Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 46

Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 MENN HINS GAMLA OG NÝJA TÍMA Rætt við Hafstein Guðmundsson og Frosta F. Jóhannes- son um útgáfu Islenskrar þjóðmenningar Nýlega er komin út þriðja bók- in í ritröðinni íslensk þjóðmenn- ing. Það er bókaútgáfan Þjóðsaga sem gefúr þessar bækur út. Fyrsta bókin fjallar um uppruna og umhverfi Islendinga, önnur bókin um trúarhætti Islendinga og sú þriðja um munnmenntir og bókmenningu. Hafsteinn Guð- mundsson útgáfustjóri Þjóðsögu átti hugmyndina að þessu verki. Hafsteinn er kunnur maður fyrir störf sín sem prenstsmiðjustjóri og bókaútgefandi. Hann hóf prentnám í Vestmannaeyjum fermingarárið sitt, 1926 en lauk námi í ísafoldarprentsmiðju árið 1932. Sumarið 1939 var Hafsteinn við nám við „Fagskolen for Bog- haandværk" í Kaupmannahöfn. Hann réðst til starfa í Gutenbergs- hus 2. september sama ár, einmitt þann dag sem síðari heimstyijöld- in braust út. Vegna styijaldarinn- ar snéri hann heim haustið 1939 og hóf kennslu í iðnteikningu prentara við Iðnskólann og kenndi þar í 20 ár. Hafsteinn stofnaði Prentsmiðjuna Hóla og var þar prentsmiðjustjóri í 26 ár, til ársins 1966, þá stofnaði hann Prenthús Hafsteins Guðmunds- sonar. I félagi við Gunnar Einars- son prentsmiðjustjóra í ísafoidar- prentsmiðju stofnaði hann Bó- kaútgáfúna Þjóðsögu sem ráðist hefúr í það stórvirki að gefa út ritröðina Islensk þjóðmenning Hafsteinn sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að með þessari útgáfu væri hann að gera að veruleika hugmynd sem hann Jöieuðk þjóömeunmg íslensk þjóðmenning, fyrsta islenska menningarsagan hefði gengið með í huga sér um áratuga skeið. „Ég er með nokkrum hætti maður tveggja alda,“ segir Hafsteinn. „Ég er fæddur árið 1912 í Vestmennaeyjum og alinn þar upp fram til átta ára aldurs. Þá skildu foreldrar rnínir og ég var sendur upp í Landeyjar þar sem ég dvaldi til tólf ára aldurs. Það var mér ekki þjáningalaust að vera fjarri foreldr- um mínum og systkinum en einn ótvíræðan ávinning hafði ég þó af dvöl minni í Landeyjunum. Þar náði ég ef svo má segja í skottið á gamla tímanum og lærði mikið um íslenska bændamenningu og þjóðlíf. Að þeirri undirstöðu bý ég enn í dag. Þetta efni hefur sótt því fastar á mig sem ég hef orðið eldri. Síðari ár hefur einnig sótt að mér ótti um að við glötum okkar vitund um hið gamla þjóðlíf sem þó er í raun og veru ungt miðað við menningu margra annarra þjóða, aðeins ellefu hundruð ára gamalt. Við höfum þó verið svo heppin að hafa varðveitt töluverðan hluta af þjóðmenningu okkar í tungunni. Þess vegna er það áhyggjuefni hve fjölmiðlaheimurinn er að verða æ meira yfirþyrmandi. Sjónvarp og útvarp eru áhrifamiklir fjölmiðlar og því eðlilegt að menn óttist um íslenska tungu vegna allra þeirra erlendu áhrifa sem þar sækja að. Við skulum vera minnug þess að við eru ekki aðeins að varðveita íslenska tungu fyrir okkur sjálf, heldur fyrir allan heiminn. Útgáfa þeirra tíu binda sem gert er ráð fyrir að ritröðin íslensk þjóð- menning samanstandi af verður dýr, menn nefna tölur einsog hundrað milljónir, en