Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 27

Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 27
MORG.UMBLAÐip KIMMTUPAGUR 14. DESEMBEE 1989 27 Hungursneyð kemur fyrst niður á börnum og gamalmennum. ar ræktunar til útflutnings og minnkandi matarframleiðslu. í byrjun þessa áratugar var fólks- fjölgunin um 3,1% á ári en mat- framleiðslan jókst aðeins um 1,6% á sama tíma. Afleiðingin er sú að nú þjást yfir 100 milljónir manna af næringarskorti og hungri. Talið er að um 13 þúsund börn deyi nú á dag í Afríku og líklegt er að sú tala hækki hratt á næstu mánuðum ef ekkert verður að gert. Landið opin und Flest Iönd sunnan Sahara (oft nefnd Sahel-lönd) eru sér ónæg í matarframleiðslu. Aðalorsökin er sem fyrr segir að meiri -áhersla er lögð á ræktun til útflutnings en á matarframleiðslu fyrir landið sjálft. Á þurrkatímabilinu 1970—1974 t.d. var samanlagður útflutningur Sahel-landanna um 1,5 milljarðar dollara. Það var þrisvar sinnum meira en það matarkorn sem flutt var til þessara landa á sama tíma. Jafnframt var stór hluti af besta akurlendi Afríku notað til að rækta bómull og hnetur. Gífurleg umhverfisspjöll hafa átt sér stað í Sahel-löndunum. Skógar hafa verið ruddir og land lagt und- ir akra til framleiðslu á útflutnings- afurðum. Uppblástur er mikill og ágangur manna og dýra hefur auk- ist. Notkun margs konar ei(urefna í landbúnaði hefur valdið skaða. Með minnkandi skóglendi hefur rigningin minnkað og eyðimörkin sótt á. Nú á seinni árum hafa augu ráðamanna þessara landa lokist upp fyrir þessum vanda. Reynt er að snúa vörn í sókn, en fjárhagslegar forsendur hafa ekki verið fyrir hendi. Löndin sjálf eiga litla sem enga fjármuni til að leggja í vernd- un umhverfis og alþjóða peninga- stofnanir hafa lítinn áhuga á um- hverfismálum þar sem lengi getur þurft að bíða arðseminnar. Ef hér á að nást varanlegur árangur verða iðnaðarþjóðirnar að veita rausnarlega aðstoð, enda eiga þær að hluta sök á hvernig komið er. Það er vissulega rétt, sem hald- ið hefur verið fram, að hagvöxtur muni ekki aukast í þessum löndum nema baráttan gegn fátækt og verndun umhverfis fylgiSt að. Án stuðnings iðnaðarríkja og hagvaxt- ar eru ekki efnahagslegar forsendur til að ráðast gegn fátækt og um- hverfisspjöllum. Ef ekki verður dregið úr fátækt og umhvefið verndað í þróunarlöndunum mun hagvöxtur og velsæld iðnaðarríkj- anna ekki standa lengi. Tökum höndum saman Það er ekki síður nauðsynlegt að leysa svokallað norður-suður- vandamál en spennuna milli austurs og vesturs. Vandi þróunarlandanna er ekki einangrað fyrirbrigði er aðeins varðar þau ein. Vandinn er alþjóðlegur og leysist aðeins ef öll ríki heims leggjast á eitt. Marka þarf ákveðna stefnu í baráttunni við fátækt og umhverfisspjöll Sú stefna verður að hafa kristinn kær- leika að leiðarljósi. Þeir sem mikið hafa verða að vera fúsir til að fórna af nægtum sínum. Norðurlöndin hafa nýlega lýst því yfir að þau vilji sameiginlega stuðla að breyttri stefnu í þéssum málum á alþjóðavettvangi. Auka verði varanlegan stuðning við lág- tekjuríki með því að afskrifa skuld- ir og veita fjármunum í baráttuna gegn fátækt og til umhverfisvernd- ar. Fram að þessu hafa íslendingar sinnt þessum málum skammarlega lítið. Lengi vel var öll aðstoð ídend- inga við þróunarlöndin borinnippi af frjálsum framlögum hjálpar- stofnana. Rauði krossinn, Hjálpar- stofnun kirkjunnar og Samband ísl. kristniboðsfélaga hafa í mörg ár unnið markvisst starf á þessu sviði. Þessi samtök leita til landsmanna um stuðning og hafa unnið margt vel. Verkefnin eru mörg og þörfin mikil. Þróunarsamvinnustofnun íslands hefur einnig unnið að þessum mál- um þótt fjársvelti hafi háð henni frá upphafi. Vonandi láta stjórn- málamennirnir ekki sitja við orðin tóm eins og svo oft áður og yeita nú ríflegu fjármagni til þessarar stofnunar svo hún geti sinnt brýn- ustu verkefnum sem sumum er nú þegar búið að lofa. Höfundur hefur í 13 ár starfað að kristniboðs- og hjálparstörfum í Eþíópíu. ®guzzini Hinar þekktu ítölsku Guzzini búsáhalda og gjafavörur fást nú í miklu úrvali. Nýja línan nýtur mikilla vinsælda. HAGKAGP — Kringlunni og Skeifunni. RÓMOÐ ÍTÖLSK HÖNNGN 0guzzini Á skútu um heimsins höf UnnurJökuyólUr Þnrbjöm ptgnteen KJÖLFAR KRÍUNNAR er ævintýraleg ferðasaga. Þorbjörn og Unnur smíða skútu, sigla á henni um hálfan hnöttinn og skrifa síðan um þessa stórfenglegu reynslu. Útkoman er einkar vel skrifuð og vönduð bók um framandi mannlíf. Fjörleg frásögn skreytt ótal lít- myndum. Þetta er bók um fólk sem þorði aé lóta drauminn rætast. I og menning í ÞJÓÐBRAUT HEIMSBÓKMENNTA Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.