Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 Félag íslenzkra bókaútgefenda 100 ára: Það mun ekkert koma í staðinn fyrir bækur - segir Jón Karlsson formaður FELAG íslenzkra bókaútgefenda á aldarafinæli á þessu ári, og mun afinælishaldinu Ijúka í kvöld, þriðjudagskvöld, með afinælishátið, þar sem kynnt verður niðurstaða tíu manna dómnefiidar og val hennar á tíu athyglisverðustu bókum ársins. í tilefni af aímælinu ræddi Morgun- blaðið við Jón Karlsson, forstjóra Iðunnar og formann Félags bóka- útgefenda. Fyrst er þó gripið niður í sögu félagsins og stiklað á stóru. Það voru þeir Sigfús Eymunds- son, Sigurður Kristjánsson og Björn Jónsson í ísafold, sem stofnuðu Bóksalafélagið í Reykjavík 12. jan- úar árið 1889. Þeir voru í fyrstu þrír einir félagar og var Sigfús for- maður. í irétt af félagsstofnuninni í ísafold sagði að félagið hefði sam- eiginlega útsölumenn út um land, hvern fyrir tiltekið svæði, og veitti þeim vildárkjör — hærri sölulaun, en áður hafði tíðkazt. Á móti krafð- ist félagið reglubundinna skila af þeim og jafr.vel sjálfsskuldar- ábyrgðar eða tryggingar. „Með því að hafa sameiginlega útsölumennn og ekki of marga eða marga um sama svæði, eykst atvinna þeirra af bóksölunni eftir því sem hægt er, svo að fremur er tilvinnandi að stunda hana af alúð,“ segir í ísa- foldarfréttinni. Fyrstu árin fjölgaði útsölumönn- um félagsins út um land ört, en fáir félagar bættust hins vegar í félagið. Einn var samþykktur þegar á stofnárinu, Friðbjörn Steinsson á Akureyri. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1900 að Jóni Olafssyni og Skúla Thoroddsen var veitt inn- ganga í félagið. Umsvifin jukust smátt og smátt. Brátt var farið að gefa út bókaskrá með bókum útgef- endanna. Árið 1928 var skráin 80 síður, með um 830 bókatitlum, sem þá vom til hjá forlögunum. Á þeim tíma var farið að kalla félagið ís- lenzka bóksalafélagið, félagsmenn vom orðnir 13 og útsölumenn 27. Árið 1952 varð félagið eingöngu félag útgefenda, en mörkin milli útgefenda og bóksala höfðu verið dálítið óljós. Á 100. afmáelisárinu kallast félagið Félag íslenzkra bókaútgefenda og aðild að því eiga um 70 bókaútgáfur. Bókaútgáfa frábrugðin öðrum viðskiptum „Allir, sem eru með einhveija útgáfu að ráði, era meðlimir í félag- inu,“ segir Jón Karlsson. „í stjóm- inni sitja allir sterkustu útgefendur landsins, eins og almennt hefur verið.“ Hann segir að bókaútgáfa sé að mörgu leyti frábmgðin öðmm viðskiptum og sé á ýmsan hátt bundnari ákveðnum reglum. „Það gilda fastar reglur í samskiptum útgefenda og bóksala, til dæmis fast bókaverð, umboðssölukerfi, þar sem bækumar em í eigu útgef- enda, og svo skilakerfi, þar sem ' bóksalarnir geta skilað bókum eftir ákveðnum reglum. Hér kosta bækur líka það sama hvar sem er á landinu, þannig að menn geta skilað bókum og fengið aðrar í staðinn í hvaða bókaverzlun sem er. Að þessu leyti er verzlun með bækur annars eðlis en þegar smásali kaupir vöm af heildsalanum og situr uppi með hana, geti hann ekki selt hana. Fyrir þessu era gamlar venjur, en einnig gegnar ástæður, sem stund- um hefur reynt á. Það hefur verið deilt um það, bæði hér og erlendis, hvort það sé í takt við tímann að hafa bóksölu með þessum hætti, en það hefur sýnt sig að þar sem reynt hefur verið að hverfa frá þess- um háttum, hefur það haft neikvæð áhrif." — Að hvaða leyti er eðli bókar sem verzlunarvöm öðm vísi en ann- arra hluta? • „Það er hið menningarlega hlut- verk bókarinnar sem veldur því. Það er stefna stjórnvalda, sama hvort