Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 43
______MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989__43 Kirkja, lyf o g sálarheill eftir Stefán Steinsson Það gerðist hér á dögunum, að í sömu andrá var farið að fjalla um lyfjakaup og trúarhita íslenskrar þjóðar. Þetta var í september frekar en október, minnir mig. Þarna kom séra Gunnar Kristjánsson fram í útvarpi og velti fyrir sér trúmálun- um. Einnig kom Ólafur landlæknir við sögu, nema það hafi verið hann Guðjón, eða borgarlæknirinn Skúli. Þá var verið að íjalla um lyfin og margvíslega notkun þeirra. Séra Gunnar sagði frá könnun sem leiddi fram að trúarlíf íslend- inga væri á einhveijum villigötum: Trúarhiti væri að vísu þokkalegur, ofsi lítill og viðhorfið jákvætt. En þeir færu bara alltof sjaldan í kirkju. Var athyglisvert að þetta síðasta var mat Islendinga sjálfra, ekki bara prestsins. Alla langar að fara miklu meira í kirkju, en þeir gera það bara ekki. Ur heimi íslenskra lækninga fréttist, að skrifað væri upp á marg- faldar nauðsynlegar birgðir lyfja fyrir íslendinga. Ekki kom það á óvart: Læknum hefur fjölgað mikið síðustu árin og eru flestir ágætlega pennafærir á lyfseðil. Þá er stór stétt manna sem flytur inn lyf og kynnir þau fyrir læknunum. Samborgararnir munu flestir kunna sögu af ofaustri lyfja í þá sjálfa, í börnin þeirra eða gamla fólkið sem þeir umgangast. í síðast- nefnda hópnum vill fólkið oft ógjarnan sleppa lyfi sem það hefur einu sinni lent á, enda fáir til að vekja athygli þess á að slíkt er oft óhætt. Birgðir 'hlaðast upp og geta verið nálægt hestburði þegar að því kemur að flytja yfir í sælli veröld. Engin hafa þessi lyf nokkum tíma verið skrifuð út algerlega að ástæðulausu. Nauðsynin getur þó verið margvísleg. Oftast líkamleg eða andleg einkenni sjúklingsins, stundum eigin ósk hans, stundum Brids___________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirðinga Þegar lokið er 12 umferðum af 13 í aðalsveitakeppni félagsins efstu sveita eftirfarandi: er staða Hans Nielsen 225 Elís R. Helgason 215 Ólfur Týr Guðjónsson 200 SALSHA 198 Sigmar Jónsson 196 Guðjón Bragason 194 Helgi Nielsen 192 Kristján Sigurgeirsson 182 Þrettánda og síðasta umferð verður spiluð nk. fimmtudagskvöld 7. desem- ber. Ætlunin er að nota u.þ.b. helming kvöldsins til skemmtilegrar uppákomu, þannig að allir félagar eru hvattir til að mæta. Bridsfélag Reyðarflarðar og Eskiflarðar Lokið er fyrra kvöldinu af tveimur í Hraðsveitakeppni félagsins. Alls taka 9 sveitir þátt í keppninni og er staða efstu sveita eftirfarandi: Sveit stig Eskfirðing 678 JónasarJónssonar 656 Aðalsteins Jónssonar 651 Inu Gísladóttur 606 Trésíldar 580 Bridsdeild Húnvetningafélagsins Hafinn er 48 einstaklinga einmenn- ingur og er spilað í þremur riðlum. Staðan eftir fyrra kvöldið: Friðjón Guðmundsson 391 Hreinn Hjartarson 388 GarðarBjörnsson 387 Snorri Guðmundsson 383 Lárus Pétursson 379 Þórarinn Árnason 373 Guðlaugur Sveinsson 371 Lovísa Eyþórsdóttir 370 Síðarf umferðin fer fram á miðviku- daginn í Skeifunni 17 kl. 19,30. „Stundum held ég að prestar veiti miklu betri líkamsþjálfun en margvíslegar lyflagjaf- ir