Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 15
MOKGUNBLAÐID ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989
15
NOCTOSOME
SVSTEME RENOVATEUR de M IT
Starfsemi og orka húðarinnar gengur í
sveiflum allan sólarhringinn. Þessar
sveiflur eru einstaklingsbundnar og
mynda svokallaðan bioryþma húðarinn-
ar. Á daginn fer húðin ekki varhluta af
því álagi, sem á okkur hvílir, auk þess
sem hún þarf að verjast ýmsum skað-
völdum í umhverfinu. Það er á nóttunni,
á meðan við erum í hvíld, sem húðin vinn-
ur að því að byggja sig upp; að end-
urnýja sig.
Hæfileiki húðarinnar til endurnýjunar fer
hins vegar eftir því, hvernig hún er á sig
komin. Ung og heilbrigð húð endurnýjar
sig auðveldlega. En við vitum að með
aldrinum hægist á endurnýjunarstarf
seminni og þá fer húðin gjarnan að láta
á sjá.
NOCTOSOME er fyrsta nætur
kremið á markaðinum, sem vinnur í takt
víð bioryþma húðarinnar. Það er afar
mikilvægur kostur. Auk þess sem það
í sjálfu sér stuðlar að hraðri
og öruggri endurnýjun, inniheldur
kremið styrkjandi efni fyrir
frumustarfsemina, sem byggir upp
að nýju þann kraft, sem húðin
þarfnast til eigín
uppbyggingar. Og
árangurinner
stórkostlegur. a
Aðmorgnier ;||
húðin
stinnari,
sléttari og
áferðarfallegri.
Ogþaðsem meira
er, úthvíld
og vel undir
annriki
dagsins
b
Kimmi
ANCÖME
PARIS
Skútuvogi lOa - Sími 686700
Næturkrem sem endurnýjar húðina á meðan þú hvilist
Lofta-
plötur
og lím
Nýkomin sending
Þ.ÞORGRÍMSSON&CO
Ármúla 29. Reykjavík, sími 38640
Baráttusaga o g
þjóðlífslýsing
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Guðrún P. Ilelgadóttir: HELGI
LÆKNIR INGVARSSON. BAR-
ÁTTUMAÐUR FYRIR BETRA
LÍFI. Setberg 1989.
I formála bókar sinnar skrifar
Guðrún P. Helgadóttir:
„Faðir minn var bjartsýnismað-
ur, framfarasinni, vildi láta gott
af sér leiða og var alltaf sjálfum
sér samkvæmur. í trausti þess, að
ævistarf hans og fordæmi eigi er-
indi við samtímann, er þessi ævi-
saga skrifuð."
I 15. kafla þar sem Guðrún er
m.a. að iýsa heimilislífinu, hvemig
brugðið var á leik heima fyrir, kall-
ar hún foður sinn „viðkvæmt þrek-
menni“ og bætir við: „Glaðværðin
og hlátrasköllin á heimilinu vom
nauðsynlegt mótvægi þeirra hörm-
unga, sem blöstu við á hælinu."
Það er hið viðkvæma þrekmenni
sem við kynnumst í bók Guðrúnar
P. Helgadóttur. En bókin er ekki
síst saga baráttunnar gegn hinum
mikla vágesti, berklaveikinni,
þjóðlífslýsing og ættarsaga um leið.
Þegar skrifuð er ævisaga jafn
mikilhæfs og vel gerðs manns og
Helga Ingvarssonar er sá vandi
fyrir hendi að ljóminn verði of mik-
ill, skeri í augun. Þegar höfundur-
inn er þar að auki dóttir þess sem
fjallað er um er hættan enn meiri.
Mér þykir Guðrúnu P. Helgadóttur
hafa tekist piýðilega að sigla hjá
skeijum í þessu sambandi. Hún
forðast að setja föður sinn á stall,
en hugar vel að samferðafólki hans
og umhverfi, gerir öllum góð skil.
Séu menn að leita að fordómum
eða dómhörku í bók hennar ættu
þeir að róa á önnur mið.
Eins og lesendur Guðrúnar P.
Helgadóttur þekkja (Skáldkonur
fyrri alda og fleiri ritverk) er hún
afar vandvirkur fræðimaður. Þetta
kemur glögglega fram í ævisög-
unni. í lok hvers kafla er nákvæm
heimildaskrá og má ráða af henni
að mikil vinna hefur verið lögð í
verkið. Hér er því ekki á ferðinni
nein venjuleg ,jólabók“ sem á að
slá í gegn á jólamarkaði, heldur
er líklegt að hún muni standa og
til hennar verði leitað lengi.
Guðrún hefur söguna með því
að lýsa björtu júlíkvöldi árið 1893.