þeim peningum er ekki á glæ kastað ef þessi útgáfa kemur að gagni því unga fólki sem innan skamms verður handhafi alls þess sem er og var. Við sem nú lifum verðum öll horfin eftir tiltölulega skamman tíma og hugmynd mín og störf að þessari útgáfu eru mitt framlag tii þess að stuðla að varð- veislu íslenskrar menningar." í ritnefnd bókanna um íslenska þjóðmenningu eiga sæti þeir Harald- ur Ólafsson, Jón Hnefill Aðalsteins- son og Þór Magnússon. Ritnéfndin hafði, að sögn Hafsteins, starfað í fjögur ár áður en ritstjórinn, Frosti F. Jóhannsson, var ráðinn til starfa. Höfundar efnis eru 42 og hafa 21 Frosti F. Jóhannsson ritstjóri: Ljósm: Guðm. Ingólfss. þeirra þegar skilað verki sínu. Kristj- án Eldjárn, Óskar Halldórsson og Sigurður Þórarinsson voru meðal þeirra sem leitað hafði verið til sem væntanlegra höfunda. „Lát þeirra hefði í sjálfu sér verið ærið tilefni til þess að láta hugfallast," segir Hafsteinn. „En svo föst hefur ákvörðun mín verið í þessu máli að engin áföll hafa náð að raska henni. Form bókanna er gjörhugsað fyr- ir þetta verk. Spássíurnar eru stórar svo rúm megi vera fyrir athuga- semdir, myndir og tilvitnanir í texta. Pappír var valinn með hliðsjón af því að hann gæfi eins góða útkomu í texta og myndum og nokkur tök væru á. í ritum þessum eru heimilda- skrár, nafnaskrár og atriðisorða- skrár. Þetta eru því hentug rit til að fletta upp í ef menn skortir fróð- leik um eitthvað ákveðið efni en muna kannski bara eitt og eitt orð sem að gagni mættu koma. Ritin koma ekki út í réttri númeraröð vegna þess að allt efnið er ekki til- búið. Það eru komin út bindi númer Hafsteinn Guðmundsson útgef- andi. Ljósm:Arni Sæberg 1, 5 og 6. Bindi númer 4 og 7 koma væntanlega næst út. Bækurnar áttu í upphafi að verða níu en nú er ákveðið að þær verði tíu. Ég held ég megi segja að salan hafi gengið eftir vonum og eftirvæntingin virðist vaxa með hveiju nýju riti. Fyrir mér er efni þessara bóka hreinn skemmtilestur og ég vona að svo verði fyrir sem flesta.“ Frosti Fífill Jóhannsson ritstjóri Eins og fram kom í samtalinu við Hafstein Guðmundsson þá eru höf- undar efnis 42 að tölu. Það er aug- ljóslega mikil vinna að samræma skrif svo margra manna. Sú sam- ræming er verk ritstjórans Frosta F. Jóhannssonar. í samtali við blaða- mann sagði Frosti að mjög misjafn- lega hafi gengið að fá menn til að skrifa um hina ýmsu þætti. Hvert bindi er í raun sjálfstæð bók þar sem tekin eru fyrir afmörkuð efni. Má þar nefna Uppruna og umhverfi íslenskrar þjóðar og menningar. Er lögrcg’liiríki í perlu Eyjafjarðar? eftirAuðunH. Jónsson Ég brá undir mig betri fætinum eftir votviðrasamt volk sumarsins á sunnlenskum slóðum. Ferðinni var heitið norður í landi og perla Eyja- fjarðar heimsótt. Þar sem Galloway nautin vaða grængresið og ráða ríkjum í dýralífi Hríseyjar, þar til þau liggja marflöt og tilbúin til átu, hungruðum ferðamönnum. Þess vegna þótti ekki rétt að hverfa svo aftur til fasta landsins, án þess að veitingahús staðarins væri heim- sótt. Ekki var það vegna svengdar eða löngunar í áfenga drykki, held- ur af miklum áhuga á að sjá stað- inn og neyta