Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 44
ÍS»-------- St|örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur ' Guðmundsson Steingeitin Steingeitin (22. desember — 20. janúar) er alvörugefnari en flest önnur merki. Strax í bemsku er áberandi að hún er fullorðinslegri en aldur hennar gefur til kynna. Ann- að fólk hefur tilhneigingu til að taka þetta sem gefið og biður hana því oft um að taka á sig ábyrgð og skylduverk umfram það sem ætlast er til af öðmm. Þetta getur haft tvenns konar áhrif á Stein- geitina. Annars vegar líkar henni vel að aðrir taka hana alvarlega og hefur ánægju af því að takast á við ábyrgð. Á hinn bóginn fylgir þessu ákveðin binding, sem hún sér að aðrir þurfa ekki að takast á við. Hún getur því fundið til öfundar yfir því að aðrir eiga til að sleppa auðveldar í gegnum iífið en hún sjálf. Þetta leiðir til þess að Stein- geitin aðhyllist þá heimspeki að allir eiga að vinna fyrir sér, og finnur til andúðar gegn þeim sem fá hlutina of auðveldlega upp í hendumar. Skopskyn GRETTIR fe3 FALPl &ANANA ", R3ÓMA&UÐ- INSlNM M\ þAfZNA! BRENDA STARR Steingeitin hefur oft sérstakt og óvenjulegt skopskyn. Hún notar það oft til að létta á alvöru sinni, til að losa um stífni sína og sjálfsmeðvitund og til að draga athyglina frá sjálfri sér, enda er hún feimin í eðli sínu. Davíð borgarstjóri er Steingeít og jafnframt frægur fyrir háðskar athuga- semdir og hinn víðkunni skemmtikraftur Laddi er margföld Steingeit. Báðir hafa sterkt skopskyn, en em jafnframt duglegir, taka starf sitt alvarlega og koma mörgu í verk, sem er aðalsmerki Steingeitarinnar. Hógvœrð LJOSKA Það ef Steingeítinni mikil- vægt að vera eitthvað og ná áþreifanlegum árangri. Hún þarf að geta sagt: „Sjáðu, þetta gerði ég. Ég fram- kvæmdi." Hún er metnaðar- gjöm í hveiju því sem hún tekur sér fyrir hendur og ég reiðubúín að leggja á sig mikla vinnu til að ná lengra en aðrir. Hún er aftur á móti lítið fyrir að taka á móti lofi fyrir það sem hún hefur ekki gert, því hún vill að árangur sinn sé raunvemlegur. Stein- geitin er hógvær. Hagnýti Steingeítin leggur áherslu á hagnýti og spyr til hvers þessi eða hinn hluturinn sé og hversu gagnlegur hann er. I skóla hefur hún mestan áhuga á námi sem hefur aug- Ijós og hagnýt not. Hún er meðvítuð um hvað er raun- verulegt og hvað ekkí og hef- ur minní áhuga á ímyndunum og tilbúningí en flestir aðrir. Það sem ekki má sjá, snerta á eða nota öllum til góðs hef- ' ur lítið gildí fyrir Steingeitina. Ósérhlífin Hin dæmigerða Steingeit hef- ur lítínn áhuga á persónuleg- um málefnum og sjálfri sér. ^Hún hefur meiri áhuga á vinnu og þjóðfélaginu (k'arl- menn ( merkínu) og fjöl- skyldu, bæjarfélagi og ætt- ingjum (konur í merkinu). Hún er fómfús, ósérhlífin og hjálpsöm, eða stjómsöm og afskíptasöm, eftir því úr hvorri áttinni er litið. Hún er ekkí afskiptalaus, heldur hin trausta manneskja sem lætur síg umhverfi sitt varða. Hún er seíntekín, en er vínur þeírra sem hún á annað borð gefur sig að. í skapi og fram- komu er Steingeitin oft held- ur þurr á manninn, en ráða- góð og vingjamleg, þegar komið er í gegnum varnar- múrana. Héma er grein um mann sem var orðinn leiður á öllu ... veiztu hvað hann ætlar að gera? Hann hefur ákveðið að verja afganginum af lífi sínu til að gera hundinn sinn ánægðan. Útvegaðu mér heimilisfang þessa manns. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Grandsamningar era oftast kapphlaup sagnhafa og vamar- innar um að fría langliti. Hitt er fátíðara að vömin þurfti að nota hvert tækifæri til að skapa sér einn slag á þrjá liti! Suður gefur; AV á hættu. Vestur ♦ 85 ¥ K9832 ♦ 8732 ♦ D7 Norður ♦ KG1094 ¥7 ♦ ÁG5 ♦ ÁK32 Austur ♦ ÁD32 ¥1065 ♦ K94 ♦ G86 Suður ♦ 76 ¥ÁDG4 ♦ D106 ♦ 10954 Vestur Norður Austur Suður — — — Pass Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: tígulátta. Spilið kom upp í Butler- keppni hjá BR sl. miðvikudag. Þrátt fyrir að lykilspilin liggi ekki sagnhafa í hag, þarf hnit- miðaða vöm til að hnekkja samningnum. Austur fær fyrsta slaginn á tígulkóng og skiptir yfir í hjarta- tíu, drottning og kóngur. Vestur getur þá _ staðsett tíguldrottn- ingpi og ÁDG í hjarta á hendi sagnhafa. Makker er því líklegur til að eiga ÁD í spaða. Alltént verður vestur að gefa sér það að'forsendu, því annars er engin leið að bana spilinu. Vörnin hefur fengið tvo slagi á rauðu kóngana og á tvo í vændum á ÁD í spaða. Fimmti slagurinn getur hvergi komið nema á lauf, en vestur verður að hafa snör handtök og skipta strax yfir í laufsjöu! Haukur Ingason fann þessa fallegu vörn á einu borðinu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp á Haust- móti TR í viðureign þeirra Dan Hansson (2.280), sem hafði hvítt og átti leik, og Ásgeirs Þórs Arnasonar. (2.265) 21. Rxe7! - Kxe7, 22. Dg5+ - Ke6 (22. - Ke8 veitti meira viðn- ám þótt allt bendi til að hvíta sókn- in gangi upp. Framhaldið eftir 23. Rd5+ - Kf7, 24. Dxg6+ - Kf8 gæti orðið 25. Hg5!? - fxg5 (25. - Be8 má svara með 26. Hxh5!), 26. Ðxd6+ - Kg8, 27. hxg5! og svartur á ekki viðunandi vörn við hótuninni 28. Dg6+) 23. Rd5 - Hde8, 24. f4 - Hhg8? (Afleikur í vonlausri stöðu.) 25. f5+ - gxf5, 26. Dxf5 mát. Úrslit í efsta flokki á Haustmótinu urðu: 1.-2. Björg- vin Jónsson (42,5 S-B-stig) og Sigurður Daði Sigfússon (42,0 S-B-stig) 8 v. af 11 mögulegum, 3.-4. Halldór G. Einarsson og Jó- hannes Ágústsson 6 v. 5. Askell Öm Kárason 6 v. 6. Ásgeir Þ. Ámason 5 v. 7-8. Snorri G. Berg,sson og Dan Hansson 5 v. 9. Jón G. Viðarsson 4 v. 10. Hrafn Loftsson 4 v. 11-12. Bragi Hail- dórsson og Lárus G. Jóhannesson 3 v. Sigurður Daði hlýtur sæmd- arheitið „Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 1989“, án þess að þurfa að tefla einvígi, því Björg- vin Jónsson er félagi í Skákfélagi Keflavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.