Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 22
22 <r Allt a á sínum staö meö : SHANNON: : DATASTOR | % skjalaskáp % CO. I^SUNOABORG 22 104 REYKJAVIK SIMl 84BD0 JJ Bílalyftur 2ja og 4ra pósta Hagstætt verfl Olíufélagið hf 681100 AEG OLYMPIA REIKNIVÉLAR stór fyrirtæki, prenthraði 2,8 línur/ CPD-5212A áreiðanleg reiknivél fyrir stærri fyrirtæki, prenthraði 3,5 línur/0''1' CPD-5421S Vinnuþjarkur fyrir stór- fyrirtæki, 14 stafa útprentun, prent- hraði 4,8 línur/sek. -Ekjaran Skrifstofubúnaður • SlÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 83022 • Þ.ÞORGRÍMSSON&CO r ARMA W PLAST ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ.JUDAGUR i DESEMBÉR 1989 Morgunblaðið/Emilía Hverfaskipulag gamla miðbæjarins er unnið af starfsfólki Borgarskipulagsins, Yngva Loftssyni landslags- arkitekt, M. Sólveigu Hinriksdóttur tækniteiknara, Ingibjörgu R. Guðlaugsdóttur skipulagsfræðingi, Ragnhildi Ingólfsdóttur arkitekt og Jóhönnu S. Guðlaugsdóttur tækniteiknara. Kynning' hverfaskipu- lags innan Hringbrautar Á VEGUM Borgarskipulags Reykjavíkur hefur verið unnið að hverfa- skipulagi gamla bæjarins innan Hringbrautar og Snorrabrautar. Borginni heíur verið skipt í níu hverfi og er þetta þriðji borgar- hlutinn, sem lokið er við að gera hverfaskipulag fyrir en síðan taka aðrir borgarhlutar við hver af öðrum. Frumdrög skipulagsins hafa verið kynnt borgaríulltrúum og annað kvöld, miðvikudaginn 6. desem- ber, verður haldinn borgarafundur á Hótel Borg kl. 20:30, þar sem starfsmenn Bogrgarskipulags munu kynna skipulagstillögurnar. Eru íbúar hverfisins sérstaklega hvattir til að koma á fundinn. Hverfaskipulag, .er nýmæli hér á landi og er hugsað sem tengiliður milli aðalskipulags og deiliskipu- lags. Hlutverk þess er að gera nán- ari grein fyrir skipulagi einstakra borgarhluta en unnt er að gera í aðalskipulagi og er um leið leið- beinandi fyrir deiliskipulagsvinnu í viðkomandi borgarhluta. I hverfa- skipulagi er fjallað um flesta þætti skipulags, eins og húsnæði, umferð og umhverfi með áherslu á hvaða breytinga er að vænta og hvar þeirra er þörf. Er meðal annars bent á ófrágengin svæði, sem borg- aryfirvöld hafa sett sér að ganga frá á næstu þremur til fimm árum. Hverfaskipulagi er einnig ætlað að auka tengsl almennings og borgar- yfirvalda og er hluti af skipulags- vinnunni að halda vinnufundi með íbúum, þar sem óskað er eftir ábend- ingum þeirra og athugasemdum. Þtjú kort af gamla bænum Þijú mismunandi kort verða gefin út af gamla bænum og verður þeim dreift til íbúanna að lokinni skipu- lagsvinnu. Á kortunum verða dregin fram helstu einkenni hverfa innan borgarhlutans, skipting svæða inn- an hans, rakin þróun byggðarinnar, fyrirhugaðar framkvæmdir kort- lagðar, gerð grein fyrir umferðar- mannvirkjum auk þess, sem mið- bærinn fær sérstaka umfjöllun. Rétt er að taka fram að Kvosarskipulag og skipulag Skúlagötusvæðisins eru óbreytt, þar sem borgaryfirvöld hafa þegar samþykkt deiliskipulag þeirra reita. Þeir starfsmenn Borgarskipu- lagsins sem unnið hafa hverfaskipu-- lag fyrir gamla bærinn eru sam- mála um að hann hafi sérstöðu umfram aðra borgarhluta og mikil- vægt sé að koma því til skila. Gamli bærinn er elsti borgarhlutinn og þar er miðbærinn og aðsetur stjórnsýslu auk verslana þó svo ýmis miðbæjar- starfsemi hafi flutst um set. „Marg- ar hugmyndir um endurbætur í mið- bænum hafa kómið fram. Til dæmi§ hefur verið lagt til að glerbygging með litlum verslunum og þjónustu- starfsemi verði reist við norðurhlið Austurstrætis. Einnig hefur borgar- stjórn samþykkt nýlega að stofnað verði þróunarfélag um byggingu mannvirkja og þjónustustarfsemi í gamla miðbænum,“ sagði Ingibjörg R. Guðlaugsdöttir skipulagsfræð- ingur. „Gamla höfnin í Reykjavík hefur þá sérstöðu umfram svipaðar hafnir í erlendum borgum að hér er enn mikið athafnalíf með smá- báta- og fiskihöfn, þar sem skip koma inn til löndunar. Það mætti því hugsa sér að setja upp fiskmark- að sunnan við Faxaskála þar sem fiskurinn yrði seldur í smásölu og draga þannig almenning niður að höfninni. Portinu í miðju Hafnar- húsinu mætti loka með glerþaki og koma þar upp innimarkaði með smávöruverslunum í stað markaðs- ins í Kolaportinu. Þá eru uppi hug- myndir um að Geirsgata verði lögð neðanjarðar í uppfyllingu framan við Miðbakka til þess að draga veru- lega úr umferðaþunganum sem nú er um Tryggvagötu.