Morgunblaðið - 14.12.1989, Side 30

Morgunblaðið - 14.12.1989, Side 30
18 30 686) M HUOAaUTMlTO QlQAJHVTUOflOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 HIADBORD, UIÁTtlD Jólahiaðborð kl. 19. Dansleikur frá kl. 22. Aðgangseyrir 750 kr. Frítt á dansleik fyrir matargesti. ÓMAR RAGNARSSON mætir kl. 23 og leysirfrá skopskjóðunni. HLJÓMSVEITIN EINSDÆMi leikur á fullum dampi til kl. 3. Eru skattaútreikn- ingar fjármálaráðu- neytisins villandi ? Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi athugasemd frá fjár- málaráðuneytinu. Fyrr í þessari viku lagði fjármála- ráðherra fram á Alþingi lagafrum- varp um breytingar á tekju- og eign- arskattslögunum. í fylgiskjölum með frumvarpinu eru kynntir útreikning- ar hagdeildar fjármálaráðuneytisins á áhrifum þessara breytinga á skatt- greiðslur á næsta ári, bæði fyrir ein- staklinga, einstæða foreldra og hjón. Þar kemur fram, að á móti lægri virðisaukaskatti en áður var gert ráð fyrir er reiknað með hækkun tekju- skatts, að meðaltali um 0,9% af tekj- um. Þar kom líka fram, að þessar breytingar kæmu misjafnlega við skattgreiðendur. Hækkunin er mest hjá hinum tekjuhæstu og minnst hjá lágtekjufólki og barnafjölskyldum. Þar sem í mörgum tilvikum er um lækkun að ræða miðað við gildandi lög. Þessir útreikningar hafa orðið til- efni til misskilnings og jafnvel rang- túlkana, sem óhjákvæmilegt er að leiðrétta. Þetta á sérstaklega við um athugasemdir, sem komið hafa frá hagfræðingum BSRB og ASÍ, en þær eru væntanlega byggðar á faglegri skoðun á þessum málum. Þess vegna er enn nauðsynlegra en ella að koma á framfæri skýringum ráðuneytisins, þannig að almenningur geti áttað sig á því, hvernig þessar skattbreytingar koma við pyngju hvers og eins á næsta ári. Um það hlýtur málið að snúast. Breytingarnar eru fjölmargar, en að því er tekjuskatt einstaklinga varðar skiptir tvennt mestu máli: 1. Hækkun á skatthlutfalli úr 30,8% í 32,8%. 2. Sérstök hækkun á persónu- afslætti og barnabótum umfram það sem reiknað var með í fjárlagafrum- varpi til þess að draga úr áhrifum hækkunar á skattprósentunni á af- komu fólks með lægstu tekjurnar, sérstaklega bamafólks. Niðurstaðan af þessum breyting- um er sú, að heildarskattbyrði ein- staklinga af tekjuskatti, þ.e. hlutfall tekjuskatta af tekjum, eykst um 0,9% á næsta ári miðað við það sem orðið hefði að óbreyttum lögum. Skýringin er sú, að það er verið að afla við- bótartekna í ríkissjóð á næsta ári til þess að fjármagna lægra hlutfall í virðisaukaskatti en áður var búið að reikna með. Samkvæmt útreikningum hag- deildar fjármálaráðuneytisins kemur fyrirhuguð breyting á tekjuskatti ein- staklinga hins vegar misjafnlega þungt við einstaka skattgreiðendur. Hækkunin er minnst hjá hinum tekjulægstu. í mörgum tilvikum er beinlínis um lækkun að ræða, miðað við gildandi lög eins og til dæmis á við um einstæða foreldra með tekjur í kringum meðallag og barnafjöl- skyldur með tekjur undir 135.000 krónum á mánuði, en um þriðjungur hjóna er undir þessum mörkum. Hjá öðrum þyngist skattbyrðin, mest þó hjá einstaklingum með háar tekjur. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna þessa útreikninga og jafnvel talið þá leiða til gagnstæðrar niðurstöðu, þ.e. að hinir lægstlaunuðu komi verst út úr breytingunni. Þá hafa verðlags- og launaforsendur útreikninganna verið taldar óraunhæfar. Þetta hefur meðal annars komið fram í viðtölum við hagfræðinga hjá BSRB og ASÍ. En um hvað snýst málið? Er hag- fræðin svona óútreiknanleg, eða er vísvitandi verið að blekkja fólk? Og ef svo er, hver er að blekkja hvern? Hvað sýna útreikningar fjármála- ráðuneytisins? Þeir sýna samanburð á skattbyrði launafólks, annars vegar miðað við núgildandi lög, þ.e. for- sendur fjárlagafrumvarpsins, og hins vegar miðað við forsendur tekju- skattsfrumvarpsins. í fylgiskjölum með frumvarpinu er þetta gert með tvennum hætti. Annars vegar með samanburði á skattgreiðslum í des- ember 1989 og janúar 1990, sem sýnir stöðuna rétt fyrir og eftir ára- mótin, en gefur ekki heildarmynd af kerfisbreytingunni. Þess vegna er jafnframt gerður annars konar samanburður, sem sýn- ir meðalbreytingar milli áranna 1989 og 1990. Um leið felst í þessu saman- burður á skattbyrði á næsta ári mið- að við gildandi lög annars vegar og samkvæmt frumvarpinu hins vegar, því að forsendur fjárlagafrumvarps miðuðust við það, að skattbyrðin yrði óbreytt milli 1989 og 1990. Þetta má skýra með dæmum. Krónu- tölumar eru allar á verðlagi ársins 1989: sjá töflu 1. Eins og taflan ber með sér þá hækkar tekjuskattur hjá einstaklingi með 90.000 krónur í mánaðarlaun um tæplega 900 krónur á mánuði samkvæmt frumvarpinu. Hjá ein- stæðu foreldri með 80.000 króna TOSHIBA SJÓNVARRSTÆKI Við fengum takmarkað magn afþessum gæðalitsjónvörpum frá TOSHIBA á einstöku verði. ★ Flatur, kantaðurskjármeð fínniuppiausn, hægtað sitja í2m fjarlægð frá tækinu. * Fullkomin fjarstýring, allarskipanirbirtastáskjánum, en hverfa að 5 sek. liðnum. ★ Gert fyrir framtíðina, tekur við útsendingum frá öllum kerfum: PAL (evrópskaj, SECAM (franska), NTSC (bandaríska). ★ SUPER VHS tenging og EURO-A V tengi fyrirmyndbandstæki, hljómtæki, tölvurog gerfihnattamóttöku. ★ Tímarofi, sem getur slökkt á tækinu að 30, 60, 90 eða 120 mínútum liðnum. Þetta er jólagjöf allrar fjölskyldunnar í ár. Hafið hraðar hendur, því svona tækifæri til að endurnýja gamla tækið gefst ekki aftur á næstunni! ' Staðgreiðsluverð. Afborgunarverð erkr. 89.900 T08Ht8A Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 — 16995 og 622900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.