins, Sigurey og Þrymur, seldir á uppboði 28. ágúst sl. Þrymur var sleginn Byggða- stofnun á 150 m.kr. og Sigurey fyrirtækinu Stálskipi í Hafnarfirði á 257,5 m.kr. Áttu Stapar næst hæsta tilboð í Sigurey. Með sölu þessara tveggja skipa var fyrirsjá- anlegt að mestur hluti kvóta vertíð- arbáta á Patreksfirði væri horfinn af staðnum. Þann 6. september sl. sendi Guðrún Lárusdóttir, framkvæmda- stjóri Stálskip, Stefáni Skarphéð- inssyni, sýslumanni á Patreksfirði, símskeyti, þar sem honum var til- kynnt að Stálskip félli frá tilboði sínu. Lýsti Guðrún því yfir að helsta ástæða þéssarar ákvörðunar væri að aðstandendur Stálskips vildu ekki sitja undir ásökunum um að þeir væru að kippa fótunum undan heilu byggðarlagi. Því hefðu þau ákveðið að færa Patreksfirð- ingum „lífsbjörgina" á ný. Á laug- ardag sendi svo Guðrún sýslu- manni annað skeyti þar sem því er lýst yfir að Stálskip óskuðu eft- ir að standa við fyrra tilboð sitt til að firra sig fjártjóni. Stjórn Stapa hf. á Patreksfirði ákvað á sunnudag að standa við tilboð sitt í Sigurey að upphæð 257 m.kr.. Hlutafélagið Stapar var stofnað af helstu aðilum í útgerð og fiskvinnslu á Patreksfirði ásamt Patrekshreppi í þeim tilgangi að halda Sigurey á Patreksfirði. Hlut- afjárloforð í Stöpum nema nú 85 m.kr. Patreksfirðingar hafa áður sagt að það verð sem Stálskip bauð í Sigurey, 257,5 m.kr, hafi verið of hátt og ekki hægt að reka skipið ef það væri keypt á slíku verði. Þegar Sigurður Viggóson, oddviti Patrekshrepps og varaformaður stjórnar Stapa, var spurður hvort hann teldi ekki það sama eiga við um boð Stapa upp á 257 m.kr. sagði hann að hægt væri að reka öll fyrirtæki ef nægilegt eigið fé væri sett í þau. Miðað við þær hugmyndir sem Patreksfirðingar hefðu gert sér um verð á skipi væri þetta vissulega of hátt verð en ekki yrði hjá því litið að þetta væri markaðsverð fyrir skip á borð við Sigurey. Aflinn á föstu verði og þjóðarauðsmat fiskiskipa 1945-1987 Vísitölur 1960=100 400 250 200 150 100 50 0 Skoðanakönnun félagsvísindastofiiunar íyrir Morgunblaðið: Stuðningsmenn stjórnarinn- ar 25,4% - 50,3% andvígir Fylgi stj órnarflokkanna fimm 41% - Sjálfstæðisflokkur með 44% RÍKISSTJÓRNIN nýtur stuðnings 25,4% kjósenda en 50,3% eru andstæð- ingar hennar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem félagsví- sindastofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Samanlagt fylgÚ stjórnarflokkanna, að Borgaraflokki og Samtökum um jafnrétti og félagshyggju meðtöldum, er 41% af þeim sem afstöðu taka í könnun- inni, en þessir flokkar hafa nú meirihluta á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefúr því meira fylgi en stjórnarflokkarnir samanlagt, eða 44%. Alls fengust svör frá 1.049 manns af upphaflegu 1.500 manna úrtaki, sem var slembiúrtak úr þjóðskrá. Urtakið er stórt og gefur mikla möguleika til greiningar á niðurstöð- um að mati umsjónarmanna könnun- arinnar, sem voru Stefán Ólafsson og Ólafur Þ. Harðarson. Þijár spurningar voru lagðar fyrir svarendur