Morgunblaðið - 12.09.1989, Side 43

Morgunblaðið - 12.09.1989, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER .j!98i9 43 Hjörtur Viðar Hjart■ arson - Minning Góður vinur, Hjörtur Viðar Hjart- arson verktaki, Alfatúni 8 í Kópa- vogi, er allur. Það er sárt að sjá mann á besta aldri hraustan, góðan dreng og vin stöðvast svona fyrir- varalaust, lagðan að velli vegna ólæknandi sjúkdóms. Stundum er lífið svo óraunveru- legt, þess vegna er það að þó ég sé sestur hér til að skrifa nokkur orð í minningu vinar, þá get ég samt ekki trúað því að hann sé horfinn úr þessu jarðlífi. Ég kynnt- ist Hirti fyrir u.þ.b. 8 árum, í sam- bandi við kaup á vinnuvélum, síðan hafa vináttubönd aldrei slitnað fyrr en nú, en samt mun hann ávallt vera í huga mínum. Endalaust væri hægt að skrifa og minnast okkar samskipta og trúnaðar, en það munu vera orð að sönnu að allra, sem líf hefur verið gefið, bíður þess að deyja. Nú er komið að leiðarlokum og hugurinn er hjá þér, Hrefna mín, börnum ykkar og afkomendum. Guð styrki ykkur í trúnni á Jesúm Krist, sem gaf okkur fyrirheit um líf eftir dauðann. Grátnir til grafar, göngum vér nú héðan fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi glaðir vér megum þér síðan fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Albert Rútsson og frú Hjörtur Hjartarson vinur okkar, sem lést 3. september, verður til moldar borinn nú í dag 12. septem- ber. Okkur hjónin langar til að minnast hans fáum orðum og þakka fyrir margra ára vináttu og sam- starf, sem var okkur mikils virði. Með Hirti er genginn góður dreng- ur, sem gott var að eiga að og vera með. Hjörtur fæddist í Vestmannaeyj- um 15. febrúar 1944, sonur hjón- anna Hjartar Kristins Hjartarsonar og Jóhönnu Arnórsdóttur. Hann ólst upp með foreldrum sínum og • fjórum systrum í Vestmannaeyjum. Strax í bernsku vandist hann því að vinna og vinna vel' og leggja hart að sér. Það einkenndi hann alla tíð síðan, því að í hverju sem hann tók að sér, var hann vinnu- samur og víkingur í hveiju verki. Það fengum við oft að sjá og reyna í samstarfi okkar, þar sem oft þurfti að takast á við stór og erfið verkefni. Það varð aldrei, að Hirti kæmi það í hug að hlífa sér í neinu. Um það vitna líka verkin, sem hann hefur skilið eftir sig. Mestur starfsferill Hjartar var við rekstur vinnuvéla, þar sem hann vann fyrst hjá öðrum, en síðan við sjálfstæðan atvinnurekstur. Allan þann tíma lágu leiðir okkar saman í nánu samstarfi. Fyrir þann tíma erum við þakklát og eigum margar yndislegar minningar um traustan og góðan dreng, bæði í leik og starfi. Hann var tilfmningaríkur maður. Þær tilfinningar voru ekki alltaf augljósar, en því dýpri og einlægari sem meira á reyndi. í einkalífi sínu var Hjörtur gæfu- maður og fjölskyldulífið var honum dýrmætara en allt annað. Hann kvæntist Hrefnu Víglundsdóttur frá Reykjavík, dóttur þeirra Víglundar Kristjánssonar og Svövu Jónsdótt- ur. Hrefna bjó þeim gott heimili, þar sem gott var að koma. Þau eign- uðust þijú myndarleg börn, sem Hjörtur var stoltur af. Þar er Hjört- ur elstur. Unnusta hans er Hrafn- hildur Hilmarsdóttir. Þau eiga eina dóttur, Hörpu Dögg. Svava er næst, gift Þórarni Hannessyni og eiga þau eina dóttur, Hrefnu. Yngst er Jó- hanna. Það varð snemma á þessu ári, að Hjörtur hafði tekið alvarlegan sjúkdóm. Að sjálfsögðu tókst hann á við það eins og allt annað, með dugnaði og krafti. Þegar ljóst var hvert hlaut að stefna, gaf hann sig ekki heldur og var styrkur til síðustu stundar. Við horfum á eftir Hirti vini okk- ar með söknuði. Það gera líka börn- in okkar, Ingunn og Jóhann, sem áttu góðan og umhyggjusaman vin í Hirti. Við biðjum algóðan Guð að styrkja þig, elsku Hrefna, börnin og barnabörnin, sem við vitum að voruð honum kærust. Við þekkjum það öll vel, að þótt dauðinn sé sár, þá erum við í hendi þess Guðs, sem ræður öllu í lífi og dauða. Þess vegna lifum við í þeirri trú, að við eigum eftir að hittast og eiga aftur góðar stundir saman. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Lilja og Unnsteinn Nágranni okkar, Hjörtur V. Hjartarson, Álfatúni 18, Kópavogi, er fallinn frá langt um aldur fram. Árið 1983 reistum við okkur hús að Álfatúni 20 í Kópavogi. Lóðin nr. 18 stóð þá ennþá óhreyfð og vorum við óneitanlega spennt að sjá hveijir yrðu okkar næstu ná- grannar. Árið eftir hóf Hjörtur byggingar- framkvæmdir. Bratt varð ljóst að þar fór ekki einhamur maður. Að framkvæmdunum var staðið að slíkum krafti að með ólíkindum var. Við sáum verkþætti fram- kvæmda á nokkrum dögum, sem annars staðar tók vikur, af manni sem jafnframt stundaði stranga erfiðisvinnu. Við undruðumst stór- um hvernig Hjörtur þoldi þetta mikla álag. Þar fór sannarlega hug- umstór hamhleypa og einstakur ljúflingur, sem ævinlega var boðinn og búinn að aðstoða nágranna. Ljóst var frá upphafi, að Hjörtur var víkingur, er kunni til allra verka er að framkvæmdum laut og gerði óheyrilegar kröfur til sjálfs sín um afköst