Morgunblaðið - 14.12.1989, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 14.12.1989, Qupperneq 39
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989- - MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 39 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla; Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. • • Ongþveiti í fjárlagaafgreiðslu Svo virðist, sem algert öngþveiti ríki í fjármála- ráðuneytinu undir stjórn Ólafs Ragnars Grímssonar. Fyrir ári afgreiddi þingið fyrstu fjárlög ráðherrans með nokkrum afgangi, en þegar komið var fram á mitt ár varð ljóst, að stefndi í margra milljarða halla á fjár- lögum þessa árs. í haust lagði Ólafur Ragnar fram fjárlaga- frumvarp, sem gerði ráð fyr- ir 3 milljarða halla á næsta ári. Þetta frumvarp hefur síðan verið í höndum fjárveit- inganefndar. Niðurstaða Pálma Jónssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefnd- inni, er sú, að það stefni í 7-8 milljarða halla á næsta ári. Þegar síðan er litið til reynslunnar af framkvæmd fjárlaga er ekki ósennilegt, að raunverulegur halli á næsta ári verði mun meiri. Þótt ekki kæmi annað til gefa þessar tölur vísbendingu um, að fjármálaráðherra hafi einfaldlega misst stjórn á þvi verki, sem honum var falið. Fleiri vísbendingar hafa komið fram á Alþingi um að öngþveiti ríki í fjármálaráðu- neytinu. Þegar Sighvatur Björgvinsson, formaður fjár- veitinganefndar, gerði Al- þingi grein fyrir því í fyrra- dag, hvað hefði farið úr bönd- um upplýsti hann m.a., að /hefndin gerði tillögu um hækkun upp á rúmlega hálf- an milljarð á rekstrarliðum. Hvers vegna? Vegna þess, að það þurfti að lagfæra áætlan- ir í frumvarpinu um útgjöld vegna launa, verðuppfærslu og vegna vanáætlana um önnur rekstrargjöld! M.ö.o. slöpp vinnubrögð við undir- búning frumvarpsins. Fleiri lagfæringar þurfti að gera af þessari sömu ástæðu. Jafnframt sagði formaður fjárveitinganefndar, þegar hann var að gera Alþingi grein fyrir því, hvers vegna útgjöld þetta árið verða rúm- ir 8 milljarðar umfram áætl- un: „... í tilraunum manna til þess að ná jöfnuði á pappírnum við afgreiðslu fjárlaga hveiju sinni, þá er sumpart óviljandi og sumpart ekki óviljandi gert ráð fyrir minni útgjöldum, bæði til launagreiðslna og annarra rekstrargjalda, en raunveru- legt umfang ríkisstofnana og ríkisins sjálfs gefa tilefni til.“ Með þessum orðum er for- maður fjárveitinganefndar raunverulega að segja, að fjármálaráðherra hafi blekkt Alþingi með röngum upplýs- ingum. Það eru alvarlegar ásakanir á hendur ráðherran- um, sem hann hlýtur að svara í umræðum í þinginu um fjár- lagafrumvarpið. Ýmislegt bendir til þess, að fjármálaráðherra sjálfur hafi ekki yfirsýn yfir ríkis- fjármálin. A.m.k. sýnist hann hafa aðrar hugmyndir um áhrif virðisaukaskatts á tekj- ur ríkisins en þeir embættis- menn hans, sem veitt hafa nefndum Alþingis upplýsing- ar um málið. Núverandi fjármálaráð- herra hefur haft forystu um það, að auka skattaálögur á almenning um marga millj- arða, bæði á síðasta ári og nú. Þrátt fyrir margra millj- arða nýja skattheimtu er nið- urstaðan á fjármálastjórn hans stórfelldur hallarekstur ríkissjóðs á þessu ári og stór- felldur halli á næsta ári. Nú má færa rök að því, að ein- hver halli á ríkissjóði sé við- unandi, þegar samdráttur rikir í atvinnumálum. En sá hallarekstur, sem Ólafur Ragnar stjórnar fer langt út yfir þau mörk, sem hugsan- lega má færa rök