Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 43
SlÖlÍGUNKI-AÐfÐ FlMMTUDÁGUá* í 4. ijÉSÉMBER 108^
43
Umhverfisráðuneyti íyrir þinghlé:
Annað keinur ekki til greina
- segir Júlíus Sólnes
JÚLÍUS Sólnes ráðherra Hag-
stofu íslands telur það ekki koma
til greina að fresta gildistöku laga
um nýtt umhverfisráðuneyti fram
yfir þinghlé. Telur hann eðlilegt
að þing komi saman í byrjun jan-
úar ef þörf þykir til að ganga frá
því frumvarpi fyrir þinghlé.
Frumvörp ríkisstjórnarinpar um
sérstakt umhverfismálaráðuneyti
eru enn til fyrstu umræðu hjá neðri
deild Alþingis. Áætlað var í gær-
kvöldi að klára þá umræðu og senda
málið til nefndar og annarrar um-
ræðu. Sjálfstæðismenn telja útilok-
að að frumvarpið verði að lögum
fyrir þinghlé; enn eigi eftir að eiga
sér stað tímafrek vinna í nefnd fyrri
deildar og þar verði til kallaðir
ýmsir aðilar að gefa álit. í samtali
við Morgunblaðið sagði Júlíus Sól-
nes að óþarflega miklar tafir hefðu
orðið á frumvarpinu í meðferð neðri
deildar. Frumvarpið hefur verið sjö
sinnum á dagskrá en aðeins fjórum
sinnum tekið til umræðu. Sjálfstæð-
ismenn hafa jafnan krafist þess að
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðherra, og hann væru viðstaddir
umræðuna. Júlíus kvað ákveðna
mótsögn felast í því að sjálfstæðis-
menn krefðust nærveru sinnar; á
sama tíma gagnrýndu þeir harka-
lega hvernig hann væri titlaður á
erlendum vettvangi og að ríkis-
stjórnin hefði falið honum verkefni
á sviði umhverfismála.
Um þá fullyrðingu að sjálfstæðis-
menn stæðu fyrir málþófi í þessu
máli sagði Júlíus að hann vildi ekki
fullyrða að svo væri. Það væri hefð-
Fjárveitinganefiid enn að
störfum
Frumvarpið fer nú í framhalds-
athugun í fjárveitinganefnd, sem
enn á eftir að fjalla um nokkra stóra
útgjaldapósta og væntanlega einnig
endurskoðun á tekjuhlið frumvarps-
ins, sem fjármálaráðherra hefur
boðað.
Nefndin á einnig eftir að fara
ofan í sauma á 6. grein frumvarps-
ins, sem fjallar um fjölda útgjalda-
heimilda til ráðherra og ríkisstjórn-
ar.
Stjórnarliðar skjalda
firumvarpið
Fjárlagafrumvarpið er í sex höf-
uðgreinum. Fyrsta greinin, sem
tíundar rekstrarreikning og lána-
hreyfingar, var samþykkt með 33
atkvæðum, 25 þingmenn sátu hjá
en 5 vóru fjarverandi. Það vekur
athygli að 30 þingmenn af 63 sitja
hjá eða eru fjarverandi við atkvæða-
grejðsluna.
Önnur greinin, sem tíundar út-
gjöld ráðuneyta, og þriðja greinin,
sem rekur tekjuáætlun ríkissjóðs,
vóru samþykktar með 32 samhljóða
atkvæðum. Þá komu til atkvæða
fyrrnefndar 180 breytingartillögur
bundið að stjórnarandstaða tæki sér
tíma til að ræða um mál sem hún
væri alfarið á móti. Hann hefði sjálf-
ur verið í svipaðri aðstöðu þegar lög
um fiskveiðistjórnun hefði á sínum
tíma verið til umræðu; það mál hefði
þurft að afgreiða eftir hátíðir.
