Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 31
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 Nýir kraftar í for- ystusveit okkar - segir Jóhann G. Bergþórsson eftir prófkjör sjálfstæðismanna í Hafnarfirði JOHANN G. Bcrgþórsson varð efstur í prófkjöri sjáifstæðismanna í Hafnarfirði. Fjórir efstu mennirnir í prófkjörinu fengu yfir 50 prósent greiddra atkvæða. Kjörnefiid kemur saman í dag og á næstu dögum verður listi flokksins fyrir sveitarstjórnakosningarnar næsta vor lagður fram. 2.136 greiddu atkvæði í prófkjörinu. Þetta er mesta þátttaka í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafharfirði. „Ég get ekki annað en verið ánægður með nær áttatíu prósent atkvæða bak við mig, en samkvæmt túlkun prófkjörs fyrri ára í Hafnar- firði ná þeir bindandi kosningu sem' ná yfir fimmtíu prósent atkvæða," sagði Jóhann G. Bergþórsson, bæjar- fulltrúi og framkvæmdastjóri Hag- virkis. „Það kom fram sterk viljayfir- lýsing í prófkjörinu. Margir nýir kraftar eru komnir í foiystusveit okkar. Það ríkti góður andi í próf- kjörinu og við sjálfstæðismenn stönd- um þétt saman þegar að sveitar- stjórnakosningum kemur. Jóhann fékk 77,8% greiddra at- kvæða, eða 1.663 atkvæði. Þar af 899 (42%) í fyrsta sæti. Ellert Borg- ar Þorvaídsson, skólastjóri og for- maður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Hafnarfirði, fékk 72,2% at- kvæða, eða 1.552 atkvæði. Þar af 855 (40%) í annað sæti. Þorgils Ótt- ar Mathiesen, viðskiptafræðingur og fyrirliði íslenska landsliðsins í hand- knattleik, fékk 70,5% atkvæða, eða 1.507 atkvæði. Þar af 573 (26,8%) í þriðja sæti. Hjördís Guðbjömsdótt- ir, skólastjóri og bæjarfulltrúi, fékk 54% atkvæða, eða 1.155 atkvæði. Þar af 651 (30,4%) í fjórða sæti. Næstir komu Magnús Gunnarsson með 1.036 atkvæði (675 í fimmta sæti), Ása María Valdimarsdóttir, 1.055 (748 í sjötta sæti), Stefanía S. Víglundsdóttir, 979 (804 í sjöunda sæti), Hermann Þórðarson, 912 (813 í áttunda sæti), Valgerður Sigurðar- dóttir, 812 (812 í níunda sæti). „Vel mönnuð áhöfh“ „Ég get ekki annað en verii ánægður. Það var mjög góð þátttak; í prófkjörinu og útkoman er mjög sterkur listi. Efstu menn fengu veru- legt fylgi og þar með traustsyfirlýs- ingu,“ sagði Árni Grétar Finnsson. „Það er skemmtilegt að draga sif til baka, eftir að hafa verið tuttugi og átta ár í efstu sætum á listanum þegar gott og hæft fólk tekur við Fólk sem er tilbúið til átaka og mjög sigurstranglegt í kosningum. Það ei gott að kveðja skipið þegar maðui veit að eftir er vel mönnuð áhöfn,“ sagði Árni Grétar, sem var í fimmt; sæti lista sjálfstæðismanna í Hafnar firði 1962 og undanfarin ár í efst: sæti. Árni Grétar og Sólveig Ágústs- dóttir, bæjarfulltrúar, gáfu ekki kos1 á sér í prófkjörinu. „Það starfaði fjöldi fólks við próf kjörið. Fólk sem er tilbúið að hald; áfram og starfa við sveitarstjórna kosningarnar," sagði Árni Grétar. Kjömefnd Sjálfstæðisflokksins Hafnarfirði kemur saman í dag t að ræða prófkjörið. „Við munur ljúka störfum í vikunni. Það er ljós að ekki verða gerðar breytingar ; efstu sætunum. Fjórir efstu mennirn ir fengu yfir helming greiddra al kvæða,“ sagði Ellert Borgar Þor valdsson, formaður fulltrúaráðsins. Visla rennur hjá Vislubakkabúum eftirJerzy Wielunski Lygn og straumþung er Visla. Samt steypast fossar - orða. Á oddatöludögum hefur blaða- fulltrúi ríkisstjómar hins hæstvirta Mazowieckis upp raust sína og „til- kynnir eftirfarandi“. Á jafntöludögum kallar blaða- fulltrúinn fréttamenn á sinn fund og tilkynnir það þveröfuga. En það kemur allt í sama stað niður. Hún kann að brosa. Öldungar setjast sér í deild. Gamlingjavitið er enn ekki slitið. Um leið og þeir hætta að draga ýsur streymir breiður orðaflaumur, eða þá þeir heiðra með mínútu þögn einhvern öldung sem dó áður en umræðu lauk. Pólland frjálst, óháð og full- valda! Kæm auðmenn allra