fyrir. Aug- ljóst er að þessi hallarekstur á ríkan þátt í að viðhalda háum vöxtum og vinnur þess vegna gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að lækka vexti. Ef fjármálaráðherra hefði einhveija stjórn á ríkis- fjármálum þyrftu ráðherrar ekki að leita liðsinnis í Seðla- banka til þess að lækka vexti. Þá mundu vextir lækka sjálfkrafa. Fjármálastjórn núverandi ríkisstjórnar er að verða mesta og alvarlegasta efna- hagsvandamál þjóðarinnar. Það skiptir litlu hve fyrirtæki og einstaklingar leggja hart að sér við að ná aukinni hag- ræðingu í rekstri, ef hið sama gerist ekki hjá ríkinu. AF INNLENDUM VETTVANGI ÞÓRHALLUR JÓSEPSSON Tillögur og ákyarðanir um nýja skatta: Nýir skattar á bfla tæpar 900 milljónir króna á næsta ári Skattar á bíla væntanlega 14,5 milljarðar - fjórðungur rennur til vegamála NÝIR skattar á bíla og notkun þeirra skila ríkissjóði að líkindum um 890 milljónum króna í auknar tekjur á næsta ári. Um er að ræða hækkun bensíngjalds um 1,67 krónur í byijun þessa mánað- ar og hækkun kílógjalds, sem boðuð er í stjórnarfrumvörpum, sem nú eru til meðferðar á Alþingi. Utgjaldaauki eiganda meðalbíls vegna þessara hækkana yrði á bilinu sex til átta þúsund krónur. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður innheimti á næsta ári 5,5 milljarða króna af bensíngjaldi, kílógjaldi og þungaskatti, samkvæmt áætlun- um fjármálaráðuneytis. Þá fær ríkissjóður í sinn hlut 10% toll, 16%-66% bifreiðagjald og virðisaukaskatt af nýjum bilum. Sam- kvæmt áætlun íjármálaráðuneytis fyrir þetta ár, skila bílarnir og notkun þeirra um 12,5 milljörðum í ríkissjóð, en af þeirri upphæð renna 3,2 milljarðar, eða rétt rúmur fjórðungur, til vegamála. lagshækkun á síðari greiðslu næsta árs. Alls eru um 140 þúsund gjald- skyldir bílar á landinu. Þeir skipt- ast í nokkra þyngdarflokka í skrám Bifreiðaskoðunar. Bifreiða- gjaldið er að lágmarki 2.400 krón- ur og hámarksgjald er 13.000, þar sem ekki er lagt gjald á meira en 2.500 kíló, þótt bíllinn sé þyngri. Verði vísitöluhækkun á miðju næsta ári svipuð og nú, um 10%, verður kílógjkldið fyrir síðari hluta ársins 5,72 krónur. Gjáldið allt Hækkun kílógjaldsins er reynd- ar þríþætt. í fyrsta lagi átti gjald- ið að hækka samkvæmt bygg- ingavísitölu um áramót, úr 2,84 krónum á kíló fyrir síðari hluta þessa árs í 3,13 krónur fyrir fyrri hluta næsta árs. í öðru lagi er í fjárlagafrumvarpinu gert ráð fyrir hækkun, þar eru nefndar tvær til þijár krónur sem skili 300 milljón- um í ríkissjóð, en samkvæmt upp- lýsingum úr fjármálaráðuneyti var búið að slípa þessa hækkun til og var hún orðin að 20% og átti að skila 250 milljónum í ríkissjóð á næsta ári. í þriðja lagi var ákveðið, í tengslum við aðrar skattahækkan- ir sem boðaðar voru í byijun mán- aðarins, að hækka gjaldið enn, þannig að 350 milljónir til viðbótar kæmu í ríkissjóð. Eftir þessa síðustu hækkun er bifreiðagjaldið orðið 5,20 krónur fyrir fyrri hluta næsta árs og hefur hækkað um 66,1% frá því sem það hefði að óbreyttu orðið eftir vísitöluhækk- unina og um 83,1% frá því gjaldið var innheimt síðast. 1 heild á hækkunin að auka tekjur ríkis- sjóðs um 600 milljónir króna, sam- kvæmt upplýsingum úr fjármála- ráðuneyti. 