Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 Yfirheyrslur í Hafskips- máli haftiar í sakadómi FYRSTU yfírheyrslur liófust. í sakadómi Reykjavíkur í gær yfir þeim mönnum sem ákærðir hafa verið í Hafskipsmálinu. FyrStur kom fyrir dóm Björgólfur Guðmundsson fyrrum forstjóri Ilafskips. Dómarar spurðu hann um afstöðu til ákæru á hendur sér og sagði Björgólfur hana að öllu leyti ranga. Björgólfur sagðist telja að reikn- ingsskil aðstandenda Hafskips hefðu gefið rétta mynd af stöðu fyrirtækis- ins en hins vegar væru umsagnir endurskoðenda, sem sérstakur ríkis- saksóknari tilkvaddi, rangar og á misskilningi byggðar. Hann sagði að samræmis hefði ávallt verið gætt í vinnubrögðum við gerð reiknings- skila jafnvel þótt reksturinn hefði stóraukist að umfangi ár frá ári. Hvað varði það að ekki hafi verið beitt venjulegum rekningsskilaað- ferðum sagði Björgólfur að það yrði fróðlegt og mikill léttir fyrir fyrir- tæki í landinu þegar ákæruvaldið kunngerði stórasannleikann í þeim efnum. Hann sagðist aldrei hafa reynt að blekkja einn né neinn um efnahag og fjárhagsstöðu Hafskips, hvorki stjórn félagsins, hluthafa, forráðamenn Útvegsbanka íslands né nokkurn annan og kvaðst aldrei hafa heyrt í nokkrum þeim sem hald- ið hefði slíku fram við sig eða um sig. Hann sagðist ávallt hafa gefið upplýsingar um stöðu félagsins eftir bestu vitund. Hann vakti athygli á að í ákæru væri víða talað um rangt hefði verið sagt um líklega eða senni- lega afkomu félagsins. Það sýndi að um áætlanir hefði verið að ræðav ekkert hefði verið fullyrt. Hann sagði að rekstri Hafskips hefði fylgt mikil áhætta eins og þeir sem til þekktu hafi gert sér ljóst. Meðal þess sem Björgólfí er gefið að sök í málinu er íjárdrátt^r af sér- stökum tékkareikningum, hilming og bókhaldsóregla. Hann sagðist ekki sekur um þessi brot og mótmælti ákærum sem röngum, villandi og gersamlega vanrannsökuðum. Hvorki rannsóknarmenn né ákæru- valdið virðist hafa áttað sig á hvaða Iaunakjara hann hefði notið og hvaða heimildir hann hefði haft til að ráð- stafa fé fyrirtækisins. í skriflegum samningi um kjör sín sé tekið fram að hann hafi heimildir til að ráðstafa allt að 60% umfram fost mánaðar- laun sín til greiðslu jaðarkostnaðar og að hluta kostnaðar. Til að unnt sé að skilja og skilgreina þessi ákæruatriði sé nauðsynlegt að fá nákvæma sundurliðun á ráðstöfun- um sínum samkvæmt þessum heim- ildum. Hins vegar hefði- ítrekuðum óskum sínum og verjanda síns um þetta aldrei verið sinnt. Björgólfur er einnig ákærður fyrir skilasvik með því að hafa vikumar fyrir gjaldþrot Hafskips dregið taum eins lánardrottins með því að greiða Reykvíksri endurtryggignu vikulega 20 þúsund bandaríkjadali. Hann sagðist telja að þetta mál hefði feng- ið eðlilega afgreiðslu og hefði það verið á forræði fjármálastjóra fyrir- tækisins. Hann benti á að skiptaráð- endur hefðu ekki séð ástæðu til að rifta þessum ráðstöfunum en kvaðst fullviss um að þeir hefðu kannað möguleika á riftun til þrautar. I dag kemur fyrir dóminn Ragnar Kjartansson fyrrum stjómarfoor- maður Hafskips. Dómurinn lætur nú hina ákærðu lýsa afstöðu sinni til ákæruatriða og er búist við að því ljúki í næstu viku. VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 5. