Morgunblaðið - 12.09.1989, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 12.09.1989, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 KAUP LANDSBANKAISLANDS A SAMVINNUBANKANUM Lúðvík Jósepsson: Þetta eru fráleit vinnu- brögð sem ég mótmæli „AÐEINS einn af bankastjórunum var staddur í borginni þegar samkomulagið var gert og hinir voru í burtu,“ segir Lúðvík Jóseps- son, fiilltrúi Alþýðubandalagsins í bankaráði Landsbankans. „Þegar óskað er eftir smáfresti, sem alltaf er veittur í öllum málum, þá er því neitað. Þá er eitthvað sem ýtir svo fast á, að það er ekki hægt að veita frest heldur skal bankaráðið kloft»a.“ „Þarna verða deilur sem standa eru fráleit vinnubrögð sem ég Landsbankinn við Austurstræti um það að búið er að hálfbinda bankann með samkomulagi og til- kynningu til fréttamiðla um kaup á tilteknum banka fyrir nærri 1600 milljónir króna. Tilboð er gert og undirskrifað samkomulag -án þess að bera það undir bankaráð. Þetta mótmæli," sagði Lúðvík ennfrem- ur. „Þá kemur deilan um það hvort nokkurt vit sé í þvi að kaupa Sam- vinnubankann á 1600 milljónir sem eftir bókfærðu verði er svona rúm- lega 500 milljóna virði. Sambandið Bókanir minnihluta bankaráðs Hér fara á eftir bókanir minni- hluta bankaráðs Landsbankans á fundi ráðsins á sunnudag þar sem afstaða var tekin til kaupa á hluta- bréfum Sambandsins í Samvinnu- bankanum. Bókun um vinnubrögð „Þar sem mál það sem hér er til umræðu um kaup Landsbankans á hlutabréfum Sambands íslenskra samvinnufélaga í Samvinnubankan- um hf. hefur borið að með vægast ^sagt sérkennilegum hætti viljum við ■ ^veir bankaráðsmenn óska eftirfar- andi bókað: Við mótmælum þeim vinnubrögð- um að einn af þremur aðalbanka- stjórum bankans skuli semja um kaup á hlutabréfum í Samvinnubank- anum fyrir 828 milljónir króna sem jafngildir að heildarkaupverð á bank- anum sé um 1.600 milljónir króna án þess að tillaga um kaupverð hafí nokkru sinni verið rædd í bankaráði Landsbankans. Samkvæmt skýrum ákvæðum í lögum um viðskiptabanka er það verksvið bankaráðs en ekki bankastjóra að ákveða kaup og sölu á eignum og þar með talið á hluta- bréfum. Þá eru þau ákvæði skýr í lögum að ríkisviðskiptabanka er ekki i ^eimilt að yfírtaka starfsemi annarra ' innlánsstofnana án þess að fyrir liggi heimild bankamálaráðherra. Bankar- áð Landsbankans, sem samkvæmt lögum á að hafa með mál sem þetta að gera, hefír ekki óskað eftir heim- ild ráðherra og hann hefír ekkert slíkt leyfí veitt. Þrátt fyrir þessi ótvíræðu laga- ákvæði hefir einn bankastjóri Lands- bankans undirritað samkomulag um kaup á 52% hlutafjár í Samvinnu- bankanum og birt fréttatilkynningu þar um, þó að tveir af aðalbanka- stjórum bankans hafi sannanlega verið utanbæjar þegar samkomulag- ið var gert; og ekkert formlegt sam- ráð hafi verið haft við bankaráð. Afsökunar sem fram hefir komið um að rætt hafí verið við 3 banka- ráðsmenn á óformlegum fundi dag- inn áður en samkomulagið var undir- ritað, gerir vinnubrögð bankans síst betri þar sem annar okkar, Lúðvík Jósepsson var sannanlega í banka- húsinu þennan dag, en var ekki boð- aður, en hinn Eyjólfur K. Sigurjóns- son var staddur þar sem auðvelt var að ná til hans og gera honum grein fyrir málinu enda hafði hann verið í símasambandi við bankann á þessum tíma. Þessum vinnubrögðum hljótum við að mótmæla. Við vekjum athygli á því að 7 sólarhringar liðu frá því að opin- berlega var tilkynnt um samkomu- lagið þar til við fengum svonefnd „minnisatriði vegna samnings um kaupin" í okkar hendur. Þá hafði hinn samningsaðilinn haldið fjöl- mennan stjómar- og trúnaðar- mannafund um samkomulagið og samþykkt það fyrir sitt leyti. Lögin um viðskiptabanka hafa að okkar dómi verið margbrotin og áskilnaður um að málið verði lagt fyrir bankaráð til endanlegrar af- greiðslu aðeins formsatriði. Með þessari bókun mótmælum við vinnubrögðunum, en þegar kemur til efnislegrar afgreiðslu málsins mun- um við gera grein fyrir afstöðu okk- ar til efnisákvæða samkomulagsins.