Morgunblaðið - 14.12.1989, Síða 60

Morgunblaðið - 14.12.1989, Síða 60
r$o Álfabakka 14 ■ Mjódd • sími 76622 Templarasundi 3 • simi 19935 UTAVER LTTAVER Grensásvegi • Sími 82444 ________.Mpgftvmm fiMM,TyPAWfí,i4- pe^ber 1^9_ Kjöt og kjötgæði Athugasemd við athugasemd eftir Margréti Þorvaldsdóttur Á miðvikudag í síðustu viku var birt hér í blaðinu athugasemd Stein- þórs Skúlasonar forstjóra Sláturfé- lags Suðurlands vegna greina um kjöt og kjötgæði, sem birtar voru á neytendasíðunni 23.-30. nóvem- ber. „Athugasemdin“ kom nokkuð á óvart, sérstaklegá vegna þess að SS var ekkert til umræðu í fyrr- nefndum greinum. Fyrri greinin var um kjötiðnaðinn almennt og áhrif kjötgæða á breyttar matarvenjur almennings. í seinni greininni voru almennar upplýsingar um kjötvörur sem eru hér á markaði. í fyrri grein- inni var getið um gallaðar vörur m.a. frá „stórum virtum kjöt- vinnslufyrirtækjum" án þess að þau væru nafngreind frekar. Af öllum þeim stóru virtu fyrirtækjum, sem til staðar eru hér á höfuðborgar- svæðinu, ákvað SS að taka málið til sín (réttilega að vísu). Grein Steinþórs áréttar aðeins fyrir landsmönnum það viðmót sem löngum hefur snúið að neytendum þegar þeir hafa látið í ljós skoðanir sínar á innlendum matvælum. í kjölfar þessara greinaskrifa hafa þó margir aðilar hringt eða skrifað bréf og fagnað umræðunni um leið og þeir hafa gefið skýringar á ákveðnum vinnsluþáttum í kjötiðn- aði. Flestum virðist vera ljós nauð- syn þess að umræða fari fram og að eðlilegt upplýsingaflæði verði á milli framleiðenda og neytenda. Neytendaþættir Neytendaþættir, þar sem tekin er fyrir hollusta og næringarinni- hald matvæla, era, hér sem annars- staðar, orðnir fastir liðir í fjölmiðl- um. Þessir neytendaþættir hafa orðið til vegna þrýstings neytenda; þeir telja sig eiga kröfu á nauðsyn- legum upplýsingum um matvælin sem þeim eru ætluð til viðurværis. Upplýsingar um matvörur hafa ver- ið mjög takmarkaðar frá fyrirtækj- unum sjálfum og oft skortir á að nægjanlegar upplýsingar komi fram á umbúðunum. Þessi upplýsinga- skortur hefur oft leitt til þess að fólk hefur dregið rangar ályktanir í sambandi við matvælin og er áleggið eins og skinkan (gúmmí- skinkan) skýrasta dæmið um það. Upplýsingar um kjötvörur í greininni 30. nóvember var rætt við Guðjón Þorkelsson mat- vælafræðing á RALA, fremsta sér- fræðing og ráðgjafa í kjötvinnslu hér á landi, og var hann beðinn um að veita upplýsingar um nokkra matvöruflokka, en jafnframt kynnt ný afurð frá Kaupfélaginu í Borgar- nesi, þar sem Guðjón hefur verið til ráðgjafar. Við spurðum hann m.a. um sam- setningu á hinu spegilgljáandi skinkuáleggi sem hér er á mark- aði, áleggi sem margir hafa óttast að innihéldi uppleyst plast úr um- búðunum. Það lá við að manni létti við að frétta að þarna væri ekki um plast að ræða heldur bindiefni í pæklinum í kjötinu, efni sem bind- ur fitu og vatn. í „Athugasemdinni" telur for- stjórinn upp þijár tegundir skinku sem fyrirtæki hans framleiðir, en getur ekki um vökvainnihald hinna ýmsu tegunda. Ef vatnsinnihaldið væri gefið upp væru neytendur tals- vert fróðari um möguleg gæði vör- unnar. Hangikjöt Jóiahangikjötið hefur talsvert verið til umræðu meðal neytenda undanfarið og við spurðum um þann mun sem er á söltunaraðferðum á hangikjöti, þ.e. á pækilsöltuðu og sprautusöltuðu kjöti, án þess þó að mat væri lagt á gæði kjötsins. For- stjórinn leggur sjálfur mat á gæði þessara tveggja söltunaraðferða er hann segir: „Það er rangt að SS selji eingöngu sprautusaltað kjöt...