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Suðvestan- og sunnankaldi víðast á landinu. Þoku- súld suðvestan-, vestan- og norðvestanlands og skýjað en urkomu- laust í öðrum landshlutum. Hiti 1-12 stig. SPÁ: Vestan- og suðvestanátt um land allt, víðast gola eða kaldi. Skýjað að mestu og víða þokuloft og súld vestanlands, en þurrt og öllu bjartara veður um landið austanvert. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Sunnan- og suðvest- anátt. Þurrt og víða bjart veður á Norður- og Austurlandi, en þoku- loft eða súld á Suður- og Vesturlandi. Hætt við næturfrosti austan- lands, en hiti annars 2-8 stig. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- á. stefnu og fjaðrirnar Heiðskírt ▼ vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 'CÆk Léttskýjað / / / / / / / Rigning HáKskýjaft / / / * / * Skýiað / * / * Slydda / * / (CCCC) Alskýjaö * * * * * * * Snjókoma * * * -|0' Hrtastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V H — Þoka = Þokumóöa » , » Súkl OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveóur VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 12 alskýjað Reykjavfk 8 súld Björgvin 4 léttskýjað Helsinki 0 skýjað Kaupmannah. 6 skýjað Narssarssuaq 6 rigning Nuuk 4-1 frostrigning Ósló 6 léttskýjað Stokkhólmur 1 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 16 þokumóða Amsterdam 2 þokumóða Barcelona 10 mistur Beriin 2 þoka Chicago -r4 alskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 1 mistur Glasgow +2 þoka Hamborg 5 þoka Las Palmas 23 skýjað London 6 þokumóða Los Angeles 13 heiðskírt Lúxemborg vantar Madríd 9 alskýjað Malaga 14 rigning Mallorca 15 súld Montreal +18 skafrenningur New York +9 léttskýjað Orlando 2 léttskýjað Parfs 2 þokumóða Róm vantar Vín +3 hrímþoka Washington +6 léttskýjað Winnipeg +5 skýjað t ra KetlaviKurtlugveiii. Keflavíkurflugvöllur: Herlögreg’la hand- tekur flugvirkja Keflavík. TVEIR íslenskir flugvirkjar, starfsmenn Flugleiða, voru handteknir af bandarískum herlögreglumönnum aðfaranótt mánudags í flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Atburðurinn gerðist skömmu eftir miðnætti og að sögn Friðþórs Eydal biaðafulltrúa varnarliðsins höfðu flugvirkjarnir farið inn á merkt bannsvæði og sinnti annar mannanna ekki viðvörun um að halda ekki lengra. Þorgeir Þorgeirsson lögreglustjóri á Keflavík- urflugvelli sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að ekki væri búið að taka skýrslu af íslendingunum og því gæti hann ekki tjáð sig úm málsatvik. Friðþór Eydal sagði að flugvirkj- arnir hefðu verið að vinna við vél Flugleiða sem hefur aðstöðu í flug- skýlinu og hefðu þeir ætlað að nota rafmagnsinnstúngu í hinum enda skýlisins, þar sem ratsjárvél var geymd. Um vélina hefði verið girðing og hún merkt sem bannsvæði. Menn- imir hefðu fengið leyfi til að stinga rafmagnssnúrunni í samband, en þeir síðan komið aftur og farið yfir girðinguna án heimildar. Þeim hefði verið skipað að nema staðar sem annar mannanna gerði, en hinn ekki. Hann hefði gengið í átt að ratsjárvél- inni og þá hefði varðmaðurinn skipað mönnunum að leggjast á grúfu og jafnframt kallað eftir aðstoð. Friðþór sagði að 7 herlögreglu- menn hefðu komið við sögu í þessu máli og byssum hefði aldrei verið beint að mönnunum sem höfðu engin skilríki. Friðþór sagði að bandarísku vörðunum væri uppálagt að taka enga áhættu og þeir hefðu í þessu tilfelli aðeins farið eftir sínum vinnu- reglum. Friðþór sagði að mennirnir hefðu verið látnir liggja á grúfu í um 20 mínútur, eða þar til íslenska lögreglan kom á staðinn og þeim hefði jafnframt verið gert að tæma úr vösum sínum. Hann sagði að mjög strangar reglur giltu um hveijir fengju að koma nálægt ratsjárvélun- um sem væru undir stöðugu eftirliti og mönnum sem ynnu að staðaldri í nálægð þeirra ætti að vera kunnugt um þessar reglur. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða sagði að fyrirtækið myndi fylgjast með framvindu þessa máls eins og framast væri unnt og leita eftir skýrslum. Hann sagði að ýmis- legt stangaðist á í lýsingu flugvirkj- anna og Varnarliðsmanna á atburð- um og teldu flugvirkjarnir sig hafa haft heimild til að nota rafmagns- innstunguna. Einar sagði ennfremur að hvemig sem á mál þetta væri lit- ið væri um alvarlegan atburð að ræða og svo yrði að búa um hnútana að samstarfið við Varnarliðið gæti áfram verið hnökralaust og svona atburðir endurtækju sig ekki. BB Skáís: 57,1% á móti ríkis- stjórninni RÚMLEGA 57% þeirra, sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Skáis, dagana 1. og 2. desember, sögðust ekki styðja ríkisstjórnina og rúm- lega 54% sögðust styðja Sjálfstæð- isflokkinn. Hringt var I símanúmer af handa- hófi um land allt og þeir spurðir, sem svöruðu og voru 18 ára eða eldri. Var haft samband við 800 einkanúm- er og fengust 680 svör eða 85% úr- taksins. Spurt var: Ef kosið væri til Al- þingis núna, hvaða flokk myndir þú kjósa ? Af þeim, sem voru spurðir tók 376 afstöðu eða 55,3% úrtaksins og sögðust 54,8% styðja Sjálfstæðis- flokkinn, 15,2% styðja Framsóknar- flokkinn, 9,3% styðja Alþýðubanda- lagið, 8,8% styðja Kvennalista, og 6,6% styðja Alþýðuflokkinn. 1,3% sögðust styðja Borgaraflokkinn og Fijálslynda hægri flokkinn, 0,8% styðja Flokk mannsins og Þjóðar- flokkinn og 0,5% styðja Samtök um jafnrétti. Þá var spurt um stuðning við ríkis- stjómina og svömðu 571 eða 84% af heildarúrtaki. Þar af sögðust 57,1% ekki styðja ríkisstjómina, 26,9% sögðust styðja hana, óákveðnir voru 13,4% og 2,6% vildu ekki svara spurningunni. Galtafell Ásgríms seld- ist fyrir 1.980 þús. kr. GALTAFELL, olíumálverk eflir Ásgrím Jónsson, málað 1909, var slegið hæstbjóðanda á listmunauppboði hjá Klausturhólum um helg- ina á 1.800 þúsund krónur. Ofan á þá upphæð leggst 10% gjald í Starfslaunasjóð listamanna, þannig að heildarsöluverð verksins var 1.980 þúsund krónur. Að sögn Guðmundar Axelssonar uppboðs- haldara er þetta verð heldur hærra en búist var við að fengist fyrir myndina. Guðmundir segir að búist hafi verið við því fyrirfram, að myndin færi á eina til tvær milljónir króna. Önnur mynd eftir Ásgrím, frá Húsafelli, var seld á 600 þúsund krónur. Þá var seld Brennivíns- flaska, sem Kjarval hafði málað á. Hún fór á 110 þúsund krónur og „er þar með dýrasta brennivíns- flaska á landinu," segir Guðmund- ur. Málverk eftir Kjarval, Gamall sveitabær, seldist á 660 þúsund krónur, aðrar myndir eftir meistar- ann á 420 og 360 þúsund. Þá seld- ist mynd eftir Gunnlaug Blöndal á 270 þúsund. Við framangreindar tölur bætist síðan 10% álag fyrir Starfslaunasjóð listamanna. Guðmundur Axelsson segir vel ganga að selja myndir. „Ef mynd- irnar eru góðar, þá kemur fólk, annars kemur það ekki. Það er alltaf hægt að selja góðar mynd- ir,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.