Morgunblaðið - 14.12.1989, Síða 34

Morgunblaðið - 14.12.1989, Síða 34
sser aaaMaaga .r r HUOAflUTMMia aiaAjaviunHOM "MOTKGUNBLXÐIÐ ' FIMMTUDAGUR 14. DESEMBERTH89 ‘ ‘ Frá fundi utanríkisráðherra 24 ríkja í gær. Fundur 24 ríkja í Brussel: Reuter Bankasamruni; Danske Bank stærst- ur á Norðurlöndum Kaujimannahöfn, Stokkhólmi. Reuter. STJORNENDUR danska bankans Provinsbanken tilkynntu í fyrradag að hann muni sameinast Den Danske Bank og Handelsbanken í jan- úar en við það verður til stærsti banki Norðurlanda, Danske Bank. Heildareignir hins nýja banka munu nema 400 milljörðum danskra króna, jafnvirði 3.700 milljarða ísl. króna. Þá var tilkynnt um bankasamein- ingu í Stokkhólmi í síðustu viku. Þar ákváðu stjórnendur Nordban- ken að taka kauptilboði PK-banken og mun nýi bankinn bera nafn þess fyrrnefnda. Heildareignir nýja bankans nema 309 milljörðum sæn- skra króna, 3.090 milljörðum ísl. króna. Tveir af þremur stærstu bönkum Noregs, Bergen Bank og Den Norske Creditbank, ákváðu að sam- einast sl. október og búist er við tíðindum af þessu tagi úr finnska fjármálaheiminum á næstunni. Talsvert hefur verið um samein- ingu banka á Norðurlöndunum í haust. í síðustu viku var t.a.m. ákveðið að sameina bankana Pri- vatbanken, SDS og Andelsbanken í nýjan banka sem heita mun UNI Bankdanmark. Heildareignir þeirra námu 300 milljörðum danskra króna um síðustu áramót. Hinn nýi Danske Bank og UNI Bankdan- mark munu sín á milli ráða um 60% fjármagnsmarkaðarins. Styðja þróunarhanka fyrir Ungverjaland og Pólland ^ Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Á FUNDI 24 ríkja um stuðning við Pólland og Ungverjaland sem haldinn var í Brussel í gær kom fram áhugi þátttökuríkjanna á aðild að fyrirhuguðum fjárfestinga- og þróunarbanka fyrir Ung- verjaland og Pólland. Jaftiframt Iýstu fundarmenn áhuga sínum á að gefa Austur-Þjóðverjum, Tékkóslóvökum, Búlgörum og Jú- gólsövum kost á að njóta styrktaraðgerðanna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Jón Baldvin Hanniblasson ut- anríkisráðherra, sem sat fundinn fyrir íslands hönd, sagði að íslend- ingar hefðu áhuga á þátttöku í jöfnunarsjóði sem setja á upp til að styrkja gjaldmiðla ríkjanna. Jón Baldvin sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um aðild að þróunar- bankanum að svo stöddu en íslensk stjórnvöld hygðust kynna sér málið. íslendingar hefðu þegar komið á fót samstarfsverkefni við Ung- veija um nýtingu jarðhita sem væri töluvert stórt verkefni. Um frekari matvælasendingar sagði Jón Baldvin að það yrði metið þegar ljós væri árangur af þeim sendingum sem þegar hefðu farið frá íslandi. Hugað að fleiri ríkjum í yfirlýsingu sem birt var í Brussel í gærkvöldi kemur fram mikil ánægja fundarmanna með þá þróun sem á sér stað í lýðræði- sátt í Póllandi og Ungveijalandi. Lagt er til að styrktaráætlanir verði færðar út og látnar ná til Tékka, Búlgara, Austur-Þjóðveija og Júgóslava þegar sýnt þykir að samskonar breytingar staðfestist í löndum þeirra. Sársaukafullar breytingar Utanríkisráðherra Póllands og Ungveijalands ávörpuðu fundinn og gerðu grein fýrir stjómmála- legri og efnahagslegri stöðu ríkjanna. I máli pólska ráðherrans kom fram að þær breytingar sem eiga sér stað þar í landi séu mjög sárs- aukafullar, verðbólga sé mikil í Póllandi og kaupmáttur, sem var lítill, hafi rýmað um 20-30%. Þeir verst stöddu séu á barmi hungurs- neyðar. Ástandið í Ungveijalandi er ekki jafn alvarlegt enda land- búnaður þar þróaðri og ekki yfir- vofandi matvælaskortur. í ályktuninni kemur fram að mörg ríkjanna hyggja á frekari matvælaaðstoð strax í upphafi næsta árs. Um það sagði Jón Baldvin að ekki væru neinir fjármunir tryggð- ir til þess á fjárlögum næsta árs