Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 32

Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 32
32 MORGUNÉLAÐÍÐ FIMMTUDAGUR' 14. DESEMBER T989 Kristján Jóhannsson óperusöngvari; Syngur í fjórum óperum á Scala á næsta leikári Varð að breyta fyrirætlunum sínum til að geta verið til taks við óperuhúsið „Mínar fyrirætlanir breyttust allmikið vegna þess að það komu upp vandamál á Scala og opnunin á leikárinu gekk öðru vísi en ætlað var. Á góðri íslensku má segja að hér hafi allt orðið vit- laust. Frumsýningin 7. desember fór öll úr skorðum, gagnrýnin óvægin og svoleiðis hróp og köll og pú í salnum að það heyrðist ekki mannsins mál,“ sagði Kristján Jóhannsson, óperusöngvan á Ítalíu, er hann var inntur eftir breytingum á fyrirætlunum sínum, en Kristján ætlaði að vera á íslandi um jólin, meðal annars til að kynna nýja plötu með söng sínum sem komin er út. Kristján sagði að það væri óp- eran Vespre Siciliani eftir Verdi, sem um væri að ræða. Þetta væri ekki venjuleg Verdi ópera, enda sjaldflutt. Einna helst væri hún lík Rigoletto. Tenórinn, sem væri bandarískur og héti Chris Merritt, hefði einkum verið gagnrýndur fyrir túlkun sína, en hann væri þekktur Rossini tenór. Riccardo Muti, stjórnandi Scala, hefði haft samband við sig og óskað eftir að hann undirbyggi tenórhlut- verkið nú og væri til taks ef ástandið versnaði, en búið var að ákveða að Kristján syngi þetta sama hlutverk á Scala á næsta leik^ri og í Frakklandi í apríl. Fyrir bragðið hefði hann þurft að setja allt annað frá sér, en það væri mikið í húfi, þar sem bæði ætti að taka óperuna upp á plötu hjá EMI og myndband. Auk þess hefur Kristján undirritað samning við Scala um að syngja í fjórum óperum á næsta leikári, samtals átján sýningar. Kristján sagðist hafa ætlað að koma heim og kynna nýju hljóm- plötuna Með Kristjáni áður en þessi uppákoma kom í veg fyrir það. Hann sagði að sér fyndist platan merkileg fyrir þær sakir að þetta væri safn af upptökum á söng hans með Sinfóníuhljóm- sveit Islands á tónleikum, en ekk- ert hefði áður verið gefið út með söng hans og leik hljómsveitarinn- ar. „Upptökurnar spanna átta ár og það er dálítið áhugavert að fylgjast með breytingunum og að ég held framförum. Efnisskráin breytist líka. Fyrstu upptökumar eru með létt lýrískri tónlist, en smám saman færi ég mig upp á Kristján Jóhannsson skaftið og platan endar eiginlega í drama. Þarna má fylgjast með þroskabreytingum, bæði raddlega og listrænt. Ég hef nú alltaf verið álitinn og lít á mig sjálfan sem sviðsmann og koma betur út á tónleikum heldur en í stúdíóupp- tökum. Fyrir bragðið kemur fram á plötunni mikil stemning. Ég held að þetta sé eigulegur hlutur og vona að einhver hafi ánægju af,“ sagði Kristján Jóhannsson. Endurbætur á Árna Friðrikssyni; Gengið til samninga við Þor- geir og Ellert hf. á Akranesi Vélsmiðja Seyðisfjarðar smíðar mælingabát Landhelgisgæslunnar Sjávarútvegsráðuneytið hefúr veitt fúlltrúum Hafrannsóknar- stoftiunar umboð til að hefja samningaviðræður við skipasmíðastöð- ina Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi um endurbætur á rannsóknar- skipinu Árna Friðrikssyni. Þá hefúr dómsmálaráðuneytið veitt Landhelgisgæslunni umboð til að hefja samningaviðræður við Vél- smiðju Seyðisfjarðar um smíði á mælingabát. Alls bárust 16 tilboð í endurbæ- turnar á Árna Friðrikssyni, þar af 10 erlend, en lægsta innlenda til- boðið átti Þorgeir og Ellert hf. og hljóðaði það upp á 60 milljónir króna. 