Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 2
8 2 osoi flaaMaaiTO.g guoAQULgmci gigAjavrjoflOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESÉMBER 1989 Hitaveitan, sjónvarp og útvarp hækka NOKKRAR hitaveitur hækk- uðu gjaldskrár sínar um mán- aðamótin, meðal annars Hita- veita Reykjavíkur. Einnig hækkaði afiiotagjald Ríkisút- varpsins og Stöðvar 2. Gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur hækkaði um rúm 7% 1. desember, og segir í aug- lýsingu HR í Lögbirtingablaðinu að það sé til samræmis við hækkun byggingarvísitölu. Síðast hækkáði heita vatnið í Reykjavík 1. september. Nú hækkaði rúmmetrinn af heitu vatni um 2,60 kr., úr 36,80 í 39,40 krónur. Bæj’arveitur Vest- mannaeyja hækkuðu heita vatn- ið um 7,2% um mánaðamótin og rafmagnshitataxtann til samræmis. Hitaveita Akureyrar og Hitaveita Akraness og Borg- arfjarðar hækkuðu gjaldskrár um 1,54%, en þessar veitur hækka gjaldskrár sínar mánað- arlega. Afnotagjald Ríkisútvarpsins hækkaði 1. desember úr 1.500 krónum í 1.575, eða um 5%. Síðast hækkaði afnotagjaldið 1. mars síðastliðinn. Afnotagjald Stöðvar 2 hækkar mánaðarlega. Um mánaðamótin hækkaði það úr 1.995 í 2.035 krónur, eða um 2%. 6-7% hækkun á búvörum RÍKISSTJÓRNIN hefiir ákveðið að auka tímabundið niðurgreiðslur á landbúnað- arvörum, þannig að þær haldi sama hlutfalli af óniður- greiddu heildsöluverði. Með- alhækkun landbúnaðarvara í smásölu verður því á bilinu 6-7% í stað 8-13% ef niður- greiðslur hefðu haldist óbreyttar að krónutölu. Smásöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar í dag um rúmlega 6%. Mjólkurlítrinn hækkar úr 68,20 krónum í 72.40, lítri af ijóma hækkar úr 552 krónum í 585,40, kíló af smjöri hækkar úr 512 krónum í 543,70 og kílóið af 45% osti hækkar úr 714,10 krónum í 758.40. Hámarkssmásöluverð á kindakjöti í heilum og hálfum skrokkum í verðflokknum DIA hækkar úr 434,60 krónum í 462,30, eða um 6,7%, og kíló af ungnautakjöti í heilum og hálfum skrokkum hækkar úr 485,70 krónum í 518 krónur, eða um tæplega 7%. Hækkun á taxta dag- mæðra óheimil VERÐLAGSRÁÐ hefur ákveðið að hækkun á kaup- taxta gjaldskrár dagmæðra fyrir vistun barna í 8 klst. megi ekki hækka um meira en 500 kr. frá 1. desember, miðað við þann taxta sem í gildi var fyrir 1. október siðastliðinn. Dagraæður hækkuðu taxtann um 2.500 kr. 1. október, en samþykkt Verðlagsráðs er ekki afturvirk, þannig að dagmæðr- um ber ekki að endurgreiða það sem þær hafa ofreiknað fyrir október og nóvember. Kauptaxti fyrir skemmri eða lengri vistun barns má hækka að hámarki í hlutfalli við hækk- un á taxta fyrir 8 klst. vistun. Ákvörðun Verðlagsráðs er studd þeim rökum að gjaldskrá dag- mæðra hefur verið byggð á sama grunni mörg undanfarin ár, og hækkanir á þeim grunni hafa verið kynntar verðlagsyfir- völdum og samþykktar af þeim. Breyting á taxta dagmæðra umfram þessa viðmiðun fái því ekki staðjst án samþykkis verð- lagsyfirvalda. Níu kærur til lögregluvegna líkamsmeiðinga um helgina: Tveir menn hlutu alvar- Fermingarbörn sáu um ljósamessu Væntanleg fermingarböm í Neskirkju sáu um ljósamessu með ritningarlestri við kertaljós á fyrsta sunnudegi í aðventu. Flutt voru ávörp og lesnar sögur á milli þess sem sungnir voru sálmar. lega áverka í átökum NÍLJ mál vegna