Morgunblaðið - 14.12.1989, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.12.1989, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 Ársrit á gömlum merg Hið íslenska þjóðvinafélag og Menningarsjóður halda úti ársritum tveim, Almanaki og Andvara. Bæði Standa þau á gömlum merg. Alman- akið er nokkurs konar vasabók að viðbættum hinum venjubundna ár- bókafróðleik. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um gang himin- tungla, flóð og fjöru, veðurmet og þess háttar, og yfírhöfuð hvaðeina sem skiptir tímanum í dægur og dög- unum í árstíðir. Svo eru þar skrár um atburði fyrra árs. Segja má að almanakið sé miðað við lífið í gamla daga þegar þjóðin lifði svo til ein- göngu / og af náttúrunni, bændur eijuðu jörðina og sjómenn réru til fiskjar. Þó nú séu aðrir tímar og færri láti sig varða flóð og íjöru eða ný og nið mundi maður sjá eftir þess- ari litlu bók, sem alltaf heldur sínu broti og útliti, ef hún hætti að koma út. Andvarí undir ritstjóm Gunnars Stefánssonar heldur líka í gamlar hefðir en gengur jafnframt í talsverða endumýjun lífdaganna. Hópi þeim, sem skrifar í ritið, er að nokkra leyti deilt með Tímariti Máls og menning- ar. Því fer þó fjarri að Andvari fylgi sömu línu. Andvari er ekki pólitískt rit að séð verði. Það byggir að vissu marki á venjum sem era allt að jafng- amlar ritinu. Til dæmis er hefð fyrir því að hver árgangur heQist með einni ýtarlegri minningargrein. Að þessu sinni ritar Páll Theódórsson um Þor- bjöm Sigurgeirsson. 0g fleira er þama um iátna. Birt era tvö erindi sem flutt vora við sérstök tækifæri, Á aldarafmæli Gunnars Gunnarsson- ar eftir Svein Skorra Höskuldsson og Guðbrandur Vigfússon eftir Bene- dikt S. Benedikz. Ljóð era nú birt í Andvara sem mig rekur ekki minni til að algengt hafí verið fyrr á tíð. Ritstjórinn vill sýnilega að Andvari verði að mestu leyti bókmenntarit. Ekki er það þó orðið enn sem kom- ið er. Enn flytur ritið blandað efni. Og ekki sýnist það allt jafnnýstár- legt. En meðal bókmenntaefnisins má nefna hugleiðingu Sigfúsar Daða- sonar Óstýrilátur og bljúgur, um ný- útgefin Þórbergs-rit. Ef til vill er það að bera í bakkafullan lækinn að vekja athygli á Þórbergs-efni svo mikið sem um hann hefur verið skrifað á þessu ári vegna aldarafmælis. Hálærðir spekingar hafa sett sig í stellingar í þeim tilgangi að brjóta til mergjar rit meisfarans, stundum með upp- skrúfuðu og lítt skiljanlegu málæði sem hvergi kemur nálægt efninu en svífur einhvers staðar fyrir utan það og ofan. Keyra þeir þá höfuð á bak aftur og kópa upp á verk Þórbergs eins og hann hafi verið furðuvera frá öðram heimi. En athuganir Sigfúsar era ekki af því taginu. Sigfús beitir engri tilbúinni fræðaformúlu til grein- ingar á bókum Þórbergs en gengur beint að efninu. Gerla veit hann að Þórbergur var í fyllsta máta mann- legur og hreint ekkert yfírskilvitlegt við verk hans né persónu. Af öllu því, sem skrifað hefur verið um Þór- berg í ár, tel ég þessa grein Sigfúsar vera með því skiljanlegasta og sann- asta. En um leið verð ég að vekja athygli á annarri hugleiðingu eftir Sigurð Þór Guðjónsson sem birtist í síðasta hefti Tímarits Máls og menn- ingar. Hún er að sama skapi frábær. Að mínu viti segja þessar tvær grein- ar meira en flest annað sem skrifað hefur