Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 35

Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 35 Stuðningsmaður Vaclavs Havels í forsetaembættið. H PRAG - Þingið í Tékkóslóvakíu samþykkti í gær með þorra at- kvæða að afnema ýmis lög sem sett voru til höfuðs andófsmönnum í landinu. Kommúnistar eru í meiri- hluta á þinginu og verður tillaga þeirra um þjóðkjör forseta í stað þess að þingið velji þjóðhöfðingja, eins og stjórnarskrá mælir fyrir um, tekin fyrir í næstu viku. Andófs- samtökin Borgaravettvangur hafa lýst andstöðu við hugmynd kommúnista og segja óþarft að hrófla við stjórnarskránni. Mis- hermt var í fyrri fréttum Reuters að þingið hefði samþykkt að reka Milos Jakes, fyrrum leiðtoga ríkis- ins, og annan harðlínumann af þingi. Þingnefnd hafði hins vegar mælt með brottrekstri. ■ BRUSSEL - Landbúnaðarráð- herrar aðildarríkja Evrópubanda- lagsins (EB) óttast að bændur gefi heilbrigðum kúm lyf til að þyngja þær þar sem vaxtarhormón hafa verið bönnuð. Frönsk stjórnvöld hafa kvartað yfir því að bændur í norðlægum londum bandalagsins noti lyf gegn bringukvillum sem fóðurbæti, en þau hafa þær auka- verkanir að skepnurnar þyngjast. Vaxtarhormón hafa verið bönnuð í EB-ríkjunum og Frakkar telja að bændur misnoti nú leyfileg lyf í sama skyni. Mandcla F.W. Klerk SIEMENS H< Sjónvarpstœki Sjónvarps- | myndavélar Hljómtœkja- samstœöur ■ JÓHANNESARBORG — Leið- togi blökkumanna í Suður-Afríku, Nelson Mandela, átti í gær fund með F.W. de Klerk, forseta lands- ins, á skrifstofu hins síðarnefnda í Höfðaborg. Mandela, sem er í varð- haldi í þægilegum húsi skammt frá borginni, fór fram á fundinn „með það að markmiði að rætt yrði hvern- ig ryðja mætti á brott hindrunum sem kæmu í veg fyrir raunhæfar viðræður" stjórnvalda og blökku- manna, að sögn stjórnvalda. Fram- tak Mandela kom stuðningsmönn- um hans á óvart og kvaðst Walter Sisulu, annar blökkumannaleiðtogi, sem nýlega var sleppt lausum, ekk- ert hafa heyrt um viðræðurnar fyr- ir fram. ■ BHÚTAN - Utanríkisráðherra Bhutans, sem er smáríki við norður- landamæri Indiands, aflaði sér mik- illa vinsælda á Allsheijarþingi Sam- einuðu þjóðanna fyrir skömmu, að sögn danska blaðsins Jyllands- Posten. Ræða hans reyndist með afbrigðum stutt og hnitmiðuð. Fulltrúarnir höfðu þurft að hlýða á fjölmargar ræður, flestar þeirra einstaklega lítið áhugaverðar, og það var orðið áliðið dags er Dawa Tsering frá Bhutan sté í ræðustól- inn. Hann hugðist flytja langa og ítarlega lýsingu á ástandi heims- mála. Ráðherrann leit yfir salinn, sagði síðan að það væri orðið nokk- uð framorðið — og lét þar við sitja. Fulltrúarnir klöppuðu meira fyrir honum en nokkrum öðrum ræðu- manni þann daginn. ■ KAUPMANNAHÖFN - Fjár- lagahallinn í Danmörku verður um 18 milljarðar d.kr. (165 milljarðar ísl.kr.) á þessu ári en ekki 1,2 millj- arðar eins og stjórnin hafði áætlað. í fjárlögum næsta árs var gert ráð fyrir 2,8 milljarða halla en samning- ar minnihlutastjórnar Pouls Schlút- ers við flokka utan stjórnar hafa valdið því að hallinn verðnr 7 milljarðar. Feröaviðtœkl Utvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Þ.ÞORGRÍMSSDN&CO r ARMA PLAST ÁRMÚLA 1 6 OG 29, S. 38640 LJÓÐARABB Sveinn Skorri Höskuldsson Ljóóarabb weiM Skwr! HihtkttidMon U« Hugvekjur um kvæði ýmissa ólíkra skálda fyrr og nú, m.a. Bjarna og Jónasar, Davíðs og Tómasar, Steins og Hannesar Péturssonar, o.m.fl. ANDVARI 1989 ANDVARI Tímarit Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs og Hins íslenska þjóðvinafélags. Ritstjóri: Gunnar Stefánsson. Aðalgrein ritsins er æviþáttur um Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor, eftir Pál Theodórs- son, eðlisfræðing. Fjölbreytt efni: Ritgerðir og Ijóð. ALMANAK HÍÞ 1990 ALMANAK Hins Ijfenrka Þjóövinaféloos 1990 Almanak um árið 1990, reikn- að af Þorsteini Sæmundssyni Ph.D., og Árbók íslands 1988 eftir Heimi Þorleifsson. Nauð- synleg bók á hverju heimili. STUDIA ISLANDICA 47 fslensk fræði Bók á þýsku um upphaf ís- lensk-norskrar sagnaritunar, eftir Gudrun Lange. SONNETTUR William Shakespeare 11 i/litim Niakts/inm ymnettur 154 sonnettur I íslenskri þýð- ingu Daníels Á. Daníelssonar og greinargerð um sögu þessa skáldskapar. Merkur bókmenntaviðburður. Jóla- gjöf Ijóðaunnenda. HAUST- BRÚÐUR Þórunn Sigurðardóttir Haust- brúður Pórunn Sigurðardóttír LEiKRrr i t-d Leikritið um amtmanninn á Bessastöðum og heitkonu hans, Aþpoloníu Schwartzkopf sem frumflutt var í Þjóðleikhúsinu á s.l. vetri. 3. leikritið í nýjum leik- ritaflokki Menningarsjóðs. SIÐASKIPTIN 1. bindi íill Durant Saga evrópskrar menningar 1300-1517. Tímabil mikilla straumhvarfa í sögu vest- rænnar menningar. Þýðandi Björn Jónsson, skólastjóri. Fróðleg og stórskemmtileg bók. UMBÚÐA- ÞJÓÐFÉLAGIÐ Hörður Bergmann Undirtitill: Uppgjör og afhjúp- un. Nýr framfaraskilningur. - Forvitnilegt framlag til þjóðmálaumræðu um mál í brennidepli. RAFTÆKNI ORÐASAFN II Ritsími og talsími RAFTÆKNI ORÐASAFN Annað bindi nýs orðasafns yfir hugtök úr ritsíma- og tal- símatækni. Unnið af Orða- nefnd rafmagnsverkfræð- inga. Kjörin handbók. FRÁ GOÐORÐUM TIL RÍKJA Jón Viðar Sigurðsson • p Jon V'ðaf Sigurðsson FRÁ GODORDUM TIL RÍKJA ÞRÖUN GOOAVALDS A12 OG13 OLD Bók um þróun goðavaldsins á íslandi á 12. og 13. öld eftir ungan fræðimann, sem tekur til umfjöllunar viðburðaríkt tímabil íslandssögunnar. Bökaúfgöfa ®nra=!41ENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7 • REYKJAVÍK SÍMI 6218 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.