veita sáluhjálp. til að losna við hann (Ég kalla hér sjúkling þann mann sem leitar til læknis. Það er tíska, án þess að taka afstöðu til veikindamagns.) Á sumum læknum er jafnan hið mesta óðagot og ávísa þeir alltof miklu af lyfjum í sinnuleysi og jafnvel í síma. Heimild: Sjúklingar og lyf- sölufræðingar. í seinni tíð hafa siðir þróast á þann veg, að maðurinn ieitar til læknis ef sálin ætlar að láta undan síga. Þess háttar sálarinnar undan- sig kemur oft fram sem einkenni á líkama. Gildir þá einu hvort um er að kenna brasi við búskap, ógeðs- legri fiskvinnu, Reykjavíkurstress- inu sem kyrkir öndina í hálsinum, makanum leiðinlega, tengda- mömmu óþolandi, börnunum sem verða stöðugt fyrtnari eða illa fengnum bíl, húsi og brennivíni. Allt getur þetta hrellt eina mann- lega sál. Fólkið sem kvartar fær oft meðul til að mýkja upp kvartanaefnið. Þess vegna er sagt, að mikili hluti lyfja sem íslensk þjóð fær hjá lækn- um sínum eigi raunar uppsprettu í leit þessa fólks að sáluhjálp. Nú var presturinn hann séra Gunnar að benda á, að íslendingum fyndist þeir fara of lítið í kirkju og þá langaði hiklaust meira. Og höfuð læknastéttarinnar töluðu um alltof mikið lyijapump. Því vil ég leggja til við lækna og sjúklinga þessa lands, að nú verði horfið frá lyfjum sem sáluhjálp þegar í stað, og kúrs- inn settur á kirkjurnar. Trúlega eru kirkjur miklu betur i'allnar til að veita sáluhjálp en Iyfjaglös, að minnsta kosti er meira rými þar fyrir sálina heldur en í glösunum. Þæf eru oft vel byggðar og þar má heyra hinn þolanlegasta söng. Læknar þurfa ekki að ráð- leggja fólkinu að hafa spenntar greipar eða tuða trúarjátninguna upphátt. Þeir eiga bara að vekja athygli á þeim möguleika, að skreppa inn í þessi hús á auglýstum messutíma, bíða þar alla messuna og slappa eins vel af og hægt er á meðan. Hvort Guð er svona eða hinsegin skiptir akkúrat ekki nokkru máli í þessu sambandi. Og engin hætta er á ofstirðnun eða að blóðið fari of hægt, því presturinn lætur menn standa upp og setjast með jöfnu millibili. Stundum held ég að prestar veiti miklu betri líkamsþjálfun en marg- víslegar lyfjagjafir veita sáluhjálp. Menn mega þá ekki taka það svo, að læknir sem vísar þeim á kirkjur landsins sé með dónaskap, sé að fíflast eða sé vitlaus. Með samræmdu átaki verður árangurinn líka bestur og eftir árið er trúlega hægt að byija útvarpsskýrslur um þolanlegan lyfjasparnað, bráð- skemmtilega stemmningu í sunnu- dagskirkjunni, fyrir nú utan al- menna og ört vaxandi sálarheill. Höfvndur er læknir í Búðardal. • • ■ GOÐGJOF SEM BER ÁVÖXT Með gjafabréfum SPRON býðst þér nýr gjafamöguleiki. Hér er á ferð bæði verðmæt og skemmtileg gjöf. Gjafabréf SPRON fást í 5.000, 7.500, 10.000 og 25.000 króna einingum, eru verðtryggð og bera auk þess fasta vexti. Þú færð gjafabréfin á öllum afgreiðslustöðum SPRON: Skólavörðustíg I I, Hátúni 2B, Álfabakka 14, ’j Austurströnd 3 og Kringlunni 5. snín I jð Sparisjoður Reykjavíkurog nágrennis Sparisjóður Reyk)av(kur og nágrennis krónur endur sKuUþíssi$. . " fimm^oonoo StoUþeM „ ‘“nU '“Si Mm' 8reidd met vöxtun, 13-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.