Morgunblaðið - 14.12.1989, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 14.12.1989, Qupperneq 37
MORGUNB^ADjD, FIMMTUpAGyfi ljr ,DE$EMftER,1989 UTFAR ARPJONUSTA OG LIKKISTUSMIÐI I LÍKKISTUVINNUSTOFA fcYVIN D/A R ítiÆ ÁRNASONAK **•’’ Bannað að tala við bátafólkið eftir komuna til Hanoi „Þarf nokkra daga til að jafina sig,“ segir víetnamskur embættismaður Hong Kong. Reuter. FRÉTTAMÖNNUM var í gær bannað að hitta flóttafólkið sem sent var nauðugt viljugt frá Hong Kong til Hanoi, höfiiðborgar Víetnams, á þriðjudag. Var fréttamönnum sagt að það þyrfti að fá tíma til að jafna sig í nokkra daga í Soc San-móttökubúðunum áður en það gæti rætt við fjölmiðla. Nghiem Xuan Tuc, aðstoðarforstöðumaður atvinnu- og félagsmálaráðuneytis Víetnams, sagði í gær að ekki kæmi til mála að Víetnamarnir, 51 að tölu, sem sendir voru heim á þriðjudag, yrðu látnir sæta refsingu. „Þau gerðu mistök með því að halda að þau væru að fara á vit fyrirheitna landsins. Svo reyndist ekki. Þau verða að læra að leggja hart að sér hvar sem þau koma,“ sagði Tuc. Yfirvöld í bresku nýlendunni Hong Kong áforma að flytja hóp af Víetnömum nauðugan til heima- lands síns í næstu viku til viðbótar við þá sem farið var með á þriðju- daginn. Sú ráðstöfun, sem gripið var til í samráði við bresku stjórn- ina, hefur vakið sterk viðbrögð og mótmæli víða um heim. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, hét því á þriðjudag að ekki yrðu fleiri Víetnamar fluttir á brott með valdi fyrr en breska þing- ið hefði rætt málið og verður það tekið fyrir n.k. þriðjudag. Háttsett- ur breskur embættismaður í Hong Kong sagði í ga^r að þegar hefði verið tekin ákvörðun um að flytja innan við 100 Víetnama frá flótta- mannabúðum í Hong Kong til Hanoi í næstu viku og yrði það gert eftir umræðurnar í breska þinginu. Væri búið að leigja flugvél til þess arna frá flugfélaginu Cathay Pacific Tristar. Það er yfirlýst stefna yfir- valda í Hong Kong að senda alla Vietnama heim sem ekki geta sýnt fram á að þeir hafi flúið ofsóknir. Starfsmenn í flóttamannabúðum í Hong Kong segja að þar hafi verið valdir 1.800 Víetnamar sem álitið er að hafi flúið í von um meiri efna- leg gæði og verði hluti þeirra send- ur heim. Efasemdir hafa verið uppi um að Bretar hafi gengið nógu vel frá samningum við Víetnama um að vel verði farið með bátafólkið þegar það kemur heim. Leonard Davis, félagsfræðingur sem býr í Hong Kong og fylgist náið fneð afdrifum bátafólksins, segir að breska sendi- ráðið í Hanoi, sé í engri aðstöðu til að fylgjast með fólkinu þegar það kemur heim eins og því hefur verið falið að gera. Yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna hefur ekki stutt aðgerðir Breta en á hans veg- um hafa 630 Víetnamar snúið heim frá Hong Kong af fúsum og fijáls- um vilja. Um það bil 50.000 víetnamskir flóttamenn hafa flust til Vestur- landa og ríkja Suðaustur-Asíu á þessu ári. I Hong Kong eru um það bil 56.000 Víetnamar i flótta- mannabúðum. A ráðstefnu um bátafólkið í Genf í júní síðastliðnum hétu vestræn ríki því að taka við fleiri Víetnömum en hingað til. Einnig var samþykkt að allir þeir sem komu til Hong Kong fyrir 1. mars á þessu ári fengju aðstoð við að leita nýrra heimkynna en þeir sem síðar kæmu þyrftu fyrst að sannfæra yfirvöld um að þeir hefðu sætt ofsóknum heima fyrir. p rvTr it, ■- * ■ - Reuter Tvö þúsund Víetnamar í Hei Ling Chau-búðunum í Hong Kong efndu til mótmæla í gær vegna þess að yfir þeim vofa nauðungarflutning- ar til Hanoi. Enska heitid ..six-pack" er halt uin n.yjar dreifinrjar- umhuðir fyrir Coke jiar sem sex einingar eru hafdar saman i einni gakkningu. I/erksmidjan Vifilfeil hf. eg Hagkaup efna nu til hugmyndasamkeppn; þar sem leitad er eftir íslensku ordi eða ordasambandi i stadinn fyrir „six-pack ". I boði eru glæsileg verdlaun: Fyrstu verdlaun eru Arctic Cat Prowler velsledi fra Bifreidum og Landbunadarvelum að verðmæti kr. 600.000: önnur verðlaun eru skiði- og skiða- litbunaður fra Sportvali og þriðiu verðlaun eru 50 Coke iþrottagallar og 50 Coke-iþrottatöskur. Bækiingur með nánari upplysingum um tilliögun keppninnar liggur frammi i verslunum Hagkaups i Kringlunni, / Skeifunni, / Kjörgarði við Laugaveg. við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. a Akureyri og í Njarðvik. í bæklingnum er einnig að finna þrjár spurniugar, sem þatttakendur eiga að svara. og þar er auður reitur undir tillögu þeirra að islensku urði eða orðasambandi fyrir ..six-pack“. Skilafresfur i hugmynda- samkeppninni er til 6. januar 1990. Úrslit verða birt í Morgunblaðinu 11. fcbrúar 1990. jSSr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.