Morgunblaðið - 14.12.1989, Síða 19

Morgunblaðið - 14.12.1989, Síða 19
MORGUNBLAÐIÍ), FIMMTUDAGUR 14. .DESEMBEIU989 ld, Lúðvík Jósepsson sífellt að standa á mér.“ Hvers vegna segir Lúðvík ekki hvar þessi tilvitnuðu orð birtust? Var hér um forystugrein blaðsins að ræða eða eitthvað annað? Þessi stutta tilvitn- un í bókina gefur einnig til kynna meginstef hennar: Lúðvík var of- sóttur fyrir að vilja ekki semja um lausn landhelgisdeilnanna. í þessum stutta kafla talar hann um „alvarlega milliríkjadeilu" vegna útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur. Á öðrum stað segir Lúðvík þegar hann ræðir um útfærsluna í 12 mílur: „Sjónarmið mitt var að stækkun íslensku fiskveiðiland- helginnar væri innanríkismál, en ekki utanríkismál. Útfærslan var af okkar hálfu einhliða, eins og stækkun landhelgi annarra þjóða hafði verið.“ Mér finnst þessi yfir- lýsing skipta höfuðmáli, þegar reynt er að átta sig á þeim vinnu- brögðum, sem Lúðvík vildi að beitt væri í landhelgismálinu. Hann vildi færa út lögsöguna, hVað sem það kostaði, hafna öllum samningum við aðra, beijast á miðunum eins lengi og frekast væri kostur, ögra varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, núa því um nasir að það vildi ekki taka upp hanskann fyrir okkur gegn þeim sem reyndu að veiða innan nýju lögsögunnar í skjóli her- skipa, reka varnarliðið, ef það veitti okkur ekki liðsinni, slíta stjóm- málatengsl við deiluríki, segja þjóð- ina úr Atlantshafsbandalaginu og neita að veija málstað okkar fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Öflug herveldi geta ef til vill hagað sér þannig undir stjórn skammsýnna forystumanna, sem eru tilbúnir til að veija málstað sinn með mann- fómum. Smáríki eru auðvitað ekki í neinni aðstöðu til að bjóða þjóða- samfélaginu byrginn með þessum hætti og þau verða að nota allar leiðir til að ná málum sínum fram með samningum og fá viðurkenn- ingu annarra á þeim. Það er sú stefna sem hefur ráðið að lokum í landhelgismálinu, en í öllum tilvik- um var gengið til samninga í and- stöðu við Lúðvík Jósepsson. Væri hann sjálfum sér samkvæmur í þessu hefði hann átt að snúast gegn aðild íslands að hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að öðram þræði snýst bók Lúðvíks Jósepssonar um þá sam- særiskenningu, að þeir sem styðja vamarsamstarf vestrænna ríkja séu í raun „þjónar" erlends valds og geti ekki tekið neinar ákvarðanir með íslenska hagsmuni í huga. Era þetta ósæmilegar dylgjur, ekki síst frá manni sem hóf pólitískan feril sinn í flokki, Kommúnistaflokki Is- lands, sem var í raun hluti af al- þjóðlegu stjómmálakerfi. Andstöðu Lúðvíks og flokksbræðra hans við aðild Íslands að Atlantshafsbanda- laginu 1949 ber ekki síst að skýra út frá þeim pólítíska veraleika, að þeir vildu ekki gera neitt, sem gæti rekið fleyg á milli íslands og Sov- étríkja Stalíns. Af ótta við að öllum almenningi verði þetta ljóst forðast ráðamenn innan Alþýðubandalags- ins uppgjörið við pólitíska fortíð flokksins. Þeir sem vilja kynnast þvi í raun og vera hvílíkt gildi það hafði fyrir ísland að vera í Atlants- hafsbandalaginu og hafa þar að- stöðu til að stuðla að lausn land- helgisdeilnanna verða ekki margs vísari af því að lesa bók Lúðvíks. Ég leyfi mér að vitna í ræðu, sem Tómas Á. Tómasson, þáverandi sendiherra íslands hjá Atlantshafs- bandalaginu, flutti á ráðstefnu sem haldin var 10. mars 1979 í tilefni af 30 ára afmæli bandalagsins. Tómas sagði: „í öllum þessum deil- um allt frá því fyrir útfærsluna í 12 sjómílur árið 1958 hefur Atlants- hafsbandalagið komið mikið við sögu og aðild íslands að því skipt meginmáli, bæði hvað form snertir og efnisatriði. Vilji menn á annað borð forðast milliríkjadeilur og jafna þær, ef upp rísa, þá era mögu- leikamir mestir til, að það megi verða í Atlantshafsbandalaginu." Lúðvík