líkamsmeiðinga eða árása komu til kasta lögreglunn- ar í Reykjavík um helgina. I tveimur tilfella hlutust miklir áverkar af og eru þau mál að miklu leyti upplýst. Þorri hinna málanna er einnig upplýstur, þó eru tvö óupplýst og að auki eru málsatvik mjög óljós í einu tilfelli þar sem fórnarlamb hefur ekki gefið sig fram og aðeins er við óljósan vitnisburð að styðjast. Sautján árá piltur var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir að hann hlaut höfuðáverka í átökum við mann skammt frá Reykjavík- urapóteki aðfaranótt laugardags- ins. Hann var þungt haldinn en var kominn til meðvitundar á sunnudag pg var hann þá talinn á batavegi. í fyrstu var ekki vitað hver hefði veitt honum áverkann en eftir að Aukin löggæsla í desembermánuði ÓLI Þ. Guðbjartsson dómsmálaráðherra og Böðvar Bragason lög- reglustjóri í Reykjavík áttu fund í gær og ræddu þá meðal annars hvernig bregðast skuli við auknum líkamsárásum eins og þeim er urðu um helgina. Að sögn Böðvars er dómsmála- ráðherra áfram um að löggæslan verði efld og standa vonir til að svo geti orðið um leið og fjárlagaárinu lýkur. Innan lögreglunnar hefur ástandið verið kannað og er niður- stöðuna að finna í sérstöku nefnd- aráliti. Á grundvelli þess verða síðan teknar ákvarðanir um við- brögð. Ljóst er að auka þarf fjár- veitingu til löggæslunnar, auka við yfirvinnu og fjölga stöðugildum. „Við munum strax í desember geta beitt þessum aðgerðum,“ sagði Böðvar. „En við vitum ekki fyrr en ijárlög hafa verið afgreidd endan- lega hvað hægt verður að fjölga um marga löggæslumenn en það er ljóst að við munum fá hærra framlag sem verður nýtt til að leysa þau mál, sem eru mest aðkallandi.1' 25 manna áhöfii Snæ- fells sagl upp störfum ALLRI áhöfii frystitogarans Snæfells frá Hrísey, alls 25 manns, hefiir verið sagt upp frá 1. desember. Átta þeirra eru fi*á Hrísey, en aðrir frá Eyjafjarðarsvæðinu og Reykjavík. Togarinn er i eigu Utgerðarfé- lags KEA sem hefur ákveðið að selja hann. vitni gáfu sig fram náði lögregla tali af manni sem játaði að hafa lent í átökum við piltinn. Að lokinni yfirheyrslu var sá fijáls ferða sinna. Aðfaranótt sunnudagsins var maður skorinn á hálsi og síðu með brotnu glasi á Hótel íslandi, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Tveir erlendir menn voru hand- teknir. Eftir yfirheyrslur yfir þeim og vitnum var krafist gæsluvarð- halds yfir öðrum mannanna, 21 árs gömlum, sem hefur nú verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald í 10 daga. Einn maður veittist að þremur á Hallærisplani aðfaranótt laugar- dags. Hann lemstraði þá alla en slasaði ekki alvarlega. Einn fór á slysadeild en árásarmaðurinn gisti fangageymslur og var yfirheyrður á laugardag. Nokkrir menn lentu í átökum í Aðalstræti aðfaranótt sunnudags. Einn þurfti að leita læknisaðstoðar en þrír voru fluttir í fangageymsl- ur. Talið var líklegt að einhveijir þeirra hafi komið við sögu í fleiri tilfellum þar sem ofbeldi var beitt um helgina. Lögreglan var tvisvar um sunnu- dagsnóttina kvödd að Smáréttum við Lækjargötu. í annað skiptið lá þar slasaður maður sem lögreglan flutti á slysadeild og í hinu tilfellinu hafði komið til átaka milli tveggja manna og var annar þeirra hand- tekinn. Aðfaranótt sunnudagsins var lögreglu