“ Nú, sumir vilja fremur sprautusaltað kjöt en pækilsaltað, þar sem það á að vera safaríkara. En við veltum fyrir okkur hve mik- ill viðbótarvökvi er í sprautusöltuðu kjöti. Hrútakjöt Hrútakjöt á ekki að fara á neyt- endamarkað og alls ekki undir merki dilka- eða lambakjöts. Um hrútakjöt gilda ákveðin reglugerð- arákvæði frá árinu 1988. Þetta kjöt er aftur á móti sett í vinnslu. ' Gallaðar vörur, eða rangt merkt- ar hvort sem það er fyrir kæruleysi eða ásetning, eiga ekki að fara á markað. Það eru beinlínis svik við neytendur sem treysta því að sú matvara sem þeir kaupa sé það sem hún á að vera, enda greiða þeir í samræmi við það. Villa og rangfærsla Forstjórinn lætur að því liggja í athugasemd sinni, að fullyrðing hafi komið fram í greinunum um að vökva sé sprautað í skepnurnar fyrir slátrun. Ef hann hefði lesið þessar greinar, sem hann er að gagnrýna, með einhverri athygli, Margrét Þorvaldsdóttir „Það gengur ekki að hvenær sem neytendur tjá sig á opinberum vettvangi um gæði mat- væla, sé risið upp og því lýst yfir að neytend- ur viti ekki um hvað þeir eru að tala.“ þá hefði hann séð í greininni 23. nóvember, að leitað var svara hjá sérfræðingum við spurningum neytenda m.a. um það hvort vökva væri sprautað í skepnur fyrir slátr- un. Svarið fylgdi spurningunni skýrum stöfum: „Þeir svöruðu því neitandi, siíkt væri af og frá.“ Sláturhúsin Upplýsingarnar sem fram komu um þann þátt sem að sláturhúsum snýr voru ekki úr lausu lofti gripn- ar, heldur vora það sérfræðingar með reynslu og þekkingu á málefn- um sláturhúsanna sem í upphafi vöktu athygli okkar á þessum þætti vinnslurásar. í kjölfar greinanna um kjötgæði hafa sérfræðingar hringt eða skrifað og komið fram með skýringar á vanda sláturhúsa og vinnslu sem varpar ljósi á þá þróun sem hér hefur orðið í slátur- iðnaði. Þar kemur fram að stærstu og flest nýjustu sláturhúsin hér á landi voru byggð samkvæmt svo- nefndri sláturhúsaáætlun sem stofnað var til á sjöunda áratugn- um. Áætlunin var iniðuð við veru- legan útflutning á landbúnaðarvör- um sem hefja átti t.d. til Bretlands og Bandaríkjanna. Innlend heil- brigðisyfirvöld settu reglur sem miðuðust við ítrastu kröfur sem gerðar voru á þessum mörkuðum. Þegar sláturhúsin voru byggð, var öll hönnun undir ströngu eftirliti heilbrigðisyfirvalda og lánastofn- ana. Þó farið væri fram á að byggja stóra kjötsali var það ekki leyft. Enn fremur kemur fram að þeg- ar núverandi búvörulög tóku gildi á síðari hluta ársins 1985, var svo ráð fyrir gert, að ríkið sæi til þess að umframbirgðir kindakjöts sem þá voru tii staðar væru teknar út af markaði. Við það var ekki stað- ið.....það hefði þýtt að flytja hefði þurft kjötið úr landi með tilheyr- andi útflutningsbótum, en slíkt hefði almenningur ekki sætt sig við.“ Nú vitum við neytendur að ríkið hefur skv. samningum skuldbundið sig til ársins 1992 að tryggja bænd- um sölu á öllu kjöti sem er innan fullvirðisréttar, en þar sem ekki er markaður fyrir kjötið erlendis á að selja það innanlands áður en nýja kjötið fer á markað, en kaupfélögin úti á landi eiga ennþá birgðir af gamla kjötinu (1. nóvember voru 1.350 tonn óseld), sem ilia gengur að seija, jafnvel á útsölu, en á með- an er neytendum boðið upp á þetta gamla kjöt. Samningsaðilar hljóta að leita viðunandi lausnar á þessum máli. Vonandi verð ég heppinn í ár Það gengur ekki að hvenær sem neytendur tjá sig á opinberam vett- vangi um gæði matvæla, sé risið upp og því lýst yfir að neytendur viti ekki um hvað þeir eru að tala. Hvað viðkemur þessum greinum um kjötgæði, þá eru þær upplýsingar sem þar koma fram fengnar hjá sérfræðingum bæði í matvæla- og kjötiðnaði. Ég vil upplýsa forstjóra SS um það, að neytendur hafa prýðisgóða þekkingu á því hvernig góð mat- væli eiga að vera, og hverskonar kjöt þeir vilja fá. En það lýsir best ástandinu, sem hér hefur viðgengist í gæðamálum í gegnum árin, þegar húsmæður segja með feginleika í lok veiheppnaðrar hátíðarmáltíðar: „Ég var heppin með kjötið í ár!