Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 59
* "^Cái • S%áí • ^CáJÍ • ^yCᣠesei HaaMaaaa .ð auoAauiaiíM aiGAjau'joaoM <>- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 °*59 ÞRJU umferðarslys urðu I Reykjavík í gærmorgun; ekið var á tvær konur og tveir leigubílar lentu í hörðum árekstri. Hrafii Sveinbjarnarson í vandræðum í ísnum Bolungarvík. SKUTTOGARINN Runólfur frá Grundarfirði kom til Bolungarvík- ur um klukkan 21 á sunnudagskvöld með togskipið Hrafh Svein- bjarnarson frá Grindavík í togi eftir að síðarnefnda skipið hafði fengið trollið í skrúfuna og lent í vandræðum í ísnum á miðunum út af Vestfiörðum. Leiðrétting STARFSHEITI Þórunnar Þórðar- dóttur, sem ritaði grein um vinnu- ferðir í óbyggðum í blaðið þann 1. desember, misritaðist í greininni. Þórunn er starfsmaður Ferðaféiags íslands en ekki framkvæmdastjóri. Á áttunda tímanum var ekið á konu á sextugsaldri sem var á gangi norðuryfir Miklubraut skammt vestan Kringlumýrarbrautar. Kon- an lærbrotnaði og hlaut aðra áverka. Hún gekk yfir götuna á gangbraut við gatnamót og varð fyrir bíl sem ekið var norður Kringlumýrarbraut og beygt vestur Miklubraut. Skömmu síðar var ekið á konu um sjötugt sem gekk vestur yfir Hringbraut á móts við Landsspítal- ann. Konan var flutt slösuð á sjúkrahús. Tildrög slyssins voru ekki að fullu ljós í gær og ekki var víst hvort konan, sem fór yfir á ljósastýrðri gangbraut hafði gengið móti rauðu ljósi eða grænu. Á áttunda tímanum lentu tveir leigubílar í árekstri á mótum Hof- svallagötu og Hagamels. Annar bílstjóranna fékk heilahristing og var fluttur á slysadeild. Gylfi Jónsson lögreglufulltrúi í slysarannsóknadeild segir að nú, þegar jörð sé auð í mesta skamm- deginu, séu birtuskilyrði með versta móti. Hann segir brýnt að ökumenn og gangandi vegfarendur séu sér- staklega á varðbergi og brýnir fyr- ir gangandi vegfarendum að klseð- ast Ijósum fötum og nota endursk- insmerki. Runólfur varð fyrir smávægileg- um skemmdum er hann var að draga Hrafn út úr ísnum, en ekki voru þær skemmdir alvarlegri en svo að hann hélt strax aftur til veiða er hann hafði komið Hrafni Sveinbjarnarsyni til hafnar. Um miðnættið hélt Hrafn aftur til veiða eftir að kafarar höfðu lokið við að hreinsa úr skrúfu skipsins. Gunnar Kaldakinn: Mikil flóð eru í Skjálfandafljóti KLAKASTÍFLA í Skjálfandafljóti olli því að fljótið flæddi yfir bakka sína á laugardag og að 9 bæjum í Köldukinn. Stífla er enn í fljótinu en flóðið er þó nokkuð í rénun. Talið er að nokkrar skemmdir hafi orðið á ræktuðu landi, sérstaklega þar sem fljótið bar stóra ísjaka á nýrækt. Einnig eru girðingar illa famar. Að sögn Jóns Sigurgeirssonar bónda í Árteigi byijaði flóðið fyrir hádegi á laugardag þá að undan- gengnum miklum hlýindum og vatnsveðri. Flóðið fór hratt upp sléttuna og yfir vegi og var Útk- innarvegur lengi ófær vegna þess að um metersdjúpt vatn var á honum. Enn flæddi yfir veginn í gær þótt hann væri orðinn fær. Jón sagði að flóðið hefði borið með sér ísjaka, allt að 80 senti- metra þykka, og skilið þá eftir á ræktuðu landi. Hann sagði að jak- amir væru margir of stórir til að ýta þeim burtu. Þá komst vatn í flugskýli við Árteig. Flugvél í skýl- inu er talin óskemmd en vatn komst í tvo stóra rafala sem þar eru geymdir. - seg*ir Þór Jakobsson veðurfraðingnr MIKILL hafls er úti fyrir vestanverðu Norðurlandi og spáð er suðlægum og suðvestlægum áttum á svæðinu sem leiða til þess að hafísröndin færist enn austur á bóginn og hamlar loðnuleit. Ólíklegt er talið að siglingaleiðir lokist. Þór Jakobsson veðurfræð- ingur