Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 Frelsishelja í nekt sinni Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Gabriel García Márquez: HERS- HÖFÐINGINN í VÓLUNDAR- HÚSI SÍNU. Guðbergur Bergs- son þýddi. Forlagið 1989. „Hvernig losna ég úr þessu völ- undarhúsi!" spyr frelsishetjan Símon Bolívar í desember árið 1830, en þá á hann skammt eftir ólifað. Um það þegar farið er að halla undan fæti hjá honum frjallar skáldsaga Gabriels García Már- quez. Hið mannlega og jafnframt aumkunarverða í fari leiðtogans sem frelsaði Ameríku undan spænskum nýlenduherrum er dregið fram í dagsljósið af mis- kunnarlausu raunsæi sem líka er yljað ljóðrænu. Gabriel García Márquez er meistari í því að lýsa hinu hold- lega, gleði og hrellingum líkamans og.það gerir hann óspart í Hers- höfðingjanum í völundarhúsi sínu. Ekki fimmtugur er hershöfðinginn orðinn eins og hvert annað skar, en það hindrar hann ekki í að girn- ast konur og samrekkja þeim. Meðal þeirra fáu sem gegna veigamiklu hlutverki í skáldsög- unni er þjónn Bolívars, Jose Palac- íos, og hin ástríðufulla fylgikona hans, Manúela Saenz. Eins og í fleiri skáldsögum García Márquez em nöfn margra persóna nefnd án þess að þær verði sérstakiega minnisstæðar. Þetta er mjög áber- andi í Hershöfðingjanum í völund- arhúsi sínu og ruglar lesandann og dregur oft úr áhrifamætti frá- sagnarinnar. García Márquez er ekki um- hugað um að auðvelda lesendum sínum að fylgja söguþræðinum. En list hans sem stundum er bund- in við magnaðar stemmningar er þess eðlis að ekki verður komist hjá því að hrífast. Sagt er frá að í annarri heim- sókn hershöfðingjans til Mompox Gabriel García Márquez hafi ekið vagnalest eftir götum miðbæjarins „með konum á ýms- um aldri og af ólíku litarafti og fylltu loftið af eggjandi ilmi. Þær riðu í söðli með litríkar satínsól- hlífar, klæddar fínasta silki sem átti ekki sinn líka í borginni. Eng- inn bar til baka þær getgátur að ■ ÚT ER KOMIN hjá Máli og menningu skáldsagan Börn Ar- bats eftir sovéska rithöfundinn Anatoli Rybakov, í þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur. Þessi bók hefur vakið mikla athygli á Vesturl- öndum að undanförnu og hefur í hugum manna orðið að eins konar tákni Glasnost-stefnunnar, enda eru í henni gerðar upp sakirnar við ógnir Stalínismans, segir í fréttatil- kynningu útgefanda. ■ BOKA ÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur endurútgefið þetta væru hjákonur hershöfðingj- ans sem ferðuðust á undan hon- um“. Þegar búið er að lýsa því yfir að getgáturnar hafi verið rangar eins og margar slúðursögur sem lengi loddu við hershöfðingjann kemur málsgrein sem er upphaf kostulegra ævintýra hans með fegurðardís frá sömu borg: „Hann var svo viðkvæmur fyrir öllu sem var sagt um hann, réttu eða röngu, að hann náði sér aldrei eftir skröksögur og barðist við að leiðrétta þær fram á dauðastund- ina. Engu að síður varaði hann sig lítið á þeim. Eins og í önnur skipti hafði hann líka hætt orðstír sínum vegna konu á fyrri leið sinni um Mompox.“ Það er ekki nýtt að skrifaðar séu bækur um valdið og spilling- una í kringum það, fánýti þess í samanburði við sönn mannleg verðmæti. Hershöfðinginn í völ- undarhúsi sinu segir okkur ekki neinn nýjan sannleik, en gyllingin á styttu Símons Bolívars flagnar lítið eitt. Eftir sitja minningar um ijörlega skrifaða kafla, minnis- stæð atvik í lífi hershöfðingjans og þessu kemur Guðbergur Bergs- son vel til skila í þýðingu sinni. bókina Lækningamáttur þinn eftir Harold Sherman. Bókin er 192 bls. að stærð. Ingólfur Árnason þýddi bókina. ■ BÓKA ÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur sent frá sér þijár nýjar þýddar skáldsögur í bóka- flokknum Rauðu ástarsögurnar. Það eru bækurnar Lykilorðið eftir Else-Marie Nohr, Svikavefúr eftir Erik Nerlöe og Enginn sá það gerast eftir Evu Steen. Bækurnar voru þýddar af Skúla Jenssyni og Sverri Harldssyni. Jólagjöfin fyrir örbylgjuofnaeigendur gerir gæfumuninn i matreiöslunni í töfrapottinum geturðu matreitt kjúklinga, svína- kjöt og lambakjöt með góðum árangri í örbylgjuofn- inum þínum og fengið fallega brúningu á steikina. Töfrapottarnir fást í þremur stærðum fyrir alla ofna. Verð kr. 1.425 - kr. 1.865 - kr. 2.390. íslenskar leiðbeiningar fylgia. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28. SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI til Spánor fyrir B krónur* Pað er varla til sá íslendingur, sem ekki gleðst yfir símtali að heiman þegar hann er erlendis. Þegar þú hringir til vina og œttingja erlendis fœrðu áti efa að heyra hvað veðrið er gott þarna úti, veitingahúsin fráhœrog nœturlífið eldfjörugt. Mundu hara hvað það getur verið ánœgjulegt fyrir þá að heyra hljóðið í gamla landanum og nýjustu fiskisögurnar að heiman. Fjölskyldan getur skiþst á að tala og fyrr en varir hafa allir ferðast til útlanda á mun ódýrari hátt en með þessum hefðhundnu leiðum. Pá er ekki úr vegi að láta það fylgja með að það sé góður siður, þegar maður ferðast út fyrir landsteinanna, að hringja reglulega heim og láta vita af sér. * Miðaö við 1 mín. símtai (Háð breytingum ágjaldskrá.) ■ Verð á mín. Norðurlöndin (að frátöldu Finnlandi) kr. 60 Finnland og Holland kr. 66 Bretland, Spánn og V.-Þýskaland kr. 73 , Frakkland kr. 85 Grikkland, Ílalía og Sovctríkin kr. 95 Bandaríkin kr. 111 PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin “ Breytist samkvœmt gjaldskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.