rétta hans. Veitingahú- sið Brekka í Hrísey hefur starfað í þjónustuhlutverki síðan vorið 1984. Hljótt hefur verið um staðinn í fjöl- miðlum og hvorki hefur heyrst gott eða illt um hann talað á þeim vett- vangi. Tilefni þessarar greinar minnar er vegna hörmulegra mis- taka sem áttu sér stað á umræddu veitingahúsi laugardagskvöldið 26. ágúst síðastljðinn. Að plata viðskiptavininn Undirritaður pantaði mat fyrir tvo kl. 18, pöntuð var ein Galloway- -steik, ein grísakótiletta (sem átti að vera fersk) og ein sjávarrétta- súpa. Ferðafélagi minn, sem var kona, var svo elskuleg að bjóða mér með sér í matinn. Sáum við fram á að eiga notalega kvöldstund í kyrrð og ró, borða safaríkan og bragðgóðan mat, lygna augunum af sælu við hvem bita sem rennt yrði niður, finna hlýjan anda streyma á móti sér, vera boðin vel- komin á staðinn, sjá bros á hótel- stjóranum og öðru starfsfólki, en þessar óskir og vonir brugðust og heyra liðinni tíð. Þess í stað var komið myglað yfirbragð á allt sem áður er nefnt. Vinkona mín hafði hlakkað mjög- mikið til að bragða á hinni safaríku Galloway-steik, sem hana svo sveik eins og annað á þessu kvöldi og vonbrigðin því sár og mikil. Þar sem hún var gestgjafi minn, kom það í hennar hlut að ræða við þjónustu- stúlkuna um mat og drykkjarföng, sem voru vatn og hálf flaska af rósavíni. Þjónustustúlkan sem var erlend, var prúð og bauð af sér góðan þokka, en virtist taugaó- styrk. Við mættum stundvíslega kl. 18 og þar sem við vorum fyrstu gestir kvöldsins, þurftum við ekkert að bíða. Ekki leið á löngu þar til birt- ust „kræsingar" á borði okkar. Sjávarréttasúpan kom fyrst, ekki voru borðaðar nema þijár skeiðar af henni þegar lystin gaf sig, vegna þess að þetta var engin sjávarrétta- súpa. Súpan var vond, samansett af einhverskonar drasli úr jurtarík- inu, sem ómögulegt var að greina hvað var. Ég fann í henni rækju og hörpudisk, en svo komu allskon- ar hlutir sem ekkert eru skyldir sjávarréttum svo sem paprika og annað grænmeti. Þetta var sull og minnti helst á þykkan graut, því ,var skilað. Ekki var boðið upp á aðra súpu. Þá kom grísakótilettan, það voru tvær næfurþunnar litlar kótilettur, sem voru safalausar, þurrar og svo þunnar, að þær verptu upp á sig. Borðað var innan úr annarri kótelettunni og þar með var máltíðinni lokið. Ekki kom þjón- ustustúlkan að borðinu til að kanna hvernig maturinn líkaði. Varð að kalla á hana, sem tókst eftir langa mæðu, enda orðið mikið að gera. Beðið var um reikning á borðið, sem aldrei kom, ekki var heldur boðið upp á annan mat. Þetta kvöldverð- arboð í veitingahúsinu Brekku í Hrísey var orðið að hneyksli. Við höfðum ekki skilið matseðilinn, því á honum stóð: Hunangssteikt kóti- letta. Þetta er villandi og á að segja: Hamborgara-kótiletta. Þarna var verið að afgreiða og framleiða allt annað en pantað var. Þegar sjáanlegt var að við fengjum ekki reikninginn á borðið, fór vinkona mín frá borðinu til að sækja hann. Þegar hún sá að umræddur matur, sem var grísakótilettan og sjávar- réttasúpan, var á reikningnum, neitaði hún að borga. Henni var tekið illa af matreiðslumanni stað- arins og hótelstjóra, það