Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 18

Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 18
18 M0RÖUNBI.AD1D FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 Áróðursrit um landhelg’isdeilur _________Bækur____________ Björn Bjarnason LANDHELGISMÁLIÐ - það sem gerðist bak við tjöldin Höfundur: Lúðvík Jósepsson. Útgefandi: Mál og menning, 1989. 333 blaðsíður, ljósmyndir, kort. Lúðvík Jósepsson var um árabil í fremstu röð alþýðubandalags- manna. Hann var kjörinn á Alþingi 1942 fyrir Sameiningarflokk alþýðu — Sósíalistaflokkinn og var pólitískt valdasetur hans á Neskaupstað, þar sem kommúnistar hafa löngum haft tögl og hagldir í bæjar- og atvinnu- málum. Lúðvík sat á þingi til 1979. Hann varð tvisvar ráðherra og gegndi í bæði skiptin sömu embætt- um, var sjávar- og viðskiptaráð- herra í vinstri stjórnunum 1956 til 1958 og 1971 til 1974. Báðarhöfðu þessar ríkisstjórnir á stefnuskrá sinni að loka varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli ep féllu frá þeim áformum, svo sem kunnugt er. Þá beittu þær sér fyrir útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 12 sjómílur 1. september 1956 og 50 sjómílur 1. september 1972. Var það Lúðvík Jósepsson sem stóð að þessum út- færslum sem sjávarútvegsráðherra. Hefur hann nú ritað bók um þennan þátt í stjórnmálastarfi sínu og ræð- ir að auki um útfærslu landhelginn- ar í 4 mílur 1952 og í 200 sjómílur 1975. Mér finnst rangt að gefa lesanda til kynna í bókarheiti, að Lúðvík fjalli um það sem gerðist á bak við tjöldin í þessum endurminningum sínum. Ég varð hvergi var við neitt sem byggðist á öðru en opnum heimildum, fyrir utan örfá skipti þegar Lúðvík segist vitna í punkta, sem hann hefur skrifað hjá sér, þegar atburðir voru að gerast. Því miður vantar allt í bókina sem ger- ir hana að ótvíræðri heimild um annað en einkaskoðanir Lúðvíks. Hvergi er getið heimilda með þeim hætti að standist fræðilegar kröfur. Höfundur gerir ekki minnstu tilraun til að leyfa sjónarmiðum andstæð- inga sinna að njóta sín, vitni hann í þá er það yfirleitt gert í því skyni að gera lítið úr skoðunum þeirra eða sýna fram á að þeir hafi verið með „undanslátt" en hann staðið fast á rétti þjóðarinnar. Séu þeir sammála Lúðvík eða orð þeirra geta orðið honum með einum eða öðrum hætti til framdráttar er ekki hnýtt í þá. Fyrir utan einstaka andstæðinga sína í stjómmálum er honum sér- staklega uppsigað við Morgunblað- ið, einkum vegna deilnanna sem urðu við útfærsluna í 50 mílur. Þegar hann ræðir um blaðið er ógjörningur að átta sig á því, hvort hann er að gagnrýna það fyrir að segja fréttir af atburðum, sem hon- um þóttu óþægilegir, eða fyrir að birta greinar eftir andstæðinga hans eða fyrir skoðanir sem blaðið hafði í ritstjórnardálkum sínum. Til marks um þennan losarabrag á frá- sögn Lúðvíks má vitna í þessi orð hans í kafla sem heitir: Morgun- blaðið-herðir sóknina gegn mér, og snýst um skrif blaðsins eftir út- færsluna í 50 sjómílur. Þar segir Lúðvík: „Skrif Morgunblaðsins á þessum tíma voru hreint ótrúleg þar sem við áttum í alvarlegri milliríkjadeilu. Morgunblaðið lét sig hafa það í lok októbermánaðar, þegar átökin við Breta stóðu sem hæst að segja í einni ofsóknargrein sinni um mig: „Lúðvík kreistir enn einn auðmýkingardropann úr Olafi Jóhannessyni forsætisráðherra. “ Ég var sá voðalegi og svarti mað- ur, sem Morgunblaðið átti í stríði við en ekki Bretar. Blaðið endurtók dag eftir dag „að auðvelt væri að ná samningum við Breta, aðeins ef vilji væri fyrir hendi“ og allt átti Jólahlað- borð í Skrúði og Súlnasal DAGANA fram til jóla verð- ur framreitt jólahlaðborð í veitingasalnum Skrúði á Hótel Sögu í hádeginu og á kvöldin. Boðið verður upp á úrval rétta sem eru vin- sælir um jólahátíðina. Má þar nefna síldarrétti, hangi- kjöt, grísasteik, ýmsa kalda og heita kjötrétti auk hlað- borðs girnilegra eftirrétta. Feðgarnir Jónas Dag- bjartsson og Jónas Þórir leika jólatónlist í Skrúði öll kvöld fram til jóla. Laugardaginn 16. nóvem- ber verður jólahlaðborð í Súlnasal frá kl. 19. Á eftir kvöldverði kemur Ómar Ragnarsson og skemmtir gestum, en síðan spilar hljóm- sveitin Einsdæmi fyrir dansi til kl. 3. Verð á kvöldverði og skemmtuninni er kr. 1.900. ■ AÐ VENTU TÓNLEIKAR- Kórskóli, sem starfað hefur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og Estherar Helgu Pálmadóttur í haust, heldur aðventutónleika í Kópavogskirkju fimmtudaginn 14. desember og Seljakirkju 15. desem- ber. Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Á tónleikunum kemur' einnig fram strengjasveit undir stjórn Sigurbjarnar Bern- harðssonar, svo og söngkonurnar Elsa Waage og Esther Helga Guðmundsdóttir. Stjórnendur tón- leikanna verða Guðmundur Gils- son og Margrét Pálmadóttir. Kórskóli heldur aðventutónleika í Kópavogskirkju og Seljakirkju í Breiðholti. ■ KÓFAVOGUR- Kveikt verður á jólatré við Kópavogskirkju sunnu- daginn 17. desember klukkan 16. Sendifulltrúi Svía kveikir á trénu en það er gjöf frá bænum Norrköp- ing í Svíþjóð, sem er vinabær Kópa- vogs. Forseti bæjarstjórnar Kópa- vogs flytur ávarp, skólahljómsveit Kópavogs spilar, skólakórar syngja og jólasveinn kemur> í heimsókn. ■ KÓPAVOGSKIRKJA- Tón- listarskóli Kópavogs heldur jóla- tónleika laugardaginn 16. desember og hefjast þeir klukkan 14. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Jólatilboð Húsasmiðjunnar Peugeot borvél kr. 5.653,- Makita slípirokkur kr. 12.950,- Expressó kaítivél kr. 5.963, í verslun Húsasmiðjunnar fást nytsamar jólagjafír við allra hæfí og á jólamarkaði á 2. hæð er mikið úrval skrauts og gjafavara. í Húsasmiðjunni fæst einnig allur húsbúnaður og heimUistæki, öll áhöld og efni sem þarf til að fegra og prýða heimilið fyrir jólin. Kryddhilla. kr. 2.804,- ,iífíAóaóml Útvarp/kassettutæki kr. 5.800,- Piparkökuhús kr. 717,- SKÚTUVOG116 SÍMI 687700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.