Júlíus kvaðst ekki geta sagt til
um það að hvort af afgreiðslu frum-
varpa um umhverfisráðuneyti yrði
fyrir jólahlé. Aðspurður um það
hvort aðrir stjórnarliðar teldu það í
lagi að fresta málinu fram yf ir þing-
hlé sagðist Júlíus telja það af og
frá; málið væri á forgangslista ríkis-
stjórnarinnar. Ef ekki tækist að
klára máiið fyrir hátíðir ætti hik-
laust að klára málið fyrstu dagana
í janúar áður en þinghlé hæfist.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA telur
góðar líkur á því að lífeyrissjóð-
irnir muni í lok ársins festa kaup
fjárveitinganefndar við fjórðu grein
frumvarpsins, sem fela í sér u.þ.b.
l. 200 m.kr. útgjaldaauka. Þær vóru
samþykktar með 32 og upp í 37
atkvæði. Fimmta greinin (B-hluta-
fyrirtæki) og 6. greinin (margs kon-
ar heimildarákvæði til fjármálaráð-
herra og ríkisstjórnar) vóru sam-
þykktar með 35 atkvæðum.
Sparað í grunnskólum
Nafnakall fór fram um þær breyt-
ingartillögur fjárveitinganefndar
(34. tilllögu til og með 41.) sem
fjalla um nokkra lækkun útgjalda
til grunnskóla. Já sögðu 37 þing-
menn, nei 8 (þingmenn Kvenna-
lista), 15 sátu hjá, 3 fjarverandi.
Guðrún Agnarsdóttur (SK-Rv)
sagði það skoðun kvenna að sparn-
aður væri dyggð, en meginmáli
skipti að framkvæmd hans væri
hyggileg og sanngjörn. Mótatkvæði
hér væru táknræn mótmæli gegn
þeirri sparnaðarleið ríkisstjórnar-
innar sem-hér væri farin.
Nýtt ráðuneyti í
burðarliðnum?
Fjárveiting til nýs ráðuneytis,
umhverfisráðuneytis, tæpar 23
m. kr., fór einnig í nafnakall. Já
sögðu 35 þingmenn stjórnarliða, nei
sögðu 20 þingmenn Sjálfstæðis-
Júlíus kvað það algerlega óviðun-
andi fyrir ríkisstjórnina ef ekki tæ-
kist að afgreiða frumvarpið fyrir
þinghlé. ítrekaði hann að þetta hefði
ekkert með sína ráðherranafnbót
að gera, því sjálfur kvartaði hann
ekki, þar sem hann hefði meira en
nóg að gera í umhverfismáium, sem
og við mótun atvinnustefnu. Hann
lét þess einnig getið að hann hefði
með höndum endurskipulagningu
stjórnarráðsins fyrir hönd ríkis-
stjómarinnar og væri von á frum-
varpi í næstu viku. Þar verður með-
al annars lagt til að fækka ráðuneyt-
um úr 13 í 11. Fyrirhugað er að
sameina viðskiptaráðuneyti og iðn-
aðarráðuneyti og áformað er að
ieggja niður félagsmálaráðuneytið
með því að flytja verkefni þess til
þriggja annarra ráðuneyta. Sam-
gönguráðuneyti mun samkvæmt
á spariskírteinum ríkissjóðs fyrir
um einn milljarð króna. Þetta
kom fram í umræðu í neðri deild
flokks, hjá sátu 6 þingmenn
Kvennalista og 2 þingmenn vóru
fjarverandi.
Sty rkur til blaðaútgáfu
Nafnakall fór fram um liðinn
„Styrkir til blaðaútgáfu samkvæmt
tillögum stjórnskipaðrar nefndar",
61,8 m.kr. Tillagan var samþykkt
með 35 atkvæðum stjórnarþing-
manna, gegn 20 atkvæðum þing-
manna Sjálfstæðisflokks, 6 þing-
menn Kvennalista sátu hjá.
Halldór Blöndal (S-Ne) vitnaði
til sparnaðarhvatningar fjármála-
ráðherra og taldi fara vel á því að
skera niður styrki til flokksblaða
eins og Alþýðublaðs, Tímans og
Þjóðviljans.
Kaup á dagblöðum fyrir
ríkisstofiiauir
Nafnakall var og viðhaft um
héimild til handa fjármálaráðherra,
þess efnis, „að kaupa dagblöð fyrir
stofnanir ríkisins, allt að 250 eintök
af hverju blaði umfram það sem
veitt er til blaðanna í 4. gr. frum-
varpsins". Tillagan var samþykkt
með 36 atkvæðum gegn 19, sex
sátu hjá, 2 fjarverandi.
