Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGlÍR !5!. DESEMBER 1989
2S
Tólf bíða bana
í sprengingu
í Belgíu
Brussel. Reuter.
TÓLF manns biðu bana og þrír
slösuðust alvarlega í skotæfinga-
húsi í Brussel á sunnudag er
sprenging varð í skotfærageymslu
í kjallara hússins. Ekki var vitað í
gær hvað olli sprengingunni en
fréttastofan Belga skýrði frá því að
byssukúla gæti hafa endurkastast
úr æfingasalnum í skotfæra-
geymsluna. Um fjörutíu manns
voru í húsinu þegar sprengingin
varð. Ættingjar þeirra sem biðu
bana söfnuðust saman fyrir framan
húsið og á myndinni hughreysta
tveir Belgar stúlku, sem misst
hafði föður sinn í sprengingunni.
48. leikvika - 2.desember 1989
Vinningsröðin: 112-211-X2X-11X
HVER VANN ?
4.629.319- kr.
7 voru meö 12 rétta - og fær hver: 530.521 - kr. á röð
11 voru með 11 rétta - og fær hver: 4.200- kr. á röð
Lukkulínan 991002
- með allar nánari upplýsingar.
Mesta banka-
rán Noregs
Ósló. Frá Kunc Timberlid, fréttaritara
Morgunblaðsins.
ÞRIR vopnaðir og grímuklæddir
menn rændu í gær sex milljónum
norskra króna, jafnvirði 60 millj-
óna ísl. kr., úr peningaflutn-
ingabíl stærsta banka landsins,
Kreditkassen. Er það mesta
bankarán í sögu Noregs.
Ræningjamir óku stolnum
vörubíl á bankabílinn, sem var
sérstaklega útbúinn til peninga-
flutninga og því mjög rammgerð-
ur. Ökumenn bankabílsins slösuð-
ust illa og gátu enga mótspyrnu
veitt.
Ræningjarnir fóru frá ráns-
staðnum á Volvo-bifreið en hún
fannst stuttu seinna skammt frá
ránsstaðnum og stóð þá í ljósum
logum. Þaðan fóru þeir á Ford-
sendibíl en hann yfirgáfu þeir einn-
ig, kveiktu í honum og enn öðrum
flóttabíl. Ekki er vitað um ferðir
þeirra eftir það.
Kreditkassen hét í gær 200 þús-
undum króna, um tveimur milljón-
um ísl. kr. , fyrir upplýsingar er
leitt gætu til handtöku ræningj-
anna.
stærstu samtökum stjórnarand-
stæðinga í Austur-Þýskalandi,
höfðu að því frumkvæði, að lögregl-
an girti af heimili hans og skrifstof->
ur í utanríkisviðskiptaráðuneytinu
til að ekki yrði unnt að koma undan
skjölum og öðrum gögnum. Þá
skoraði Nýr vettvangur á Modrow
að sjá til, að aðrir embættismenn
kæmust ekki burt yfir galopin land-
amærin.
í umræðum á austur-þýska þing-
inu á föstudag var því haldið fram,
að ýmsir austur-þýskir embættis-
menn hefðu flutt gífurlegt fé, allt
að 100 milljarða austur-þýskra
marka (56 milljarða dollara), á
leynireikninga í Sviss og einnig
gull og platín. Gerhard Beil utanrík-
isviðskiptaráðherra kvaðst þá ekki
vita hvað hæft væri í ásökununum
en á vegum þingsins fer nú fram
ítarleg rannsókn á spillingunni í
stjórnartíð Honeckers.
Upplýsingar um spillinguna, sem
þrifist hefur meðal ráðamanna í
Austur-Þýskalandi, hefur valdið
því, að kommúnistaflokkurinn er í
upplausn. Á síðustu vikum hafa
rúmlega 200.000 manns sagt sig
úr flokknum og þeim fjölgar dag
frá degi eftir því sem meira fréttist
af óhófslifnaði alþýðuforingjanna.
„Hvenær verður flórinn fullmokað-
ur?“ spurði Austur-Berlínarblaðið
Berliner Zeitung í gær en það lýsir
best hug almennings til ráðamanna,
að háskólamenn hafa nú skipulagt
opinbert hlaup eða trimm um
Wandlitz-hverfið þar sem „hin nýja
stétt“ bjó út af fyrir sig á bak við
háa múra í 30 ár. Sagði í frétt
ADN-fréttastofunnar, að hlaupið
um „Volvograd“ eins og hverfið
var oft kallað vegna allra Volvo-
bílanna, sem þar var að finna, væri
til að fólk gæti séð með eigin augum
lúxusinn og óhófið og til að minn-
ast þeirra, sem hefðu þjáðst undir
einræðisstjórninni.
Komdu og njóttu
litlu jólanna
á Holiday Inn
List og lostœti allan desember
Allan desember eru sannkölluð litlu jól á Holiday Inn. Gimilegt kaffihlaðborð
og jólahlaðborð með lostœti fyrir bragðlaukana. Einnig Desembergallerí
íslenskra listamanna, glaðningur fyrir augað. Fallegar jólaskreytingar, stórt
jólatré og starfsfólkið í jólaskapi.
DesembergaUerí
Opið allan daginn
Ellefu þekktir listamenn sýna
og selja grafík og teikningar í
anddyri Holiday Inn.
Þetta er engin venjuleg
myndlistarsýning, því ef þér líst
á eitthvert verkanna, þá færðu
það strax í hendur. Engin bið
eftir að sýningu ljúki.
Listamennimir
Aðalheiður Valgeirsdóttir,
Björg Þorsteinsdóttir,
Guðbjörg Ringsted,
Ingibergur Magnússon,
Jóhanna Bogadóttir,
Jón Reykdal,
Lísa Guðjónsdóttir,
Ríkharður Valtingojer,
Sigrún Eldjárn,
Tryggvi Árnason og
Valgerður Hauksdóttir.
Jólahlaðborð
Holiday Inn
Hádegi og kvöld
Lostæti fyrir bragðlaukana.
Gamlar og góðar uppskriftir af
jólaréttum frá ýmsum löndum.
Þar á meðal má nefna danska
rifjasteik, sænska síldarrétti,
gljáð grísalæri, danska
eplaköku, heitt og kalt
hangikjöt, franskar jólakökur,
laufabrauð o.fl. Kr. 1.560
fyrir manninn.
KafShlaðborð
Holiday Inn
Eftirmiðdaga og síðkvöld
Rjúkandi heitt kaffi, súkkulaði
meða rjóma og meðlæti sem
rifjar upp gamlar og góðar
jólaminningar. Sérstaklega ber
að nefna hið gamalkunna
,Jomfru með slör“ og heitar
eplaskífur. Matreiðslumaður
bakar vöfflur í salnum.
Litlu jólin á Holiday Inn
Frá 1. til 23- desember
Verið hjartanlega
velkomin.
Sigtúni 38, sími 689000