“ 10/9 - 1989 Lúðvík Jósepsson Eyjólfur K. Siguijónsson Bókun um afgreiðslu málsins „Við afgreiðslu málsins í banka- ráði óskuðum við eftir nokkurra daga fresti til þess að afla nauðsynlegra upplýsinga sem málið varða. Þær upplýsingar var ekki hægt að veita á fundinum. Ósk okkar um frest var neitað og samkomulagið síðan sam- þykkt með atkvæðum þriggja bank- aráðsmanna gegn atkvæðum okkar tveggja. Afstaða okkar til efnisatriða málsins er í aðalatriðum þessi: Við erum ekki á móti því að Lands- bankinn kaupi yfirráðarétt yfir Sam- vinnubankanum og sameini rekstur beggja undir merkjum Landsbank- ans. En skilyrði okkar er, að kaup- verð og greiðslukjör séu í samræmi við raunverulegt verðmæti og fjár- hagslega stöðu þeirra aðila sem selja Landsbankanum. Við teljum kaup- verð Samvinnubankans um 1.600 milljónir króna alltof hátt og fráleitt að Landsbankinn eigi að greiða þeim eigendum bankans út peninga, sem þegar skulda bankanum stórfé. Við teljum algjörlega fráleitt að skuldbinda Landsbankann næstu 15 ár til að veita Sambandi íslenskra samvinnufélaga jafn mikil lán og með sama hætti og nú er, og um það að auka þau lán, ef umsvif Sam- bandsins aukast. A sama hátt teljum við fráleitt að skuldbinda Landsbankann um ókom- inn tíma til að veita óskerta lánafyrir- greiðslu „kaupfélögum og dóttur- og samstarfsfyrirtækjum þeirra í eigu samvinnuhreyfíngarinnar.“ Slík loforð og skuldbindingar eru fráleit og fá varla staðist samkvæmt lögum. Samvinnuhreyfíngin og fyrirtæki á hennar vegum eiga að sjálfsögðu að fá lánafyrirgreiðslu í Landsbank- anum, en auðvitað eftir sömu reglum og aðrir. Við teljum óhjákvæmilegt að fyrir liggi, áður en kaup eru gerð um Samvinnubankann, hvernig lánveit- ingum hans er háttað og hvað telja má vafasöm útlán. Sambandið sem hér er að selja sinn hlut í Samvinnu- bankanum er stærsti skuldunautur Landsbankans. Það mun einnig vera langstærsti skuldunautur Samvinnu- bankans. Ljóst er að eftir yfirtöku Landsbankans á Samvinnubankan- um verður skuld Sambandsins og kaupfélaganna við bankann langt umfram það sem ráð er fyrir gert í útlánareglum bankans. Afstaða okk- ar er því: Við greiðum atkvæði gegn þessu samkomulagi, en mælum með að bankaráð velji sérstaka trúnaðar- menn til að kanna allt málið ítarlega og til að gera tillögur um hugsanlegt tilboð Landsbankans í Samvinnuban- kann.“ 10/9 - 1989 Lúðvík Jósepsson Eyjólfur K. Siguijónsson þarf að selja eignir og er í miklum erfiðleikum. Það kemur fram að erlendir aðilar eru að segja upp lánum við Sambandið og það er vitað að það hefur snaraukið lán sín í Samvinnubankann.“ Luðvík sagði m.a. að það væri einn vandi Sambandsins að Citibank hefði nýlega sagt upp 300 milljón króna láni Sambandsins. „Sambandið sem stendur svona gagnvart Landsbankanum heimtar 525 milljónir borgaðar út. Þegar þessi staða var komin upp þá varð mönnum ljóst að Sambandinu ligg- ur á. Þá segi ég og fleiri að sé vandamálið svona mikið þá neita ég því að það sé Landsbankans að leysa þetta allt út. Það verður þá að vera þjóðfélagið í heild ef þetta er svona mikill þjóðfélagsleg- ur háski. Við erum ekki á móti því að Landsbankinn og Samvinnu- bankinn sameinist. Við erum held- ur ekki á móti því að Samvinnu- hreyfingin fái venjulega lánameð- ferð en við getum ekki séð að það eigi að semja um sérréttindi.“ Lúðvík sagði ennfremur að bank- aráð hefði engin gögn fengið í hendur um stöðu Samvinnubank- ans. Vitað væri að hann ætti stór lán úti hjá kaupfélögum sem væru komin að fótum fram. SÍS skuldar 1.900 m.kr. í Landsbanka SKULDIR Sambands íslenskra samvinnufélaga við Landsbankann eru nú um 1.900 milljónir samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Þá eru skuldir Sambandsins við Samvinnubankann taldar vera á bilinu 1-1,5 miiyarðar króna. Bankaráð Landsbankans gaf bankastjórn umboð til að ljúka við samningsgerð um kaupin en báðir samningsaðilar hafa fyrirvara um ýmis atriði málsins að því er segir í fréttatilkynningu frá Landsbankanum. Af hálfu Landsbankans lúta fyrir- varar m.a. að greiðslukjörum, greiðslutilhögun og aðstoð stjórn- valda, einkum Seðlabanka við kaup- in. Gert er ráð fyrir að endanlegur samningur verði lagður fyrir bankar- áð eigi síðar en 1. nóvember nk. Eigið fé Samvinnubankans var um síðustu áramót 587 milljónir króna