Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBEfi 1989
■ STOKK-
HÓLMUR.
Borgardómur í
Uppsala kvað
upp þann úr-
skurð í gær að
vísbendingar
sem bendluðu
Palestínu-
manninn Mo-
hamed Abu Talb við sprenginguna
sem grandaði breiðþotu Pan Am-
flugfélagsins yfir Lockerbie í
Skotlandi fyrir ári væru nógu mikl-
ar til þess að hefja formlega rann-
sókn á meintri aðild hans að
ódæðinu. Þotan splundraðist á
flugi og týndu allir sem um borð
voru, 270 menn, lífi. Talb er í haldi
í Svíþjóð.
■ BELGRAÐ. Samkvæmt upp-
lýsingum hagstofu Júgóslavíu
hækkaði verðlag þar í landi að jafn-
aði um 42,4% í nóvember-mánuði
og 45,6% í október. Einnig að
verðbólgan sé um 2.000 prósent
því hækkanir á nauðsynjum frá
nóvember 1988 nemi nálægt
1.975,7%.
■ MOSKVA. Petar Mladenov,
hinn nýi leiðtogi Búlgaríu, sagði í
viðtali sem birt var í gær að alræð-
isvald kommúnistaflokksins yrði
ekki afnumið. „Hann er hið eina
afl sem tryggt getur stöðugleika
og framfarir," sagði hann í viðtal-
inu, sem birtist í Prövdu málgagni
sovéska kommúnistaflokksins.
■ PITTSBURGH. Á sunnudag
var hjarta, lifúr og nýra grætt í
26 ára konu á sjúkrahúsi Pres-
byterian-háskólans í Pittsburg í
Pensylvaníu og er talið að þetta sé
í fyrsta sem þrjú Iíffæri séu grædd
í sama sjúklinginn. Tók aðgerðin
21 klukkustund og var líðan sjúkl-
ingsins góð í gær.
■ STOKKHÓLMUR. SÆNSKI
hreindýraveiðimaðurinn Per Blind
fannst í gærmorgun eftir að hafa
verið týndur í fimm daga á fjöll-
um. Hann fór til veiða við ljorða
mann á Kvikkjokkfjalli en varð
viðskila við félaga sína er þeir
hrepptu fárviðri og blindbyl. í
svartabyl ók hann vélsleða sínum
fram af klettum og tvíbrotnaði á
fótum. Gat hann gert vart við sig
gegnum talstöð sem hann hafði
meðferðis en fárviðri hamlaði leit í
marga daga. Var hann kalinn og
illa á sig komin er hann fannst og
er talinn í lífshættu. Gat hann þó
veifað til flugmanna björgunarþyrlu
sem komu auga á yfirgefinn vél-
sleða og athuguðu þá leitarsvæðið
nánar. Kraftaverk þykir að hann
skuli hafa fundist á lífi.
■ STOKKHÓLMI. Um 40.000
kennarar sem eru í samtökum
háskólamanna, SACO, verða í
verkfalli frá næstkomandi mánu-
degi hafí samningar ekki tekist
fyrir þann tíma. Nær helmingur
kennara í SACO hefur verið í verk-
falli undanfarnar vikur og hefur
það truflað skólahald. Allsheijar-
verkfall kennara hefur í för með
sér að 700.000 nemendur geta ekki
lokið jólaprófum: Bitnar það fyrst
og fremst á nemendum níunda
bekkjar sem vonast höfðu til að
hefja menntaskólanám eftir ára-
mót. Háskólamenntaðir kennarar
kreijast þess að nám þeirra og
starfsreynsla ráði launum en þeir
verði ekki settir á bekk með kennur-
um úr kennaraskólum sem hafa að
jafnaði 5-6 ára minni menntun að
baki.
■ MURCIA og LA CORUNA.
Dómstólar í Murcia- héraði á Suð-
ur-Spáni og Pontevedra 5 norðvest-
urhluta landsins, hafa úrskurðað
að kosið verði á ný í héruðunum
vegna óvissu sem upp er komin um
úthlutun þingsæta eftir þingkosn-
ingarnar í síðasta mánuði. Hreinn
meirihluti Sósíalistaflokksins á
þingi veltur á einu sæti sem flokkur-
inn var sagður hafa unnið í Murcia.