1 'h% munaði á lægsta til- Sleipnir vill tvöföldun grunnlauna SLEIPNIR, félag langferðabíl- sljóra, og viðsemjendur þeirra fúnduðu í gær um nýja kjara- samninga hjá ríkissáttasemjara. Samningarnir verða lausir 1. janúar og vísaði félagið deilunni strax til sáttasemjara. Reiknað er með öðrum fúndi fyrir ára- mót. Sleipnir hefur lagt fram kröfur um nær tvöföldun grunnlauna úr um 42 þúsund krónum í um 80 þúsund. Þá er gerð krafa um 50% álag á laun ef um tungumálakunn- áttu er að ræða og einnig álags ef bifreiðastjórar þurfa að selja miða. boðinu og tilboðum Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. og Vélsmiðjunnar Stál hf., sem buðu sameiginlega í verkið, og Slippstöðvarinnar á Akureyri hf. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknarstofnunar, sagði að samningaviðræður hæfust í dag við fulltrúa Þorgeirs og Ellerts og reynt yrði að ljúka þeim innan fárra daga því málið hefði þegar dregist úr hömlu. „Þetta gjörbreytir stöðu fyrir- tækisins og hefur það í för með sér að við höfum verkefni í skip- asmíðum fram á vor,“ sagði Guðjón Guðmundsson, skrifstofustjóri Þorgeirs og Ellerts hf. „Á næstu dögum verður reynt að endurráða sem flesta sem sagt var upp í síðustu viku,“ bætti hann við, en þá 77 manns sagt upp starfi. Rannsóknarskipið Árni Friðriks- son er smíðað í Lowestoft í Eng- lahdi árið 1967. Vignir E. Thor- oddsen, tæknifræðingur hjá Ha- frannsóknarstofnun, sagði að aft- urhluti skipsins yrði endurbyggður, komið yrði upp aðstöðu til að geyma afla, ný rannsóknarstofa - yrði smíðuð og vél skipsins yrði endurbyggð. Þá verður settur í skipið nýr spilabúnaður. Heildarkostnaður við endurbæ- turnar verður 90 milljónir króna, þar af varahlutir upp á 27 milljón- ir og þijár milljónir króna fara í eftirlits- og hönnunarkostnað. Vignir sagði að verkið tæki um fjóra mánuði. Lægsta tilboðið kom frá Póllandi og var það um 12 milljónum lægra en tilboð Þorgeirs og Éllerts. Vign- ir sagði að talið væri hagkvæmari að láta íslenska aðila um endur- bæturnar þar sem töluverður kostnaðarauki fylgdi því að láta viðgerðina fara fram erlendis. Vignir sagði að tilboðin sem bár- ust hefðu verið mun hærri en búist hefði verið við. „Við áttum ekki þessa peninga og leituðum til sjáv- arútvegsráðuneytisins fyrir um þremur vikum. Svar barst síðan í gær þegar okkur var veitt umboð til að hefja samningaviðræður við Þorgeir og Ellert,“ sagði Vignir. Hæsta tilboðið kom frá skipa- smíðastöð í Lowestoft á Englandi, þar sem Ámi Friðriksson var smíðaður, og var það röskum 30 milljónum króna hærra en lægsta innlenda tilboðið. Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, sagði að frá og með 1. febrúar á næsta ári yrði Slippstöðin verk- efnalaus. Öllum starfsmönnum stöðvarinnar var sagt upp 1. nóv- ember síðastliðinn. „Þetta er slæmt fyrir okkur en væntanlega jákvætt fyrir Þorgeir og Ellert hf.,“ sagði Theódór Blöndal, forstjóri Vélsmiðjunnar Stál á Seyðisfirði. Hann sagði að öllum verkefnum vélsmiðjunnar lyki fyrir áramót og engin verkefni væru framundan. „Við höfum ver- ið með atvinnurekstur hér í 40 ár án þess að þurfa að segja upp starfsfólki og ég vona að til þess þurfi ekki að koma nú,“ sagði Theódór. Alls bárust níu tilboð í smíði 30 metra langs mælingabáts fyrir Landhelgisgæsluna en verkið var aðeins boðið út innanlands. Lægsta aðgengilega tilboðið barst frá Vél- smiðju Seyðisfjarðar og hljóðaði það upp á rúmar 53 milljónir króna. Samningaviðræður milli Landhelg- isgæslunnar og vélsmiðjunnar hefjast næstu daga. Ráðgert er að smíði bátsins ljúki næsta sumar. Formaður VSÍ áfimdi hjá VMSÍ í fyrsta sinn EINAR Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambands íslands, kom á fúnd fram- kvæmdastjórnar Verkamanna- sambands Islands á þriðjudag og ræddi í rúma tvo tíma horfúrnar í kjara- og þjóðmálum frá sjónar- horni vinnuveitenda. Þetta er í fyrsta skipti sem formaður VSI kemur á ftind hjá VMSÍ, en áður hafa ráðherrar komið á fúndi og rætt og kynnt tiltekin málefúi. „Ég ræddi við stjórn VMSÍ um það hvort við gætum náð saman um engar eða nánast engar kaup- hækkanir og reyndi að skýra hvað við teljum vera fólgið í því, ef við færum leið ört hjaðnandi verð- bólgu,“ sagði Einar Oddur eftir fundinn. Hann sagðist telja að VSÍ og ASÍ ættu að gera allt sem þess- ir aðilar gætu til þess að ná saman um ofangreinda leið, því aðeins þannig mætti varðveita starfsgetu framleiðslugreinanna og lífskjör fólks. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður VMSÍ, sagði að Einar hefði boðist til að koma á stjórnarfundinn og það hefði verið þegið. í orðum sínum hefði Einar Oddur Iagt áherslu á að það yrði að ganga í það að keyra verðbólguna niður meðal annars með harkalegum að- gerðum í vaxtamálum. Ef það tæk- ist ekki biði bara sameiginlegur dauðdagi. Þá hefði komið fram hjá honum skilningur á að það þrengdi að hjá fólki og því þurfi fulltrúar vinnuveitenda og verkafólks að ná saman um lækkunaraðgerðir. „Þetta .var skemmtileg tilbreyt- ing. Hann er hress og afgerandi, svona dálítið önnur manngerð en verið hefur þarna," sagði Guðmund- ur. Hann sagði aðspurður að það gæti vel verið að flötur fyndist á samkomulagi um samninga á þess- um grunni. Leiðrétting í frétt um gjaldþrot Lindalax hf. sl. þriðjudag var það missagt að Iðnlánasjóður væri einn stærsti kröfuhafinn. Þar átti að standa Iðn- þróunarsjóður eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins um sama mál í gær. Er beðist velvirðingar á þess- um mistökum. * Aðalfiindur Alafoss hf.: Tapið í fyrra 724 milljónir AÐALFUNDUR Álafbss hf. v/rekstrarársins 1988 var haldinn á Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 12. desember sl. Ástæða þess að aðalfundur er ekki haldinn fyrr er sú að eigend- ur félagsins vildu sjá fyrir endann á að fjárhagsleg endurskipulagn- ing á rekstri fyrirtækisins, sem staðið hefur yfir frá því í janúar sl., næði fram að ganga, segir í frétt frá Álafossi. Á aðalfundinum var lagður fram rekstrar- og efnahagsreikn- ingur fyrir árið 1988. Þar kemur m.a. fram að heildartap ársins 1988 nam um 724 millj. kr. Tap af reglulegri starfsemi félagsins. á íslandi nam um 273 millj. kr. fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld. Að öðru leyti skýrist niðurstöðut- alan af afskriftum, 102 millj. kr., fjármagnsgjöldum, 199 millj. kr., tapi af rekstri dótturfélaga, um 49 millj. kr., og tapi af eignasölu, að meðtöldum gengismun, 101 millj. kr. Framan af ári 1988 féll til mik- ill kostnaður vegna skuldbindinga gömlu fyrirtækjanna og samein- ingarinnar. Björgvin Bjarnason fyrrver- andi bæjarfógeti látinn BJÖRGVIN Bjarnason, fyrrver- andi bæjarfógeti á Akranesi lést á sjúkrahúsinu þar í bær sl. mánudag, 74 ára að aldri. Björgvin fæddist 12. júlí 1915 í Vík í Mýrdal. Foreldrar hans voru Bjarni Kjartansson forstjóri Áfeng- isverslunar ríkisins á Siglufirði og Svanhildur Einarsdóttir frá Vík í Mýrdal. Björgvin lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1937 og prófi í lögfræði frá Háskóla fslands árið 1944. Hann stundaði málflutning á Siglufirði á árunum 1944 til 1947 og var kenn- ari við Gagnfræðaskólann þar frá 1945 til 1947. Björgvin var ráðinn bæjarstjóri á Sauðárkróki árið 1947 og varð hér- aðsdómslögmaður árið 1951. Hann var skipaður sýslumaður í Standa- sýslu árið 1958 og sýslumaður í ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á ísafirði árið 1968. Björgvin var skipaður bæjarfógeti á Akranesi árið 1973 og gegndi því emþætti þar til í nóv 1985 er hann lét af störfum vegna aldurs. Björgvin var formaður skóla- nefndar Hólmavíkur árið 1958 og Björgvin Bjarnason kosinn í yfirkjörstjóm í Vestfjarðar- kjördæmi árið 1959. Hann sat í stjóm Brunabótafélags íslands frá 1961_og var formaður í Dómarafé- lagi íslands árið 1972 til 1973. Eiginkona Björgvins, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, lifir mann sinn ásamt þremur börnum þeirra hjóna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.