Morgunblaðið - 14.12.1989, Side 26

Morgunblaðið - 14.12.1989, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 14. DESEMBER 1989 Heim úr skólanum glöð: Skóli og umferð ÞEGAR íslendingar hittast er oft rætt um umferð og veður. Þessi umræðuefiii eru iðulega ákjósanleg þegar fólk er að kynnast, t.d. í afinælisveislum eða ferðalögum. Það er oft nei- kvæður tónn í umræðunni, ekk- ert sumar kom þetta árið og enginn gefur eftir í umferð. Áður fyrr skipti veður miklu meira máli fyrir flesta vinnandi íslendinga en nú á dögum. , Umferðin skiptir okkur e.t.v. meira máli núna, þótt gott veð- ur sé æskilegt þá er góð umferð nauðsynleg. Umferðarfræðsla Umferðarráð hefur forgöngu um að 3ja til 7 ára börn ganga í umferðarskóla. Bömin fá reglu- lega send heim verkefni frá Um- ferðarskólanum, Ungir vegfar- endur, sem þau eiga að leysa með aðstoð foreldra. Þessi fræðsla er virðingarverð þótt verkefnin mættu að ósekju vera fjölbreytt- ari og reglulega endurskoðuð. Þegar börnin byrja í grunn- skóla eiga þau samkvæmt lögum og reglugerðum að fá sérstaka umferðarfræðslu allt til loka grunnskóla. Umferð og böm Umferðarmál eru yfirleitt mik- ið rædd í sambandi við samstarf heimila og skóla, a.m.k. í þétt- býli. Það er augljóst að foreldrar verða að fylgjast vel með ferðum barna sinna, fyrst sem gangandi vegfarenda, síðan á reiðhjólum, og unglinga á vélhjólum og bflum þegar fram í sækir. Foreldrastarf Foreldrar geta stutt við um- ferðarfræðslu í skólum með ýms- um hætti, jafnt formlega sem óformlega. Með því að sýna gott fordæmi í umferð eru foreldramir ómeðvitað að ala upp ábyrga veg- farendur. Það er einnig mikilvægt að ganga útí með bömum og benda þeim á öruggar leiðir og vara þau við hættum í umferð. Einnig er. nauðsynlegt að ræða reglulega við börnin um umferð, spyija þau og hlusta á viðhorf þeirra. Foreldrafélög hafa oft tekið umferðarmál föstum tökum, m.a. boðað tii fræðslufunda um um- ferðarmál, bent á atriði sem laga þarf í hverfinu (byggðinni) og staðið með skólanum að ýmiss konar uppbyggingu. Ef foreldra- félag við skóla er ekki starfandi eða óvirkt geta umræður meðal foreldra um umferð verið ákjósan- legar til að virkja foreldra og vekja foreldrafélög. Þannig getur þetta mál styrkt foreldrasamstarf við skóla. Oft getur lítil 'þúfa velt þungu hlassi segir máltækið. Hvað getura við gert? Starfsmenn Umferðarráðs eru tilbúnir að fjalla um þessi mál á fundum og þeir hafa einnig sett fram ýmsar hugmyndir um efni varðandi umferðarmál sem fjalla má um og framkvæma í foreldra- félögum grunnskóla. Hér verður minnt á nokkrar hugmyndir sem geta nýst foreldrum. 1. Umhverfi skóla og skólalóð. 2. Hættulegir staðir á leið bama í skóla. 3. Notkun endurskinsmerkja. 4. Foreldrar við umferðarfræðslu í samráði við kennara og lög- reglu. 5. Stofnun umferðaröryggis- nefndar við skólann. 6. Eftirlit með reiðhjólum og notkun þeirra á haustin. 7. Hjólreiðaþrautir og góðakstur á reiðhjólum. 