í fyrstu var talið að sósíalistar
hefðu unnið þingsætið umdeilda en
eftir að atkvæði höfðu verið talin á
ný þótti sýnt að kommúnistar hefðu
borið sigur úr býtum. í Pontevedra
reis upp ágreiningur vegna utan-
kjörstaðaatkvæða og var ákveðið
að endurtaka kosningar þar. Kosið
verður á ný á báðum stöðum.
Leiðtogakjör breska íhaldsflokksins:
Thatcher á vísan
yfirburðasigur
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
TALIÐ er nær fiillvíst að Margaret Thatcher, forsætisráðheiTa
Breta, vinni yfirburðasigur á Sir Anthony Meyer í leiðtogakjöri
breska íhaldsflokksins í dag.
Sir George Younger, fyrrum land-
varnaráðherra, sem verið hefur
kosningastjóri forsætisráðherrans,
sagði um helgina að unnið hefði
verið að því að vinna efasemdamenn-
ina í þingliði íhaldsflokksins á band
Thatcher.
Younger gagnrýndi framboð Sir
Anthonys Meyers og sagði Meyer
hafa metið ástandið í flokknum
rangt, og einnig í landinu. Það væri
alls ekki almennur vilji fyrir að
Thatcher hyrfi úr embætti. Þetta
væru dæmigerðar áhyggjur þing-
manna á miðju kjörtímabili og vel
þekkt fyrirbæri.
í skoðanakönnun sem birtist í
The Sunday Times síðastliðinn
sunnudag kom fram að nær tveir
þriðju kjósenda væru óánægðir með
Sameining
Norður- og
Suður-Jemens
Aden. Reuter.
frammistöðu Thatcher og einn þriðji
af kjósendum íhaldsflokksins væri
óánægður með hana. Þetta er svipað
og árið 1986, árið fyrir síðustu
kosningar.
Almennt er talið að af ríflega
370 þingmönnum íhaldsflokksins
séu um 20 staðráðnir í að greiða
atkvæði gegn Thatcher. Talið er að
um 300 muni styðja hana og um
50 séu beggja blands.
Fari stuðningur við Thatcher
mikið niður fyrir 300 þingmenn er
það talið áfall fyrir hana.
Reuter
Filippeyskir uppreisnarmenn búa sig undir bardaga við stjórnar-
hermenn á sunnudag, þremur dögum eftir að uppreisnartilraun
þeirra hófst.
Uppreisnartilraunin á Filippseyjum:
Vilja vopnahlé vegna
innlyksa ferðamanna
Manila. Reuter.
UPPREISNARMENN á Filippseyjum skutu í gær úr flugskeytabyss-
um og vörpuðu sprengjum af þökum háhýsa í skrifstofúhverfi í
höfúðborg landsins, Manila. Hundruð erlendra ferða- og kaupsýslu-
manna urðu innlyksa í hótelum á átakasvæðunum og rlkisstjórnin
hvatti uppreisnarmennina til þess að fallast á vopnahlé til að hægt
yrði að flylja útlendingana á brott.
Perestrojkan hefúr nú náð til
suðurodda Arabíuskaga því
ákveðið hefiir verið að sameina
Norður- og Suður-Jemen.
Viðræður um sameiningu Suður-
Jemens, þar sem marxismi hefur
verið við lýði, og Norður-Jemens,
sem hallast að vestrænum stjómar-
háttum, hafa staðið í 18 ár. Ekki
er lengra síðan en einn mánuður að
ferðafrelsi var innleitt í Suður-Jemen
en ríkið er sárafátækt og lokað og
hefur verið líkt við Albaníu. Gerð
hafa verið drög að stjórnarskrá
fyrir sameinað Jemen, sem kveður
meðal annars á um fjölflokkakerfi,
og verða þau nú lögð fyrir þing
landanna.
Rúmlega hundrað manns hafa
fallið og 500 særst frá því uppreisn-
artilraunin hófst á fimmtudags-
kvöld. Hermönnum hollum Corazon
Aquino, forseta landsins, tókst á
föstudag að hrekja uppreisnar-
mennina frá þremur herbúðum og
tveimur sjónvarpsstöðvum, sem þeir
höfðu náð á sitt vald. Um 400 vel-
vopnaðir uppreisnarmenn náðu
síðan 15 byggingum í Makati-skrif-
stofuhverfinu og héldu áfram árás-
um á stjórnarhermenn af þökunum.
Fidel Ramos varnarmálaráðherra
ítrekaði þó í gær að uppreisnartil-
raunin hefði verið kveðin niður.
