Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 29 Einstæður blaðamamiafiindur: Tímabil friðar og samvinnu er hafíð - var boðskapur leiðtoganna eftir viðræður þeirra Valletta. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. GEORGE Bush og Míkhaíl Gorbatsjov sögðu að tímabil friðar og samvinnu væri hafið á fyrsta sameiginlega blaðamannafundi leiðtoga stórveldanna í sögunni síðdegis á sunnudag. Fundurinn var haldinn i danssal skemmtiferðaskipsins Maxím Gorkíj á Möltu. „Við sögðum báðir að tímabil kalda stríðsins væri að líða undir lok,“ sagði leið- togi Sovétríkjanna, Bandaríkjaforseti sagðist vera bjartsýnn á að aukin samvinna Vesturlanda og Sovétrikjanna myndi hafa varanleg- an frið í för með sér. „Það er framtíðin sem Gorbatsjov formaður og ég ýttum úr vör hér á Möltu,“ sagði hann. Leiðtogamir sögðust hafa átt víðtækar og gagnlegar viðræður. „Við skiljum nú betur afstöðu hvor annars til mikilvægra málefna,“ sagði Bush. Hann átti hugmyndina að Möltu-fundinum, sem ekki er talinn fullgildur leiðtogafundur frekar en Reykjavíkurfundurinn 1986. Hvassviðrið sem gekk yfir Möltu um helgina setti strik í reikn- inginn. Sovétmenn töldu ekki ráð- legt að halda fundina um borð í herskipunum Belknap og Slava eins og fyrirhugað var svo að þeir fóm fram um borð í Gorkíj. Fundur sem átti að vera sídegis á laugardag féll niður þar sem Bush var veður- tepptur um borð í Belknap. En leið- togarnir ræddust þó við í samtals átta klukkustundir. Ýmis ágreiningsmál Bush dró ekki dul á að þá grein- ir á um ýmis málefni. Takmörkun vígbúnaðar á höfunum er meðal þeirra. Gorbatsjov vill að afvopnun- arviðræður stórveldanna nái einnig til úthafanna en Bush sagði að ár- angurs væri ekki að vænta á þeim vettvangi á næstunni. „Við vitum það báðir,“ sagði Bandaríkjaforseti. Bush sagði að þeir væm ekki á einu máli um vopnaflutninga frá Nic- aragua til E1 Salvador en sagði friðammleitanir Sovétmanna fyrir botni Miðjarðarhafs mjög gagnleg- ar. Gorbatsjov sagðist eiga von á að veruleg hreyfing kæmist á af- vopnunarviðræður stórveldanna í framhaldi af fundinum á Möltu og samningur um 50% fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna, sem rætt er um í START-viðræðunum, yrði kominn á lokastig þegar þeir hitt- ast formlega í Washington í júní. Bush sagði að Atlantshafsbanda- lagið og Varsjárbandalagið ættu að þróast úr vamarbandalögum yfir í stjórnmálabandalög. „Þau ættu að breytast í samræmi við breyting- arnar á meginlandi Evrópu,“ sagði hann. Bush sagðist fagna atburðun- um í Austur-Evrópu. Þegar hann ræddi sameiningu Þýskalands sagði Reuter George Bush Bandaríkjaforseti fer úr bandaríska beitiskipinu Belknap í bát, sem flutti hann í skemmtiferðaskipið Maxím Gorky í rokinu á sunnudag. Kalda stríð- inu í viðskipt- um að ljúka? ^ Valetta. Washington. Genf. Reuter. A FYRRA degi leiðtogafundarins við Möltu bauð George Bush Míkhail Gorbatsjov aðstoð í efiia- hagsmálum. Samvinnutilboðið var þó bundið því skilyrði að Sovétrík- in afléttu hömlum á brottflutnings- leyfúm. Sovétn'kin hafa sóst eftir að ger- ast áheyrnarfulltrúar að GATT, Al- þjóðlegum samningum um tolla og viðskiptamál. Bush tilkynnti Gorb- atsjov á laugardag að hann væri reiðubúinn að aðstoða Sovétríkin'við að samlagast því kerfi sem einkenn- ir alþjóðaverslun vestrænna ríkja. Bush sagði einnig á laugardag að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir að lækka tolla á innfluttum vörum frá Sovétríkjunum, veita þeim bestu- kjara viðskipti, ef Sovétmenn breyttu lögum