Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 47
og í honum voru líka þær þrjár
stelpur sem sóttu ráðstefnuna.
Þetta er að sjálfsögðu mjög við-
kvæmt og erfitt umræðuefni og
við höfðum öll svo mikið að segja
að við gátum ekki skilað neinni
niðurstöðu eftir klukkutímann sem
við höfðum til að ræða þessi mál.
Við vorum öli hrærð og dálítið bitur
gagnvart því að geta ekki leyft
okkur það sama og þeir sem ekki
fara í próf leyfa sér og sár yfir
því að þurfa ein að bera alla ábyrgð-
ina í kynlífinu. Við höfum þegar
tekið á okkur þá ábyrgð að fara í
alnæmispróf og okkur fínnst óréttl-
átt að þurfa að bera alla ábyrgðina
ein.
Það kom líka fram að það veldur
gagnkynhneigðu fólki mikilli
beiskju að þurfa að horfast í augu
við það að geta ekki átt börn þó
að samkvæmt sænskum tölum hafi
einungis um þriðjungur barna smit-
aðs fólks erft veiruna. Barnleysi
eru aftur á móti mál sem við
hommarnir erum löngu búnir að
gera upp við okkur og höfum þurft
að sætta okkur við.
Sérstök áskorun til
ríkisstjórna Islands
og Finnlands
A ráðstefnunni var lögð áhersla
á að auka þyrfti samstarf jákvæðu
hópanna á Norðurlöndunum og
skorað á Norðurlandaráð og félags-
málaráðherra Norðurlandanna að
auka fjárhagslegan stuðning við
jákvæða. í lokaályktun ráðstefn-
unnar var einnig bent á nauðsyn
þess að ríkisstjórnir Norðurland-
anna láti ekki duga að bera ábyrgð
á læknisþjónustunni heldur sjái
einnig um félagslegan stuðning. í
þessari ályktun var lögð sérstök
áhersla á að ríkisstjórnir íslands
og Finnlands styddu sína jákvæðu
hópa.
Við fundum áþreifanlega fyrir
því þarna úti í Stokkhólmi hvað
við hér heima erum fámenn. Það
hefur enginn komið opinberlega
fram hér á landi nema Sævar
Guðnason, sem gerði mikið gagn,
en niðurstaða okkar á ráðstefnunni
var sú að það gerist ekkert raun-
hæft héma fyrr en einhver stígur
fram.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989
47
Frábær aðstaða í Svíþjóð
Félagslegi aðbúnaðurinn og
læknisþjónustan í Svíþjóð er frábær
og það gladdi okkur ósegjanlega
að sjá hvað mikið er gert þar fyrir
jákvæða og sjúka þó að við fáum
ekki að njóta slíkrar þjónustu hér
heima. Þarna fundum við að það
er ekki öllum sama um okkur. Á
spítalanum sem við skoðuðum í
Stokkhólmi eru tvær deildir fyrir
jákvæða og sjúka, önnur er ein-
göngu fyrir homma en hin er öllum
opin, gagnkynhneigðu fólki og
hommum. Þessar deildir eru ein-
staklega heimilislegar með blómum,
myndum á veggjum og púðum í
sófum, borðstofu og eldhúsi þar
sem fólk getur eldað sjálft ef það
vill. Veggirnir eru málaðir í
skemmtilegum litum og allt svo
smekklegt að meira að segja hjóla-
stólarnir eru fallegir, eins konar
hægindastólar á hjólum.
Félagslega þjónustan í Stokk-
hólmi er einnig aðdáunarverð. Já-
kvæði hópurinn í Svíþjóð fékk 15
milljónir sænskra króna eða um
150 milljónir íslenskra króna í styrk
á síðasta ári og félag aðstandenda
er líka styrkt af ríkinu. í Stokk-
hólmi getur maður snúið sér til
tveggja aðila. Sænska ríkið veitir
ókeypis þjónustu og hefur lagt
stórt hús í miðborginni undir þá
starfsemi. Þar er meðal annars
göngudeild fyrir þá sem greinst
hafa jákvæðir og þangað geta þeir
sótt ráðleggingar lækna og annars
hjúkrunarfólks, næringarfræðinga,
sálfræðinga og félagsráðgjafa auk
þess sem þar fer fram meðferð
fyrir áfengissjúklinga og fíkniefna-
neytendur.
Örkin hans Nóa
Annars staðar í borginni er svo
annað stórt hús sem hýsir starfsemi
Noas Ark, Arkarinnar hans Nóa.
Þar er tekið á móti fólki sem er í
tímabundnu húsnæðishraki og þeir
sem eru að fara á spítala eða koma
af spítalanurn fá þarna gistingu á
meðan þeir þurfa. Þama fá að-
standendur líka gistingu á meðan
þeirra fólk er á spítalanum. í þessu
húsi er tekið tillit til allra hugsan-
Sjá næstu siðu
Verð /r«2.2bU
Hárblásari, 1200 w.
Verð frá 1.159*
Nuddtœki.
Verð frá 2.775
RONNING
Vöfflujám.
Verð frá 4.390
Brauðrist.
Verð frá 2.997
Miðað við staðgreiðslu
Við erum ekki bara hagstœðir...
KRINGLAN
...vió erum betrL S: 68 58 68
ALDREI HEFll IUFIR
KOMIÐ ÞJÓDIMI
JAFMIIKIÐÁ ÓVADI’!
ILífsspegli Ingólfs Guðbrandssonar birtist ný og skýr mynd af þjóðkunnum
manni sem hefur bæði verið umræddur og umdeildur. Hann hefur ótrauður
farið eigin leiðir og margoft komið landsmönnum á óvart- en þó aldrei eins og í
þessari bók.
Ingólfur ræðir í Lífsspegli af fyllstu hreinskilni um líf sitt og einkamál, trú, ást og
tilfinningar. Hann varpar einnig nýju ijósi á margvísleg störf sín og samferðafólk.
Ingólfur segir í formála bókarinnar að hann greini hér frá sannleika sem ekki sé
öllum ljós, skoðunum sem eru kjarni lífsreynsiu hans og lífsviðhorfi sem fæst við
leitina að hreinum tóni.
Texti Lífsspegils er í senn blæbrigðaríkur, skáldlegur, myndrænn og ástríðufullur.
Þessi athyglisverða bók um Ingólf Guðbrandsson er á þriðja hundrað síður og
prýða hana um áttatíu ljósmyndir.
Lífsspegill cr cinstæð bók, nýtt og spennandi liibrigði við form minningabóka
- annað og mcira en venjulcg ævisaga.
HELGAFELL
jmr
SÍÐUMÚLA 29
SÍMI6-88-300