Hundruð erlendra ferða- og
kaupsýslumanna voru í fjórum lúx-
ushótelum í hverfinu og komust
ekki út vegna bardaganna. Banda-
ríkjamaður særðist er hann varð
fyrir skoti í hóteli sínu. Uppreisnar-
mennirnir skutu á alla sem nálguð-
ust þá. Tvær öflugar sprengingar
urðu í öðrum hverfum borgarinnar
og óttast var að bardagamir myndu
breiðast út.
Rafael Alunan aðstoðarferða-
málaráðherra hvatti uppreisnar-
mennina til þess að leggja niður
vopn um stundarsakir til að hægt
yrði að flytja hótelgestina í Makati
á brott. „Við skulum ekki skapa
spennu á meðal erlendra gesta
okkar, sem tengjast á engan hátt
baráttu ykkar,“ sagði hann í út-
varpsávarpi,
Austur-Þýskaland:
Kommúnistaflokkur í upplausn
vegna gífurlegrar spillingar
Reuter
Um 5.000 félagar í austur-þýska kommúnistaflokknum komu saman
til fúndar sl. laugardag til að krefjast afsagnar allrar flokksforystunn-
ar. Egon Krenz, sem sagði síðar af sér sem flokksleiðtogi ásamt
allri miðstjórninni og stjórnmálaráðinu, reyndi að ávarpa fúndinn
en var púaður niður.
Austur-Berlín. Reuter.
TVEIR fyrrum félagar í stjórn-
málaráði austur-þýska kommún-
istaflokksins voru handteknir um
helgina og ýmsir fyrrverandi
ráðamenn reknir úr flokknum,
þar á meðal Erich Honecker,
fyrrverandi flokksleiðtogi. Þá
hefúr háttsettur embættismaður,
sem fór með utanríkisviðskipta-
mál í tíð fyrri stjórnar, flúið land
til að komast hjá handtöku en i
íjós hefúr komið, að ríkisfyrir-
tæki, sem undir hann var sett,
hefiir stundað ólöglega vopna-
sölu i stórum stíl. Daglega berast
nýjar fregnir um spillingu meðal
fyrrum ráðamanna í Austur-
Þýskalandi og á þingi hafa þeir
verið sakaðir um að hafa sólund-
að þjóðarauðnum í eigin þágu
og flutt gífúrlegar flárhæðir á
leynireikninga erlendis.
Austur-þýska fréttastofan ADN
skýrði frá því á sunnudag, að
Gunter Mittag, fyrrum efnahags-
málaráðherra, Harry Tisch, fyrrum
formaður alþýðusambandsins, og
að auki Gerhard Muller, fyrrum
flokksformaður í Erfurt, hefðu
verið handteknir fyrir að misnota
stöðu sína og skaða efnahag lands-
ins og ríkisútvarpið hafði það eftir
Gunter Schabowski, talsmanni
kommúnistaflokksins, að Erich
Honecker, fyrrum leiðtogi, Erich
Mielke, fyrrum yfirmaður öryggis-
lögreglunnar, Horst Sindermann,
fyrrum forseti þingsins, og Willi
Stoph, fyrrum forsætisráðherra,
hefðu verið reknir úr flokknum.
Síðastliðinn laugardag kom til
mikilla mótmæla í Austur-Berlín en
þá hafði komið í ljós, að ekki var
allt sem sýndist með eitt ríkisfyrir-
tækið. Starfsemin reyndist ein-
göngu vera ólögleg vopnasala til
ýmissa landa og svo var ósvífnin
mikil, að vopn, skotfæri og sprengj-
ur voru geymd í vöruhúsum í
bænum Kavelstorf í næsta nágrenni
við íbúðarhús.
Yfirmaður fyrirtækisins, Alex-
ander Schalck-Golodkowski, sem
fyrir aðeins mánuði þótti líklegur
eftirmaður Gunters Mittags sem
efnahagsmálaráðherra, hefur nú
flúið land til að komast hjá hand-
Alexander Schalk-Golodkowski
töku en ekki er vitað hvar hann er
staddur. Rétt fyrir helgi hringdi
hann til Wolfgangs Vogels, eins
helsta lögfræðings austur-þýskra
stjómvalda, og bað hann ásjár en
vildi ekki segja hvaðan hann
hringdi.
Þegar fréttist af flótta Schalcks
lýsti Hans Modrow forsætisráð-
herra honum sem landráðamanni
og félagsmenn í Nýjum vettvangi,