Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 20
ro
20
H3SM3Saa .3 HUOAaUlXIiíW QI(
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989
„Boomerang“ kratanna
og Qöregg þjóðarinnar
eftir Sólveigu
Pétursdóttur
Sl. fimmtudagskvöld fóru fram
umræður á Alþingi um vantrausts-
tillögu á ríkisstjómina. Sú tillaga
var felld með 36 atkvæðum gegn
25. Þessi niðurstaða kom í sjálfu
sér ekki á óvart þar sem ríkisstjóm-
in hafði tryggt sér þingmeirihluta
með innkomu Borgaraflokksins. Þó
var athyglisvert að sjá þingmenn
úr stjómarliðinu, sem áður höfðu
margoft bæði í ræðu og riti lýst
óánægju sinni með ríkisstjómina,
greiða atkvæði gegn tillögunni eins
og ekkert væri.
í þessu sambandi þykir mér rétt
að minna á orð Skúla Alexanders-
sonar, þingmanns Alþýðubanda-
lagsins, er hann lýsti því yfir við
stjórnarmyndunina fýrir rétt rúmu
ári að hann myndi ekki veija stjóm-
ina vantrausti. Það virðist ótrúlegt
að þingmaðurinn hafi hrifist svo af
frammistöðu þeirra borgaraflokks-
manna eftir inngöngu þeirra í ríkis-
stjórnina, að það réttlæti þessa full-
komnu stefnubreytingu hans. Ekki
síst þegar það er haft í huga að
skrípaleikurinn með Borgaraflokk-
inn í sumar blekkti ekki almenning,
heldur rýrði álit hans vemlega á
stjórnmálamönnum, enda svo aug-
ljós barátta um stóla og völd, þrátt
fyrir dýrar yfirlýsingar.
Steingrími tókst ekki einungis
.0
að þreyta borgaraflokksmenn til
samstarfs rétt eins og laxinn fræga
í sumar, heldur líka fólkið í þessu
landi, sem er orðið svo yfir sig
þreytt á þessari ríkisstjóm, að þess
era engin fordæmi. Það að van-
trauststillaga stjórnarandstöðunnar
hafi ekki náð fram að ganga í þetta
sinn, breytir þar engu um.
„Boomerang" kratanna
I þessari umræðu var þó ein
ræða sérstaklega eftirminnileg,
ekki vegna þess hversu merkileg
hún var heldur fyrir það hvað hún
var ómerkileg. Hér er að sjálfsögðu
átt við ræðu Jóns Baldvins Hanni-
þalssonar sem lýsti því yfir að van-
trauststillaga sjálfstæðismanna
væri líkt og þeir hefðu kastað „boo-
merangi" sem myndi hitta þá sjálfa
fyrir. Hinn Jóninn tók reyndar und-
ir þessi orð.
í stað þess að ræða málefnalega
um þá miklu alþjóðasamninga sem
fyrir dyram standa og skipta lífsaf-
komu okkar íslendinga veralegu
máli, svo ekki sé meira sagt, þá
kaus Jón Baldvin að beina orðum
sínum að Sjálfstæðisflokknum og
forystu hans með eftirminnilegum
hætti. Helst var að skilja á orðum
hans að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
breyst í ábyrgðarlausan upphlaups-
flokk eftir að hafa verið undir
styrkri stjóm þeirra Ólafs Thors og
Bjarna heitins Benediktssonar. Það
&
4W
*r. 40.7SI,- slr
Þráðlaus Ijarstýring
Rafeiodastýrð siálfleitgn
Stórir hátalarar
Mikll myndgæði
Við fengum tukmarkað mugn á þessu frábæra verði.
Verð áður kr. 49.900 - nú kr. 40.750 staðgreitt.
Útirorgun kr. 5.000
Einar Farestveit&Co.hf.
BOHQARTÚN 28, SlHARi (91) 1899S OQ 622900 - NÆO BlLASTAEÐi
er að vísu rétt og satt að Sjálfstæð-
ismenn líta með mikilli virðingu til
fyrram formanna flokksins, enda
hafa þeir allir verið og eru framúr-
skarandi stórnmálamenn, sem
tryggðu fylgi fólksins við sjálfstæð-
isstefnuna. Rósin rauða hefur þar
ekkert um að segja og er raunar
vandséð að það muni verða í náinni
framtíð, svo mjög sem kratar veifa
stríðsöxinni og verma sig í rauðu
ljósi Alþýðubandalagsins. Jón Bald-
vin ætti ekki að kasta steinum úr
glerhúsi, það er t.d. með öllu óljóst
hvort hann sjálfur stæðist saman-
burð við fyrram formenn Alþýðu-
flokksins. Flestir stjómmálamenn
munu þó ekki telja það samboðið
virðingu sinni og fremur bamalegt
að vera með slíkt samanburðartal.
