Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 53 NÝ RÖDD Tískuklædd fegurðardís flyt- ur þjóðinni skuggatíðindin Hræringarnar í Austur Evrópu hafa vart farið fram hjá nokkr- um manni. Heilt stjórn- og hag- kerfi hefur hrunið eins og spilaborg í hveiju landinu af öðru og reynt er að kljást við vandamálin með lýðræðislegri stjórnarháttum. Með- al forystulandanna er Pólland og talsmaður hinnar nýju ríkisstjórnar í Póllandi er kannski talandi tákn um þær breytingar sem orðið hafa og í vændum eru. Yfirleitt hafa embættismenn í slíkum stöðum ver- ið samanbitnir eldri kerfiskarlar sem aldrei sýna svipbrigði. En Malgorzata Niezabitowska er hið gagnstæða, glæsileg og síbrosandi. Hún er fertug, fyrrum blaðamaður og fyrirsæta, en slík er breytingin á andliti stjórnvalda í hinu rótgróna kommúnistaríki að skiptar skoðanir eru um ágæti hennar sem tals- manns stjómvalda. Malgorzata er kjarnorkukona. A meðan hún lauk laga- og fjölmiðlan- ámi við Háskólann í Varsjá, starf- aði hún sem fyrirsæta og lét að sér kveða í næturlífi höfuðborgarinnar. Eftir námið bætti hún blaða- mennsku við fyrirsætustörfin, en þreyttist á ritskoðunarstefnu stjóm- valda og hætti starfinu. Betur gekk henni að rita sjónvarpshandrit og dægurlagatexta. En eftir að hin fijálsu samtök verkalýðsfélaga í Póllandi, Samstaða, létu að sér kveða fyrst snemma á níunda ára- tugnum, tvíefldist hún ásamt eigin- manni sínum, ljósmyndaranum Tomasz Tomaszewski. Tóku þau bæði virkan þátt í starfmu og fyrir miklum vonbrigðum er stjórnvöld bönnuðu starfsemi Samstöðu og skelltu herlögum á þjóðina árið 1981. Malgorzata hafði fengið smjörþefin af frelsi er hun dvaldi eitt ár í Bandaríkjunum á styrk til fjölmiðlunarnámskeiða. „Það var átakanlegt að fá á þjóðina herlög þegar frelsi virtist vera í sjónmáli. En við töpuðum ekki áttum og nú er stund fijáls Póllands runnin upp,“ segir Malgorzata. Á ríkisstjórnarfundi ásamt forsætisráðherranum Mazowiecki. Hún kynntist helstu leiðtogum Samstöðu en varð engu að síður undrandi er nýskipaður forsætis- ráðherra, Mazowiecki, bauð henni talsmannsstarfið. „Ég var heima að horfa á Miami Vice í sjónvarpinu er. síminn hringdi. Ég svaraði um- leitan forsætisráðherrans hiklaust játandi. Ég get ekki látið mitt eftir liggja eftir allt sem á undan er gengið,“ segir talsmaðurinn. En eins og áður var getið, þá enj ekki allir á eitt sáttir um ágæti hins nýja talsmanns. Algengt við- kvæði er þetta: „Það gengur ekki að láta tískuklædda fegurðardís segja brosandi frá erfiðri stöðu þjóðarinnar. Útlit hennar og sam- svarar ekki boðskapnum sem hún flytur þjóðinni. Það er ekki trúverð- ugt. Malgorzata á hér rólega stund heima fyrir. FLÍSAR Nýkomið mikið úrval af flísum Óýrarveggflísar Opið iaugardag kl. 10-13 Kársnesbraut 106. Sími 46044 Smekkleysa kynnir: SYKURMOLARNIR - ILLUR ARFUR Önnur breiðskífa Sykurmolanna í íslenskri útgáfu sem er aðeins fáanieg hérlendis. Illur Arfur inniheldur m.a. hina rómuðu Plánetu sem er nýjasta smáskífa hljóm- sveitarinnar... JónGnan Midnætursólborgin JÓN GNARR - MlflNJETURSÓLOORGIN Bókin sem táningurinn bið- ur um. „Er það Smekkleysu- bók?“, spyr sá sem vit hefur á bókum og bókmenntum. BLESS - MELTING „Algjör þögn er þest. En góður hávaði er góður líka. É É É.“ Bless. Fyrsta plata einnar mögnuðustu rokksveitar landans lítur dagsins Ijós á morgun. Melting er öllum nauðsynleg. Smekkleysa minnir landsmenn til sjávar og sveita á tvo aðra möguleika í hörðu pakkana: a)W.C. Monster með „speed rnetal" goðunum í Bootlegs, b) Hryllingsóperu drengjakórsins Ham sem nefnist Buffalo Virgin og inniheldur m.a. skandinavíska snilldarverkið Voulez Vous... Dreifing: Steinar HAUSTHAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFELAGSINS STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR VOPN VINNINGAR: SAMEIGINLEGUR VINNINGUR: 3 Subaru Legacy • Öflugri krabbameinsvarnir! Station 4WD. 4 Hálf milljón upp í bifreið að eigin vali. 33 Ferð með Samvinnuferðum-Landsýn eða vörur frá Japis eða Húsasmiðjunni fyrir 100 þús. kr. 60 Vörur frá Heimilistækjum eða IKEA eða Útilífi fyrir 50 þús. kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.