Morgunblaðið - 13.12.1989, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 13.12.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 7 Söltun er að ljúka SÖLTUN síldar er nú að ljúka. Á mánudagskvöld hafði verið saltað í 225.000 tunnur af haus- skorinni og slógdreginni síld, en það svarar til um 35.000 tonna upp úr sjó. Ólokið er sölt- un í um 10.000 tunnur sé allt meðtalið, slök og stórsíld. Nóg hefur verið af smærri síldinni út af Hornafirði, en þá stærri hefur skort. Síðustu daga hefur fengizt reit- ingur af stórsíld við Fáskrúðsfjörð og Berufjörð. Þijú frystiskip hafa tekið mikið af þeirri síld, en það eru togarinn Siglfirðingur, loðnuskipið Jón Finnsson og fjölveiðiskipið Stafnes KE. Mest hefur verið saltað í Grindavík, 31.900 tunnur á mánu- dagskvöld. Eskfirðingar höfðu þá saltað í 30.600 og Hornfirðingar í 29.500 tunnur. Borgaryfir- völd mót- mæla sölu á Hótel Borg „BORGARRÁÐ samþykkti á sínum tíma að andmæla kaupum Alþingis á Hótel Borg og þau andmæli verða ítrekuð,“ sagði Davíð Odds- son borgarstjóri, en forsetar Alþingis hafa á ný, lagt fram tillögu um að húsnæðisvand- ræði Alþingis verði leyst með kaupum á Hótel Borg. „Borgin vill endilega að þetta verði hótel en ef að það gengur ekki þá er svo sem ekki mikið sem borgin getur gert,“ sagði Davíð. „Við teljum það mikilvægt fyrir miðbæjarmyndina að þarna verði hótel en það er vitanlega erfitt að halda áfram hótelrekstrinum eftir að ríkið hefur gert eigendunum þetta gylliboð." Rannsókn- um á lífríki Mývatns verði hraðað Á almennum félagsfundi í Veiði- félagi Laxár, sem nýlega var haldinn að Ydölum, var sam- þykkt ályktun þar sem því er eindregið beint til menntamála- ráðherra að hann láti hraða rannsóknum á lífríki Mývatns svo sem unnt er. Fundarmenn benda á að með tilkomu rann- sóknarstöðvarinnar við Mývatn hafi verið framfylgt sérstakri rannsóknaráætlun umhverfís Mývatn og á því, en þeim þykir skorta á að Laxá frá upptökum til ósa sé tekinn inn í þá áætlun. í ályktun fundarins er bent á að dregist hafi úr hömlu að niður- stöður úr téðum rannsóknum lægju fyrir. Fundarmenn óttast að örlag- aríkar breytingar eigi sér nú stað í hinu sérstæða lífríki Laxár og Mývatns, og brýnt sé að þær séu raktar til róta svo ljóst verði hvað valdi þeim. Orðrétt segir í ályktuninni: „Að fengnum þeim niðurstöðum mætti vonandi snúa hinum sýnilegu breytingum við áður en allt er um seinan. Þær niðurstöður mundu og trúlega binda endi á rangsnúna umræðu um þessi mál og þagga niður í röddum sjálfskipaðra spá- manna, sem okkur þykir illt við að búa.“ Mi ■ arieyi 65.0'7 Vboö'0 sér" Fjólbreytt landslag, gott veður allan. arsins hring, vinsamlegir íbúar og vel uppbyggð ferðamannaþjónusta 'wm verslun fyrir alla þá sem vilja stytta skamm- degið og hvíla sig á hryssingslegri vetrartíð, skemmta sér og snæða fjölbreyttan mat, lita hörundið, spila golf og eiga góða daga á „Hamingju- eyjunni". íslenskir fararstjórar á Kanaríeyjum eru Auður og Rebekka. BEINT DAGFLUG: . 8/1 . 29/1 . 12/3 . 2/4 . 16/4 Feróaskrifstofurnar og FLUGLEIDIR Sími 690300

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.