landa! Okkar land rúmar allar þær verk- smiðjur sem þið annars hefðuð slengt niður á Tævan eða í Hong Kong! Viðburður! Augu heimsins bein- ast að okkur. Eftir 45 ár kom að því að ný ríkisstjórn komst til valda. Eftir 45 ára söguleysi fór sagan að streyma — framávið! Stefnan er skýr: Allt það sem við höfðum þjóðnýtt skal nú einkavætt, skil- virkninnar vegna. Sem þrumu lýstur skilvirkninni niður í skipin sem standa einmana og hálfköruð á strönd Eystrasalts- ins: Frú Barbara símar frá BNA: Kaupi skipasmíðastöðina í einu lagi. Verkalýðurinn fyllist eldmóði og fagnar þriðjungs auknu atvinnu- leysi. Enn gildir það sem áður stóð óhaggað: Hvort sem menn liggja eða standa — sama kaup skal þeim til handa. Og þar sem við höm- umst við að liggja, skulu allir bera jafnt úr býtum. Það þarf enga ráðn- ingu til þess. Herra Alfreð hvarf úr miðstjóm, til að geta undirbúið hæfilega bar- dagann við Trade-Kuwait. Hagur þjóðarinnar vex, svo að hvergi er annað til jafns á byggðu bóli, og hafa má það til marks, að verðlag þýtur beint upp sem byssu- brennt. Éinnig í þessu efni eru Pólveijar fremstir meðal þjóða! Hvern dag ryðjum við um koll minnisvörðum um hetjur hins liðna (en ætli þær rísi upp aftur?). Þeirra í stað reisum við nýja minnisvarða um enn eldri hetjur. Hetjuuppsker- an hefur ætíð verið góð hjá okkur. Jafnvel þegar engan gróða var af jörðinni að hafa. Um allan heim er hrópað hátt: Hlaupum undir bagga með Bangla- dess Evrópu! Og sjá: í höfninni í Valencia er verið að hlaða skip banönum og kókoshnetum. Til að seðja hungur þeirra sem híma á bökkum Vislu. Um allar tíðir hefur þessi þrá brunnið i bijósti okkar: Gef oss kókoshnetur! Þeir vita það vel f Brussel, hvað okkur kemur vel. Nú er allt búið til endurreisnar lands og þjóðar: Eftir fjórar skipt- ingar landsins, sex uppreisnir, tvö heimsstríð og eitt jarúzelskí-stríð. Það tekst! Það tekst! En það kemur senn að því, að ráðherrarnir fari að líta f kringum sig eftir þægilegum sendiherrastöðum. Hershöfðinginn mun líta til þeirra í náð. Þeir voru honum einkar innan handar, þegár honum reið á. Frá Bug að Oder ríkir friður. Steinar standa yfir steini. Enn. (Arnór Hannibalsson þýddi úr pólsku.) Höfundur er pólskur rithöfundur og þýðandi, Iwfur m.a. þýtt íslenzk verk á pólsku. Ljóð eftir hann hafa birzt í Lesbók. Ýmsar yfirlýsingar vöktu kátínu manna á þessum annars alvarlega fundi. Morgunbiaðið/Runar Þor Óskar Vigfússon, formaður SSÍ og Sverrir Leósson, útgerðarmaður, ekki alveg sammála. inni einhvern kvóta. Þorsteinn Erl- ingsson taldi rétt að ioðnuskipin fengju eitthvað af þeim veiðiheim- ildum sem til ráðstöfunar yrðu er sóknarmark yrði afnumið. Ekkert mál að hreinsa upp síldarstofninn á tveimur vikum Finnbogi Jónsson framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar á Neskaup- stað innti Jakob Jakobsson eftir því hvort síldarstofninn væri ekki orð- inn of stór miðað við aðstæður og hver raunverulegur ávinningur væri af því að geyma þau 45 þúsund tonn, sem loðnusjómenn hefðu rætt um að fá að veiða, Iengur í sjónum. Þá spurði Reynir Jóhannsson skip- stjóri á Víkurbergi GK hvort ekki mætti taka meiri síld svo sú sem eftir væri fengi næga átu og yxi hraðar. Jakob sagði það tóma tjöru að halda því fram að síldarstofninn hefði ekki nægilega góð vaxtarskil- yrði og varaði menn við að hugsa einungis um stundargróða. „Það er auðvitað ekkert mál fyrir ykkur að hreinsa upp síldarstofninn á einni eða tveimur vikurn," sagði Jakob. Ekki í neina sjóði að ganga Sjómenn voru mjög uggandi um sinn hag, kæmi til þess að veiðam- ar yrðu stöðvaðar og talsvert var rætt um þann alvarlega afkomu- brest er við heimilum sjómanna blasti. Rætt var um hugsanlegar leiðir út úr þeim vanda og hvernig hægt væri að bregðast við honum. Spurt var hvort einhveijir sjóðir væru til sem kæmu til móts við sjó- menn, en Árni Kolbeinsson sagði