tilkynnt að maður hefði verið stunginn með hnífi í lærið við hús BSR í Lækjargötu. Vitni gaf sig fram sem sagðist hafa séð hvaf nokkrir menn áttust við þegar einn brá hnífi og stakk annan. Athugun á málinu hefur ekkert leitt í ljós og ekki er vitað til að nokkur hafi leitað læknisaðstoðar vegna áverka eftir hníf. Maður veitti ungri konu eftirför að farfuglaheimilinu við Sundlauga- veg aðfaranótt sunnudagsins og veittist þar að henni. Hann tók fyr- ir vit benni, felidi hana og lagðist —ofan á hana. Við svo búið stóð maðurinn, upp og hvarf á braut án þess að stúlkuna sakaði að ráði. Davíð Oddsson borgarsljóri; Lögreglan sinni hlutverki sínu DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri segir að Reykvíkingar hljóti að gera kröfu um að lögreglan sinni verki sínu í borginni og verndi öryggi borgaranna. „Við getum ekki búið við það að lögreglan sé svo aum og fáliðuð, að hún treysti sér ekki á staðinn, eins og lesa má úr skýrslum hennar,“ sagði borgarstjóri. Að sögpi Jóhanns Þórs Halldórs- sonar framkvæmdastjóra Utgerðar- félags KEA hefur lengi staðið til að selja Snæfellið. Hann sagði að ástæðan fyrir uppsögnunum væri sú að nú væri verið að vinna að því og vildi félagið því hafa fijálsar hend- ur. Yfirmönnum var sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara, en aðrir skipveijar hætta störfum að viku liðinni. Ekki sagðist Jóhann Þór geta sagt neitt um hvemig gengur að selja togarann en verið er að skoða ýmsa hluti í því sambandi. Hann sagði að frá því að ráðist var í smíði togarans hefðu forsendur fyrir rekstri hans breyst gífurlega og rekstrargrundvöllur væri erfiður. Snæfellið er frystitogari og er all- ur afli unninn um borð. Bílaborg fær greiðslustöðvun BÍLABORG hf., Mazda-umboð- inu, var í gær veitt greiðslustöðv- un til tveggja mánaða í skipta- rétti Reykjavíkur. Samdráttur í bílainnflutningi mun á liðnum misserum hafa þrengt hag fyrirtækisins og hafa um skeið staðið yfír tilraunir til að selja hluta stórhýsis þess við Foss- háls. „Það er mál lögreglunnar en ekki borgaryfirvalda að halda uppi öryggisgæzlu. Löggæzlan heyrir því miður ekki lengur undir borgina og ég tel að það sé miklu verr að henni búið nú en þegar hún heyrði undir borgina,“ sagði Davíð er hai & var spurður út í ummæli Böðvars Bragasonar lögreglustjóra í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins, þess efnis að um helgar væru sum svæði í Reykjavík ekki örugg, og að lög- reglan hikaði við að senda menn inn á staði fáa saman, ef ástæða væri til að óttast að þeir kæmu ekki heilir út aftur. „Kannski væri það nauðsynlegt að borgin fengi lögregluna undir sína stjórn eins og áður var. Það nær náttúrulega ekki nokkurri átt að lögreglan treysti sér ekki ti! að koma niður í miðbæ, þar sem ungl- ingarnir hafa sig í frammi með þeim hætti sem þeir eiga ekki að gera. Það er alger uppgjöf, sem er algjörlega óþolandi," sagði Davíð. Hann sagðist ekki hafa í hyggju að taka málið upp við dómsmálaráð- herra. „Lögreglan hlýtur að taka á þessu máli og ef hún er of fáliðuð, hlýtur hún að beina því til yfírj- manna sinna að liðið sé eflt og styrkt. Ég held að það hafi mjög dregið úr liðinu á undanförnum árum, hlutfallslega," sagði borgar- stjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.