sínum á þann veg að mönnum væri fijálst að flytja úr landi. ísland á vinninsrinn Valletta. Frá Önnu Bjaniadóttur, fréttantara Morgunblaðsins. * SÓLIN skein á nýjan leik á Möltu á mánudagsmorgun. Leiðtoga- fundinum var þá lokið og leiðinda- veðrið sem fylgdi honum rokið út í veður og vind. Hvassviðrið setti neikvæðan svip á fúndinn og hljóp í skapið á rúmlega 2.000 frétta- mönnum sem voru komnir til Mið- jarðarhafseyjarinnar til að fylgj- ast með honum. Nokkrir blaða- menn höfðu orð á ágæti leiðtoga- fúndarins á Islandi og óskuðu þess að þeir væru frekar á eyjunni í Norður-Atlantshafi. „Það voru all- ir svo almennilegir þar,“ sagði einn þeirra. Skipulag þjónustunnar við frétta- menn var mjög svipað og á Islandi. Möltubúar hafa örugglega lært meira af Jóni Hákoni Magnússyni en ferða- málaráðherra landsins vildi viður- kenna fyrir Morgunblaðinu fyrir helgina. En þjónustan fór úr skorðum og starfsliðið kvartaði um svefnleysi þegar á reyndi. Það var til dæmis ekki vitað fyrr en alveg á síðustu stundu hvaða fréttamenn fengju að sækja blaða- mannafund Gorbatsjovs sem Bush tók þátt í um borð í skemmtiferða- skipinu Maxím Gorkíj á sunnudag. Þegar það var loks afgreitt tók góða stund að útvega rútubíla. Þeir sem voru með þeim síðustu fengu ekki almennileg sæti því einkennisklædd og orðum hlaðin áhöfn Gorkíjs og herskipsins Slava hafði krækt sér í stóla — en það var ekki Möltubúum að kenna. Ætli forstjóri Háskólabíós og starfslið hans hafi tekið sæti frá blaðamönnum á fundi Gorbatsjovs í Reykjavík? Nóg var um hótelherbergi fyrir alla en sumir bjuggu klukkutímaferð frá fréttamiðstöðinni. Leigubílar eru dýrir. Einn bílstjóranna var ekki bet- I Washington Ieita menn nú að þeim manni sem fyrstum datt í hug að halda leiðtogafúndinn á skipsfjöl við Möltu Böndin berast að bróður Banda- ríkjaforseta, Bucky Bush, sem ur að sér en svo að hann vissi ekki að leiðtogarnir væru á Möltu, hvað þá hvar herskipin lægju. Þau fann hann þó að lokum en vildi ekki bíða á meðan blaðamenn virtu þau fyrir sér heldur skildi þá eftir í reiðileysi í rokinu. Ráðamenn Möltu binda miklar vonir við að þjóðin eigi eftir að njóta góðs af athyglinni sem leiðtogafund- urinn vakti. Það á eftir að koma í ljós en tónninn í fréttamönnum var neikvæður um helgina og frétta- myndir af ölduganginum og veðu- rofsanum á eyjunni ekki beint lokk- andi fyrir ferðamenn. En eyjar- skeggjar bölva ekki veðrinu enda hver regndropi kærkominn. sagður er hafa verið á Möltu í sept- ember síðastliðnum þegar haldið var upp á 25 ára sjálfstæði lands- ins. George Bush viðurkenndi þurr- lega á sunnudag að hann talaði nú ennþá við bróður sinn. Hver ber sökina? Daily Telegraph. Reuter George Bush Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti ræða við blaðamenn áður en fiindur þeirra hófst á sunnudag. hann að það væri ekki hlutverk Bandaríkjanna að ráða hraða breyt- inga í nokkru landi heldur þegna þjóðanna sjálfra. Bush lét Gorbatsjov vita þegar blaðamannafundurinn háfði staðið í rúma klukkustund að það væri tími til kominn fyrir sig að halda til Brussel. Gorbatsjov formaður, eins og Bandaríkjamenn segja að hann vilji vera ávarpaður, sleit fundinum og fylgdi Bush til dyra. Bandaríkjaforseti heilsaði Raisu Gorbatsjovu á leiðinni út. Svo virt- ist sem það færi vel á með leið- togunum. Þeir voru sjálfsöryggir og rólegir í návist hvor annars. Fundurinn í rokinu á Miðjarðarhafi sýndi að þeir geta rætt saman í hreinskilni ogjafnvel unnið saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.