Morgunblaðið - 14.12.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.12.1989, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DÉSEMBER 1989 JÖNASSON 9 §1* BRUÐAN HANS Skemmtileg saga fyrir/ fíORdÞÓRS alla fjölskylduna /Jsr BRÚÐAN HANS BORGÞÓRS eftir útvarpsmanninn vinsæla Jónas Jónasson Hlýleg kímni einkennir þessa hugljúfu sögu um Borgþór smið, ólínu konu hans, brúðuna Hafþór skipstjóra, Heiðu litlu, borgarstjóra- hjónin Jörund og Kolfinnu og fleiri íbúa í Ljúfalandi. Fallegar myndir Sigrúnar Eldjárns falla einkar vel að sögunni. VALGA.RÐ d L.DUR AFNHI UNGLINGAR í F R U M SKÓ GI eftir Hrafnhildi Val- garðsdóttir er sjálf- stætt framhald verð- launa- og metsölu- bókarinnar LEÐUR- JAKKAR OG SPARI- SKÓR.- Hvað hefur _________gerst hjá Lúlla, og hvaö er hann aö braska? Hvernig tekur Nína því? Var Tóta rænt eða fór hann vilj- ugur á vit ævintýra? Af hverju réð Gerður sig sem ráðskonu í sveit? Hvernig bregst Örn við? Hverjar eru Sonja, Linja og Elísa? Hver velur hvern? - Spurningunum er svarað í spennandi og fjörlegri frásögn - í bráðskemmtilegri bók. {ÆSKANj L E ÐTrRJ A K KAR«OG«SPARISKÓR» Baksvipur alvörunnar Bókmenntir Erlendur Jónsson Jón Örn Marinósson: IS- LENDINGATILVERA. 211 bls. Tákn. 1989. Grafalvarlegur hefur Jón Örn Marinósson flutt pistla sína í ríkis- fjölmiðlunum. Enginn hlær. Til þess er ekki heldur ætlast. Þetta er ekkert grín, engir ódýrir brand- arar, heldur húmor, ósvikinn íronía (íslenskan á ekki orð yfir þess háttar). Og það er allt annar hand- leggur. Pistlar Jóns hafa notið vin- sælda að verðleikum. Jón er maður orðheppinn. Og hann hefur jafnan brugðið fyrir sjónir þeirri rang- hverfu alvörunnar sem við þykj- umst öll vita að sé til en sumum gengur erfiðlega að koma auga á, og enn færri koma orðum að. En það hefur Jóni tekist með ágætum þótt langorður sé. Best hafa pistlar hans notið sin í sjón- varpi þar sem alvörusvipur manns- ins skapar hið rétta mótvægi við málefnið sem kafnar þá í skrúðm- iklum málalengingum eins og vera ber þar sem vandamál samfélags- ins eru brotin til mergjar frá svona sérstæðu sjónarhomi. Til þess voru refarnir skornir; auðvitað. Nú hefur fjölmiðlatnaðurinn gerst rithöfundur, sendir frá sér stóra bók með miklum texta og er enn við sama heygarðshornið, enn að skyggna afstæða spegil- mynd avörunnar. Og nú, þegar unnt er að rýna í textann, blasir enn við sjónum sú orðgnótt og líkingasjóður sem Jón Örn leggur í stíl sinn og löngum hefur komið hlustendum til að leggja lúður við eyra. En að lesa þetta allt í einu er langt um of stór skammtur af svo Jón Örn Marinósson góðu. Endurtekningin er versti óvinur skaupsins; málalengingar harðasti andstæðingur kímninnar. Þar að auki er sumt af þessu tengt dægurmálum sem sannarlega em fljót að gleymast. Ef til vill ætlast höfundur til að þetta sé lesið í smáskömmtum því þættirnir em settir upp eins og kaflar í húslestrabók. En jafn- vel þó því heilræði væri fylgt er eins vant eftir sem áður: Það er rödd og svipbrigði höfundar, per- sóna hans að baki orðunum. Hvor- ugt megnar hinn dauði bókstafur að kalla fram í hugskoti lesan- dans. Þetta verður því eins og hver önnur langloka; kannski byij- ar maður að brosa — samanber orðin á titilsíðu: »byrðin og brosið« — en endar- á að geispa. Sannast hér sem oft áður að sams konar stíll hæfirekki jafnt ræðu og riti. Sprengingin okkar Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Jon Michelet Þýðandi: Kristján Jóhann Jóns- son Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Iðunn Þessi bók er gefin út með styrk frá Norræna þýðingarsjóðnum. Það var því með eftirvæntingu að ég tók mér hana í hönd, hér hlaut að vera mikið í borið. Víst er um það. Við emm leidd að spegli, boðið að horfast í augu við okkur sjálf, þar sem við sjáum mannkyn dunda við verk, sem kristin sam- vizka segir, við vitum af, en teljum fyrir utan okkar eigið heimahlað. Já, höfundur er óvæginn, leiðir okkur inná iðutorg svo sálin tekur að loga. Hvít fjölskylda er staðsett í Zambíu. Um iðutorgið leika logar vítis. Gróa á Leiti er þar á för; fégræðgin, sem ógnar lífríki jarð- ar, líka; hrokagikkir valds og auðs þrælka og mergsjúga meðbræður sína; skoðanafangar eru á flótta, fyrir þeim setið, sprengjum ætlað að tæta fólk, börn og fullorðna, saklaust fólk á altari hins glmga, óseðjandi guðs hrokans og heimsk- unnar. Jon' Michelet Höfundur segir þessa sögu lista- vel, á kíminn, léttan hátt breytir hann harmi í spennandi sögu, en eldur logar undir. Þýðandinn færir söguna í sann- kölluð spariklæði. Honum var vandi á höndum, því að það er erfitt að færa hjartslátt milli þjóða. Hann lagði sig fram og vann því frábært verk. Útgáfan hefir í engu til sparað, hér er vandvirknin, eins og hún verður bezt. Þessi bók væri sann- arlega grundvöllur menntandi umræðna í kennslustofum. Hafi allir, er að stóðu, heila þökk fyrir. BLEKKING ER BEITTASTA \OF\ID ÖLL ÖKUTÆKIN VERDA AÐ TVEIMUR OG STJÓRNENDUR ÞEIRRA EIGA TÖLVUTVÍFARA TÓmSTUnDflHÚSIÐ •: ; Laugavegi 164-ReyKjavík-S: 21901 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.