þau em til vinstri eða hægri, að menningu skuli styrkja og þau setja í raun ekki verðmiða á menningu. Það segir sig sjálft, að ef markaðs- lögmálið réði eitt, myndu ýmsar bækur aldrei koma út. En menn gefa þær út vegna þess að þær eru góðar, skipta einhveiju máli menn- ingarlega. Forlag, sem vill standa undir nafni, telur það skyldu sína að gefa út verk, sem hafa menning- arlegt og bókmenntalegt gildi, án tillits til markaðsmöguleika. Það kerfi, sem nú er við lýði, tryggir að hægt er að fá efni, sem annars myndi ekki sjást í bókabúðum. Til þess að fá bóksöluleyfi verða menn að hafa ákveðið úrval bóka og bjóða til sölu þær bækur, sem koma út á árinu, sama hvort um er að ræða bækur sem litla söluvon eiga eða einhveija metsölubókina. í Frakk- landi var reynt að hverfa frá þessu kerfi. Það sýndi sig að útgefnum bókum fækkaði og úrvalið minnkaði í bókaverzlunum. Þar var því aftur horfið að gamia fyrirkomulaginu. Á lögmæti fasta verðsins hefur reynt fyrir samkeppnisdómstólum víða um heim, og niðurstaðan hefur orð- ið sú, að sérstaða bókarinnar valdi því að svona fái bóksalan vera. Auknar kröfiir um Qölbreytni Ef bækur kæmu út á íslandi í sama hlutfalli við íbúatölu og víðast erlendis, þá væm gefnar út fjörutíu til fimmtíu bækur á íslandi árlega. Hér koma hins vegar út 500-600 bækur á ári, jafnvel allt að þúsund ef allir bæklingar og smárit em meðtalin. I íslenzku nútímaþjóð- félagi, sjálfstæðu menningarsam- félagi, dygði ekki að gefa út fimmtíu bækur á ári. Kröfur til fjöl- breytni em einfaldlega miklu meiri í dag en þær vom áður fyrr. Það er þess vegna ekki bara erfitt að koma út bókum vegna smæðar markaðarins, heldur hefur það líka Sín áhrif að titlunum fjölgar og upplögin minnka þegar krafa stund- arinnar er aukið úrval.“ — Hvernig hefur bóksalan þró- azt undanfarin ár? Það er mikið rætt um að bókin sé á undanhaldi fyrir öðram miðlum, til dæmis sjón- varpi og myndböndum. „Það er alveg ljóst að tími fólks ér ákveðin stærð. Þegar svo sífellt bætist við eitthvað, sem tekur af tómstundunum, þá tekur það tímann frá bóklestri eins og öðru. Hitt er annað mál að það er ákaf- lega rík hefð í íslenzku samfélagi að jólin séu tími bókg. Það er ekki bara slagorð að það séu engin jól án bóka, og það fólk, sem ef til vill les ekki lengur á öðmm tímum árs, gerir það um jólin. Sú breyting hefur hins vegar átt sér stað að bókum um ýmis sérefni hefur farið fjölgandi. Þannig kemur eitt á móti öðm, og útgáfan tekur breytingum. Það er líka sama hvaða miðlar koma til sögunnar og hversu miklar tækniframfarimar verða, það er nánast enginn fróðleikur, sem menn geta aflað sér, án þess að notast við bækur." Jón segir að kröfur um meiri fjöl- breytni á bókamarkaðnum hafi valdið því að upplög minnki og titl- um fjölgi, sem auki kostnað útgáfu- fyrirtækjanna, þrátt fyrir að þau hafi tekið nýjustu tækni í þjónustu sína og dragi þannig úr útgáfu- kostnaðinum. „Það er auðvelt að segja að útgefendur þurfi ekki að gera annað en að takmarka titla- fjöldann til þess að hafa fyrir út- gáfukostnaðinum, en málið er ekki svo einfalt. Það þýðir ekki lengur bjóða upp á fímm ævisögur, tíu skáldsögur og þar fram eftir götun- um. Kröfur fólks em allt aðrar. Útgáfan hefur alltaf verið gríðar- lega erfið, þótt auðvitað séu í henni Jón Karlsson, formaður Félags íslenzkra bókaútgefenda. sveiflur milli ára. Við teljum að sú ákvörðun stjórnvalda að leggja ekki virðisaukaskatt á bækur eftir mitt næsta ár kunni að mörgu leyti að skipta sköpum. Það segir sig sjálft að ef ekki em bærilegar fjárhags- legar forsendur fyrir útgáfu, kemur það helzt niður á því efni, sem sízt selst og erfiðast er að gefa út. Það er oft menningarefni, og ég hef því þá trú að þessi ráðstöfun muni hafa mjög jákvæð menningarleg áhrif. í Noregi jókst bóksala sem nam skatthlutfallinu, er virðisaukaskatt- ur var felldur af bókum. Það hefur sýnt sig erlendis að hækki bækur um 1% umfram framfærslu, minnk- ar sala þeirra sem því nemur, þann- ig að þarna em náin tengsl á milli.