Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989
25
Verkeínisslj órn Málræktar lýkur störfiim;
Ætlumst til að mál-
ræktin haldi áfram
- segir menntamálaráðherra
„ÞAÐ hefur ótrúlega margt gerst í tengslum við málræktarátakið
og ánægjulegt hve margir komu þar við sögu. Þó verkefnisstjórn
Málræktar 1989 hafi nú lokið störfúm ætlumst við til þess að mál-
ræktin iialdi áfram hjá þjóðinni sjálfri,“ sagði Svavar Gestsson,
menntamálaráðherra. Hann boðaði til blaðamannafúndar síðastlið-
inn fostudag í tilefni þess að verkefnisstjórnin hefúr lokið störfúm
og skilað skýrslu um þau til ráðherra.
Ráðherra tilkynnti á fundinum Verkefnisstjóri var Guðmundur B.
að skýrsla verkefnisstjórnarinnar Kristmundsson.
yrði lögð fyrir Alþingi nú í desem-
ber éða strax að loknu jólaleyfi
þingmanna og að hann myndi óska
eftir umræðu á þinginu um stöðu
íslensks máls. í skýrslunni kemur
fram, að störf verkefnisstjórnar-
innar hafi einkum beinst að þrem
þáttum, hvatningum og tilmælum
til málnotenda, fræðslu um mál-
rækt og málræktarstörf og stuðn-
ingi við rannsóknir og fræðistörf.
Kostað hafi verið kapps um að ná
til sem allra flestra og standa fyr-
ir íjölbreytilegum umræðum, sem
meðal annars gætu beint athygli
manna eindregnar en fyrr að sam-
bandi tungu og menningar.
AEG
MONTRES • PARIS
ÚR OG SKARTGRIPIR
Jcn og Cskap
LAUGAVEGI 70 • S. 24930
Verkefnisstjórnin segir í skýrslu
sinni að hún hafi viljað vinna gegn
því að umræður um íslenska mál-
rækt og málnotkun yrðu neikvæð-
ar og í hálfgerðum niðurrifsstíl.
Þess vegna hafi verið lögð áhersla
á hressilegar hvatningar og þá
staðreynd að hver einstaklingur
verður að rækta sinn garð.
í verkefnisstjórn sátu Guðrún
Halldórsdóttir, skólastjóri, Heimir
Pálsson, deildarstjóri, Hrönn Hilm-
arsdóttir, nemi í íslensku og í stjórn
ÆSÍ, Kristín Jóhannesdóttir, kvik-
myndaleikstjóri, Kristján Árnason,
dósent, Margrét Vallý Jóhanns-
dóttir, fóstra, Matthías Johanness-
en, ritstjóri, Olína Þorvarðardóttir,
fréttamaður, Ólöf Þm-valdsdóttir,
auglýsingahönnuður, Sigurður
Konráðsson, málfræðingur,
Steingrímur Þórðarson, mennta-
skólakennari, Þórdís Mósesdóttir,
grunnskólakenhari og Þórunn
Blöndal, menntaskólakennari.
Sala á innlendum
fiskmörkuðum:
Kaffivélar. VerÖ frá kr. 2.935,-
Brauðristar. Verð frá kr. 2.486,-
OORNIIMG
iii
Eldföst mót í settum. Verð frá kr. 1.326,-
Stálpotlar, 10 ára ábyrgð.
Verð frá kr. 1.819,-
Steikarpönnur, 10 ára ábyrgð.
Verðfrá kr. 2.790,-
6.700 tonn
seld fyrir
311 milljón-
ir króna
Á INNLENDU fiskmörkuðunum
voru seld samtals 6.673 tonn fyr-
ir 310,633 milþ'ónir króna, eða
46,55 króna meðalverð í nóvem-
ber síðastliðnum. í sama mánuði
í fyrra voru seld þar samtals
5.241 tonn fyrir 148,658 milþ'ónir
króna, eða 28,36 kr. meðalverð.
Á Fiskmarkaði Suðurnesja,
Faxamarkaði í Reykjavík og fisk-
markaðinum í Hafnarfirði voru
meðal annars seld 1 nóvember
síðastliðnum 1.847 tonn af þorski
fyrir 70,27 króna meðálverð, 1.103
tonn af ýsu fyrir 73,33 kr. meðal-
verð, 1.329 tonn af karfa fyrir
34,73 kr. meðalverð og 502 tonn
af ufsa fyrir 38,14 kr. meðalverð.
í sama mánuði 1988 voru meðal
annars seld þar 1.935 tonn af þorski
fyrir 42,71 kr. meðalverð, 462 tonn
af ýsu fyrir 52,96 kr. meðalverð,
413,211 tonn af karfa fyrir 22,69
kr. meðalverð og 485 tonn af ufsa
fyrir 17,19 kr. meðalverð.
Hnífar, stakir. Verð frá kr. 608,- Hnífasett. Verð frá kr. 2.860,-
HEPPILEGAR GJAFIR HJÁ 0RMSS0N!
• Það er alltaf skemmtilegt að gefa gjafir. Ekki síst ef þær sameina
notagildi og smekkvísi. Það er góður vitnisburður um þann sem gefur.
• (verslun okkar að Lágmúla 9 er úrval af glæsilegri gjafavöru til
heimilisins. Allt skinandi gæðamerki.
• Þar finnurðu áreiðanlega gjöf sem hæfir tilefninu.
Bræðurnir ORMSSON - hagsýni í heimilishaldi!
bræðurnir
(©) ORMSSON HF
Lágmúla 9, sími 38820
YDOA F9.22 SlA