Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 37’ EB-EFTA: Strang’ari kröfur um heilsu, öryggi og umhverfi í einu ríki en öðru UMRÆÐU um skýrslu utanrík- isráðherra um viðræður Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA) við Evrópubandalagið (EB) var fram haldið í gær í Sameinuðu þingi — fimmta um- ræðudaginn - og lauk ekki. Starfandi utanríkisráðherra, Jón Sigurðsson, svaraði ýmsum fyrirspurnum varðandi álita- mál, tengd EB og EFTA. Verða svörin rakin efhislega hér á eft- ir. Heilbrigði og hollusta Einstökum EB-ríkjum er heimilt að gera strangari kröfur um heilsu, öryggi og umhverfi en gilda hjá öðrum EB-ríkjum, enda sé þar ekki um dulbúnar viðskiptahindr- anir að ræða. Segja má því, sagði ráðherra, að þama sé sönnunar- byrðinni snúið við. EFTA-ríkin hafa tekið skýrt fram, að þau geri MMfKSI strangari kröfur varðandi sumar vörur, sem þau geti ekki slakað á. Áunnin lífeyrisréttindi Áunnin lífeyrisréttindi er hægt að flytja milli EB-ríkja [eftirlaun og fjölskyldubaítur]. Þetta tengizt fijálsum búferlaflutningi milli ríkja. Niðurgreiðslur og ríkisstyrkir Stefnt er að því að niðurgreiðsl- ur og ríkisstyrkir verði felldir nið- ur innan evrópska efnahagssvæð- isins að því er varðar iðnaðarvöru. Þetta á fyrst og fremst við um styrki sem hafa áhrif á eðlileg við- skipti og samkeppni. Áfram verða efalaust við lýði styrkir, sem rétt- lættir eru með byggðajafnvægi. Sama gildir um styrki til land- búnaðar og sjávarútvegs sem tengdir era byggðasjónarmiðum. ÁTVR starfar áfram Starfsemi ÁTVR verður eflaust haldið áfram. Gæta verður þess hins vegar að mismuna ekki fram- leiðendum. Áfram yrði heimilt að leggja svipuð ríkisgjöld á vörusölu ÁTVR. Undirboð Af hálfu EB hefur verið beitt aðgerðum gegn undirboðum með því að leggja á sérstakan við- bótartoll, jafnan þeirri upphæð sem talið er að varan sé seld á undir eðlilegu framleiðsluverði. EFTA-ríkin hafa á hinn bóginn taiið að EB hafi misnotað þessa reglu. Ábyrgð framleiðanda Innan EB gildir sú regla að framleiðandi vöru ber ábyrgð á henni hvar á markaðssvæðinu sem er. EFTA-ríkin telja nauðsynlegt að þessi regla verði tekin upp á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Samræmd tollskrá Fyrir nokki-um árum var tekin upp samræmd tollheitaskrá, sem gildir í flestum ríkjum heims, m.a. i EB og EFTA. Þetta þýðir ekki að tollar séu hinir sömu. Slíkt næst ekki milli ríkja nema tekið sé upp tollabandalag líkt og Evr- ópubandalagið er. Sá möguleika að mynda tollabandalag EB og EFTA er til athugunar. Húsnæði Á efnahagssvæði EB er ekki heimiit með stjórnvaldsaðgerðum að ákveða að ríkisborgarar eins ríkis skuli njóta forgangs um leigu eða kaup á íbúðarhúsnæði. Samgöngur og samkeppni Erlendum samgöngufyrirtækj- Guðmundur H. Garðarsson um toll- frelsi sjávarvöru í EB-ríkjum: Leiðin liggur um Bonn London og París Met ráð sjávarútvegsaðila meir en embættismannanna JON Sigurðsson, staðgengill utanríkisráðherra, vitnaði til Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins sl. sunnudag, þegar hann tíund- aði þinginu röksemdir fyrir því, að ekki væri ráðlegt að taka strax upp formlegar, tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið um mál- efiii sjávarútvegsins. Guðmundur H. Garðarsson (S-Rv) vitnað hins vegar til forsíðu- fréttar Morgunblaðsins þennan sama dag, þess efiiis, að norska ríkisstjórnin hafí fallizt á að halda opnum möguleikum á tollabanda- lagi EFTA og EB. Stórþingið norska hafi fyrir sitt leyti rutt öllum hindrunum úr