“ Meiri virðing borin fyrir bókum á Islandi — Hefur þú einhveijar skýringar á þvi hvers vegna íslendingar lesa oggefa út svona mikið af bókum? „Jólabókaflóðið á sér margar skýringar og samofnar. Á haftaár- unum, þegar lítið var af vörum, styrktist staða bókarinnar mjög, og sú hefð að gefa bækur í jólagjöf festist í sessi. Hins ber ekki síður að gæta að bókmenning hefur verið mjög snar þáttur í menningarlífi Islendinga. Við höfum ekki þær hefðir í öðrum listum, sem ýmsar nágrannaþjóðir okkar hafa, en við eigum langa og merkilega bók- menntahefð. Helztu menningar- verðmæti íslendinga em fáeinar sögur ritaðar á gömul skinnblöð." — Margir segja að bókaútgáfa á íslandi sé íburðarmeiri en víðast annars staðar og meira lagt upp úr bandi og útliti bóka. „Það er alveg rétt. Þar kemur annars vegar til sú virðing, sem við bemm fyrir bókum og hins vegar það að fyrir mörgum em bækur gjafir, sem þeir færa sínum nánustu og vilja að séu veglegar. í þriðja lagi hefur það sitt að segja að híbýli íslendinga em íburðarmeiri en margra annarra þjóða, og bæk- urnar era hreinlega hluti af því umhverfi. Eg hef aldrei litið á þetta á neikvæðan hátt. Ég er alinn upp við það — eins og flestir Islending- ar — að maður eigi að fara vel með bækur og að þær séu mikil verð- mæti. Frágangur íslenzkra bóka er almennt miklu betri en gerist er- lendis. íslenzk bókagerð stendur mjög framarlega sem iðngrein. Nú þegar við sjáum fram á það að efna- hagsumhverfið breytist og fjöl- þjóðaviðskipti færast í vöxt, þá tel ég að það skipti miklu máli að menn séu með.vitaðir um að það þarf að vera öflugur og nútímalegur íslenzkur bókagerðariðnaður. Ég held að útgefendur geri sér það vel ljóst, að ein af forsendunum fyrir því að hér þrífist öflug útgáfa er að hún fari fram hér heima. Ég tel að menn megi ekki missa sjónar á mikilvægi þessa fyrir stundarhags- muni. Hér þykir sjálfsagt að ganga vei frá bókum og ég er þeirrar stað- föstu skoðunar að íslendingar um- gangist bækur betur en aðrir. Auð- vitað má deila um þetta og það má spyija hvort ástæða sé til að bjóða bækurnar í ódýrari útgáfum. En þá kemur það á móti að markað- urinn er svo lítill, að kostnaðurinn . við sérútgáfur leyfir ekki mikið lægra verð. Forsendan fyrir lægra verði kilja erlendis er að það sé hægt að selja þær í mjög stóm upplagi. Slíkum bókum fer þó fjölg- andi á íslandi og þeim mun halda áfram að fjölga." Bókmenntaverðlaunin eiga að örva skapandi útgáfii — Víkjum að aldarafmæli Félags íslenzkra bókaútgefenda. Hvernig er haldið upp á það? „Það er gert með ýmsum hætti. í tilefni afmælisins höfum við átt frumkvæði að stofnun íslenzku bók- menntaverðlaunanna, og staðið fyr- ir barnabókaviku, sem ætlunin er að verði árlegur viðburður í íslenzku menningarlífi. Afmælishátíðin á þriðjudagskvöld er lokaatriðið í af- mælishaldinu. Þar verður greint frá því hvaða tíu bækur hafi verið vald- ar úr tilnefningum útgefenda sem athyglisverðustu bækur ársins. Svo verður verðlaunabókin valin úr þeim tíu bóka flokki.