Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 63

Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 63
laginu höfum verið ósanngjörn og haft þau sem fóru til Boulder að leiksoppi með því að telja skólann fyrst gjaldgengan, en skipta síðan um skoðun. En skýringin er ein- faldlega sú, að annað kom varla til greina. Það var ekkert samræmi í því, að á meðan Kanadamenn og Þjóðveijar voru að skipuleggja lengingu á náminu hjá sér, færum við íslendingar í hína áttina og slökuðum á kröfunum, jafnvel þó einhveijum Bandaríkjamönnum hafi dottið slíkt í hug. Enda er nú svo komið að nemendur frá Bould- ar geta ekki fengið nám sitt viður- kennt til réttinda, hvorki í Kanada eða Þýskalandi. En .. . þegar þeiv sem lokið höfðu, eða vovu í námiþegav veglu- gevðin vav sett, hafa sótt um stavfsréttindi sem sjúkvanuddarar, hefuv Sjúkvanuddavafélagið ætíð mælt með því að þeiv fengju lög- gildingu, annað væri ekki sann- gjavnt. Eftir setningu reglugerðarinnar 1987 hefur öllum, sem við mæltum með að fengju löggildingu, verið velkomið _að ganga í Sjúkranudd- arafélag íslands, með því skilyrði þó að þeir færu eftir reglum sem gilda um íslenskar heilbrigðisstétt- ir. Þar á ég við þá kvöð að mega ekki auglýsa sjúkranuddþjón- ustuna, mega ekki taka lærlinga, og halda sig almennt innan þeirra marka sem íslenska heilbrigði- skerfið setur. Þetta er það sem þú og félagar þínir kalla að vera „kerf- isþræll,“ enda hafið þið fremur kosið að vera í öðru félagi, þar sem ekki þarf að fara eftir reglunum sem þið þó skuldbunduð ykkur til að starfa eftir við löggildinguna. Sjúkranuddskóli íslands í áraraðir hefur það verið kapps- mál Sjúkranuddarafélagsins að stofnað verði til vandaðs náms í sjúkranuddi hérlendis. Hvort það nám ætti að vera á háskólastigi eða ekki et’ matsatriði, en nám þeirra stétta sem við viljum helst miða okkur við (hjúkrun, sjúkra- og iðjuþjálfun) er nú komið á há- skólastig. Til þess að hægt sé að hefja slíka kennslu hérlendis, þurfa að vera til staðar kennarar með nægan fræðilegan bakgrunn til þess^að námið verði annað en nafn- ið tómt. Slíkir kennarar eru ekki á Islandi í dag. Þegar fólk með snef- il af virðingu fyrir starfi sínu hefur kynnst faglegum vinnubrögðum sættir það sig ekki við neitt fúsk og hálfl<ák. Nægir í því efni að benda á námsbrautir í hjúkrun og sjúkra- þjálfun sem báðar nutu í upphafi aðstoðar útlendinga, þrátt fyrir ágætlega menntaða einstaklinga hérlendis. Sömu sögu er að segja af iðju- þjálfum. Þrátt fyrir marga tugi vel menntaðra iðjuþjálfa, er enginn svo „sjálfumglaður og kokhraustur“ að ( hann hlaupi til og stofni iðjuþjálfa- skóla. Við í Sjúkranuddarafélaginu viljum ekki fremur en þessar stétt- I ir efna til „pungaprófs" í því fagi sem við höfum helgað starfskrafta okkar. Til þess berum við of mikla MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 63 Minninff: Steinþór O. Sigmjóns son bifreiðastjóri Fæddur 21. ágúst 1952 Dáinn 8. desember 1989 virðingu fyrir þeim sem við eigum að meðhöndla. Heiðarleg samkeppni Steinunn talar í grein sinni um heiðarlega samkeppni, og að við viljum ekki stunda heiðarlega sam- keppni við nuddara. Það er í sjálfu sér satt að við í Sjúkranuddarafé- laginu höfum aldrei litið á sjúklinga okkar sem samkeppnisvöru sem bjóða mætti upp og niður eins og egg eða kjúklinga. Við meðhöndl- um eftir bestu getu þá sem læknar vísast til okkar, sem og að sjálf- sögðu alla aðra án þess að hafa dollaramerki í augum. Ég hélt að nuddarar og sjúkranuddarar utan Sjúkranuddarafélagsins litu einnig þannig á viðskiptavini sína. Heiðarleg samvinna Ég man of vel óheiðarlegar og ósæmilegar árásir sjúkraþjálfara á sjúkranuddarastéttina hér á árum áður, til þess að ég vilji leika sama leik gagnvart nuddurum. Ef