en eins og áður sagði yrði lagt mat á áframhaldandi aðstoð af íslands hálfu þegar reynsla væri fengin. Verkeftium raðað í forgangsröð Jón Baldvin sagði að athyglis- vert að á fundinum hefði verið lagt mat á þær breytingar sem ættu sér stað í þessum ríkjum og hins vegar hefði verkefnum verið raðað í pólitíska forgangsröð. Áherslan yrði lögð á jöfnunar- sjóði, þróunarbanka og áætlanir um starfsþjálfun í löndunum. I ályktun sinni gera ráðherrarn- ir ráð fyrir því að mjög náið sam- ráð verði um allar aðgerðir til að styrkja lýðræðisþróunina og sam- starf verði tekið upp á öllum þeim sviðum sem mögulegt er, m.a. lýstu Bandaríkjamenn sig reiðu- búna til viðræðna um að samræma þróunarsjóði sína fyrirhuguðum þróunarbanka. í lok yfiriýsingarinnar er lögð áhersla á mikilvægi þeirra pólitísku- og efnahagslegu breyt- inga sem eiga sér stað í Sovétríkj- unum. Gert er ráð fyrir því að ríkin 24, þ.e. Vestur-Evrópu-ríkin ásamt Kanada, Bandarikjunum og Japan, hittist um leið og tilefni gefst til á næsta ári. Reuter Ró færistyfir Lífið er nú að færast í eðlilegt horf í Manílu höfuðborg Filipps- eyja eftir að uppreisnartilraun gegn Corazon Áquino forseta var brotin á bak aftur. Hér sést hermaður sitja flötum beinum í höfuðborginni — í baksýn er jólaskreyting. Umræður í miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins um helgina: „Erum á rangri braut fyrst páfinn og kapítalistarnir hrósa okkur“ Staðfest að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hótaði að segja af sér Moskvu. Reuter. STAÐFEST var í gær að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hótaði að segja af sér á miðstjómarfúndi sovéska kommúnistaflokksins um siðustu helgi þegar honum grömdust árásir harðlínumanna í flokknum. Kemur þetta fram í grein eftir Daniil Granin, þingmann á fúlltrúaþingi Sovétríkjanna, sem birtist í Moskvufréttum í gær. Það gerðist markverðast á öðrum degi fulltrúaþingsins í gær að Nikolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hvatti til þess að Comecon-ríkin miðuðu við heimsmarkaðsverð í viðskiptum sínum frá og með ársbyijun 1991. Granin fékk að sitja miðstjórn- arfundinn um helgina sem gestur. Segir hann að Gorbatsjov hafi sætt þungum ásökunum frá hátt- settum kommúnistum um að stefna hans væri röng. „Það kom ekki á óvart að þessar ræður særðu Gorbatsjov djúpt. Og það svo mjög að hann lýsti því yfir að væru verk hans undafarin ár metin á þennan veg þá væri hann reiðubúinn að leggja niður völd.“ Skrif Granins er fyrsta ítarlega greinargerðin um atburðarásina á miðstjórnarfundinum sem birtist í Sovétríkjunum. Indrek Toome, forsætisráðherra Eistlands, gaf í skyn á sunnudag í viðtali við dag- blað í Tallinn að Gorbatsjov hefði hótað að segja af sér en ritstjóri Prövdu fullvissaði lesendur sína síðar um að svo hefði ekki verið. Granin segir ekki hvernig fund- urinn hafi þróast eftir þessi um- mæli Gorbatsjovs en aðrar heim- ildir segja að harðlínumenn hafi hætt árásum á Sové.tleiðtogann við svo búið. Stjórnmálaskýrendur segja að Gorbatsjov hafi tvisvar áður hótað að segja af sér síðan hann komst til valda árið 1985. Granin lýsir þungum áhyggjum sínum yf ir því sem hann varð vitni að á miðstjórnarfundinum. „í fyrsta skipti heyrði ég beinar ásakanir á hendur Gorbatsjov úr munni háttsettra flokksmanna en ekki á fundi með óánægðum verkamönnum. Því var haldið fram að stefna hans væri röng og tímabært að „fara yfir á rétta braut“. Einn sagði: ,“ skrifar Granin. sogu. Hver trúir tveimur tíu ára strákum sem segjast hafa komist á snoðir um afbrot. Gunnhildur Hrólfsdóttir kann að segja börnunum . Spennandi og skemmtileg, myndskreytt barnabók. ÍSAFOLD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.