“ Jón segir að markmið bók- menntaverðlaunanna sé að örva skapandi útgáfu. Þótt í raun sé hægt að tilnefna til þeirra hvaða bók sem er, þá sé fyrst og fremst við því að búast að verk skapandi höfunda veljist til verðlaunanna. „Auðvitað getur svo farið að annars konar bækur fái verðlaun, en það held ég að þyrftu þá að vera mjög sérstök verk og með mikið menn- ingarlegt gildi. Þessi verðlaun eiga að vekja athygli á því, sem bezt er gert, og oft mun ljósið ef til vill falla á bækur, sem ella hefðu ekki sézt.“ — Hvernig heldur þú að hagur bókarinnar verði á næstu ámm? Hvernig munu bókaútgefendur beita sér til þess að hann vænkist? „Ég held að það sé langt frá að saga bókarinnar sé nálægt því að vera á enda. Það mun ekkert koma í staðinn fyrir bækur. Bókin er tæki, sem menn geta' gengið að hvenær og hvar sem er og notið án þess að angra nokkurn annan. Menn geta komizt inn í veröld, sem þeir sæju aldrei með öðmm hætti og kafað dýpra í speki og þekk- ingu, en mögulegt er með öðmm miðlum. Menn þurfa að nota bókina til þess að njóta annarra miðla. Það er hins vegar og verður erfitt að gefa út bækur á Islandi. Markaður- inn er lítill og málsamfélagið nær ekki út fyrir okkar litla land. Það, sem ég held að útgefendur og þeir sem vilja veg bókarinnar sem mest- an þurfi að huga að, er að þær kynslóðir, sem eru að vaxa úr grasi, lifi við bækur sem daglegan kost. I nágrannalöndum okkar, þar sem fjölmiðlabyltingin er lengra á veg komin en hér, hefur hún leitt til þess að ólæsi hefur aukizt. í Bretlandi liggja fyrir tölur um ólæsi sem ættu að verkja menn til um- hugsunar um hlutverk bóka í nútímasamfélagi. Skólar og bamaheimili gegna mikilvægu hlutverki í því að koma bókinni á framfæri og móta lestrar- venjur hjá bömum, en ábyrgðin liggur þó helzt hjá foreldmnum. Bóklestur gefur fólki gullið tæki- færi til þess að ræða við bömin sín, sem mörgum foreldrum reynist erfitt. Það er ákaflega mikilvægt að lesa fyrir böm og ræða við þau um efni bókanna. Samskipti for- eldra og bama batna, og þetta verða mjög verðmætar samvemstundir. Það er líka vísasta leiðin til mál- þroska að lesa fyrir börn sem yngst.“ Jón segist að lokum telja að sam- vinna bókaútgefenda og höfunda muni aukast í framtíðinni. „Útgef- endur hafa auðvitað alltaf reynt að standa við bakið á höfundum sínum. Þeir munu reyna í auknum mæli að koma þeim á framfæri erlendis. Það er auðvitað krafa tímans líka, nú þegar ljarlægir menningar- heimar nálgast hver annan, að íslenzkir höfundar eigi aðgang að fleiri lesendum." ÓÞS Gestir Árbæjarsafiis virða fyrir sér sýningu á jóiahaldi eins og það var í prófessorsbústaðnum frá Kleppi um 1920. Jól á Arbæjarsaftii KYNNING á jólalialdi og jólaundirbúningi fyrri tímar fór fram á Árbæjarsafni á sunnudag og komu þangað 4.000—5.000 manns að sögn Aðalbjargar Ólafsdóttur safiivarðar. Sýnt var hvernig jólahald var á íslandi í byijun aldarinnar og hvemig jólin vom undirbúin á baðstofuloftinu. Jólatré var skreytt með lyngi, sýndur var laufabrauðsútskurður og kerta- steypa, krakkar föndmðu og gestir fengu að smakka á hangi- kjöti og laufabrauði. Þá komu íslensku jólasveinamir í heim- sókn og skemmtu fólki við jóla- tréð ásamt 60 bömum úr Ártúns- skóla. Að sögn Aðalbjargar tókst dagskráin sérlega vel og vom gestir ánægðir með það sem boð- ið var upp á. Kynning sem þessi er nýlunda í Árbæjarsafni en kalla þarf út sumarstarfsfólk og sjálfboðaliða til að hægt sé að opna safnið fyrir gestum á vetr- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.