1,3 eða 1,8 milljarðar? Kílógjaldið allt á samkvæmt sömu upplýsingum að gefa af sér um 1.290 milljónir króna á næsta ári. Hins vegar hækkar sú tala í um 1.800 milljónir, ef tekinn er bifreiðafjöldinn, áætluð meðal- þyngd hans og reiknað með verð- Hækkun kílógjaldsins Sfðari helming þessa árs er kílógjaldið Ljan '90 skv. vísitölu ,-JHiiii hefði orðið mJmkmt fttk SEk en verður l.jan '90 eftir hækkun 83,1 % hækkun 10,2 % hskkun Gjald l.jan '90 fyrir og ettir hækkun, reiknað til eins áis 900 kg bíll: Fyrir 5.634 Eftir Mism. 3.726 1.400 kgbíll: Fyrir 8.764 BHr 14.660 muKo Mism. 5.796 árið yrði á þeim forsendum 10,94 krónur á kíló. Á bifreiðaskránni er bílum skipt, í þyngdarflokka, 1-999 kg, 1.000- 1499 kg, 1.500-1.999 kg, 2.000- 2499 kg og hér er þyngri flokkun- um steypt saman í einn, 2.500 kg og þyngri. í skránni eru urn 142 þúsund bílar, en þeim hefur fækk- að síðan og era nú um 140 þús- und, það er fækkun um 1,7%. Hér era notaðar tölur um fjölda í hveij- um flokki, að frádregnum 1,7%. í léttasta flokki eru þá um 59.700 bílar, sé meðalþyngd þeirra 800 kg, gefur 10,94 króna gjald 552,5 milljónir í ríkissjóð á árinu. í næsta flokki eru 62.000 bílar, sé meðalþyngd þeirra 1.250 kg, gefur gjaldið af sér 647,85 milljón- ir. í miðflokknum era 11.600 bílar, sé meðalþyngd þeirra 1.750 kg, gefur gjaldið af sér 222,08 milljón- ir. I næst þyngsta flokki eru 1.575 bílar, sé meðalþyngd þeirra 2.250 kg, skilar gjaldið 38,77 milljónum. Loks í flokki bíla 2.500 kg og þyngri era alls 5.095 bílar, kíló- gjald af þeim yrði þá 139 milljónir. Samanlagt, á framangreindum forsendum, ætti því kílógjaldið að gefa af sér rámar 1.800 milljónir króna á næsta ári, eða rúmlega Lausleg áætlun um tekjur ríkissjóðs af bifreiðum 1989* (millj.kr.) T ekjur af bif reiðakaupum 4.725 Tekjur af notkun 6.615 Aðrirskattar 1.210 (Sölusk. af bifr.trygg.) (525) Skattar af bifreiðum alls 12.550 Útgjöld v/ bifreiða Útgjöld tll vegamála 3.213 Útgjöld til vegamála sem hlutfall af bifreiðasköttum 25,6% Bifreiðaskattar sem hlutfali af heildartekjum ríkissjóðs 16,3% ‘(Aællun Fjámálar. neylis, mars 1989) Ahrif „Ie!'i“i“ki v/1,67 kr. hækkunar Qif ííftíl- bensíngjalds og OI\aiia 600 mlllj. kr. breytinga klll,i"ds Tekjutap v/ niðurfellíngar söiuskatts af bífreiðatryggingum 609 millj Hækkun um 16% eins og i torsendum fjárlaga 525 millj. hálfum milljarði króna meira en fjármálaráðuneytið áætlar. 290 milljónir vegna hækkunar bensínverðs Opinber gjöld í bensínverðinu (blýlaust bensín) eru nú 32,96 krónur og hækkuðu 2. desember síðastliðinn úr 31,29 krónum. Hlutfall þeirra í verðinu hækkaði úr 64,9% í 66,0%. Bensíngjaldið er hluti af gjöldunum og átti eitt sér, samkvæmtfjárlagaframvarpi, að skila þremur milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári. Reiknað er með svipaðri bensínsölu og á Fyrir l.des. 48,20 kr (Blýlausl) Bensínlítrinn hækkar Tekjuauki ríkisins af hækkun bensíngjaldsins miðað við 170.000 tonna bensínsölu á ári er um 289 milljónir. Tekjur ríkisins af nýjum bílum Dæmii: Litli bíllinn (31% bifreiðagjald) 3 r~\ Kaupverö: 878.400.- _________Til ríkisins: 339.690.- Til rikis: 38,7% Dæmi 2: Stóri bíllintl (66% bifreiðagjald) Kaupverö: 2.729.750.- ^éh Til ríkisins: 1.305.950.- Til ríkis: 47,8% þessu ári, nálægt 170 milljón litram. Hækkun bensíngjaldsins, um 1,67 krónur, skilar því um 289 milljónum króna í ríkissjóð á næsta ári. Til lækkunar þeirri tölu getur komið minni bensínsala, en á móti því vegur að einhveiju leyti að bensíngjald í verði blýbensíns er hærra. Ríkissjóður tapar nokkram tekj- um af bílum, þar sem söluskattur hefur verið lagður á bifreiðatrygg- ingar, en þær verða undanþegnar virðisaukaskatti. Á þessu ári voru þær tekjur áætlaðar 525 milljónir, framreiknað með sömu verðlags- forsendum og i fjárlagaframvarp- inu 609 milljónir á næsta árs verð- lagi. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að ríkissjóður tapi þessum tekjum, þar sem virðisaukaskatt- urinn á að gefa af sér nokkurn veginn sömu tekjur í heild og sölu- skattur, samkvæmt nýjustu frétt- um. 30-50% af bílverðinu Ríkissjóður hefur miklar tekjur af innflutningi og sölu bila. Tvö dæmi era jjþr tekin, annað af bíl sem fellur undir 31% bifreiðagjald, sem er að líkindum algengasti flokkurinn, hitt dæmið af bíl sem fellur í hæsta gjaldflokk með 66% gjaldi. í báðum dæmum er reiknað með 22% álagningu umboðs, sem er mitt á milli þess hæsta og lægsta sem gerist, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Að gefnu ákveðnu kaupverði, álögðum 10% tolli, 31% bifreiða- gjaldi, álagningu, söluskatti og öðrum liðum, er niðurstaðan sú, að 38,7% af kaupverði minni bílsins renna í ríkissjóð. Miðað við 66% bifreiðagjald og aðrar for- sendur óbreyttar, renna 47,8% af kaupverði stærri bílsins í ríkissjóð. Samkvæmt þessu er ekki fjarri lagi að áætla, að hlutur ríkissjóðs í verði hvers bíls liggi á bilinu 30% til 50%. Samkvæmt áætlun fjármála- ráðuneytis, era tekjur ríkisins af bílum í heild 12,5 milljarðar króna á þessu ári. Útgjöld til vegamála 3,2 milljarðar. í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár eru útgjöld til vega- gerðar 3,6 milljarðar. Að frá- dregnum söluskatti á bifreiða- tryggingar era tekjurnar um 12 milljarðar, með verðlagshækkun- um eins og í forsendum fjárlaga eru tekjurnar orðnar um 14 millj- arðar. Við það bætist eitthvað af hinum nýju sköttum, að minnsta kosti síðasta ákvörðunin um 350 milljóna króna kílógjaldið. Að því gefnu, að tekjurnar af bílunum í heild verði 14,5 milljarðar á næsta ári er hækkunin, i krónum talið, á milli ára um 21%. Hækkun út- gjalda til vegamála úr 3,2 milljörð- um í 3,6 er 12,5%. Á þessu ári er gert ráð fyrir að til vegamála fari 25,6% af bila- tekjunum. Verði tekjurnar 14,5 milljarðar á næsta ári verður hlut- fallið 24,8%. Sex þúsund á bíl Séu skoðaðar þær hækkanir, sem ákveðnar hafa verið i desemb- ermánuði og era í umfjöllun Al- þingis, alls 889 milljónir króna, frá þeim dregnar 609 milljónir vegna skattleysis bifreiðatrygginga, stendur eftir að desemberhækkan- ir bílaskatta era 280 milljónum króna hærri, sem jafngildir 2.000 króna útgjaldaauka á hvem bíl í landinu að meðaltali. Desember- hækkanirnar einar jafngilda hins vegar 6.357 krónum á hvern bíl að meðaltali. Siðan á eftir að koma í ljós, hvort fjármálaráðuneytið vanáætl- ar tekjurnar af kílógjaldinu þegar gert er ráð fyrir 1.290 milljónum, hvort nær lagi sé að áætla 1.800 milljónir. Sé svo, vegur það eitt að mestu upp ávinning bifreiðaeig- enda af skattleysi trygginganna. Skuldseigar Sameinaðar þjóðir: Skortir reiðufé til dag- legra þarfa sinna eftir ívar Guðmundsson ÞAÐ bar til fyrir skömmu, er líða fór að mánaðarlegum launagreiðsl- um til starfsfólks Sameinuðu þjóðanna, að aðalgjaldkeri stofnunarinn- ar tilkynnti, að nú væri svo komið, að peningakassinn hjá honum væri tómur og þess vegna myndi hann ekki geta greitt launin að þessu sinni á réttum tíma. Þessu var þó bjargað á síðustu stundu eins og oft áður með því að Bandaríkjastjórn og aðrar ríkisstjórnir greiddu hlut af skuld sinni á ársgjöldum