verið um Þórberg í seinni tíð. Báðir minna þeir á, Sigfús og Sigurð- ur Þór, að þrátt fyrir hreinskilnina, sem Þórbergi hefur einatt verið hrós- að svo mikið fyrir, hafi hann ekki látið falt hvað sem var. Báðir leiða rök að því að Þórbergur hafi á sinn hátt vérið dulur maður og reyndar snillingur að villa um fyrir fólki þann- ig að sjaldnast var hægt að átta sig á hvenær hann talaði í gamni og hvenær í alvöra. Það var vörn hans í viðsjálum heimi. Þórbergur varjafn- an var um sig og tók óstinnt upp ef einhver reyndi að vaða ofan í hanp. Hins vegar var hann óspar að hafa í flimtingum ýmsar persónulegar minningar sem lítt eða ekki snertu hans viðkvæmustu tilfinningar. Stílbrögð hans verða að sjálfsögðu að skoðast í því ljósinu. Séra Gunnar Kristjánsson skrifar um ævisögur presta sem komið liafa út á seinni áram og í framhaldi af því um prestsímyndina nú á tímum. Séra Gunnar leggur hlutlægt mat á efni það sem hann fjallar um. Hann minnir meðal annars á hvernig prestsstarfið hefur breyst á þessari öld frá því er presturinn þjónaði fá- mennum sveitasöfnuði til þess er Unglingar í frumskógi Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Hralnhildur Valgarðs- dóttir Útlit kápu: Almenna auglýsinga- stofan Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Æskan. Þetta er sjálfstætt framhald verð- launa- og metsölubókarinnar Leður- jakkar og spariskór. Það hlýtur að hafa verið kvíði í huga höfundar, er hann ákvað að segja meir af söguper- sónum sínum, sem eignuðust hylli svo margra fyrir tveim árum. Öftast er erfitt að ná takti við þá er við höfum ekki hitt lengi, en svo er ekki Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í einu tæki með elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. V^stoyöftJ t6 - Shnr 1 «80-132» um alla, sumra skóhljóð máir tíminnn aldrei úr nálægð þinni eða eyrum. Það hefir hann heldur ekki gert hér. Höfundur og vinir hans fara á kost- um um sviðið, tápmiklir, viðfelldnir sem fyrram. Sumri hallar. Unglingavinnan á enda, og þar er okkur boðið til sögu. Tóti og Orn leggja mest til hennar, dögum þeirra og -lífi kynnumst við, og það er bjart yfir þessum drengj- um, heiðríkja hins heilbrigða ungl- ings. Um sviðið flögra vinir þeirra, sumir til þess að sveipa það spennu, sanna síðan að ekki er allt sem sýn- ist (Lúlli); sumir til þess að vara við hættum gelgjuskeiðsins (Sonja); -sumir til þess að fá ung hjörtu til þess að slá hraðar (Linja, Elísa); sumir til þess að sanna að til era þeir er ár nægja ekki til þroska (afi Lúlla); sumir að þau nægja heldur ekki til að venja af slæpuhætti eða auka kjark (afi Tóta). Það væri svik við lesandann að rekja söguþráðinn nánar, honum verður hann sjálfur að kynnast, og ég fullvissa hvem sem er, að hann verður ekki fyrir von- brigðum. Hrafnhildur segir listilega vel frá, hleður söguna spennu eftir- væntingarinnar, hraðinn er mikill, kímni og alvara vega salt, svo að þú leggur bókina ekki frá þér fyrr en hún er öll. Auðvitað era söguper- sónumar, ungu ástfangnar upp fyrir bæði eyra, sveiflast milli eftirvænt- ingar og ótta, og þessu lýsir Hrafn- hiidur svo, að fyrirmynd mætti vera ungum höfundum. Hér er aldrei yfir strik velsæmisins farið, en allt sagt sem segja þarf. Mál hennar er lipurt og fallegt, og þegar hún hefir sorfið af einstaka hortitti, bamabablið, t.d. „Amma elskar að leggja sig...