Jósepsson átti hvorki þátt í að ryðja brautina í landhelgismál- inu í upphafi sjötta áratugarins né ná lokatakmarkinu með útfærslunni í 200 sjómílur 1975. Sjálfstæðis- menn höfðu forystu í því efni. Lúðvík fer hratt yfir sögu þégar hann ræðir um baráttuna vegna 200 mílnanna og sleppir því sem honum hentar þár eins og annars staðar. Til dæmis minnist hann ekki á, að þá var slitið stjórnmála- sambandi við Breta í eina skiptið í landhelgisstríði. Hefði lesandinn þó mátt ætla, að þetta væri honum sérstakt fagnaðarefni miðað við allt sem á undan er komið. Hvers vegna sleppir Lúðvík þessu? Af því að það hæfir ekki meginstefi bókar hans um aumingjaskap andstæðinga hans, stuðningsmanna vestraönnar samvinnu. Bók Lúðvíks Jósepssonar verður sem betur fer ekki síðasta orðið um landhelgisstríð íslendinga. í henni liggur hins vegar fyrir mat hans á þessum átökum, sem hann vildi að lyktaði með allsheijarappgjöri ís- lendinga við vini sína og nágranna. Bók Lúðvíks ætti að verða mönnum hvatning til að birta frásagnir af landhelgisdeilunum, sem byggjast á fræðilegum rannsóknum og við- leitni til að hafa það sem sannara reynist en era ekki skráðar í áróð- ursskyni. Utlendingar á fslandsslóðum Bókmenntir Sigurjón Björnsson Alan Boucher: The Iceland Trav- eller. A Hundred Years of Advent- ure. Iceland Review. Reykjavík 1989. 265 bls. Allir vita að til er mikill fjöldi ferðabóka frá liðnum tímum eftir útlendinga sem lögðu leið sína til íslands. Sumar þessara bóka hafa verið þýddar á íslensku og gefnar hér út á seinni áram. Aðrar era fá- séðar og dýrmætir safngripir. í þess- um bókum kennir margra grasa og misjafnra og oft er þar skrítilega hluti að finna, fyrir utan það að víða má þar finna markverðar lýsingar á lifnaðarháttum íslendiga á liðnum tveimur til þremur öldum. Nú hefur Alan Boucher prófessor í ensku við Háskóla íslands tekið sig til og gert eins konar úrval úr u.þ.b. 15 ferðaritum sem skrifuð vora á ensku og flest vora gefin út erlend- is á sínum tima. Iceland Review gefur bókina út, og þar sem hún er á ensku er hún vafalítið einkum ætluð útlendingum til skemmtunar og fróðleiks, þó að enskulesandi ís- lendingar geti að sjálfsögðu engu að síður haft af henni gagn og gam- an. Eins og undirtitill segir spanna þessar frásagnir u.þ.b. 100 ár eða frá því síðast á 18. öld og til loka þeirrar nítjándu. Bókin skiptist í sex efnisþætti eða þemu, og er frásögnunum raðað í aldursröð innan hvers efnisþáttar. í fyrsta þætt er sagt frá aðkom- unni að landinu og fyrstu viðbrögð- um ferðalanganna. í öðram þætti er lýst fyrstu dögum í Reykjavík. Fjallað er um hvernir Reykjavík kemur ferðalanginum fyrir sjónir, hveija hann hittir og hvemig mót- Alan Boucher tökur hann fær. Og þannig heldur frásögnin áfram víðs vegar um landið eftir því sem efni standa til. í sjötta þætti gera ferðalangar svo eins konar úttekt á landi og þjóð. Þá kemur að lokum „Postscript", en það eru kveðjuorð ferðamanna í ferðalok. Framan við þessa efnisþætti era æviágrip (Biographical Notes) ferða- mannanna, sem safnandi hefúr tekið saman og er það vissulega gagnlegt til glöggvunar lesanda. I bókarlok era skýringar á því sem óljóst kann að þykja í texta. Sjö myndir era í bókinni, allar teknar úr gömlum ferðabókum. Ohætt er að segja að bók þessi sé skemmtileg aflestrar, stundum raunar bráðskemmtileg. Af hálfu safnanda og útgefanda er hún mætavel unnin, skipuleg, smekkleg en jafnframt íburðarlaus. Hún mun vekja forvitni margra og löngun.til að lesa þessar gömlu ferðabækur sem senn eru að falla í fymsku. IHREINLÆTISTÆKI Verslun fyrir þáfsem baða sig NUDDPOTTAR MORA BLÖNDUNARTÆKI •íKs. ,r r r c 1 J J J jf V 'I SIA SÁNAKLEFAR K. AUÐUNSSON H/F Grensásveqi 8 — 108 Reykjavik — Simi 68 67 75

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.