og verkvöndun. Sama má segja um eiginkonu Hjartar, Hrefnu Viglundsdóttur, sem af miklum dugnaði aðstoðaði við byggingu hússins og síðar frágang lóðar, ásamt syni þeirra og dætrum. Fljótlega eftir að framkvæmdir hófust urðum við málkunnug Hirti og þróuðust þau kynni á skömmum tíma í einlægan kunningsskap. í samstarfinu sem í hönd fór var Hjörtur sannanlega veitandi. Ekki lét hann sér nægja að jafna lóðina á nr. 18 heldur var nr. 20 tekin í leiðinni og þar með grunnur lagður að því sem síðar. varð, að engin lóð- armörk voru sett niður milli hús- anna og sameiginlega staðið að gróðursetningu tijáa og plantna náð í björg og steina og skjólvegg- ur byggður milli húsanna. Þannig fengu báðir garðarnir samræmt heildarsvipmót og erum við Hirti og Hrefnu einlæglega þakklát fyrir, hve skilningur þeirra var ríkur á að standa sameiginlega að fram- kvæmdum. Hraði og erill nútímaþjóðfélags dregur því miður mjög úr samskipt- um fólks. Að þessu var vikið við Hjört um síðastliðin áramót og því gagnkvæmt heitið að við yrðum að hittast oftar. Þróun vináttu við Hjört og hans ágætu fjölskyldu var ævinlega talin vís, einungis spurning um hentugan tíma og tilefni. Um leið og við vottum Hrefnu og börnum þeirra hjóna, Hirti, Svövu og Jóhönnu okkar dýpstu samúð, vonumst til að mega eiga þau að sem nágranna um ókomin ár. Það er huggun harmi gegn, að minningin um góðan dreng mun lifa, eða eins og í Hávamálum stendur: „Orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getr“. Sveinn Aðalsteinsson, Sigrún Hermannsdóttir. Þann 3. september sl. andaðist á Borgarspítalanum Hjörtur Viðar Hjartarson aðeins fjörutíu og fimm ára að aldri. Þegar sá vágestur sem nú hefur lagt hann að velli, barði að dyrum, þá gekk hann fullur at- orku til baráttu við hann með vilja- styrk að vopni. Hann dvaldi á heim- ili sínu fram undir það síðasta, hon- um var fullljóst að leikslok væru skammt undan og hafðj því gengið vel frá sínum málum. í veikindum sínum var hann umvafin ástúð og kærleika fjölskyldu sinnar, en eng- inn má sköpum renna og þegar leið- ir skilja, þá er það okkar sem eftir erum að taka upp viljann og dugn- aðinn, því á engan hátt verður minning hans betur heiðruð, því hann féll með starf í hendi. Með þessum sálmi viljum við minnast hans: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér sinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi,- hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Við vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð, Guð geymi ykkur öll. Víglundur og Jóna Kveðja til ástkærs tengdasonar Drottinn hjá þér er uppspretta. lífsins og þínu ljósi sjáum vér Ijós. Eins og móðir huggar son sinn, eins mun ég hugga yður, segir Drottinn. (Bæn) Ég færi eiginkonu hans, börnum, foreldrum og systkinum innilegar samúðarkveðjur og bið góðan guð að styrkja þau og blessa um alla framtíð. Svava Jónsdóttir Birting afmælis- og minningargveina Morgunblaðið tekur afinælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafh- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Eiginmaður minn, BALDURSTEFÁNSSON frá Fíflholtum, sem lést 3. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. september kl. 13.30. Margrét Sigurjónsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför BJÖRNS ÓLAFS lögfræðings. Guðfinna Bjarnadóttir, Skúli Ólafs, Guðbjörg R. Jónsdóttir, Bjarni Björnsson, Sigrún Jónsdóttir og barnabörn. t Alúðar þakkir sendum við öllum, er sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður, LÁRU JÓNSDÓTTUR, Sunnuvegi 33, Reykjavik. Guðlaugur Jónsson, Gísli Lárus Valsson. t Ástkaer eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, GUÐNI BJARNASON fyrrverandi verkstjóri, Öldugötu 33, Reykjavík, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Jónína Davfðsdóttir, Sigrún Guðnadóttir, Tyrfingur Sigurðsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð- ur, afa og langafa, INGIMUNDAR BJARNASONAR, Blesugróf 4, Guðrún Guðlaugsdóttir, Ólöf Bára Ingimundardóttir, Guðlaugur Ingimundarson, Sigríður Þ. Sigurmundsdóttir, Inga Ingimundardóttir, Þórarinn Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður og afa, RAGNARS Á. MAGNÚSSONAR lögg. endursk., Rofabæ 43. Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson, Marta Ragnarsdóttir, Þorsteinn Eggertson, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Pétur Gunnarsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Kjeld Gall Jörgensen og barnabörn. t Hugheilar þakkir færum við þeim fjöl- mörgu er hafa auðsýnt okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls sonar okkar, bróður og barnabarns, GARÐARS ÞORMARS JÓNSSONAR, Hafnargötu 2, Reyðarfirði. Guð blessi ykkur öll. Helga Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson. Hildur, Lilja og Hanna Maria, Ellen Bjarnadóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Esther Jónsdóttir, Guðmundur Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.