vegi fyrir formlegum samningaviðræðum. Þannig hafi norska þingið, sem og það finnska, fjallað um stefiiumörkun í þessu mikilvæga máli eins og sljórnarandstaðan hér hafi lagt til. um er nú heimilt að stunda fólks- og vöruflutninga til og frá ís- landi, t.d. er gagnkvæmni í öllum loftferðasamningum við önnur lönd. Það sem við viljum forðast er að frekari samruni rikja EB leiði til þess að siglingar og flug til fleiri en eins ríkja innan EB i sömu ferð flokkist undir innan- landssiglingar eða innanlandsflug þar og mæti hömlum sem ekki eru til staðar í dag. Ökukennsla og lögfræði Erlendir lögfræðingar og öku- kennarar gætu fengið rétt til starfa hér á landi, ef gagnkvæmir samningar gengu eftir, þótt málið verði efalítið nokkur hindrun. Með gagnkvæmri viðurkenningu prófa er að því stefnt að auðvelda fólki Jón Sigurðsson að notfæra sér menntun sína í öðrum löndum. Erlendur lögfræð- ingur yrði þó að taka próf í íslenzk- um lögum og réttarfari og íslenzk- ur lögfræðingur sömuleiðis að taka próf erlends til starfsréttinda þar. Slíkar takmarkanir á gagn- kvæmum vinnurétti koma þó ekki til þegar verkfræðingar, tækni- teiknarar o.s.frv. ættu hlut að máli. Hjörleifur Guttormsson um EFTA- EB-viðræður: Málsskjal ekki sent utanríkismálanefiid HJÖRLEIFUR Guttormsson (Abl-Al) kvaddi sér hljóðs um þingsköp á fimdi Sameinaðs þings í gær og vakti athygli á því að skýrsla frá framkvæmdanefiid EB til ráðherranefiidar EB, þar sem m.a væri^ lagt mat á samningsstöðu EB gagnvart EFTA, hafi verið send ríkis- stjórnum EFTA-ríkja og frá þeim til utanríkismálanefnda þjóðþinga EFTA-ríkja - með einni undantekningu: utanríkismálanefnd Al- þingis hafi ekki séð skýrsluna. Hún hafi þó borizt utanríkisráðuneyt- inu 22. nóvember sl., daginn áður en utanríkisráðherra flutti Al- þingi skýrslu um viðræður EFTA við EB. Guðmundur H. Garðarsson að standa vörð um fullveldi og auðlindir þjóðarinnar. Ekki mætti rasa um ráð fram í þeim viðræðum sem yfir stæðu og fram undan væru. Hjörleifur Guttormsson krafðizt þess að utanríkismálanefnd fengi skýrsluna þegar í hendur og fundaði um hana áður en umræðu um skýrslu utanríkisráðherra yrði fram haldið. Hann sagði að skýrslan hefði vakið athygli í norska stór- þinginu og í norskum fjölmiðlum. Jón Sigurðsson staðgengill utanríkisráðherra sagði hér rætt um innanhússskjal hjá Evrópu- bandalaginu. Það yrði sent utanrík- ismálanefnd Alþingis sem trúnað- arplagg. Það þyrfti hinsvegar ekki að tefja þá umræðu, sem hér færi fram. Guðmundur H. Garðarsson (S- Rv) sagði það sýna stöðu mála hjá ríkisstjórninni að jafnvel fulltrúi eins stjómárflokksins í utanríkis- málanefnd hefði ekki aðgang að mikilvægum skjölum sem tengizt einu stærsta umfjöllunarefni þings- ins. Þetta sýndi og virðingu stjórn- arherranna fyrir þingræðinu. Eyjólftir Konráð Jónsson (S- Rv) benti á að utanríkismálanefnd hefði oft fundað eftir 22. nóvember svo ekki hafi skort tækifærin til að kynna henni plagg þetta. Hann sagði að nefndin gæti fundað um plaggið í kvöld [þ.e. í gærkvöld], svo umræðu mætti halda áfram á morgun [þ.e. í dag]. 