“ Gönguleiðir um Örfirisey Á sérstöku umhverfiskorti er merkt inn gönguleið um Örfirisey og lagt til að göngustígurinn verði meðfram sjóvarnargarðinum og komið verði fyrir útsýnispöllum þannig að tryggt sé að göngumenn geti notið'útsýnisins. í gamla mið- bænum er 11% af heild opin svæði en um 25% til 40% í nýrri hverfum og sagði Yngvi Þór Loftsson lands- lagsarkitekt, að í hverfaskipulaginu sé bent á nokkrar lóðir, þar sem mætti koma upp leik- og dvalar- svæðum. „Þetta eru ekki stór svæði,“ sagði Yngvi. „Sum eru í eigu borgarinar, til dæmis lóðir við Brekkustíg og bletturinn aftan við Fríkirkjuveg 11 en þar mætti koma upp boltavelli, sem gæti komið að góðum notum þegar skemmtanir eru í miðbænum. Á umhverfiskort- inu eru afmörkuð ýmis opin svæði þar sem úrbóta er þörf. Þar má benda á umhverfi Hallgrímskirkju, óbyggða lóð við Skátaheimilið við Snorrabraut og ófrágengin bíla- stæði á opinberri lóð við Seljaveg. Á nokkrum stöðum við fjölbýlishús til dæmis við Njálsgötu, eru afgirtar Ióðir þar sem hugoanlegt væri að færa til girðingar og skipuleggja sameiginleg leiksvæði fyrir aðliggj- andi hús. Þar gæti Borgarskipulag komið til móts við íbúana til leið- beiningar." Ljóst er að þörf er á fleiri leikskól- um og dagheimilum í hverfinu og er meðal annars gert-ráð fyrir dag- heimili við Skúlagötu og Seljaveg auk þess sem lagt er til að reist verið dagheimili á lóð breska sendi- ráðsins á gatnamótum Laufásvegar og Hellusunds. íbúm í hverfinu hef- ur fjölgað nokkuð á síðustu árum og voru 12.713, 1. desember 1988. 18% íbúanna eru á aldrinum 0 tii 15 ára og önnur 18% eru á aldrinum 67 ára og eldri en það er hærra hlutfall en á við alla borgina. Fólki á starfsaldri hefur fjölgað í hverfmu miðað við síðustu ár og þar hefur orðið aukning í atvinnutækifærum með aukningu í atvinnuhúsnæði aðallega stofnunum. „Meðalaldur fer lækkandi í gamla bænum en hins vegar hækkandi þegar litið er á borgina í heild,“ sagði Ingibjörg. „Annað er að börnunum í grunn- skólum borgarhlutans fer fjölgandi þó svo að fjöldi barna á skólaaldri sé nokkuð svipaður milli ára. Við könnun á göngleið skólabarna, sem gerð var í samvinnu grunnskólanna í gamla bænum kom til dæmis fram að margir nemendur sækja skólana langt að úr öðrum hverfum." Öll bifi-eiðastæði kortlögð Samhliða hverfaskipulaginu var umferð bifreiða könnuð sérstaklega og eru íbúðargötur, safngötur og aðalbrautir merktar inn á sér kort auk þess sem merkt er inn ein- stefna. Öll bifreiðastæði eru merkt inn á kort, einnig þau, sem fyrir- hugað er að koma upp en gert er ráð fyrir að þau verði samtals um 2.500 í þessum borgarhluta. „Eflaust munu margir hafa gam- an af kortinu sem sýnir þróun byggðar," sagði Ragnhildur Ingólfs- dóttir arkitekt. „Borgarhlutanum er skipt upp í svæði eftir eðli byggðar, byggingartímabils og markmiða. Þar koma fram tillögur að verndun svæða og götumynda sem okkur finnast athyglisverðar en rétt er að taka fram að hverfaskipulag er leið- beinandi og hefur ekki lagagildi." Þær Jóhanna Guðlaugsdóttir tækniteiknari og Marlis Sólveig Hin- riksdóttirtækniteiknari, tóku saman og kortlögðu upplýsingar um gamla bæinn, hvaða fyrirtæki er þar að finna, þjónustustofnanir og aðra starfsemi sem þar fer fram. Má nefna að auk opinberra stofnana eru 255 valvöruverslanir í gamla bæn- um, þar af eru 148 fata- og vefnað- arvöruverslanir eða 68% af slíkum verslunum í borginni. Bankar og verðbréfamarkaðir eru 17, og um 70 veitinga- og samkomuhús eru í miðbænum og 19 ferðaskrifstofur. ERTU A HRAÐFERÐ? Hægðu á ferðinni og lylltu þér. Njóttu átta mismunandi úrvalsrétta af Asíuvagninum fyrir aðeins 750,- krónur í hádeginu. Þú getur fengið þér eins oft á diskinn og þig listir. Framandi matur í fallegu umhverfi. . VEITINGAHÚS BAR RESTAURANT LAUGAVEG110 • 101 REYKJAVÍK • SIMI 626210 EB. NÝR DAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.