Eyjólfur Konráð Jónsson (S-
Rv) greiddi atkvæði með tillögunni,
enda væri eitt að kaupa dagblöð
fyrir t.d. sjúkrastofnanir, annað að
styrkja blöðin með skattpeningum
fólks. Aðrir þingmenn Sjálfstæðis-
flokks greiddu atkvæði gegn kaup-
unum. Geir H. Haarde (S-Rv) sagði
sjálfsagt að ríkisstofnanir keyptu
blöð eftir mati stjórnenda, innan
rekstrarrammaþeirra, en sérheimild
á fjárlögum ætti ekki að koma til.
þessum tillögum heita „byggða- og
samgönguráðuneyti“, en undir það
munu heyra byggðamál, samgöngu-
mál og sveitarstjórnarmál.
Um gagnrýni þá sem fram hefur
komið í þingi á hvernig titil Júlíus
hefur hlotið erlendis, sagði hann að
þegar því væri iýst að hann hefði
með höndum umhverfismál fyrir
hönd ríkisstjórnarinnar, væri því
hlutverki umsvifalaust af útlending-
um breytt í umhverfisráðherra.
Sagði Júlíus að erfitt væri að skýra
það út fyrir útlendingum að til
þyrfti sérstaka lagasetningu að
stofna ráðuneyti, enda væri það svo
í flestum löndum að stofnun nýrra
ráðuneyta væri nánast ákveðin í
stjórnarmyndunarviðræðum. Júlíus
vildi þó alls ekki mæla gegn því
fyrirkomulagi sem hér væri á þess-
um málum því með þessu móti veitti
og með þessu myndi aðeins vanta
400 milljónir króna á áætlaða
lánsfjáröflun með sölu spariskír-
teina. Enn vantar um 600 milljón-
ir á áætlaða sölu ríkisvíxla.
Onnur umræða um frumvarp til
lánsfjárlaga fór fram í neðri deild
Alþingis í gær. Páll Pétursson
(F/Nv) formaður fjárhags- og við-
skiptanefndar mælti fyrir áliti meiri-
hluta nefndarinnar, þar sem lagt
er til að frumvarpið verði sam-
þykkt. Páll gat þess að fram væri
komin breytingartillaga frá fjár-
málaráðherra þar sem heimiluð
væri 250 milljóna lántaka vegna
Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Átaldi Páll það hversu seint tillagan
væri fram komin.
Friðrik Sophusson (S/Rv) mælti
fyrir minnihlutaáliti sínu og Matt-
híasar Bjarnasonar (S/Vf). Taka
þeir ekki afstöðu til frumvarpsins
að öðru leyti en því að stuðla að
afgreiðslu þess sem fyrst þannig að
Byggðastofnun geti nýtt þá 350
milljóna lánsheimild sem í því felist,
enda sé frumvarpið einungis viður-
kenning á gífurlegum hailarekstri
ríkissjóðs. I minnihlutaálitinu er
vakin sérstök athygli á minnisblaði
frá Halldóri Árnasyni, starfsmanni
fjárlaga- og hagsýslustofnunar um
lánsfjárþörf og lánsfjáröflun ríkis-
sjóðs á yfirstandandi ári.
Um innlenda lánsfjárþörf ríkis-
sjóðs segir Halldór að hún sé talin
vera 11,3 milljarðar á árinu og hafi
það ekki breyst nema að því er varð-
ar lántöku Lánasjóðs íslenskra
námsmanna. Hann bendir hins veg-
ar á að ekki liggi ljóst fyrir hversu
áætlaðar greiðsluskuldbindingar
ríkissjóðs muni hækka mikið í með-
förum fjárveitinganefndar. Nánari
upplýsingar um lánsfjárþörf ríkis-
sjóðs muni koma fram við aðra
umræðu um fjáraukalögin.
Varðandi lánsfjáröflunina bendir
Halldór á að samkvæmt frumvarpi
til breytinga á lánsfjárlögum fyrir
árið 1989 sé gert ráð fyrir því að
brúa lánsfjárþörfina með eftirfar-
andi hætti:
Sala á spariskírteinum — 6 milljarð-
ar.
