Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 46
46 .................................. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 greina á milli þess annars vegar að vera jákvæður eða alnæmis- greindur og hins vegar þess að vera með alnæmi því á þessu tvennu er mikill munur. Á erlendum tungum er talað um að alnæmisgreindir séu HlV-jákvæðir því menn fá ekki alnæmi nema sjúkdómurinn komist á lokastig og á erlendum málum heitir alnæmisveiran HlV-veiran. Einangrunin rofin „Jákvæði hópurinn" byijaði að „Undirrituð tekur und- ir þessi hvatningarorð og efast ekki um að starfið innan jákvæða hópsins sé jákvætt, því fyrir utan það að vinna saman að sameiginleg- um vandamálum jafiiast ekkert á við góðan fé- Iagsskap.“ Fyrsta Norðurlandaráðstefha alnæmisgreindra: Jákvæður hóp- ur á tímamótum koma saman fyrir rúmu ári að frumkvæði fyrrverandi félagsráð- gjafa þeirra, Áuðar Matthíasdóttur. Síðan hafa þeir hist vikulega, 9 karlmenn á aldrinum 18 til 40 ára, en hópurinn er opinn öllum sem greinst hafa jákvæðir, körlum og konum. Fyrsta hálfa árið nutu þeir handleiðslu geðlæknis og fengu til þess styrk frá Samtökum áhuga- fólks um alnæmisvandann. Þeir hófu starfíð með helgarferð út á land þar sem hópurinn kynntist og gat unnið sleitulaust í sínum málum heila helgi undir handleiðslu geð- læknisins og félagsráðgjafans, sem hefur setið alla fundina og tekið þátt í starfínu að ósk hópsins. „Það er ómetanlegt að geta komið saman og rætt við aðra sem eru í sömu aðstöðu og maður sjálf- ur því það skilur mann enginn betur. Með starfínu í hópnum höfum við rofíð einangrunina sem við bjuggum við þegar við sátum einir og vorum í rauninni ekki meðvitað- ir um að fleiri ættu við sama vanda- málið að stríða. Sumir okkar voru Nokkrir stjórnarmanna í Samtökum áhugafólks um alnæmisvandann. Vilborg Ingólfsdóttir, Auður Matthíasdóttir, Guðni Baldursson og Sonja B. Jónsdóttir. eftir Sonju B. Jónsdóttur Síðastliðið haust sóttu fjórir full- trúar sjálfshjálparhóps alnæmis- greindra íslendinga fyrstu ráð- stefnu jákvæðu hópanna" á Norð- urlöndum, sem haldin var í Stokk- hólmi, og komu aftur með nýjar upplýsingar, nýjar hugmyndir, nýtt tungumál og síðast en ekki síst þá þægilegu tilfínningu að það stendur ekki öllum á sama. „Ég er orðinn leiður á þessu smitaðra tali. í Skandinavíu er talað um að maður sé „pósitívur" og þar kailast sjálfshjálparhópamir „pós- itívu hópamir". Getum við ekki kallað okkur eitthvað annað en smitaða — til dæmis .jákvæða hóp- inn_“?“ Ég hitti ráðstefnufarana fjóra að máli skömmu eftir að þeir komu heim og umræðurnar hófust á smitaðra talinu sem allir eru orðnir leiðir á, enda hefur það fremur leiðinlega merkingu. Fái maður þær upplýsingar að alnæmisveiran hafí greinst við alnæmispróf er niðurstaða prófsins jákvæð og það er eflaust af því sem jákvæðu hóp- arnir í Skandinavíu — „positive gruppene" — draga nafnið. Mér fínnst því óvitlaust að kalla íslenska hópinn Jákvæða hópinn" — og þá ekki hvað síst með tilliti til þess að þetta er jákvæður hópur samkvæmt orðanna hljóðan: hressir og skemmtilegir strákar í uppbyggi- legu starfí. Við þurfum líka að fara að Alnæmi á íslandi - Vandanum ýtum við ekki frá okkur eftir Auði Matthías- dóttur og Guðna Baldursson Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann eru eins árs í dag, 5. desember. Tilgangur þeirra er að styðja smitaða af HIV og sjúka og aðstandendur. þeirra, jafnframt því að veita fræðslu um sjúkdóminn og þann vanda, sem honum fylgir. Alnæmi er „nýr“ sjúkdómur að því leyti að hans tók ekki að gæta á vesturlöndum fyrr en fyrir um áratug eða svo. Útbreiðsla hans hefur verið hröð og menn þekktu í fyrstu lítt til þess hvernig hann smitaðist og vissu ekki hvernig honum yndi fram. En þegar ljóst varð hvers kyns var kallaði það á viðbrögð bæði almennings og yfír- valda. Þekkingu manna á sjúk- dómnum hefur fleygt fram og sem betur fer er orðið öruggt að út- breiðsla hans og áhrif munu aldrei verða eins og lýst var í svörtustu spám frá fyrstu árum umræðunnar. Það byggist annars vegar á því að stórlega ætti að draga úr því að nýir einstaklingar smitist, ef þau ráð verða fundin sem duga til þess