Utanríkisráðherra sagði sjálf-
stæðismenn vera málsvara einangr-
unar og kotungsskapar hvað snert-
ir EFTA- og EB-samningana. Það
er í sjálfu sér ósköp skiljanlegt að
Jóni Baldvini hafi þótt erfitt að
komast ekki á umræddum tíma til
Brassel, en hann hafði sjálfur frest-
að för sinni þangað vegna þess að
samstarfsflokkamir höfðu snúið við
honum honum baki í virðisauka-
skattsmálinu. Þarna var því komið
þetta margumtalaða „boomerang“
kratanna sem þeir köstuðu og hitti
það utanríkisráðherra sjálfan fyrir
með þessum afleiðingum. Van-
trauststillaga stjómarandstöðunnar
breytti þar engu um, hún hindraði
ekki för Jóns Baldvins á nokkurn
hátt, enda hafði varamaður hans
þegar tekið sæti á þinginu.
Málefiiaundirbúningur
ræður mestu um
árangurinn
Þettá mál allt ætti að kenna
formanni Alþýðuflokksins þá lexíu
að það er málefnaundirbúningurinn
sem mestu ræður um árangurinn.
Þykir mér rétt að riija upp tvö
dæmi þess, einkum þar sem utan-
ríkisráðherra dvaldi svo við liðna
tíð í sinni ræðu. Hið fyrra er í vam-
armálum, en einbeitni ríkisstjómar
Geirs Hallgrímssonar í vamarmál-
um hefur enn áhrif á þá lund, að
engin stefnubreyting hefur orðið
hjá þeim stjómum er að völdum
hafa setið síðan. Hið síðara er í
landhelgismálum, þar var það for-
ysta Sjálfstæðisflokksins um 200
mílna útfærslu, sem skipti sköpum.
Sólveig Pétursdóttir
„Utanríkisráðherra
sagði sjálfstæðismenn
vera málsvara einangr-
unar og kotungsskapar
hvað snertir EFTA- og
EB-samningana. Það er
í sjálfu sér ósköp skilj- *
anlegt að Jóni Baldvini
hafi þótt erfitt að kom-
ast ekki á umræddum
tíma til Brussel, en
hann hafði sjálfur frest-
að för sinni þangað
vegnaþess að sam-
starfsflokkarnir höfðu
snúið við honum baki í
virðisaukaskattsmál-
inu.“
Forsætisráðherra Iýsti því yfir í
umræðum um vantrauststillöguna
að full samstaða væri innan stjóm-
arflokkanna um skattahækkanir og
kemur það í sjálfu sér engum á
óvart, því að það er það eina sem
stjómarflokkamir hafa þó ávallt
verið sammála um. Hann reyndi að
veija utanríkisráðherra með því að
vísa til orðs Delors, yfirmanns við-
ræðna um Evrópubandalagið, sem
hefði sagt það, að viðræður yrðu
að vera sameiginlegar við EFTA-
ríkin öll, þannig að tvíhliða viðræð-
ur kæmu ekki til greina. Einnig
hafði hann áhyggjur af áliti Mitter-
rands og annarra evrópskra ráða-
manna; Ef við yrðum ekki með þá
gætu íslendingar orðið eftir úti í
kuldanum, sagði Steingrímur.
Breski forsætisráðherrann, frú
Margrét Thatcher, hefur margoft
varað við ýmsu úr skýrslum Delors
og hefur veralegar áhyggjur af
framvindu mála í Evrópu. I nýlegu
viðtali við breska dagblaðið The
Times líkti hún m.a. EB-viðræðun-
um við fallegan pakka með skraut-
legum pappír utan um og slaufum.
A honum væri miði sem á stæði
„evrópskur" og enginn þyrði að
taka hann upp til þess að athuga
innihaldið. Það er að sjálfsögðu
ekkert vafamál í hugum sjálfstæðis-
manna, að íslendingar verða með í
þessum viðræðum EFTA við EB,
en varla verða þeir sakaðir um kot-
ungsskap fýrir að vilja vita innihald
pakkans.