Sala á ríkisvíxlum — 3,8 milljarðar.
Önnur lántaka — 1,5 milljarðar.
Greinir Halldór frá því að heildar-
sala spariskírteina ríkissjóðs þann
6. desember síðastliðinn sé um 4,6
milljarðar. Þann sama dag nam
heildarinnlausn eldri skírteina 4,1
milljarði króna. Segir hann erfitt
að spá fyrir um heildarsölu um ára-
Júlíus Sólnes
löggjafinn ákveðið aðhald á aukin
umsvif stjórnvalda og þenslu ráðu-
neyta.
mót og lætur þess getið að lífeyris-
sjóðunum hafi verið boðið til kaups
spariskírteini fyrir um einn milljarð
króna. Nettósala ríkisvíxla var mið-
að við 7. desember 3,2 milljarðar
króna. Síðan segir Halldór: „Ljóst
er að erfitt verður að ná fram þeim
áformum um innlenda lánsfjáröflun
sem nefnd eru að ofan. Það sem
upp á kann að vanta verður fjár-
magnað með yfirdrætti hjá Seðla-
banka íslands. Samkvæmt lögum
um Seðlabanka ber ríkissjóði að
gerá upp yfirdráttarskuld sína við
bankann eigi síðar en í marslok
árið eftir. Miðað við áform ríkissjóðs
um innlenda lánsfjáröflun á næsta
ári er líklegt að yfirdráttarskuld við
Seðiabankann verði gerð upp með
erlendri lántöku."
í tilefni af þessu bréfi lagði Frið-
rik þá fyrirspurn fyrir ráðherra
hverjar horfur væru á sölu spari-
skírteina til lífeyrissjóðanna fyrir
einn milljarð.
Þórhildur Þorleifsdóttir
(SK/Rv) taldi frumvarpið bera vott
um ónákvæmni og vanmat í fjár-
málastjórn. „Við kvennalistakonur
viljum ekki bera ábyrgð á svo
ótraustu reikningshaldi," sagði Þór-
hildur, „þess vegna sitjum við hjá.“
Olafúr Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, taldi frumvarpið
sýna að fyrir hendi væri í dag traust-
ur innlendur lánsfjármarkaður, en
að sjálfsögðu væri ekki unnt að
segja nákvæmlega fyrir um láns-
fjáröflunina. Um kaup lífeyrissjóð-
anna á spariskírteinum ríkissjóðs
sagði Ólafur að sjóðimir myndu
meta það á næstu dögum og kanna
hvort einhver betri kjör byðust. „Það
er trú mín að lífeyrissjóðirnir muni
kaupa í lok ársins," sagði ráðherra.
Leiðrétting
Á ÞINGSÍÐU blaðsins föstudaginn
8. desember var ranglega vitnað til
orða hæstvirts dómsmálaráðherra,
Óla Þ. Guðbjartssonar. Höfð voru
eftir honum þau ummæli að það
væri Alþingis að ákveða um hugs-
anlega málshöfðun á hendur öðrum
handhöfum forsetavalds en forset-
um Hæstaréttar vegna áfengis-
kaupa á sérkjörum. Þessi ummæli
voru í handriti að ræðu ráðherra,
sem blaðamaður hafði undir hönd-
um, en komu aldrei fram í þing-
ræðu. Morgunblaðið biður dóms-
málaráðherra velvirðingar á mis-
tökunum.
Fjárlagafrumvarp 1990:
Útgjöld liækka
um 1.200 milljónir
Þriðja umræða 19. desember
Eitt hundrað og áttatíu breytingartillögur fjárveitinganefndar við
sljórnarfrumvarp til fjárlaga 1990 vóru samþykktar í sameinuðu þingi
í gær, að lokinni annarri fjárlagaumræðu. Þær fela í sér tæplega
1.200 m.kr. hækkun ríkisútgjalda og samsvarandi vöxt fjárlagahall-
ans. Fimm breytingartillögur Samtaka um kvennalista koma til at-
kvæða við þriðju umræðu, sem fram fer 19. desember nk., skv.
starfsáætlun þingsins.
Spariskírteini ríkissjóðs:
Líkur á eins milljarðs
kaupum lífeyrissjóðanna
- segir fjármálaráðherra