“ (42) eða „Ferlegt ástand" (82), þá verður það frábært. Kápan er skemmtilega skreytt, og frágangur allur til mikils sóma. Hafi útgáfan þökk fyrir frábæra bók. Hrafnhildur Valgarðsdóttir Gunnar Stefánsson hann varð sálusorgari í þéttbýlinu. Góð hugleiðing! Gunnar Stefánsson skrifar um síðustu bók Jóhanns Hjálmarssonar, Glugga hafsins, með hliðsjón af fyrri bókum skáldsins. Gunnar er manna fundvísastur á sérkenni í skáldskap og öðram lagnari að bijóta til mergj- ar hluti sem í fljótu bragði sýnast vera flóknir. Hann rekur feril Jó- hanns frá fyrstu bók hans til þessar- ar síðustu sem hann telur með hans bestu. Að mínum dómi er þessi rit- skýring Gunnars á sterkum rökum reist. Þrjátíu og þijú ár eru nú liðin frá því er Jóhann sendi frá sér sína fyrstu bók. Margt hefur breyst á þeim tíma og hefur ljóðlistin síst far- ið varhluta af því. Hitt vekur líka athygli að sumt hefur ekki breyst. »Þegar byltingin er „föst í sessi“ gerist að sjálfsögðu ekkert meir — þangað til ný bylting hefst, en hún hefur látið á sér standa,« segir Gunn- ar Stefánsson og bendir jafnframt á hvílík mótsögn felist í slíku orðalagi. Ljóðlist Jóhanns hefur oft farið á undan. Formbylting hans hefur áldrei orðið »föst í sessi.« Gunnar víkur að opnu Ijóði og fagnar því að Jóhann skuli að nokkru hafa horfið frá þeirri stefnu; ljóðið sé þess eðlis að það verði að búa yfir einhverri dul, »skáld- skapurinn krefst kyrrðar, íhugunar, næðis. Hann lætur ekki allt uppi á yfirborðinu, — hann er ekki blaða- grein eða sjónvarpsauglýsing.« En opna ljóðið gat aldrei varað nema tímabundið, það var áfangi á lengri leið; eins konar viðstaða skálds til að átta sig. Vafalaust finnst fleiri skáldum sem þau þurfi að ganga í gegnum eitthvað svipað. Þessa dag- Hversdagsskór o g skýjaborgir Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Björgúlfur Ólafsson. Hönnun kápu: Þórhallur Þráins- son. Setning: Bjargey. Prentun: Viðey. Bókband: Flatey. Útgefandi: Prentþjónustan Metri og höfundur. Það fer ekki milli mála, að hér er bók, sem unglingar munu fagna. Hún segir frá krökkum á gelgjuskeiði, segir frá amstri þeirra og önn í skóla; segir frá draumum þeirar og þrám; ótta barnsins við sjálft sig; óttanum við sogaflið, sem dregur þau nauðug, viljug áfram. Þetta eru venjuleg böm, þú og ég, og okkur er boðið inná heimili þeirra, sumra, svona eins og til þess að undirstrika, að enginn er einn við gerð sinnar gæfu. Höfundur er meistara penni, und- arlega þroskaður stíll hjá svo ungum manni, gefur fyrirheit um mikil af- rek. Persónur sögunnar eru lifandi og skýrar, einkum finnst mér vel hafa tekizt til með Halla (Aðalsteins- son) og Dísu, og granur minn er, að þau séu fulltrúar radda í bijósti skáldsins sjálfs. Sum atriði bókarinn- ar era hreint frábær, til dæmis upp- haf lýsingarinnar á skemmtiferðinni í skólalök (132—134), þú lest ekki aðeins, þú sérð atburðina gerast. Til hamingju ungi höfundur. En þá kem ég að því er mér finnst miður um söguna. Höfundi er mikið niðri fyrir, vill hafa áhrif til góðs, dregur fram myndir sem við könn- umst við, ætlar þær sem undirstrikun sinna eigin orða. En hér þarf að fara að með gát, og mýkri orðum hefði þurft að fara með