til alþjóðasamtakanna. Þetta var ekki í fyrsta sinn, að hurð skall nærri hælum í þessu efni og útlit væri fyrir að Sameinuðu þjóðirnar væru enn einu sinni komnar á vonar- völ þótt þær ættu hundruð milljóna dollara útistandandi í ógreiddum gjöldum frá aðildarþjóðunum, sem höfðu átt að greiðast í byrjun ársins. Ástæðan fyrir þessum sífellda skorti Sameinuðu þjóðanna á reiðufé er einfaldlega sú, að margar aðildarþjóðirnar þijóskast við að greiða þátttökugjöld sín á gjald- daga. Verra er, að stórþjóðirnar sem eiga að greiða hæstu gjöldin van- rækja að standa í skilum, eða draga greiðslur eins og þeim sýnist. Marg- ir telja, að þetta sé gert af ásettu ráði til að vekja athygli stofnunar- innar á því hver það sé, sem haldi á sjóðnum. Það hefur enginn sagt opinberlega, að peningavaldið sé notað til þrýstings innan stofnunar- innar en því er hvíslað. Lagt á eftir efiium og ástæðum Árgjöld aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna eru lögð á eftir föstum reglum, sem byggjast á „efnum og ástæðum“ hverrar þjóðar fyrir sig. Gjöldin eru ákveðin ár hvert af Alls- heijarþinginu. Gjöid eru talin í stuðlum frá 0,01 upp í 25 prósent. Bandaríkjunum er, samkvæmt regl- unum, gert að greiða hlutfallslega hæsta iðgjaldið, eða 25 prósent, er nemur rúmlega 216 milljónum doll- ara fyrir árið, sem er að líða. Skuld Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóð- irnar um mánaðamótin október- nóvember sl. nam hins vegar alls 430.131.467 dolluram, vegna þess, að álögur fyrri ára höfðu ekki verið greiddar að fullu. Næst Bandaríkjunum í framlaga- upphæð er Japan með 11,38%, sem reiknast um 85 milljónir dollara í ársiðgjald, sem Japanir hafa greitt að fullu. Þriðji hæsti iðgjaldsgreið- andi eru Sovétríkin með 9,9%, sem reiknast 74,7 milljónir dollara í gjald. Sovétríkin skulduðu2,7 millj- ónir dollara 1. janúar í ár. Vestur-Þýskaland er fjórði hæsti iðgjaldagreiðandinn með 8,8%, sem gerir um 60 milljóna dollara ársið- gjald. Iðgjaldið fyrir 1989 er greitt að fullu. íslandi er gert að greiða 0,03 prósent, sem nemur tæplega 225 þús. dollurum. ísland hefir ávallt greitt iðgjaldið á réttum tíma. Iðgjöld Norðurlandanna hafa og verið greidd á gjalddaga. Þeir, sem best þekkja fjármála- reglur Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna, halda því fram, að iðgjald Bandaríkjanna til Samein- uðu þjóðanna sé reiknað of hátt. Ræðupallur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Vegna vangoldinna greiðslna ýmissa aðildarríkja eiga samtökin að staðaldri í fjárhags- kröggum. Bandaríkin greiða fjórðung allra útgjalda SÞ. Segja að það væri nær lagi að fram- lag Bandaríkjanna væri 16% en ekki 25%. Bandaríkjamenn sækjast ekki eftir að framlag þeirra sé lækkað. Fyrir skömmu hótuðu þeir að hætta að greiða fé til þeirra stofnana Sam- einuðu þjóðanna, sem viðurkenndu Palestínu sem sjálfstætt ríki innan samtakanna. Litlaust Allsherjarþing Lítið hefir borið á stórtíðindum á núverandi Allsheijarþingi Sam- einuðu þjóðanna. Á þessu ári eru 40 ár liðin frá því, að húsakynni Sameinuðu þjóðanna við Fyrstu tröð og Austurá vora reist. (Áust- urá er raunar sjávarsund milli Lan- geyjar og Manhattan, en ekki berg- vatnsá, þótt nafnið bendi til þess.) Það var engu líkara en að deyfð- in í salarkynnum Sameinuðu þjóð- anna undanfarna daga stafi af því, að menn væru að bíða eftir hvað gerðist á fundi forsetanna tveggja, George Bush og