8. Upplýsingar um slys á bömum á skólaaldri. Að lokum er hér varpað fram þeirri hugmynd að foreldrar skipuleggi ferðir um skólahverfið (byggðina) og leiti að hættulegum stöðum og öðru sem ábótavant er í frágangi umferðarmannvirkja og umferð. Slíkum ábendingum þarf svo að safna saman og koma á framfæri við forráðamenn sveit- arfélaga og Vegagerð ríkisins. Veist þú — hvemig skólaeldhúsið við skólann þinn lítur út? Hvort barnið þitt fær Iögboðna kennslu, þ.e. kennslu í öllum námsgreinum? Hvernig vinnustaður barnsins þíns.er? Hvemig em t.d. stólar, borð, lýsing og aðstaða til að hvílast? Hve marga daga bamið þitt er raunverulega í skóla á ári? Hefiir þú hugleitt Hversu mikilvægt það er að lesa fyrir böm? Ekki hætta að lesa fyrir barnið þitt þegar það getur sjálft stautað. Þá er mikilvægt að lesa bækur sem barnið getur ekki lesið. Veldu bækur sem þér eru hugstæðar, þá verður samvemstundin við lesturinn rfkari. Umsjón: SAMFOK, Guðni Olgeirsson Á ég að gæta bróður míns? eftir Jónas Þórisson Þannig spurði Kain forðum. Öf- und og ágimd hafði gert hann að bróðurmorðingja. Síðan hefur þessi spuming fylgt manninum. Menn hafa einnig spurt: Hver er bróðir minn? Kemur það mér við hvernig aðrir hafa það? Hef ég ekki nóg með mig og mína? Verða íslending- ar ekki fyrst að leysa sín vandamál áður en þeir reyna að hjálpa öðmm? Þannig er oft spurt er málefni Afríku og þróunarlanda eru rædd. Varðar það okkur þótt milljónir manna njóti ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta borðað nægju sína hvern dag eða notið læknis- hjálpar. Nú berast fréttir frá Eþíópíu um nýja hungursneyð í norðurhluta landsins. Talið er að minnst tvær milljónir manna þjáist af matar- skorti. Vegna ófriðar er vafasamt hvort hægt verður að ná til fólksins í tæka tíð með hjálp. Hungursneyð er ekkert nýtt fyr- irbrigði. Með vissu millibili flytja fjölmiðlar okkur fréttir af sveltandi fólki og sýna myndir af deyjandi börnum. Flestir draga þá ályktun að eina orsök vandans sé úrkomu- brestur og slæm uppskera, fyrr eða síðar komi rigningin aftur og hungrið sé úr sögunni. Staðreyndin er hins vegar sú að þurrkurinn er ekki hin upprunalega orsök hung- ursneyðar. Langvarandi þurrkur kemur hins vegar hungursneyð af stað. Tvær ástæður Tveir megin þættir verða að vera til staðar svo að þurrkatímabil valdi hungursneyð og hörmungum, þ.e. fátæklegur og viðkvæmur land- búnaður og rangar pólitískar ákvarðanir. Undanfarna áratugi hefur bilið milli fátækra og ríkra aukist hratt. Nú er talið að um 25% jarðarbúa nýti um 80% af auðnum. í Afríku er t.d. álitið að aðalor- sök hungurs og matarskorts sé fá- tækt. Orsakir fátæktarinnar eru hins vegar taldar margvíslegar, t.d. mörg hundruð ára kúgun nýlendu- veldanna, óskapleg náttúruspjöll og misnotkun á umhverfinu. Það er því ekki alsendis rétt að hálda því fram að þurrkurinn sé eina orsök hungurs og matarskorts. Þurrkatímabil em náttúmfyrir- brigði sem skjóta upp kollinum með vissu millibili. Þess vegna verða þau Jónas Þórisson „Undanfarna áratugi hefiir bilið milli fátækra og ríkra aukist hratt. Nú er talið að um 25% jarðarbúa nýti um 80% af auðnum.“ lönd, er við slík vandamál eiga að stríða, að byggja upp varnarkerfi til að veijast afleiðingum langvar- andi þurrka. íbúar Afríku þurfa því að vera vel undir þurrkatímabil búnir. Matarskortur Afríku eykst stöð- ugt. Með hveiju ári, sem líður, verð- ur þessi heimsálfa háðari matarinn- flutningi og matargjöfum frá út- löndum. Eigin matarframleiðsla minnkaði um 12% frá 1960 til 1980. Á sama tíma jókst innflutningur á matvöm um 8,4% frá 1970 til 1980. Innflutningur á matvælum er því nú orðinn um 25—30% af heildar- innflutningi Afríkulanda. Þetta er óheillavænleg þróun. Það landsvæði þar sem þurrkur- inn heijaði