Forsætisráðherra hefði fremur
átt að beina orðum sínum til ríkis-
stjórnarflokkanna því að loðnar
yfirlýsingar þeirra og ýmsir fyrir-
varar leiða engan veginn í ljós skýra
stefnu af þeirra hálfu. Þegar um
svo stórt og mikilvægt hagsmuna-
mál er að ræða, þá er það fullkom-
lega eðlilegt að farið sé fram á
ályktun Alþingis til þess að skýr
vilji komi í ljós. Ef ráðamönnum
þykir slík beiðni óeðlileg þá verða
þeir að taka afleiðingunum, ef þeim
er ekki treystandi þá kemur það
fram.
Fjöregg þjóðarinnar
Af ræðu Jóns Baldvins mátti ráða
að hann taldi vantrauststillöguna
greinilega beina móðgun við sig.
Það er því rétt að undirstrika það
hér, að utanríkisráðherra kaus
fremur að Ioka augunum fýrir
óánægju alþýðubandalagsmanna
með EFTA- og EB-viðræðurnar,
eins og kom fram í landsfundar-
ályktunum þeirra, heldur en að
ganga til samninga við sjálfstæðis-
menn. Á hinn bóginn ákvað Jón
Baldvin að taka mark á landsfund-
aryfirlýsingum þessara sömu aðila
hvað virðisaukaskattinn snerti, með
þeim afleiðingum að hann varð að
fresta för sinni til Brassel. Slíkt
hlýtur að teljast hráskinnsleikur i
pólitík.
Af þessu máli öllu ættu núver-
andi ráðamenn að draga þann lær-
dóm, að þeir, sem halda fjöreggi
þjóðarinnar í hendi sér, ættu ekki
að leika sér með það líkt og leik-
tæki áströlsku frambyggjanna. Það
getur nefnilega svo farið að það
hitti ekki einungis þá sjálfa fýrir
heldur þjóðina alla.
Höfíindur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavíkurkjördæmi.
Hjálparstoj&iun kirkjunnar og Samband íslenskra kristniboðsfélaga:
Samvinna um heilsugæslu-
verkefiii í Suður-Eþíópíu
Hjálparstofnun kirkjunnar og
Samband íslenskra kristniboðs-
félaga hafa sameinast um upp-
byggingu á nýju starfssvæði
íslenska kristniboðsins í Voitó-
dal í Suður-Eþíópíu. Hjálpar-
stofnun kirkjunnar mun kosta
byggingu sjúkraskýlis og leggja
fram í því skyni um 3 milljónir
íslenskra króna. SÍK stendur
straum af öðrum kostnaði svo
sem byggingu íbúða fyrir hjúkr-
unarfólk og kristniboða. Gert er
ráð fyrir að heildarkostnaður við
þessa nýju stöð verði um 11 millj-
ónir króna.
Skúli Svavarsson, formaður
Sambands íslenskra kristniboðs-
félaga, sagði þennan stuðning
Hjálparstofnunar kirkjunnar mjög
mikilvægan en stofnunin hefur áður
lagt fjármuni í þann þátt kristni-
boðsstarfsins er snýr að heilbrigðis-
málum. Ein íslensk hjón starfa nú
í Eþíópíu og hafa verið í Konsó,
kristniboðsstöðinni sem rekin hefur
verið af Islendingum í 35 ár en þau
munu nú flytjast til starfa meðal
Morgunblaðið/Emilía
Sigríður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkj-
unnar, og Skúli Svavarsson, formaður íslenskra kristniboðsfélaga.
Tsemai-manna í Voitó-dalnum.
Segir Skúli þá mjög hjálparþurfi,
m.a. á sviði heilbrigðismála. Skúli
sagði að á næstu tveimur árum
þyrfti að fjármagna uppbyggingu
stöðvarinnar og hefði SÍK skuld-
bundið sig til að Ieggja fram um
3(K milljónir króna til hennar og
annarra kristniboðsstarfa í Eþíópíu
og Kenýju á næstu tveimur áram.
Sigríður Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunarinn-
ar, sagði að auk þessa verkefnis
væri stofnunin með ýmis önnur
verkefni í gangi um þessar mundir.
Böm á Indlandi væra styrkt til
náms, hjálparstarfi væri sinnt í
Namibíu og í Norður-Eþíópíu en
ástandið þar væri ótryggt um þess-
ar mundir vegna átaka.