Míkhails Gor- batsjovs, á Möltu áður en teknar yrðu mikilvægar ákvarðanir. Það var og áberandi, að sæti margra Austur- og Mið-Evrópulanda voru auð þessa dagana. Hefðbundin mál þingsins svo sem fjárhagsáætlun og annað henni skylt hefir þingið afgreitt á eðlileg- an hátt. Fulltrúar íslensku stjórnmáia- fiokkanna, sem sóttu þingið að vanda, sneru til síns heima í nóv- emberlok. Þeir hafa líklega ekki búist við neinum stórmerkum ákvörðunum, að minnsta kosti varð- andi ísland, það sem eftir væri þings að þessu sinni. Þrjú afdrifarík tímabil í sögu SÞ Samtöl við fjölda manns í sölum Sameinuðu þjóðanna leiða í ljós, að það eru margir, sem liggja Banda- ríkjamönnum á hálsi fyrir að telja stofnunina eins og eigið afkvæmi og þeir einir viti hvað henni sé fyr- ir bestu. Tii þess að skoða þetta í réttu ljósi er fróðlegt, að rifja upp sögu friðarsamtakanna. Fyrsti vísirinn að Sameinuðu þjóðunum kom fram í „Banda- mannayfirlýsingunni“ svonefndu sem var undirrituð í St. James- höllinni í London hinn 12. júní 1941. Stuttu síðar hittust þeir Franklin Roosevelt forseti og Winston Churc- hill forsætisráðherra á bandaríska beitiskipinu „Augusta“ við strendur Kanada, þar sem þeir undirrituðu og birtu hina svonefndu „Atlants- hafsyfirlýsingu" hinn 14. ágúst 1941. (Churchill kom við í Reykjavík tveimur dögum seinna og dvaldi þar daglangt á leið sinni frá Kanada.) Nafnið „Sameinaðar þjóðir“ kom fyrst fram opinberlega er 26 þjóðir, sem áttu í stríði við Hitler og bandamenn hans, héldu með sér fund á nýársdag 1942 í Washington. Bandaríkin lögðu mikla áherslu á, að aðaistöðvar Sameinuðu þjóð- anna yrðu í Bandaríkjunum. Það reið loks baggamuninn í þeim efn- um að Rockefeiler-stofnunin gaf lóð á heppilegum stað á miðri Man- hattan-eyju í New York. Hún kost- aði 8,5 milljónir dollara og var það dálagleg upphæð í þá daga, er tveggja manna herbergi á Waldorf Astoria kostaði 10 dollara nóttin. Bandarískir húsameistarar gerðu allar teikningar að húsakynnum aðalstöðvanna. Starfsmannakerfið innan Sameinuðu þjóðanna var byggt að bandarískri fyrirmynd svo nákvæmlega, að jafnvel launaflokk- ar voru merktir eftir sömu reglum og hjá embættismönnum Banda- ríkjanna. Allt gekk þetta snurðulaust. Það er varla hægt að lá Bandaríkja- mönnum, að þeir töldu sig eiga stór- an hlut í Sameinuðu þjóðunum og stofnunin væri þeirra afkvæmi. Fyrst í stað fékk engin þjóð aðild að Sameinuðu þjóðunum, sem ekki hafði barist gegn Möndulveldunum. Þetta breyttist brátt og allar sjálf- stæðar þjóðir fengu að gerast full- gildir aðilar að friðarsamtökunum. Á árunum 1945-1970 öðluðust 60 þjóðir fullt sjálfstæði og gerðust aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Nú voru Bandaríkjamenn ekki lengur þjóð, sem gat haft allt sitt fram innan stofnunarinnar. Gott dæmi er til um þetta frá sjöunda áratug aldarinnar er olíuveldin svokölluðu komu til sögunnar. Þegar arabísku- mælandi þjóðum hafði fjölgað til muna innan Sameinuðu þjóðanna var stungið upp á, að arabíska yrði gerð að „opinberu tungumáli“, og yrði þýdd jafnstundis og ræðumað- ur talaði og öll opinber skjöl prent- uð á arabísku. Fyrst var svarið við þeirri ósk algjört nei. Það yrði of dýrt og auk þess óþarft. En ekki leið á löngu þar til arabískan varð eitt af opin- berum tungumálum Sameinuðu þjóðanna. Peningavaldið og at- kvæðamagnið hafði enn einu sinni sýnt mátt sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.