segir að útlitið sé ískyggilegt svo snemma vetrar því að öllu jöfiiu berist hafís ekki svo nærri landi fyrr en upp úr áramótum. Þór sagði að búist væri við suð- lægum og suðvestlægum áttum fram eftir vikunni. í þeirri átt rek- ur ísinn austur en í ískönnunar- Tvær konur fyrir bílum í Reykjavík flugi flugvélar Landhelgisgæsl- unnar, TF-SYNJAR, í gær kom í ljós að austurjaðar hafíssins er 14 sjómílur austur af Kolbeinsey. Þá liggur jaðarinn 39 sjómílur norð- norðvestur af Skagatá, 21 sjómílu norðaustur af Homi og 19 sjómíl- ur norður af Kögri. Þór sagði að einhveijar líkur væm á því að átt- in snerist í suðaustur á morgun. Þór sagði að hafsvæðið sem flogið var yfir hefði að - hlutum verið þakið ís, eða með öðrum orð- um um helmingur hafsvæðisins. Hann sagði að veðurútlit væri fremyp hagstætt með tilliti til sigl- ingaleiða en þó gætu siglingar við Vestfiarðakjálkann orðið varas- amar. Hafís fyrir Norðurlandi: Iskyggilegt miðað við árstíma Klakastíflan í fljótinu er um kílómeters löng, að sögn Jóns. Vonast er til að hlýindin haldist næstu daga og stíflan renni úr þar sem varla er talið gerlegt að sprengja hana úr. Jón sagði að leita yrði til ársins 1948 til að finna sambærileg flóð í Skjálfandafljóti. GJAFAHLUTIR SPEGILGUÁANDISFÁLI Sérverslun meö listræna húsmuni Borgartúni 29 Sími 20640 Lálrabjarg Á kortinu sést að austurjaðar hafíssins er skammt austur af Kolbeins- ey og talið er að loðna haldi sig undir hafísbreiðunni sem stefnir í austur og torveldar enn loðnuleit. Stolið úr SAS-vél ÁFENGI og tóbaki var stolið úr SAS-flugvél á Keflavíkur- flugvelli aðfaranótt síðastlið- ins laugardags. Innsigli á bör- um voru rofin, en engar skemmdir voru unnar á flug- vélinni. Lögreglustjórinn á Keflavík- urflugvelli hefur þetta mál til meðferðar, og að sögn Jóhannes- ar Georgssonar, forstjóra SAS á íslandi, er nú beðið eftir við- brögðum yfirvalda. „Gagnvart okkur er það ekki aðal málið að stolið var úr vélinni, heldur það að einhveijum hafi yfirhöfuð verið mögulegt að komast um borð í vélina. Það vekur því mið- ur ýmsar spurningar, og skýtur nokkuð skökku við að þetta geti gerst á alþjóðaflugvelli." Fundur um kjaramál FORS V ARSMENN Alþýðu- sambands íslands og vihnu- veitenda hittust í húsnæði ASÍ við Grensásveg í gær og fun- duðu um nýja kjarasamninga, en kjarasamningar ASÍ ganga úr gildi um áramótin. A fundinum var hagfræðing- um samtakanna falið að und- irbúa ákveðnar upplýsingar fyrir næsta fund aðila, sem ákveðinn hefur verið á miðvikudag. ■ NORRÆNA félagið í Hafnar- firði heldur aðventukvöld í Hafiiar- borg við Strandgötu í kvöld kl. 20.30. Þar verður skýrt frá norrænu vinabæjarmóti sem haldið var í Hámeenlinna í Finnlandi í maí síðastliðnum, og finnska ópeníd. söngkonan Riikka Hakola syngur ljóð og aríur við undirieik píanóleik- arans Gustavs Djupsjöbacka. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Stálsmiðjan bauð í smíði mælingabáts í FRÉTT í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag um til- boð í smíði mælingabát fyrir Landhelgisgæsluna láðist að geta þess að Stálsmiðjan hf. í Reykjavík var eitt þeirra fyrirtækja sem lagði fram til- boð í smíði bátsins. Alls bárust níu tilboð í verkið frá eftirtöldum fyrirtækjum: Þorgeir og Ellert hf., Skipa- smíðastöð Njarðvíkur, Skipa- smiðjan Hörður hf., Skipavík hf., Vélsmiðja Seyðisíjarðar, Skipasmíðastöð Marsellíusar hf. og Trefjaplast sem buðu sam- eiginlega í verkið, Skipasmíða- stöð Marsellíusar, Slippstöðin Akureyri og Stálsmiðjan hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.