að miðla til sérhvers einstaklings þekkingu á því hvemig hann getur gætt þess að hann smitist ekki sjálf- ur og að hann tileinki sér hana og hegði sér samkvæmt því. Hins vegar hafa svo vaknað vonir um að ráð verði fundin til þess að koma í veg fyrir að smit valdi veikindum og að hindra megi þróun sjúkdóms- ins eftir að hann brýst út. En al- næmisvandinn er enn mikill og verður það lengi. Og við verðum öll að sinna honum, því að hann snertir alla landsmenn meira eða minna. Vegna þess hafa í mörgum lönd- um verið stofnuð félög þeirra sem láta sig varða þann vanda sem alnæmi veldur og einkum félagsleg- ar afleiðingar þess. Sérstaða alnæmis Það er öllum áfall að veikjast af alvarlegum sjúkdómi sem getur haft í för með sér langvarandi heils- uleysi og óvíst er hvort hægt er að lækna. Og það er ekki einungis áfali fyrir sjúklinginn sjálfan, held- ur fjöískyldu og ættingja, vini og kunningja. En það er jafnvel enn meira áfall að smitast af alnæmis- veirunni, sem kölluð er HIV, eða að veikjast af alnæmi. Umræða í fjölmiðlum og manna í milli um þennan nýja sjúkdóm var lengi vel mjög fordómafull. Þar kemur ann- ars vegar til hversu hratt hann breiddist út og að menn vissu ekki hvemig hann smitaðist og við hveiju væri að búast varðandi sjúk- dóminn í framtíðinni. I öðru lagi lagðist hann fyrst og fremst á ákveðna þjóðfélagshópa sem eiga það sameiginlegt að hafa mætt andúð í samfélaginu, homma og fíkniefnaneytendur. Þar við bætist svo að hér á landi er umburðar- lyndi gagnvart einstaklingum sem víkja frá meðalhegðan miklu minna en í þeim löndum sem við viljum venjulega bera okkur saman við. Þetta hefur í för með sér að mikil leynd hvílir yfir þessum sjúk- dómi. Þess vegna eiga þeir sem smitaðir eru og sjúkir ekki sömu möguleika og aðrir þjóðfélagsþegn- ar til þess að tala máli sínu opin- berlega og vinna sjálfír að bættum „Við vonumst til þess að sem flestir láti sig varða alnæmisvandann og vilji leggja sitt af mörkum til þess að fást við hann.“ aðbúnaði og skilningi meðborgar- anna. Þetta hefur einnig leitt til þess að einstaklingarnir einangrast frá umhverfí sínu. Samtök um vandann Á útmánuðum 1988 kom saman fólk sem starfaði á einn eða annan hátt í tengslum við HlV-smitaða einstaklinga og alnæmissjúka. Það var einróma álit meðal þess að mikil þörf væri á félagi sem styddi við þá sem teljast til þessa hóps. I apríl kom hingað í heimsókn á vegum Rauða krossins ungur alnæ- missjúklingur, Bandaríkjamaður, að nafni Richard Rector. Hann hafði þá um alllangt skeið ferðast í Bandaríkjunum og í Evrópu til þess að kynna opinberlega málefni alnæmissjúklinga og vekja umhugs- un um alnæmisvandann. Hann hélt fyrirlestur á Hótel Loftleiðum um sjúkdóminn alnæmi og félagsiegar afleiðingar hans. Þarna gafst fund- armönnum tækifæri til þess að skrá sig til þátttöku í að stofna samtök um alnæmisvandann. Stofnfundurinn var svo haldinn þann 5. desember 1988. Það er tilgangur Samtaka áhuga- fólks um ainæmisvandann að styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, jafnframt því að veita fræðslu um sjúkdóminn og þann vanda, sem honum fylgir. I ljósi þessa felst starf félagsins meðal annars í því að skapa að- stöðu til þess að smitaðir og sjúkir og aðstandendur þeirra geti hist, kynnst og rætt hin mörgu vanda- mál stór og smá sem þeir eiga sameiginleg. í félaginu starfar vinnuhópur um félagsmál smitaðra og sjúkra, þar sem meðal annarra er fólk sem miðlað getur af eigin reynslu til annarra sem eins stendur á fyrir. Það má liggja í augum uppi hversu mikilvægt það er að fá tækifæri til að læra af reynslu annarra, því að það eru svo margar spumingar sem vakna og til þessa hefur ekki verið í mörg hús að venda í leit að svörum. Þá starfar annar hópur að fræðslu um eðli og afleiðingar sjúk- dómsins. Þrátt fyrir að heilbrigðis- yfírvöld hafí kostað talsverðu til fræðslu um sjúkdóminn alnæmi og smitleiðir, forvarnir hafí verið efldar og rannsóknir stundaðar, virðist almenningur enn ekki hafa tileinkað sér þá þekkingu sem þarf til þess að forðast smit, og skilningur á sjúkdómnum virðist afar lítill. Fyrir- hugað er að félagið reyni fleiri leið- ir til upplýsingamiðlunar til