“‘ Forstjórinn segir í lok greinar sinnar að aukinn ahugi almennings á matvælavinnslu og hollustuhátt- um sé af hinu góða ... Það er hárrétt, enda er almenn- ingur beinn hagsmunaaðili. Neyt- endur hafa hagsmuna að gæta ekki síður en framleiðendur. Af þeim ástæðum er fráleitt að fara fram á að neytendur verði hlutlausir þegar kemur að umræðu um rnat á vinnslu og matvælum, svo mikilvæg og um leið örlagarík sem þau geta verið fyir einstaklinginn og þjóðina í heild. Vonandi verðum við heppin í ár. Höfundur skrifar fasta þætti á Neytendasíðu Morgunblaðsins. Um að berja fólk sér til ánægju Undan skilnings- _________trjenu____________ Egill Egilsson Reykjavík hefur fengið á sig alþjóðlegan blæ. Við höfum alltaf fengið orð fyrir það hjá sjálfum okkur að vera ekki að tvínóna við að taka upp siði annarra þjóða. Það er helst að takist að halda tungunni skammlaust hreinni vegna lélegs skólakerfis og þar með slæmrar tungumálakennslu, en einnig vegna tornæmis okkar á aðrar tungur. Síðasta menningarbylgjan sem reið yfir okkur felst í þeirri al- þjóðahyggju að fara að beija fólk og stinga í miðbænum líkt og í miðbæjum annarra stórborga. Þetta sýnir hvað við fylgjumst vel með. Svona þjónustu hefur verið boðið upp á í útlöndum alveg ókeypis og ekki seinna vænna að gera það hér einnig. Nú hefur þetta bæst ofan á aðra hámenn- ingu tónlistar, leikhúss, bók- mennta o.fl. Þessi menningaralda hefur skollið á Miðbænum, þar sem yfirritaður býr, og það með þeim mun meiri þunga sem veður hefur verið hagstætt til að ástunda þessa iðju. Því að þetta er útimenning og götumenning umfram allt. Það sem menn stunda af slíku ótruflaðir í heima- húsi fer ekki hátt sem betur fer og er þeirra einkamál, kemur þeim einum við. Dagblaðið Þrekkpressan hafði nýlega eftirfarandi spurninga- dálk, í sama stíl og DV hefur verið með lengi, en jafnvel Þjóð- viljinn hefur hert sig upp í að vera með til að vera nútímalegur. Spurningin: Hvern ætiarðu að beija fyrir jólin? Jón Edilonsson, kviðristukenn- ari: Engan sérstakan. Ég fæ mína innrás í kviðristu. Ég fæ mér kannski nokkrar vambir. Guðmundur Gunnlaugsson, tanngarðyrkjumaður: Það hefur alltaf verið mitt einkamál. Ég ber ekki þannig að það komi niður á öðrum. Og ég leyfi hvorki karlaat- hvarfi né öðrum að skipta sér af því. Það sem gerist innan minnar fjölskyldu er mitt mál. Gunnar Grettisson, undirlægja: Mér finnst mikiu betra að vera barinn en beija. En það ber að hafa í huga orð frelsarans um að það sem þér viljið áð aðrir geri yður, það skuluð þér einnig þeim gera. Gunna Þórðardóttir, slefberi: Ég kemst aldrei neitt áleiðis með það sem ég þarf að koma í verk fyrir manninum mínum. Hann er alltaf búinn að grípa fram fyrir hendurnar á mér ef ég tek mér eitthvað fyrir hendur. En hún Gunna hjarna hin í næsta húsi, ég held þið ættuð að fylgjast með henni. Sigurlína Snævald, hrottakona: Ég hafði hugsað mér að snúa mér að hundinum okkar. En hann nágranni minn er í dýraverndun- arfélaginu og hann myndi kæra það. Svo að ég er að hugsa um að snúa mér að börnunum. Ath. myndir fylgdu í Þrekk- pressunni, en leyf i fékkst ekki til að birta þær með, sem er leitt, því að sjón er sögu ríkari. Þannig er allt útlit fyrir góð baráttujól, einkum ef veður verður gott í Miðbænum, sem lítur út fyrir næstu helgar. Missum ekki af neinu, mætum öll! Látum hend- ur standa fram úr ermum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.