er með fúkyrðum, ónotum, ókurteisi og ruddaskap. Síðast en ekki síst með hótunum um að kalla á Iögreglu- yfirvald staðarins og fjarlægja okk- ur, ég veit ekki hvert, ef hún ekki borgaði. Hreppstjóri mætir á staðinn Klukkan 8 um kvöldið erum við kölluð fram í eldhús til yfirheyrslu. Þar er mættur hreppstjóri staðar- ins, við heilsuðumst kunnuglega, enda þekktumst við frá fyrri tíma. Eg átti orðastað við hóteleiganda og matreiðslumanninn og endurtók Kaffið var mjög vont. Upp úr stend- ur rósavínið og vatnið, það var mjög gott, enda hafði kokkurinn ekki komið nálægt að framleiða það. Við vildum ekki borga fyrir það sem ekki var borðað. Eg hafði drukkið tvö vatnsglös, fyrir það átti nú að borga 1.560 kr. Leiksviðið í eldhúsinu á veitinga- húsinu Brekku var því þannig: tveir sakamenn, reiðir gestgjafar og síðast en ekki síst húfulaust og máttlaust yfirvald. Ekki leist mér á að ná sáttum við þessar aðstæður og bað því vinkonu mína að borga reikninginn, sem hún gerði, sár yfir því óréttlæti sem okkur hafði verið sýnt, ekki á einu sviði heldur öllum. Ég var og er svo undrandi á því sem þarna gerðist, að ég var nán- ast orðlaus og er það ekki minn stíll, þar sem ég er skapríkur mað- Auðunn H. Jónsson Þegar ég gekk niður eftir stígnum frá veit- ingahúsinu, fannst mér að við hefðum verið í stofúfangelsi upp á vatn og brauð. kvartanir okkar, en vinkona mín hafði staðið í eldlínunni fyrir framan þá sótilla og ráðalausa, sem sáu bara eitt ráð, að kalla á yfirvaldið. Eitthvað virtist mér hótelstjórinn niðurdreginn, kokkurínn sótiilur og svartur í framan út af þeirri móðg- un að einhver skyldi dirfast að finna að mat hans og sjávarréttasúpan átti að vera ein frægasta verðlauna- súpa veraldar. Þetta er nýjabrumið sem er að hefja innreið sína inn á hinn almenna ferðamann í Hrísey. Gestir staðarins vita nú á hverju þeir eiga von, ef þeir dirfast að kvarta. Ég hafði hugsað mitt mál. Sann- leikurinn var sá að Galloway-steik vinkonu minnar var líka misheppn- uð, ísköld að innan með bernes- slettu ofan á, sem hafði skilið sig. Ég hef víða komið við og tel mig hafa vit á mat, en hef aldrei hvorki hér á landi eða í öðrum löndum mætt slíkri framkomu og ósiðsemi. Það var ekki boðið að bæta þetta með öðrum mat, það var ekki boðið upp á vinsamlegar viðræður og að leysa málið í friði, sátt og sam- lyndi. Það sem boðið var upp á var ruddaskapur og handtaka. Hafa einhverjir aðrir kynnst einhveiju þessu líku á þessum stað, eða var þetta aðför gegn okkur persónu- lega? Slík veitingahúsamenning eins og þarna átti sér stað á ekki rétt á sér. Slíkir menn sem þarna stjórna eru ekki í þjónustu- og fram- leiðslustarfi af þeirri réttu lund sem krafist er af slíkum mönnum. Hing- að til hefur viðskiptavinurinn haft rétt fyrir sér. Hann virðist ekki vera fyrir hendi innan lögsagna- rumdæmis Hríseyjar. Ef þú kvartar skaltu annaðhvort þegja eð þér verður stungið í steininn. Þegar ég gekk niður eftir stígnum frá veitingahúsinu, fannst mér að við hefðum verið í stofufang- elsi upp á vatn og brauð. Höfíindur er matsveinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.