á aldrinum 18-75 ára um hvað þeir myndu kjósa, ef alþingis- kosningar yrðu haldnar á morgun. Fyrst voru menn spurðir: Ef alþingis- kosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa? Þeir sem sögðu „veit ekki“ við þessari spurningu voru spurðir áfram: En hvaða flokk eða lista heldurðu að líklegast sé að þú myndir kjósa? Segðu menn enn „veit ekki“ voru þeir spurðir: En hvort heldurðu að sé líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einvem ann- an flokk eða lista? 16,1% svarend- anna sögðu „veit ekki“.eftir fyrstu tvær spurningarnar, en þegar svör- um við þriðju spurningu er bætt við fer hlutfall óráðinna niður í 5,3%. Þeim, sem svöruðu þriðja lið spurn- ingarinnar þannig, að að þeir muni líklega kjósa einhvern annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn, er skipt á milli þeirra flokka í sömu innbyrðis hlutföllum og fengust við fyrri tveim- ur liðum spurningarinnar. í töflu fjögur eru sýnd samanlögð svör við þessum þremur spurningum. í töflu eitt má sjá fylgi flokkanna nú miðað við fyrri kannanir Félagsv- Tafla I Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosingum nú? Samanburður við fyrri kannanir og alþingiskosningarnar 1987. Þeir sem taka afstöðu. Fjöldi Kjósa Júní89 Maí89 Nóv.88 Kosn.87 Alþýðuflokkur 68 Framsóknarflokkur 135 Sjálfstæðisflokkur 338 Alþýðubandalag 97 Kvennalisti 103 Flokkur mannsins 5 Samt. jafnr. og félagsh. 4 Þjóðarflokkur 4 Borgaraflokkur 11 Frjálsl. hægrimenn 1 Aðrir 2 Samtals 768 % % % % % 8,9 11,3 10,9 10,5 15,2 17,6 20,3 19,8 23,3 18,9 44,0 39,3 41,8 29,6 27,2 12,6 8,6 9,7 10,6 13,4 13,4 15,2 12,6 21,3 10,1 0,7 1,1 0,8 0,7 1,6 0,5 0,9 0,3 0,1 1,2 0,5 1,1 1,9 0,7 1,3 1,4 1,8 0,5 3,0 10,9 0,1 0,4 1,6 0,3 100% 0,1 ísindastofnunar á kjörtímabilinu og kosningaúrslit 1987. Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti bæta við sig frá kosningum, en allir aðrir flokkar tapa fylgi, Borgara- flokkurinn mestu eða næstum öllu. Einu flokkarnir, sem bæta við sig frá síðustu könnun,. eru Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðubandalag. Tæpur helmingur krata styður stjórnina Spurt var hvort menn væru frekar Tafla 7 Hvort er þú frekar stuðningsmaður ríkissljórnarinnar eða andstæðingur? Fylgismenn flokka: Stuðn.- maður Hlut laus Andstæð- ingur Neitar að svara AUs Fjöldi Alþýðuflokkur 47,3 25,5 27,3 0,0 100% 55 Framsóknarflokkur 63,6 25,5 10,9 0,0 100% 110 Sj álfstæðisflokkur 5,1 9,3 85,3 0,3 100% 313 Alþýðubandalag 68,4 19,0 12,7 0,0 100% 79 Kvennalisti 29,8 15,5 54,8 0,0 100% 84 Aðrir svárendur Kyn: 18,5 33,8 43,5 4,2 100% 405 Karlar 27,7 18,8 51,5 2,0 100% 538 Konur Aldur: 23,0 26,6 49,0 1,4 100% 508 18-24 ára 16,6 28,6 54,3 0,6 100% 175 25-39 ára 23,3 20,8 54,5 1,5 100% 404 40-49 ára 25,8 22,0 50,5 1,6 100% 186 50-59 ára 34,7 18,2 45,5 1,7 100% 121 60-75 ára Búseta: 33,1 24,4 38,8 3,8 100% 160 Reykjavík 22,1 16,9 59,0 2,1 100% 385 Reykjanes 21,1 21.1 56,1 1,6 100% 246 Landsbyggðin 31,1 28,7 38,8 1,4 100% 415 Tafla 4 Svör við spurninguin 1 til 3 samanlögð. Fjöldi Altir Kjósa mí Alþýðuflokkur 68 6,5 8,9 Framsóknarfl. 