en samkvæmt heimildum blaðsins mun hafa orðið 64 milljón króna tap af rekstri bankans það sem af er árinu. Heildarkaupverð verður sam- tals 1592,3 milljónir króna sam- kvæmt samkomulaginu sem bankar- áð staðfesti á sunnudag. Talið er að fækka megi útibúum um 12-14 við sameiningu Landsbanka og Sam- vinnubanka og fækka starfsfólki um allt að 200 manns. Innlán Lands- bankans voru þann 30. júní tæplega 32.493 milljónir og innlán Samvinnu- bankans 6.670 milljónir. Heildarinnl- án viðskiptabankanna voru þá 81.984 milljónir og er því samanlagð- ur hlutur þessarra tveggja banka um 47,8% af innlánum banka. Stöðugildi í Landsbankanum voru um síðustu áramót 1.050 talsins og hjá Sam- vinnubankanum voru þau 224. Þann- ig voru stöðugildi bankanna samtals 1274. Valur Arnþórsson: Þorsteinn Pálsson: Mjög hagkvæmt fyrir endurskipulagningu Upplýsa verður alla þætti málsins „UMRÆÐA um hugsanleg kaup Landsbankans á hlutabréfúm Sam- bandsins og annarra eignaraðila að Samvinnubankanum hefúr staðið yfir alllanga hríð eða nánast allar götur frá því að ég kom í núver- andi starf mitt í Landsbankanum," sagði Valur Arnþórsson, banka- stjóri Landsbankans. „Persónulega hef ég haft áhuga á því að þessi kaup gætu gengið fyrir sig og hef álitið þetta mjög hagkvæmt mál, bæði sem lið í endurskipulagningu hins íslenska bankakerfis og alveg sérstaklega fyrir Landsbanka íslands viðskiptalega séð.“ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN á engan hlut að þessu máli,“ segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins um ákvörðun bankaráðs Landsbankans. Hann segir að fúlltrúar Sjálfstæðis- flokksins í bankaráðinu hafi ekk- ert samráð haft við þingflokkinn eða aðrar stofnanir flokksins um ákvörðunina. Þá segir Þorsteinn að kreQast verði þess af viðskipta- ráðherra að hann upplýsi alla þætti málsins, þar með hver skuldastaða Sambandsins er við Landsbankann. „Ég hef ekki haft af þessu aðrar spumir en þær sem greint hefur verið frá í fréttum," sagði Þorsteinn. Hann kvaðst ekki vilja útiloka, að það gæti verið skynsamlegt fyrir Landsbankaiin að kaupa Samvinnu- bankann, en kvaðst telja að heppi- Iegra hefði verið að gera það, eftir að búið væri að breyta Landsbankan- um í hlutafélag. „En það er ekki aðalatriðið í mínum huga. Hitt-skipt- ir auðvitað höfuðmáli, sem er efnis- leg niðurstaða samningsins, á hvaða verði er verið að kaupa Samvinnu- bankann og með hvaða kjörum og hvaða skuldbindingar er Landsbank- inn að taka á sig? Ég tel að eins og málum er komið, verði að gera þær kröfur til viðskiptaráðherra að hann upplýsi alla þessa þætti. Þar á meðal verði gerð sérstök athugun á skulda- stöðu Sambandsins í Landsbankan- um og gerð grein fyrir henni opin- berlega. Ég tel að Alþingi eigi kröfu á þessum upplýsingum og viðskipta- ráðherra verði að sinna því og veita upplýsingarnar. Égget auðvitað ekki dæmt um efnisinnihald í samningi sem ég hef ekki séð. Það er augljóst að ekki er hægt að veija það, að verið sé að færa fjármuni umfram eðlilegt kaupverð úr Landsbanka yfir í Sambandið." Þorsteinn kvaðst ætlast til að vi- skiptaráðherra bregði skjótt við og gefi Alþingi nákvæma skýrslu um málið og þær grundvallarspurningar sem hann nefndi. „Ég er því mjög hlynntur þessum kaupum og hef stuðlað að þeim fyrir mitt leyti. Það má að sjálfsögðu allt- af deila um verð á hlutunum og eng- inn getur sagt að það verð sem sam- ið var um í bráðabirgðasamningi Sverris Hermannssonar og forstjóra Sambandsins sé hið eina rétta verð. Um slíkt má alltaf deila og þar getur hlaupið á talsverðum upphæðum til eða frá eftir því hvaða arðsemiskröf- ur gerðar eru og eftir því hversu miklu hagræði menn reikna með að geta náð fram við samruna tveggja stofnana.“ - Va],ur kvaðst ekki taka þátt í málinu sem einhverri björgunarað- gerð fyrir Samband íslenskra sam- vinnufélaga. Það væri vissulega stór viðskiptaaðili bankans og nyti mikils velvilja. Bankinn vilcli út af fyrir sig styðja við bakið á SÍS eins og öðrum viðskitaaðilum, en kaupin væru þó fyrst og fremst hugsuð í þágu Lands- bankans og endurskipulagningar bankakerfisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.