Morgunblaðið - 14.12.1989, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 14.12.1989, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DBSEMBER 1989 Hvað er fréttnæmt? eftirHerdísi Sveinsdóttur Tilefni þess að ég sest niður og rita þessa grein má rekja til þess að Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrun- arforstjóri Landspítalans, bauð mér sæti í nýstofnaðri hjúkruna- rrannsóknamefnd Landspítalans, sl. vor. Markmið þeirrar nefndar er þríþætt: 1) að stuðla að hjúk- runarrannsóknum á Landspítalan- um, 2) að meta umsóknir um leyfi til framkvæma rannsóknir á al- mennu hjúkrunarsviði og 3) að stuðla að kynningu á niðurstöðum rannsókna, innlendum og erlend- um, sem áhrif geti haft á hjúkrun. Til að vinna að markmiði 1 og 3 var ákveðið að bjóða hingað, á vegum Landspítalans, bandarískri fræðikonu á sviði hjúkrunar. Sam- band var haft við fréttastjóra hinna ýmsu fjölmiðla og þeim bent á að þarna væri athyglisverð kona á ferð. Það er fréttagildi heim- sóknar hennar sem varð þess vald- andi að ég ákvað að rita þessa hugleiðingu, en enginn fréttastjó- ranna sá ástæðu til að fjalla um komu hennar né ræða við hana. Rétt er að gera lítillega grein fyrir dr. Cronenwett, en hún lauk doktorsprófi í hjúkrun árið 1983 frá University of Michigan, Ann Arbor. Hjúkrunarfræðingar með doktorspróf eru sjaldséðir hér á íslandi, svo það að fá fram við- horf einstaklings með þann bak- grunn er fréttnæmt í sjálfu sér. Dr. Cronenwett hefur þó fleira til brunns að bera. Doktorsritgerð- in hennar fjallaði um tengsl sam- skipta, samhjáipar og sálfræðilegs ástands mæðra rétt eftir fæðingu. Að auki, á sviði fæðingarhjúk- runar, hefur hún rannsakað við- brögð feðra við fæðingu barns, hvað hjúkrunarfræðingar geta. gert til að hafa áhrif á atferli feðra Úruals barnabækur íá¥^ Bráðskemmtileg saga, þegar húsdýrin taka sig til og leigja bíl til þess að fara í kaupstaðinn og gera jólainnkaupin. Höfundur: Atli Vigfússon Teikningar: Hólmfríður Bjartmarsdóttir Mlsi Þessari frumlegu og fallegu bók er ætlað að aðstoða ung börn við að læra að þekkja tölur og hafa gaman aö þeim. Fyrsta talnabókin mín á eftir að fræða og skemmta börnum á öllum aldri. Þessi heimsfræga saga sem kemur hér út í nýrri útgáfu og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Fallegar teikningar gera þessa bók sérlega eigulega. Bamabókahöfundurinn Indriði Úlfsson hefur skrifað yfir tuttugu bækur fyrir böm og unglinga. Hann hlaut á sínum tíma Bamabókaverðlaun Fræðsluráðs Raykjavíkur fyrir bókina Óli og Geiri. Allar þessar bækur gerast í íslensku umhverfi einmitt þar sem okkar börn þekkja svo vel til. |Skialdborg^| Ármúla 23- 108 Reykjavík^^b»p-^^líi ftM0 við og eftir fæðingu, hlutverk og gildi stuðningshópa fyrir nýbak- aða foreldra og nú hefur hún ný- lokið við rannsókn á vandkvæðum sem tengjast bijóstagjöf og koma fram fljótlega eftir fæðingu. Ég veit að það er mikill vaxtarbroddur í áhugafélögum um brjóstagjöf um allt land og tel að meðlimum í þeim félögum hefði þótt fengur að því að heyra um rannsóknir dr. Cronenwett. Meginástæða þess að við völd- um að bjóða dr. Cronenwett hing- að. var þó ekki árangur hennar í rannsóknum innan fæðingarhjúk- runar heldur afskipti hennar, at- huganir og skrif um hagnýtingu hjúkrunarrannsókna. Megintil- gangurinn með erindum hennar hér var að vekja hjúkrunarfræð- inga á Landspítalanum til um- hugsunar um á hveiju þeir byggi þá hjúkrunarmeðferð sem þeir veita. Er það á grundvelli hjúk- runarrannsókna sem hafa fætt af sér aukna þekkingu og breytt meðferðarform, eða er það á grundvelli vanans „svona höfum við alltaf gert þetta“? Getum við yfirleitt rakið orsökina fyrir því að við breytum á einhvern ákveð- inn hátt í samskiptum okkar við sjúklinga? Hvernig'notum við nið- urstöður rannsókna í hjúkrun í starfi okkar við hjúkrun? Ég veit að notkun á niðurstöðum rann- sókna er áhugaefni margra. Fólk veltir því fyrir sér að alltaf sé verið að rannsaka og rannsaka, óhemju fé fari í þessar rannsóknir og hver er svo árangurinn? Það er skoðun mín að margt af þessu fólki hefði haft áhuga á að lesa um hvernig við í heilbrigðiskerfinu leitumst við að hagnýta rannsókn- ir sem gerðar eru innan kerfisins. Dr. Cronenwett var hér stödd dagana 3.