Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989
\ .chS Vie'u""
—I \ _ sere
HÍ'dW9®5"eS^< »»*
‘^sfgSgi
isga^
Leitið til okkar;
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
JHMqpmlilfifrlfr
Metsötublaó á hvetjum degi!
Emkarekstur í
heilbrigðismálum
eftir Arna Ingólfsson
Það mun hafa verið í apríl 1988
að ellefu læknar komu saman til
að ræða möguleika á því að stofna
fyrirtæki og aðstöðu sem hefði það
að markmiði að gera „ambulant“
aðgerðir (án innlagna) og einnig
aðgerðir sem þýddu stuttan leg-
utíma (1-2 legudaga). Fyrirmynd-
ina höfðum við fengið að utan en
þar hefur verið mikil þróun í þessum
málum allt frá árinu 1980. Reynsl-
an erlendis sýndi að árangur fyrir
sjúklingana var að minnsta kosti
jafn góður ef þessi háttur var hafð-
ur á miðað vð stóru spítalana og
kostnaður helmingi minni fyrir
sjúkling eða þjóðfélag. Og þar að
auki miklu styttri biðtími fyrir við-
komandi sjúkling. Við höldum að
um leið og við bætum eigin starfs-
aðstöðu þá sé þetta mál mjög í
þágu sjúklinganna og jafnframt
mikill sparnaður fyrir þjóðfélagið.
Við leituðu.m fyrir okkur á nokkrum
stöðum og gerðum eitt bindandi
kauptilboð í húsnæði.
Skurðdeild Borgarspítala (deild
55), staðsett í húsi Fæðingarheimil-
is Reykjavíkur (FHR), átti að opna
eftir sumarfrí kringum miðjan
ágúst 1988 en á síðustu stundu var
hætt við þá opnun og málin stóðu
þannig í byijun september að alger
óvissa var hvenær eða hvort skurð-
stofan yrði' opnuð. Við læknarnir
gerðum þá fyrirspurn til vissra að-
ila í borgarstjórn um möguleikann
á kaupum á 1. og 2. hæð hússins
og var þeim málum vel tekið. Einn-
ig síðar af formanni stjórnar sjúkra-
stofnana Reykjavíkur og fram-
kvæmdastjóra Borgarspítalans. Var
þetta síðan áréttað með skriflegri
beiðni til borgarstjóra.
Á næstu mánuðum þróaðist af
einhveijum orsökum andstaða gegn
þessari ráðagerð hjá nokkrum áður
upptöldum aðilum. Við mátum þó
aðstæður þannig að aðeins væri um
tímabundna andstöðu að ræða enda
var læknahópurinn, þegar hér var
komið sögu, orðinn það innstilltur
á þessa lausn að fyrirsjáanlegt var
að ef hún brygðist myndi hópurinn
leysast upp og góðar fyrirætlanir
verða að engu. Síðan höfum við
rætt við marga æðstu menn í heil-
brigðis- og fjármálum, bæði í ráðu-
neytum og utan þeirra, um þessa
nýju sparnaðarleið og alls staðar
verið vel tekið og margir þeirra
sýnt mikinn áhuga.
Fyrir tæpum mánuði komust
þessi mál aftur á góðan skrið hjá
borgarstjórn og nú hefði mátt halda
að hnútarnir væru leystir. En svo
var þó ekki heldur var hafin ný
sókn gegn fyrirætlun okkar frá
óvæntum vígstöðvum. Allt í einu,
án þess að nokkurt útlit sé fyrir
fjölgun fæðinga á næstu árum, þá
halda þessar nýju „stormsveitir" því
fram að þörfin fyrir aukinn rúma-
ijölda fyrir fæðandi konur sé svo
geigvænleg að eitt neyðarástandið
ennþá sé að skapast á landi okkar.
Mikið er rætt og ritað um hugsan-
lega hrömun íslenskrar tungu. Að
minnsta kosti er það rétt að orðið
„neyðarástand“ hefur algerlega
breytt um merkingu í tímans rás
og er nú hjómið eitt miðað við það
sem áður var.
Spurning dagsins er hvort þörf
sé fyrir fleiri rúm fyrir fæðandi
konur hér í dag. Ef við leitum svara
við þessari spurningu þá þurfum
við að líta nokkuð á þær tvær stofn-
anir sem sinna þessu hlutverki í
Reykjavík. Hvað varðar FHR, sem
var fyrir nokkrum árum með 15
pláss á 2. hæð hússins, þá óskuðu
yfirlæknir og fleiri eftir því árið
1986, að verða flutt upp á 3. hæð
með starfsemina þar sem voru 10
pláss. Þessi beiðni kom vegna allt
of lítillar nýtingar á plássum. Síðan
Árni Ingólfsson
„Ég held því fram að
hér sé fyrst og fremst
um að ræða vörn kerfis-
ins fyrir sjálft sig. Kerf-
ið sér ógn í slíkum
eiukarekstri sem við
hugsum okkur að heija.
Það eru margs konar
múrar í heiminum og
kerfismúrinn er ekki
bestur. Þegar höggvið
er í hann láta þeir sem
lifa á kerfinu öllum ill-
um látum. Höggvum
skörð í múrinn.“
þetta gerðist hefur aðsókn fæðing-
arkvenna á Fæðingarheimili
Reykjavíkur verið óbreytt, a.m.k.
G
llsjluðrún Ásmundsdóttir leikkona er íslending-
um að góðu kunn. í bókinni Ég og lífið gefur hún
lesendum innsýn í margbrolið líf sitt þar sem skipst
hafa á gleði og sorg, sigrar og ósigrar, trú og efi.
Hún ræðir á opinskáan hátt um bernsku sína, ást,
hjónabönd, störf og list. Líf Guðrúnar er hlaðið
andstæðum og miðlar hún reynslu sinni af mikilli
einlægni og næmni.
Inga Huld Hakonardottir hefur skrasett ahrifaríka
og heillandi sögu Guðrúnar Ásmundsdóttur af
miklu listfengi. Eg og lífið er einhver óvenjulegasta
æviminningabók sem komið hefur út á íslandi.
VAKA
SÍÐUMÚLA 29
SÍMI688-300
III IC.AI 11 L