135 12,9 17,6 Sjálfstæðisflokkur 338 32,2 44,0 Alþýðubandalag 97 9,2 12,6 Kvennalisti 103 9,8 13,4 Flokkur mannsins 5 0,5 0,7 Samt.jafnr./félh. 4 0,4 0,5 Þjóðarflokkur 4 0,4 0,5 Borgararflokkur 11 1,0 1,4 Fijálsl. hægrimenn 1 0,1 0,1 Aðrir 2 0,2 0,3 Myndi ckki kjósa 54 5,1 Skila auðu 98 9,3 Neita að svara 73 7,0 Veit ekki 56 5,3 Samtals 1049 99,9% 100% stuðningsmenn eða andstæðingar ríkisstjórnarinnar. Niðurstöðurnar sjást í töflu fimm - stjórnin nýtur stuðnings 25,4%, en 50,3% eru henni andvígir. í töflu sjö eru stuðnings- menn og andstæðingar stjórnarinnar sundurgreindir eftir flokkum, kyni, aldri og búsetu. Flestir kjósendur Sjálfstæðisflokks eru andstæðingar stjórnarinnar, 85,3%, en 5,1% sjálf- stæðismanna styðja hana. Eins og í fyrri könnunum kemur fram að af stuðningsmönnum stjórnarflokkanna á stjórnin minnstan stuðning meðal alþýðuflokksmanna. Af kjósendum Tafla 5 Hvort ert þú frekar stuðningsmaóur ríkisstjómarinnar eða andstæðingur? Fjöldi Hlutfall Stuðningsmaður 266 25,4 Hlutlaus/óviss 236 22,6 Andstæðingur 526 50,3 Neitar að svara 18 1,7 Samtals 1046 100% Tafla 6 Telur þú að núverandi ríkisstjórn valdi hlutverki sínu betur, svipað eða verr en síðasta ríkisstjórn? (Ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar borin saman við ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar). Fjöldi Hlutfall Betur 199' 19.0 Svipað 407 38,8 Verr 367 35,0 Neitar að svara 14 1,3 Veit ekki 61 5,8 Samtals 1048 99,9% Alþýðuflokksins styðja 47,3% stjórn- ina en 27,3% eru andvígir henni. Alþýðubandalagsmenn eru dyggustu stuðningsmenn stjórnarinnar, 68,4% styðja hana en 12,7% eru á móti. Af framsóknarmönnum styðja 63,6% ríkisstjórnina og 10,9% eru henni andvígir. Hæst hlutfall óákveðinna hjá stuðningsmönnum einstakra flokka er hjá Alþýðuflokki og Fram- sóknarflokki, 25,5%. Sjálfstæðis- menn eru hins vegar ákveðnastir í afstöðu sinni, aðeins 9,3% eru óá- kveðnir eða hiutlausir gagnvart stjórninni. Lítill marktækur munur er á af- stöðu kynjanna til ríkisstjómarinnar. Hins vegar kemur glöggt fram að stjórnin á fleiri andstæðinga eftir því sem neðar dregur í aldursstiganum. 54,3% kjósenda á aldrinum 18-24 ára eru á móti stjórninni, en 38,8% í elzta hópnum, 60-75 ára. Þá er umtalsvert meiri andstaða við ríkis- stjórnina á Suðvesturhorninu, 59,9% í Reykjavík og 56,1% á Reykjanesi, en 38,8% landsbyggðarmanna eru andvígir stjórninni. 35% telja stjórnina verri en síðustu sljórn -19% betri Loks var spurt hvort menn teldu að ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar veldi hlutverki sínu betur, svip- að eða verr en stjóm Þorsteins Páls- sonar. Niðurstöðumar em í töflu sex. Nítján af hundraði telja stjórnina betri en síðustu stóm, 38,8% svip- aða, og 35% telja hana verri. Flestir sjálfstæðismenn, eða 70,4% telja stjórnina verri. .Hins vegar telja 59,5% Alþýðubandalagsmanna hana betri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.