í ferðahópi sem er að koma úr
brúðkaupsveislu og er á heimleið
að Keldum á Rangárvöllum er Júlía
Guðmundsdóttir. Ungum presti,
nýkomnum í Gaulveijabæ, séra
Ingvari G. Nikulássyni, hefur orðið
tíðlitið til hennar. Hérgerast amma
Guðrúnar og afí söguhetjur og
mætti halda að spennandi ástar-
saga væri í vændum. En þrátt fyr-
ir brot og kafla sem vel ættu heima
í skáldsögu er Guðrúnu fræði-
mennskan efst í huga.
Frá lífinu á Skeggjastöðum við
Bakkafjörð, æskuheimili Helga
Ingvarssonar, en faðir hans var þar
prestur, er sagt á skemmtilegan
og lifandi hátt. Á Skeggjastöðum
þurfti mörgu að sinna og verkin
voru ófá. Það kemur snemma í ljós
að Helgi er ólatur. Hann „er alla
tíð þar, sem erfiðast er og mestur
sent frá sér ljóðabækur og nýtur
ævisagan skáldlegs innsæis henn-
ar, einkum í frásögnum af gamla
fólkinu og löngu liðnum tíma, en
líka þegar tilfinningamál eru á
dagskra.
Þess er getið að Helgi lét sér
annt um að fræða börn sín, hélt
kvöldvökur fyrir þau og las þá upp
og lék kafla úr bókmenntum:
„Stundum skellti hann yfír sig dúk-
um og gömlum flíkum, til þess að
lesturinn yrði áhrifameiri, og kert-
astjakarnir voru gripnir á borð-
stofuskápnum, þegar hann las
kafla úr Vesalingunum eftir Victor
Hugo til þess að gera frásögnina
lifandi."
Enn eru margir á lífí sem eiga
Helga Ingvarssyni lífgjöf að gjalda
og hugsa að vonum hlýlega til hans
og virða minningu hans. Sumir
þeirra láta í sér heyra í bókinni.
Saga Helga læknis er meira en
persónusaga (þótt hún sé auðvitað
góð og gild sem slík), hún er merk
samtímasaga þar sem sigur vinnst.
Vonandi verður unnt að skrifa fleiri
slíkar sögur í framtíðinni.
vandinn“, eins og móðir hans segir
um hann.
Þetta einkennir Helga Ingvars-
son eftir að hann er orðinn læknir,
en á Vífllsstöðum starfaði hann í
45 ár, þar af var hann 29 ár yfír-
læknir. Umhyggja hans fyrir sjúkl-
ingum var einstök og eru um það
mörg dæmi í bókinni. Hann lagði
■ nótt við dag, gat verið strangur
og vildi hafa reglu á öllu, en átti
nóg til af mannlegri hlýju og skiln-
ingi.
Dæmi um harma og sára reynslu
eru mörg í bókinni og ekki sluppu
þau hjón, Helgi Ingvarsson og
Guðrún Lárusdóttir, frekar en
margir aðrir. En til gamans má
vitna í orð sem einn kvensjúkling-
Guðrún P. Helgadóttir
anna lét falla eftir að Helgi hafði
sest hjá henni og rætt við hana:
„Almáttugur, það borgar sig bara
að fá háan hita, ef hann Helgi sest
hjá manni.“
Þegar samþykkt voru ný lög um
vamir gegn berklaveiki árið 1921
taldi Helgi merkasta ákvæði lag-
anna að efnalitlir sjúklingar máttu
dveljast á hælum á opinberan
kostnað. Dánartala berklasjúklinga
náði hámarki 1925, en þá fór hlut-
fall látinna upp í 217 manns miðað
við 100.000 íbúa. Þessar upplýsing-
ar em í bókinni og líka er skýrt
frá því að margir biðu hælisvistar
svo lengi að þeim entist ekki aldur
til að njóta hjúkrunar.
Barnadeild tók til starfa á Vífils-
stöðum í upphafí þriðja áratugarins
og var hún fljót að fyllast. Eftir-
minnileg er saga af Helga og
sveitadreng sem oft var dapur í
bragði, en Helgi gaf sér tima til
að sinna.
Guðrún dregur upp minnisstæða
mynd af móður sinni, ljóðelskri og
draumlyndri stúlku, og hennar
fólki. Það er hin ágætasta
Reykjavíkurlýsing og koma skáld
og gáfumenn þar við sögu. Athygl-
isvert er að foreldrar Guðrúnar
unnu bæði skáldskap og Helgi gat
kastað fram stöku og em lagleg
dæmi um þá íþrótt í bókinni. Sjálf
hefur Guðrún eins og kunnugt er