Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÚR 5. DESKMBKR 1989 Pólitísk ævisaga Bryn- jólfs Bjarnasonar MÁL OG menning hefur gefíð út bókina Brynjólfur Bjarnason, pólitísk ævisaga. Að stoftii til er bókin viðtöl sem Einar Ólafsson rithöfúndur tók við Brynjólf í desember 1987 og vorið 1988 fyrir útvarp Rót. I kynningu útgefanda segir: „Meðal þess sem Brynjólfur ræðir er hinn frægi dómur sem hann fékk í „Guðlastsmálinu" svonefnda fyrir ritdóm um Bréf til Láru, stofnun Kommúnistaflokksins og síðar Sameiningarflokks alþýðu — sósíal- istaflokksins sem varð til við sam- runa kommúnista og vinstri arms Alþýðuflokksins. Brynjólfur ræðir setu sína í hinni frægu Nýsköpunar- stjórn sjálfstæðismanna, alþýðu- flokksmanna og sósíalista, stofnun Alþýðubandalagsins og afstöðu sína til þess og gerir grein fyrir lífsaf- stöðu sinni og heimssýn á skýran og greinargóðan hátt, þar sem meðal annars er vikið_ að heimspeki- ritum hans. Einar Ólafsson hefur ritað inngang þar sem hann rekur pólitíska sögu Brynjólfs og setur í samhengi og í bókarauka eru birtar nokkrar síðustu ritgerðir Brynjólfs um pólitísk efni.“ Bókin er prýdd fjölda mynda, auglýsingastofan Næst annaðist kápugerð og Oddi sá um prentun. Hún er 171 blaðsíða. Bók eftir Ind- riða Ulfsson SKJALDBORG hefúr endurút- gefið bókina „Leyniskjalið" eftir Indriða Úlfsson, en bókin kom fyrst út 1968. I kynningu útgefanda segir um söguna: „Aðalsöguhetjan, Broddi, kemur heim úr skólanum. Þá gerist atburður sem gjörbreytir lífi hans. Verður meðal annars til þess að hann hverfur úr þorpinu og dvelur með vegaverkstjóranum afa sínum sumarlangt. í vegavinnuflokknum eru margir skrýtnir og skemmtileg- ir náungar. Dag nokkurn verður Broddi frægur er hann bjargar fé- lögum sínum frá bráðum bana. í vinnuflokknum er halti dreng- urinn Daði. Þeir Broddi verða bestu vinir og síðari hluta sumarsins kom- ast þeir í mörg og lífshættuleg ævintýri." .o> <\!P Bók um dulræna reynslu SNORRABRAUT 60 — SÍMI 12045 , M ■ E VtSA Raðgreiðslur Póstsendum samdægurs Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafti- arfirði, hefúr sent frá sér bókina Dulræn reynsla - Frásagnir af dulskynjunum sjö íslenskra kvenna eftir Guðnýju Þ. Magnús- dóttur. I kynningu Skuggsjár segir m.a. að hér segi sjo íslenskar konur frá dulrænni reynslu sinni og svari um leið ýmsum áleitnum spurningum. „Hvað ber að gera ef við finnum fyrir auknum dulrænum skynjun- um? Hvers vegna verða sumir miðl- ar en aðrir ekki? Hvernig líður þeim, sem sjá fyrir óhugnanlega atburði, eins og slys? Höfum við lifað áður og þá ef til vill oft? Hvert förum við á milli jarðvistarskeiða? Hvar er heimurinn „fyrir handan“ og hvernig er þessi heimur? Geta heim- arnir verið margir? Er rétt að við getum orðið jafnt fyrir áhrifum illra afla sem góðra? Hvað er hægt að gera til að veijast hinum illu öflum? Eru draumar ferðalög á önnur til- verustig? Um framangreind atriði og ýmislegt fleira er fjallað í þess- ari bók.“ Dulræn reynsla er 192 bls. með Guðný Þ. Magnúsdóttir myndum. Bókin var sett og prentuð í Prisma, Hafnarfirði, og bundin í Félagsbókbandinu-Bókfelli. Kápu hannaði og prentaði Prisma. 0G ÖB HRABSENDINGAR TIL ÚTLANDA! FLJÚTAR - OG Á KYNNINGARVERDI! UMBOÐSMENN Á ÍSLANDI FLUTNINGSMIÐLUNIN • REYNSLA • ÞEKKING • ÞJÓNUSTA S: 29111 Áskriftarsímirm er 83033 UPPÞVOTTA VÉL á aðeins kr. 27.455 -C KJÖLUR hf. ÁRMÚLA 30 S: 678890 - 678891
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.