Morgunblaðið - 05.12.1989, Page 53

Morgunblaðið - 05.12.1989, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 53 NÝ RÖDD Tískuklædd fegurðardís flyt- ur þjóðinni skuggatíðindin Hræringarnar í Austur Evrópu hafa vart farið fram hjá nokkr- um manni. Heilt stjórn- og hag- kerfi hefur hrunið eins og spilaborg í hveiju landinu af öðru og reynt er að kljást við vandamálin með lýðræðislegri stjórnarháttum. Með- al forystulandanna er Pólland og talsmaður hinnar nýju ríkisstjórnar í Póllandi er kannski talandi tákn um þær breytingar sem orðið hafa og í vændum eru. Yfirleitt hafa embættismenn í slíkum stöðum ver- ið samanbitnir eldri kerfiskarlar sem aldrei sýna svipbrigði. En Malgorzata Niezabitowska er hið gagnstæða, glæsileg og síbrosandi. Hún er fertug, fyrrum blaðamaður og fyrirsæta, en slík er breytingin á andliti stjórnvalda í hinu rótgróna kommúnistaríki að skiptar skoðanir eru um ágæti hennar sem tals- manns stjómvalda. Malgorzata er kjarnorkukona. A meðan hún lauk laga- og fjölmiðlan- ámi við Háskólann í Varsjá, starf- aði hún sem fyrirsæta og lét að sér kveða í næturlífi höfuðborgarinnar. Eftir námið bætti hún blaða- mennsku við fyrirsætustörfin, en þreyttist á ritskoðunarstefnu stjóm- valda og hætti starfinu. Betur gekk henni að rita sjónvarpshandrit og dægurlagatexta. En eftir að hin fijálsu samtök verkalýðsfélaga í Póllandi, Samstaða, létu að sér kveða fyrst snemma á níunda ára- tugnum, tvíefldist hún ásamt eigin- manni sínum, ljósmyndaranum Tomasz Tomaszewski. Tóku þau bæði virkan þátt í starfmu og fyrir miklum vonbrigðum er stjórnvöld bönnuðu starfsemi Samstöðu og skelltu herlögum á þjóðina árið 1981. Malgorzata hafði fengið smjörþefin af frelsi er hun dvaldi eitt ár í Bandaríkjunum á styrk til fjölmiðlunarnámskeiða. „Það var átakanlegt að fá á þjóðina herlög þegar frelsi virtist vera í sjónmáli. En við töpuðum ekki áttum og nú er stund fijáls Póllands runnin upp,“ segir Malgorzata. Á ríkisstjórnarfundi ásamt forsætisráðherranum Mazowiecki. Hún kynntist helstu leiðtogum Samstöðu en varð engu að síður undrandi er nýskipaður forsætis- ráðherra, Mazowiecki, bauð henni talsmannsstarfið. „Ég var heima að horfa á Miami Vice í sjónvarpinu er. síminn hringdi. Ég svaraði um- leitan forsætisráðherrans hiklaust játandi. Ég get ekki látið mitt eftir liggja eftir allt sem á undan er gengið,“ segir talsmaðurinn. En eins og áður var getið, þá enj ekki allir á eitt sáttir um ágæti hins nýja talsmanns. Algengt við- kvæði er þetta: „Það gengur ekki að láta tískuklædda fegurðardís segja brosandi frá erfiðri stöðu þjóðarinnar. Útlit hennar og sam- svarar ekki boðskapnum sem hún flytur þjóðinni. Það er ekki trúverð- ugt. Malgorzata á hér rólega stund heima fyrir. FLÍSAR Nýkomið mikið úrval af flísum Óýrarveggflísar Opið iaugardag kl. 10-13 Kársnesbraut 106. Sími 46044 Smekkleysa kynnir: SYKURMOLARNIR - ILLUR ARFUR Önnur breiðskífa Sykurmolanna í íslenskri útgáfu sem er aðeins fáanieg hérlendis. Illur Arfur inniheldur m.a. hina rómuðu Plánetu sem er nýjasta smáskífa hljóm- sveitarinnar... JónGnan Midnætursólborgin JÓN GNARR - MlflNJETURSÓLOORGIN Bókin sem táningurinn bið- ur um. „Er það Smekkleysu- bók?“, spyr sá sem vit hefur á bókum og bókmenntum. BLESS - MELTING „Algjör þögn er þest. En góður hávaði er góður líka. É É É.“ Bless. Fyrsta plata einnar mögnuðustu rokksveitar landans lítur dagsins Ijós á morgun. Melting er öllum nauðsynleg. Smekkleysa minnir landsmenn til sjávar og sveita á tvo aðra möguleika í hörðu pakkana: a)W.C. Monster með „speed rnetal" goðunum í Bootlegs, b) Hryllingsóperu drengjakórsins Ham sem nefnist Buffalo Virgin og inniheldur m.a. skandinavíska snilldarverkið Voulez Vous... Dreifing: Steinar HAUSTHAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFELAGSINS STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR VOPN VINNINGAR: SAMEIGINLEGUR VINNINGUR: 3 Subaru Legacy • Öflugri krabbameinsvarnir! Station 4WD. 4 Hálf milljón upp í bifreið að eigin vali. 33 Ferð með Samvinnuferðum-Landsýn eða vörur frá Japis eða Húsasmiðjunni fyrir 100 þús. kr. 60 Vörur frá Heimilistækjum eða IKEA eða Útilífi fyrir 50 þús. kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.