-7. nóvember. Það verð-. ur að segjast eins og er að við í hjúkrunarrannsóknanefndinni höfðum ekki samband við fjöl- miðla, til að tilkynna komu þessar- ar merku konu, tímanlega. Það var ekki fyrr en 6. nóvember, að við höfðum samband við dagblöð, útvarp og _sjónvarp á höfuðborgar- svæðinu. Ég gerði það. Ég hringdi og talaði við fréttastjóra hjá ríkis- sjónvarpi og útvarpi, Stöð 2, Morg- unblaðinu, Þjóðviljanum, Tíman- Herdís Sveinsdóttir „Það voru þó viðbrögð fréttastjóra ríkissjón- varpsins sem urðu þess valdandi að ég varð nógu reið til að ákveða að greina frá þessum samskiptum mínum við fjölmiðla.“ um og Dagblaðinu. Ég kynnti mig kurteislega, sagði af komu þessar- ar konu og að ég teldi að hún hefði frá mörgu fréttnæmu að segja og bauðst til að senda frétta- stjórunum, með hraði, yfiriit yfir feril þesarar konu og tilganginum með komu hennar hingað. Enn- fremur gat ég þess hvar hægt yrði að ná í hana. Eins og fyrr er getið þá þótti engum fréttastjó- ranna um fréttnæmt efni að ræða. Fréttastjóri útvarps trúði mér reyndar fyrir því að Mitterrand væri að koma næsta dag og allt fréttalið útvarpsins upptekið við að greina frá þeirri merku frétt. Það voru þó viðbrögð fréttastjóra ríkissjónvarpsins sem urðu þess valdandi að ég varð nógu reið til að ákveða að greina frá þessum samskiptum mínum við fjölmiðla. Ég hef varla orðið fyrir annarri eins lítilsvirðingu og ókurteisi og mér var sýnd af viðkomandi frétta- stjóra. Hver ég væri eiginlega að hringa í önnum kafna fréttamenn þjóðarinnar, þar sem þeir sitji sveittir við að matreiða fréttir fyr- ir þjóðina og segja að mér fyndist Háskólinn á Akureyri Askorun til sljórnmálamanna Símar: 67 24 00 67 24 01 31599 eftir Guðmund Guðlaugsson Háskólinn á Akureyri stendur nú frammi fyrir miklum vanda, sem kalla má tilvistarkreppu. Fjármála- ráðherrann okkar vill af mikilli stjórnspeki sinni, skera niður fjár- magn til skólans. Hann berst því fyrir lífi sínu, sem er í höndum stjórnmálamannanna okkar. Þegar foreldrar geta barn í þenn- an heim axla þeir mikla ábyrgð. A fyrstu æviárum er barnið ósjálf- bjarga og getur ekki hjálparlaust staðið á eigin fótum. Þeim ber því skylda til að hjálpa því að vaxa úr grasi. Gera það sjálfbjarga. Þetta allt og meira til gera góðir foreldr- ar með glöðu geði, því að þeir vita að ef barnið fær rétta umönnun og stuðning mun það verða að manni sem skilar sínu í þjóðfélaginu. Verð- ur eitt af heildinni sem sér til þess að velmegunarþjóðféjag okkar held- ur áfram að vera til.I þessum skiln- ingi er háskólinn á Akureyri barn. Það er búið að geta hann í þennan heim og væntingarnar eru miklar. Ef að stuðningurinn er réttur og nógur þá er engin ástæða til að ætla annað en hann muni vaxa og dafna. Flestir þingmenn okkar eru því fylgjandi, að minnsta kosti í ræðu, „Hvernig væri nú kæru stjórnmálamenn, að taka hendur úr vösum, gerast víðsýnir, skyn- samir og réttlátir og sjá til þess að háskólinn á Akureyri komist á legg.“ að reyna að snúa slæmri byggða- þróun við. Styrkja landsbyggðina. Hvetja hana til dáða. Hvernig væri nú, kæru stjórnmálamenn, að taka hendur úr vösum, gerast víðsýnir, skynsamir og réttlátir og sjá til þess að háskólinn á Akureyri kom- ist á legg. Þá geta menntamálaráð- herrar framtíðarinnar úr ykkar flokkum hrósað sér af því á tyllidög- um að hafa gert þennan skóla að veruleika. Og það sem meira er, haldið honum á lífi. Þið skuluð held- ur ekki efast um það eitt augnablik að ef hann fær það sem hann þarf tii að dafna, þá mun það skila sér á margan hátt til góða fyrir lands- menn alla. Hann kostar ekki mikið. Hann kostar ekki nema um fjórð- ung af því sem íslendingar eyða í laxveiði á einu sumri! Það er kominn tími til í þessu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.