4 Þorsteinn Pálsson (S-Sl) sagði Alþingi misboðið með vinnubrögð- um sem þessum. Erfitt væri og að ljúka umræðunni að utanríkisráð- herra fjarstöddum og ýmsum atrið- um ekki nægilega upplýstum. Halldór Asgrímsson sjávar- útvegsráðherra sagði utanríkis- ráðherra ekki mæta til starfa hér heima fyrr en um miðjan þennan mánuð. Ljúka þyrfti umræðunni fyrir þann tíma. Tillaga til þingsályktunar: Beinar samningaviðræður við Evrópubandalagið Viðauki við bókun 6 frá 1972 EYJÓLFUR Konráð Jónsson (S-Rv), Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) og Ragnhildur Helgadóttir (S-Rv) hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar, sem felur forsætisráðherra og utanríkisráðherra, verði hún samþykkt, „að undirbúa nú þegar í samráði við utanríkismála- neftid beinar samningaviðræður við Evrópubandalagið um viðauka við bókun 6 frá 1972.“ Jón Sigurðsson, staðgengill utanríksráðherra, sagði nokkurs misskilnings gæta um eðli og möguleika tvíhliða viðræðna við EB og aðildarríki þess um málefni sjávarútvegsins sérstaklega. Hann sagði slíkar umræður í gangi og að þeim yrði fram haldið, en það væri hinsvegar hyggilegra að láta á það reyna í heildarsamningum EFTA við EB, hvort við náum fram þeim undanþágum, sem að er keppt, fremur en að taka strax upp formlegar, tvíhliða viðræður. Las ráðherra upp kafla úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins máli sínu til stuðnings. „Eg tel að það mat sem fram kemur í þess- ari tilvitnun sé bæði raunsætt og skynsamlegt", sagði ráðherrann. Guðmundur H. Garðarsson (S-Rv) vitnaði einnig til Morgun- blaðsins: forsíðufréttar um afstöðu norsku ríkisstjórnarinnar, sem hann taldi sýna, að norska stór- þingið hafi, eins og það finnska, fjallað um stefnumörkun í viðræð- um EFTA við EB, sem séu rétt og þingræðisleg vinnubrögð. Guð- mundur vitnaði og til SAS [Sam- taka atvinnulífsins í sjávarútvegi], sem hefði innanborðs hagsmuna- áðila í veiðum og vinnslu, en þau legðu áherzlu á tvíhliða viðræður nú þegar, enda hefðum við ekki efni á bíða eftir niðurstöðum blokkaviðræðnanna. Ríkisstjórnin hefur ekki afstöðu stjórnmálamannsins til viðræðna af þessu tagi - og þaðan af síður afstöðu Samtaka atvinnulífsins í sjávarútvegi - hennar afstaða er afstaða embættismannsins, sagði þingmaðurinn. Embættismennirnir hafa unnið mikið og gott starf, en sameiginleg afstaða hagsmunaaðila í sjávarút- vegi, sem gerzt þekkja málavexti, - og hagsmunir þessarar undir- stöðugreinar í þjóðarbúskapnum, vega þyngra. Leiðin að því marki, sem við höfum sett okkur, að tryggja hindrunarlausan aðgang íslenzkr- ar sjávarvöru að Evrópumarkaði, liggur um Bonn, London og París, sagði þingmaðurinn, ekki Brussel. Anna Olafsdóttir Björnsson (SK-Rv) sagði Evrópumálin flókin og vandmeðfarin. Meginmál væri í greinargerð segir að bókun 6 um sjávarafurðir hafi verið og sé íslendingum mikilvæg. Saltfiskur falli hinsvegar ekki undir þessa bókun. Innganga Spánveija, Portúgala og Grikkja í EB valdi því að stærstur hluti saltfiskút- flutnings njóti ekki tollfrelsis nema að hluta. Heildartollgreiðslur til EB-ríkja séu því verulega hærri hlutfallslega en áður en þessi ríki gengu í bandalagið. Þar segir orð- rétt: „í samskiptum okkar við Evr- ópubandalagið hlýtur að teljast eðlilegt að meginútflutningsvara okkar, fiskur og fiskafurðir, njóti svipaðra viðskiptakjara á mörkuð- um bandalagsins og það nýtur við innflutning iðnaðai-vara tjl íslands. í þessu sambandi þarf að athuga hvort íslendingar geti fellt niður tolla á vörur frá Evrópubandalag- inu í enn ríkari mæli en orðið er - með það að markmiði að tollfijáls viðskipti verið milli íslands og bandalagsins. Flutningsmenn telja enga ástæðu til að ætla annað en að ráðamenn Evrópubandalagsins muni vera fúsir til að taka tillit til breyttra aðstæðna og því sjálf- gefið að hefja beri viðræður við þá um málið nú þegar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.