Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 19 ifa-stroganoff iiðum hrísgr jón Jólahlaðborð í hádeginu alla virka daga: Macsrétta Reyktur grísabógur m/rauðkáli í Omsteiktur lambabógur m/brúnkáli Lambasmásteik Marengo m/kartöflumús Heimalagaðar kjötbollur m/brúnnisósu . Jjijp D|upsteikt \ rauðsprettuflök m/remólaðisósu eftir EyjólfKonráð Jónsson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins sl. sunnudag er margt vel sagt að vanda, en þó gætir þar alvarlegs misskilnings þegar rætt er um EFTA og samskiptin við Evrópu- bandalagið. Þar er stuttlega vikið að ummælum mínum við upphaf umræðna um þetta málefni á Al- þingi. Hitt er verra að það virðist algjörlega hafa farið framhjá fréttamönnum blaðsins að sl. fimmtudag var á Alþingi lögð fram tillaga, sem leggur grunninn að sjálfsögðum viðræðum Islendinga við Evrópubandalagið um tolla- og viðskiptamál en alls ekki sjávarút- vegsmál. Sýnist bréfritari ekki hafa haft hugmynd um tillöguna og bið ég því blaðið mitt að birta hana nú og og fer hún hér á eftir í heild: „Tillaga til þingsályktunar um samningaviðræður við Evrópu- bandalagið um viðauka við bókun 6 frá 1972. Flm.: Eyjólfur Konráð Jónsson, Kristín Einarsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir. Alþingi ályktar að fela forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra að undirbúa nú þegar í samráði við utanríkismálanefnd beinar samn- ingaviðræður við Evrópubandalagið um viðauka við bókun 6 frá 1972. Greinargerð Fríverslunarsamningur íslands og Evrópubandalagsins var undir- ritaður 22. júlí 1972 og tók gildi 1. apríl 1973, nema bókun nr. 6 um sjávarafurðir sem ekki öðlaðist gildi fyrr en 1. júlí 1976, að aflokn- um fiskveiðideilum. Bókun 6 var íslendingum mjög mikilvæg frá upphafí og er enn þýðingarmikil. En við stækkun Evrópubandalags- ins, einkum eftir inngöngu Spán- veija, Portúgala og Grikkja, fer hins vegar mest allur saltfiskút- flutningur íslendinga til EB-ríkja en saltfiskur fellur ekki undir bókun 6 og nýtur því ekki tollfrelsis innan bandalagsins nema að hluta. Heild- artollgreiðslur til bandalagsríkj- anna eru nú hærri hlutfallslega en þær voru áður en bandalagið stækkaði og fleiri ríki fengu aðild að því. í samskiptum okkar við Evrópu- bandalagið hlýtur að teljast eðlilegt að meginútflutningsvara okkar, fiskur og fiskafurðir, njóti svipaðra viðskiptakjara á mörkuðum banda- lagsins og það nýtur við innflutning iðnaðarvara tii íslands. í þessu sam- bandi þarf að athuga hvort íslend- ingar geti fellt niður tolla á vörur frá Evrópubandalaginu í enn ríkari mæli en orðið er með það að mark- miði að tollfijáls viðskipti verði milli íslands og bandalagsins. Flutningsmenn telja enga ástæðu til að ætla annað en að ráðamenn Evrópubandlagsins muni vera fúsir til að taka tillit til breyttra að- stæðna og því sjálfgefið að hefja beri viðræður við þá um málið nú þegar.“ Bréfritari veit að ég fjallaði um bókun 6 frá 1972 í umræðunum og segir: „Eins og sjá má á þessum ummælum Eyjólfs Konráðs talar hann um tvíhliða viðræður um bók- un 6 og sýnist gera greinarmun á því og viðræðum um sjávarútvegs- mál almennt." Það er einmitt allt sem sýnist í því efni. I mörg ár hef ég eindregið varað við því að taka upp viðræður við Evrópubandalagið „um sjávarútvegsmál", enda höfum við ekkert við bandalagið að ræða um þau og valdamenn þess hafa aldrei krafist umræðna um þau, heldur hafa þeir aðeins óskað eftir „dialog“, rabbi, viðræðum um sam- skipti íslands og bandalagsins al- mennt og undir þá ósk höfum við tekið. „Tvíhliða umræður um sjáv- arútvegsmál" er bannorð og allar umræður um slíkt markleysa. Nú skal ég fyrstur manna játa að ekki hefur fyrr en síðustu vikurn- ar verið að renna upp fyrir mér frekar en öðrum hvernig heppileg- ast er að leggja málin upp í tvíhliða viðræðum. Þetta byijaði að kristall- ast á ágætum fundi Evrópunefndar Alþingis fyrir réttum tveim vikum með samstarfsnefnd atvinnurek- enda í sjávarútvegi. Það á því eng- inn „höfundarrétt" á þingsálykt- unartillögunni. Þótt ekki næðist um hana heildarsamkomulag í hita bar- áttunnar síðustu daga er von mín sú að efni hennar verði rætt öfga- laust þegar öldur lægir, enda er vikið að „tvíhliða viðræðum íslend- inga við Evrópubandalagið“ í bókun á ríkisstjórnarfundi 29. nóvember. Þær viðræður hljóta að verða um viðskipta- og tollamál en alls ekki sjávarútvegsmál, síst af öllu veiði- réttindi. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. „í mörg ár hef ég ein- dregið varað við því að taka upp viðræður við Evrópubandalagið „um sjávarútvegsmál“, enda höfiim við ekkert við bandalagið að ræða um þau og valdamenn þess hafa aldrei krafist um- ræðna um þau.“ --- _________________________ Eyjólfur Konráð Jónsson Jólahlaðborðið Nargrétta er enn ein nýjungin sem við á nýja Aski bjóðum upp á í hádeginu. Þú getur valið úr sex girnilegum réttum eða fengið þér sitt lítið af hverjum fyrir hiægilega lágt verð: - verði þér að góðu! Nýi Askur Suðurlandsbraut 4 Sími: 38550 Aðem§ fcr. 860! En þar með er ekki öli sagan sögð því að innifalið í verðinu er súpa dagsins, tiu legundir af sí Idarrétt uni með soðnum karlöflum og rúgbrauði og salai af salatbarnum. Umræður við Evrópubanda- lagið um viðskipta- og tollamál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.