Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989
Leitið til okkar:
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SfMI 28300
Metsölublað á hvetjum degi!
Riikka Hakola sópransöngkona
■ FULL VELDISFAGNAÐ UR
Suotni-félagsins 1989 verður hald-
inn í Norræna húsinu miðvikudag-
inn 6. desember nk. og hefst kl.
20.30. Á dagskránni verður al-
mennur söngur, Maamme laulu,
Barbro Þórðarson, formaður fé-
lagsins, setur samkomuna, nýr
sendiherra Finnlands á íslandi,
Hákan Branders, flytur ræðu
kvöldsins og finnska sópransöng-
konan Riikka Hakola syngur
finnsk lög við undirleik Gustavs
Djupsjöbacka. Að lokinni dagskrá
verður sameiginlegt borðhald.
■ ÞORSTEINN Vilhjálmsson
dósent flytur fyrirlestur á vegum
Rannsóknastofnunar uppeldis- og
menntamála í dag, þriðjudaginn 5.
desember kl. 16.30. Fyrirlesturinn
nefnist Raungreinar og veruleik-
inn og verður haldinn í Kennara-
skólahúsinu við Laufásveg. Um-
ræðustjóri er Jón Torfi Jónasson
dósent. Öllum er heimill aðgangur.
■ SAMTÖK um kvennaathvarf
halda fræðslufund í Gerðubergi í
kvöld, þriðjudaginn 5. desember,
kl. 20.15. Á fundinum verður ijallað
um svokallaðar kunningjanauðgan-
ir. í frétt frá Samtökum um kvenna-
athvarf segir að á ísiandi virðast
Gustav Djupsjöbacka píanóleik-
ari
flestar nauðganir vera þannig að
kona þekkir árásarmanninn og ber
til hans ákveðið traust. Á fundinum
verður rætt hvað sé hægt að gera
til að koma í veg fyrir slíkar nauðg-
anir.
■ SÝNING Þjóðleikhússins og
íslensku óperunnar á Ævintýrum
Hoffmans eftir Jacques Offen-
bach verður gefin út á myndbandi
í vikunni en þriðjudagskvöldið 5.
desember kl. 20.30 verður mynd-
bandið kynnt með sýningu í ís-
lensku óperunni. Ævintýri Hoff-
manns voru sýnd á fjölum Þjóð-
leikhússins sl. vetur og voru Sig-
rún Hjálmtýsdóttir, Signý Sæ-
mundsdóttir, Rannveig Fríða
Bragadóttir, Ingibjörg Marteins-
dóttir, Garðar Cortes og Kristinn
Sigmundsson í aðalhlutverkum.
Alexander Vassiliev og Nicolais
Dragan hönnuðu búninga og leik-
tjöld, hljómsveitarstjóri var Ant-
hony Hose og leikstjóri var Þór-
hildur Þorleifsdóttir. Styrktarfé-
lag Islensku óperunnar lét taka
sýninguna upp og var það Saga
film sem annaðist upptöku undir
stjórn Egils Eðvarðssonar. Mynd-
bandió er með islenskum texta
eflir Óskar Ingimarsson og er
hljóðupptaka í stereó.
SELDIHANN TUKTHÚSIÐ
ILEYFISLEYSI?
Braut hann flöskurnar viljandi?
í samtalsbók Eðvarös
Ingólfssonar, metsölu-
höfundar, er þessum
spurningum og mörg-
umfleiri nú loksins
svarað af þjóð-
sagnapersónunni
sjálfri Árna Helga-
syni, fréttaritara,
gamanvísnahöfundi,
sýsluskrifara, skemmtikrafti, útgerðarmanni, umboðs-
manni, póstmeistara og spaugara.
Árni í Hólminum hefur alltaf komið á óvart
með hnyttnum tilsvörum, kveðskap og söng.
í bókinni ÁRNI í HÓLMINUM - ENGUM LÍKUR!
lýsir hann dvöl sinni á Eskifirði
og í Stykkishólmi og segir ótal
gamansögur af sér og samferðamönnum
sínum - sumar ævintýrum líkastar.
Ef spurt er eftir fróðleik, skemmtun og
hraðri atburðarás, þá er svarið:
ÁRNI í HÓLMINUM - ENGUM LÍKUR.
-ÍÆSKANh