harmsöguna á bls. 27. I þessari gerð er hún ekki við hæfi. Auðvitað er ég orðinn gamall, smekkur minn því merktur, en skelf- ing særir mig, þegar svona snjall ana era t.d. að koma út ljóð sem að forminu til.minna á það sem Jóhann var að senda frá sér fyrir tólf til fimmtán áram. En um Glugga hafs- ins, eftir á að hyggja, segir Gunnar að hún sé »í senn ljós og dökk, ein- föld og dui.;< Af öðru efni þessa Andvara þykir mér svo hlýða að nefna grein Ey- steins Sigurðssonar, Alþýðuskáld og rómantík. Eysteinn hafnar þeirri venju bókmenntafræðinga að draga þá út úr, Bólu-Hjálmar og Sigurð Breiðfjörð, og kalla »alþýðuskáld« þegar fjallað er urn skáld 19. aldar sem að öðra leyti er þá flestum safn- að undir fyrirsögnina: rómantík. Dilkadráttur sá hefur hingað til átt að gefa til kynna að rómantíkin hafí verið alþjóðleg menntastefna sem skólagengnir menn einir hafi getað tileinkað sér. Skáld eins og Bólu- Hjálmar og Sigurður Breiðfjörð, sem kúrðu hver í sínu horni, hafi ómögu- lega getað viðrað sig í þess háttar hámenningarlegu andrúmsklofti og því hljóti þeir að vera sér á blaði — »alþýðuskáld!« Sá er þetta ritar hefur líkt og fleiri tamið sér kæk þennan og talið sjálf- sagt. Eysteinn stær þessu upp í hálf- kæring og býr til hliðstæð en um Ieið dálítið kátleg dæmi sem ætlað er að sýna fram á hve skiptingin sé í raun og veru fráleit. En vissulega hefur hann talsvert til síns máls. Al- þjóðlegar stefnur lærast ekki aðeins í skólum og akademíum, þær eins og berast með vindum og liggja í loftinu og ná til allra, lærðra jafnt sem ólærðra, og yfirleitt til hvers þess sem opinn er fyrir veðrum menn- ingarinnar. Áráttuna að flokka fengum við í arf frá 19. aldar mönnum en það tóku þeir upp sumpart fyrir áhrif frá náttúruvísindunum. Gerum okkur ekki í hugarlund að bókmenntasagan hafi verið skrifuð í eitt skipti fyrir öll. Einhvern tíma verður þetta allt stokkað upp, flokkunin sem annað. Þá bendir Eysteinn á að rómantík- in, sem setti þjóðernið ofar öðra,' hafi af þeim sökum birst með ólíkum hætti í hinum ýmsu löndum. Sé því varhugavert að fella gervalla stefn- una undir einhveija eina heildarskil- greiningu. Það er einnig hveiju orði sannara. Hitt er svo annað mál að flokkun og skilgreining, þótt ófull- komin sé, hefur sína'kosti. Það er að segja ef hún er einungis notuð sem viðmiðun og ekki tekin of bókstaf- lega. Björgúlfur Ólafssoii höfundur apar „piss og tippa japl“ þeirra sem aðeins bultað geta. Það er hægt að ná saman árangri í huga lesandans, með hefluðum orðum, sem leiðir hann til þess framhalds, er þroski hans kýs. Að segja hluti und- ir rós er list, skemmtilegt list, en hana þarf að æfa. Sjónvarpsmynda- taka undir rekkjuvoðum æsajú ungl- ingana, en verður aldrei annað en aumkunarverð sölubrella. Að þessu slepptu er sagan góð, hefði hlotið orðið frábær, ef höfundur hefði verið strangari við útstrikarnir. Kápumynd bráðsnjöll og frágang- ur allur frábær. Slæmur fjárhagur og þverrandi olíubirgðir í austri og vestri valda ráðamönnum vaxandi áhyggjum svo að þeir hyggja á víðtækt samkomulag um afvopnun. Framleiðendur vopna og olíu í Bandaríkjunum svífast einskis til að koma í veg fyrir undirritun afvopnunarsamningsins. I m íhii w mÉ Jp ÍSAFOLD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.