á áttunda áratugnum er mun stærra en þurrkasvæðið á 7. áratugnum og næstum helmingi fleira fólk varð fyrir barðinu á þurrkinum. Skortur þrátt fyrir góð skilyrði Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur bent á að 26 af 31 landi, sem flokk- ast undir svokölluð „minna þróuð ríki“, séu í Afríku. Nú eiga flest þessi ríki við mjög alvarlegan mat- arskort að stríða. Ekkert má bera útaf svo milljónir manna svelti heilu hungri. Og ekki bara það, þessi ríki munu eiga í erfiðleikum að brauð- fæða sig í nánustu framtíð. Árið 1984 var áætlað að Afríkuþjóðir þyrftu 5-6 milljón tonn matvæla til að koma í veg fyrir alvarlegan skort. FAO hefur bent á að þessi sorg- lega staðreynd sé í raun og vem óeðlilegt ástand. Því þrátt fyrir yfir 15 ára þurrkatímabil, landeyðingu og mikla fólksfjölgun býr Afríka yfir miklum möguleikum í land- búnaði. Hver á sökina Matarskortur í Afríku er fyrst og fremst afleiðing flókins mann- legs skipulags og stjómarfars, sem í mörg hundrað ár hefur verið byggt á óréttlæti. Td. mergsugu nýlendu- herramir mörg lönd og gengu hart að náttúruauðlindum þeirra. Gróða- sjónarmiðið var látið ráða. Skógur- inn var höggvinn og jafnvel brennd- ur til þess að fá lými fyrir enda- lausa akra stórbænda sem oft vom útlendingar. Er skógurinn hvarf jókst landeyðing og æ meira land varð að uppþornaðri eyðimörk. Þessi ofnýting og landeyðing hélt áfram eftir að þessar þjóðir fengu sjálfstæði. Enn er umhverfisvemd- un lítið sinnt enda eiga fátæk ríki lítið fjármagn til þeirra hluta. Innri átök Önnur ástæða fátæktar og mat- arskorts er stjórnmálalegs eðlis. Álfan öll einkennist af innri átökum, sem oft em að undirlagi útlendinga og hagsmuna þeirra. Þessi átök reka milljónir á flótta og ræna mörg lönd þeim stöðugleika sem er nauðsynlegur til að hagvöxtur og matarframleiðsla aukist í sam- ræmi við fólksfjölgunina. Milljónir manna em heimilislausar og á flótta á sama tíma sem Afríkuríki eyða um 40% af opinberu fjármagni í vopnakaup. Frá 1960 hafa á milli 70 og 80 byltingar verið gerðar og 13 þjóðarleiðtogar myrtir. Spilling ráðamanna er stórt vandamál og það kémur fyrir að stórar fjárhæðir hverfa í vasa þeirra. Iðnaðarríkin ráða Samtímis því sem hagvöxtur og þjóðartekjur hafa aukist á Vestur- löndum hefur hið gagnstæða gerst hjá mörgum fátækustu ríkjum heims. Þjóðartekjur á mann hafa minnkað, viðskiptakjör versnað og matframleiðsla minnkað. Staðreyndin er sú að það éra iðnaðarlöndin sem ráða að mestu verði á því hráefni sem þróunar- löndin framleiða. Þau ráða einnig verðinu á þeim iðnaðarvömm sem fátæku löndin þurfa að flytja inn. Á ámnum 1980 til 1982 lækkaði verð á hráefni Afríkulanda um 27% en fullunnar vömr hækkuðu í verði. Af þessu urðu viðskiptakjör afskap- lega óhagstæð og skuldabyrði þess- ara þjóða jókst. Er skuldirnar juk- ust minnkaði lánstraustið og vextir hækkuðu. Samtímis þessu minnkar Alþjóðabankinn og Alþjóðaþróunar- stofnunin IDA framlög sín til bar- áttu gegn fátækt um 26%. Ræktað til útflutnings, fólkið sveltur Lágt hráefnisverð á landbúnað- arvömm og aukin skuldabyrði varð til þess að meira þurfti að framleiða til útflutnings. Þessi aukning á framleiðslu til útflutnings kom nið- ur á matarframleiðslunni. Það er greinilegt samhengi á milli aukinn- Afríka á að geta brauðfætt sig sjálf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.