svo ekki vera. Engir sjóðir væru fyrir hendi er hlypu undir bagga með sjómönnum yrði brestur í veið- unum. „En stjórnvöld eru eflaust boðin og búin að létta skellinn og við munum athuga þá möguleika sem fyrir hendi eru í þessum efn- um,“ sagði Árni. Á fundinum var samþykkt að skipa þá Snorra Gests- son, skipstjóra á Gígju VE, og Bjarna Bjarnason, skipstjóra á Súl- unni EA, ásamt forsvarsmönnum viðkomandi hagsmunasamtaka til að ræða við stjórnvöld um þann vanda sem framundan er ef veið- arnar yrðu stöðvaðar. Markmið við- ræðnanna væri að finna leiðir til að bæta sjómönnum og útgerðar- mönnum tekjutapið sem við blasti. iir veiðist ekkert ^sráðherra við að gera með einhveijum hætti nú, verði aflabrestur stáðreyndin,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenzkra fiskmjölsframleið- enda, segir, að nú hafi verið gert lítið af samningum um fyrirfram- sölu á Ioðnuafurðum. Fyrir mánuð- ina nóvember og desember hafi verið samið um sölu á um 10.000 tonnum af mjöli, en það samsvari um 60.000 tonnum af loðnu upp úr sjó. Menn hafi sloppið í nóvem- ber og nú verði menn bara að sjá hvað setur, en 35.000 tonn séu komin á land. Jón segir ennfremur, að í nokkuð flóknum samningum um fyrirfram- sölu á mjöli, virðist öruggt að ákvæði þar fyrri framleiðendur ábyrgð vegna fyrirframsölu, séu veiðar og þar af leiðandi vinnsla stöðvuð af orsökum, þeim óviðráð- anlegum. Þannig megi telja, að verði veiðar bannaðar af stjórn- völdum, séu framleiðendur ekki skaðabótaskyldir. Hvað varði afla- brest, verði hann að vera algjör. Menn geti ekki skákað í því skjól- inu, að langt og kostnaðarsamt sé að sækja aflann, svo fremi, sem hann fáist einhvers staðar. „Menn hafa lært af síðustu árum, að fyrir- framsala í stórum stíl er hæpin og að auki hefur afurðaverð verið að hækka á haustmánuðum, svo menn hafa ekkert flýtt sér að semja,“ sagði Jón Ólafsson. i bækur sínar. Árni Kolbeinsson, útgerðarmaður, Bjarni Aðalgeirs- tson, skipstjóri og Harald Holsvig, ískimannasambands Islands. hæpna lausn að beina loðnuflotan- um á síldveiðar, við það myndi margra ára uppbyggingarstarfi verða fórnað. „Við myndum fórna meiri hagsmunum fyrir minni,“ sagði Árni. Hann sagði brest í loðnuveiðum mikið áfall og menn væru hálf magnlausir. Á þessari stundu væri ekki vitað hvernig best væri að bregðast við. Árni sagði að fyrirhugað bann við loðnuveiðum hefði komið til í ljósi niðurstöðu leiðangra og leitar, hrygningar- stofninn væri of lítill og hætt væri við að gerigið yrði of nærri stofnin- um þar sem mikið væri af ungloðnu á miðunum. Nauðsynlegt hefði því þótt að grípa til tímabundinnar stöðvunar á loðnuveiðum, en jafn- framt væri Iögð á það áhersla að halda leit áfram, en í dag heldur Bjarni Sæmundsson til loðnuleitar. Hann hvatti menn til að skoða stöð- una yfirvegað og grípa ekki til fljót- færnislegra ráðstafana. Þörf á víðtækri leit Fundarmenn voru sammála um að fyrirhuguð leit væri ekki nægj- anleg og var samþykkt ályktun þar sem sem sagði að ef til stöðvunar veiðanna kæmi yrði tryggt að full- nægjandi leit hæfist strax. í máli sjómanna kom einnig fram eindreg- inn vilji til að fá leyfi til síldveiða, enda óttuðust menn um afkomu sína og ijölskyldna sinna, nú rétt fyrir jólahátíð. „Hvað er framundan hjá okkur? Við höfum hingað til ekki gert til- kall til síldarstofnsins og við verðum að hafa eitthvað haldbetra í bak- höndinni í framtíðinni. En ég vil endilega að við fáum að veiða síld aftur. Við værum ekki að fara fram á þetta nema vegna þess að við teljum að stofninum sé ekki stefnt í hættu,“ sagði Þorsteinn Erlings- son skipstjóri á Erlingi KE. Nokkr- ar umræður urðu um veiðiheimildir loðnuskipa og sagði Maron Björns- son skipstjóri á Guðmundi Ólafi ÓF að búið væri að klípa af veiðiheim- ildum loðnuflotans og ætti hann því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.