lands- manna um alnæmisvandann. Nýlega hefur sveitarstjómum í bænum og kauptúnum um allt land borist bréf frá samtökunum um fyrirhugaða fræðslufundi í öllum landshlutum. Smitaðir og alnæmis- sjúkir einstaklingar eiga heima eða hafa átt heima víðs vegar á landinu og eiga ættingja og vini um allt land. Og það hefur verið enn erfíð- ara að búa í smáu samfélagi en stóm þegar fréttist um alnæmi í fjölskyldunni. Þess vegna er það meðal áhugamála félagsins að halda fundi sem víðast á landinu í samráði við bæjar- og sveitarfélög, ein sér eða fleiri saman. Á slíkum fundum ætti að gefast tækifæri til fræðslu og urnræðna sem gæti létt fjölskyldum og nágrönnum að búa við þær aðstæður sem HlV-smit og alnæmi skapa í samskiptum fólks. Félagið hefur þegar fengið góð á barmi taugaáfalls þegar við fómm að koma saman. Sjálfsvirðingin og sjálfstraustið vom í lágmarki, manni fannst maður vera mengað- ur. Við höfum getað unnið sameig- inlega á þessum tilfinningum og rætt okkar sameiginlegu vandamál og áhugamál. Þó að maður hafí ef til vill einhveija aðra til að tala við þá er það ekki eins, því maður hlífir þeim við því sem er mest krefjandi og hvílir þyngst á manni. Mannverur en ekki bara kynverur Starfíð í hópnum hefur líka orðið til þess að við hommamir höfum nú kynnst á öðmm og manneskju- legri gmndvelli en áður. Við höfum byggt upp gagnkvæmt traust, virð- ingu og kærleika okkar á milli. Lífíð hjá hommum snýst oft mikið um kynlíf en með þessu starfí höf- um við getað kynnst sem mannver- ur en ekki bara kynvemr.“ Við víkjum nú talinu að ráðstefn- unni í Stokkhólmi þar sem fulltrúar jákvæðu hópanna á Norðurlöndun- um komu saman og ræddu sín mál, auk þess sem þeim gafst tækifæri til þess að kynna sér aðbúnað jákvæðra og alnæmis- sjúkra í Stokkhólmi: „Þessi ráðstefna var mjög upp- örvandi fyrir okkur, menn vom hressir og kátir og lausir við allt væl. Þarna voru fulltrúar allra hópa alnæmisgreindra: hommar, gagn- kynhneigt fólk, blæðarar og fíkni- efnaneytendur sem hafa farið í meðferð og vinna nú alisgáðir að sínum málum. Ráðstefnan hófst á því að hópar frá hveiju landi kynntu sig og sitt starf, síðan vom fyrirlestrar og umræður í hópum. Meðal umræðuefna í hópunum var lyfjameðferð og kostnaður við það að vera smitaður, lög og reglur, forvamir og fræðsla og loks ást, kynlíf og bameignir. Eigum við að bera alla ábyrgðina ein? Þrír okkar vom í hópnum sem fjallaði um ást, kynlíf og bameignir viðbrögð og vilyrði um fjárstyrki til þessa verkefnis. Þá er starfandi á vegum félags- ins sjálfshjálparhópur smitaðra og sjúkra undir handleiðslu geðlæknis og félagsráðgjafa. Starf hópsins hefur þegar gefið mjög góða raun og ætti að verða hvatning fyrir fleiri til þess að taka þátt í slíku starfí. Félagið er rekið með félagsgjöld- um og fijálsum framlögum. Meðal annars hefur Rauði kross íslands veitt félaginu margvíslega fyrir- greiðslu. Það hefur hins vegar háð starfsemi félagsins að það hefur ekki haft eigið húsnæði til þessa. Mestallt starf innan félagsins er þess eðlis að það þarf að fara fram við aðstæður sem em sem líkastar venjulegu heimili. Auk þess að hýsa venjuleg félagsstörf myndi það rúma hópstarf innan félagsins og þar gæti fólk hist og rætt saman fáir eða margir þegar þeim hentar. Öll þessi starfsemi hefur til þessa farið fram í lánshúsnæði víðs vegar í Reykjavík. Hvatningarorð Við vonumst til þess að sem flest- ir láti sig varða alnæmisvandann og vilji leggja sitt af mörkum til þess að fást við hann. Þess vegna hvetjum við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra til þess að tengjast félaginu og allan almenn- ing til þess að leggja því lið. Sam- band má hafa við félagið með því að senda því bréf í pósthólf 5238 í Reykjavík eða með því að hafa samband við einhvem stjómar- manna. Formaður félagsins er Auður Matthíasdóttir og aðrir í stjóm em Vilborg Ingólfsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, sr. Jón Bjarman, Sonja B. Jónsdóttir, Guðlaugur Einarsson og Guðni Baldursson. Auður Matthíasdóttir cr félagsráðgjafí og tyrrum félagsráðgjafí HlV-smitaðra og alnæmissjúkra. Guðni Baldursson er viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.