nuddarar fá í framtíðinni ein- hverskonar starfsréttindi, þá munu þeim réttindum að sjálfsögðu fylgja ýmsai' kvaðir, kvaðir sem margir þeirra hafa hingað til látið sigla lönd og leið. En á meðan nuddarar halda sig innan þeirra marka sem „kerfið“ setur, mun Sjúkranudd- arafélagið ekki leggja stein í götu þeirra. Steinunn telui' óæskilegt að hingað komi „nuddarar“, huglækn- ar og kraftaverkafólk. En var það ekki einmitt þannig sem hún og Rafn kynntust útsendara frá Bo- ulder? Rafn hefur hælt sér af því að hafa sent 14 íslendinga þangað, eftiv áð ljóst var að við myndum ekki viðurkenna skólann. Svo spurningin er, hvet' dró hvern á „asnaeyrunum"? Það skýtur óneitanlega nokkuð skökku við, þegar þeii' sem kalla okkur „kerfisþræla" í niðrandi merkingu, eru sjálfir eins og gráir kettir í ráðunejdunum til þess að reyna að komast inn í þetta bless- aða „kerfi“ sem þeir svo finna flest til foráttu hina stundina. Háttalag þessa fólks minnir mig á hippana forðum, sem úthúðuðu samfélaginu og öllu sem því fylgdi, en notfærðu sér atvinnu- og sjúkrabætur þessa sama „kerfis“ án þess að skamm- ast_ sín. Ég vona að nuddarar haldi sig áfram við hið almenna slökunar- og hressingarnudd, en láti ekki lýð- skrumara og loddara draga sig á eyrunum út í leit að hinni einu sönnu lækningu. Þið sjúkranuddarar utan Sjúkra- nuddarafélagsins, sem fenguð lög- gildingu samkvæmt okkar með- mælum, verið velkomnir í félagið, byggjum upp eindregna stétt sem gerir miklar kröfur, en býr yfir það miklu innra öiyggi að hún geti unnt öðrum hópum að starfa í friði þrátt fyrir smávægilega skörun, á meðan þeir fara heiðarlega eftir leikreglum samfélagsins. Höfundur er formaður Sjúkranucidarafélags íslamls. Þá fyrst skiljum vér dauðann er hann leggur hönd sína á einhvern sem vér unnum. (Madame de Staél.) Vinur okkai', Steinþór, er látinn. Það var að kvöldi 8. desember sl. að síminn hjá okkur hringdi þeg- ar við vorum nýkomin heim frá vinnu, og okkur var tjáð að Stein- þór hefði slasast alvarlega. Hve al- varlega gerðum við okkur ekki grein fyrir á þeirri stundu en stuttu síðar vissum við að um vonlausa baráttu við dauðann var að tefla og Steinþór varð að lúta í lægra haldi. Við fráfall hans eru minningar í hugum okkar um góðan mann, stór- an sterkan og traustan. Steinþór var ætíð reiðubúinn að sinna vinar- greiða á þann hátt sem um sjálf- sagðan hlut væri að ræða, hann var vinur sem hægt var að spjalla við, Lrúa og treysta fyrir gleði og sorg- um. Elsku Sigga, Unnur, Olgeir og Andri, og aldraðir foreldrar Stein- þórs. Megi allar góðar vættir styðja ykkur og styrkja í_ykkar djúpu sorg. Inga og Jörundur í dag, 14. desember, verður til moldar borinn vinur okkar, Steinþór Ósland Siguijónsson. Óvænt og óvægilega var hann kallaður héðan og við sem eftir stöndum skiljum ekki í svip þau forlög sem slíku ráða. Við kynntumst vegna þess að við áttum sameiginlegt áhugamál þar sem voru bílar, en fljótlega upp- götvuðum við til viðbótar frænd- semi, þar sem báðir áttum við sömu forfeður í Ólafsfirði. Ekki þurfti langar samvistir við Steinþór til að upþgötva að þár átti fjölskyldan vin í raun, enda leituðum við óspart til hans ef aðstoðar var þörf. Hann var ætíð boðinn og búinn til að veita okkur liðsinni sitt sem og öðrum sem til hans leituðu. Hann var vinnusamur og féll tæpast verk úr hendi, því utan langs vinnutíma var hann ósjaldan að sinna verkum Minningarkort Blindrafélagsins, Hamrahiíú 17, sími 687333. fyrir vini og kunningja. Steinþór var vinmargur, enda einstaklega notalegt að sækja hann og fjöl- skylduna heim. Við áttum saman ótaldar ánægjustundir, ýmist tveir einir við bílastúss, eða með fjölskyldunum. Eftirminnilegar eru stundir sem við dunduðum saman við Chevyinn fyr- ir mörgum árum svo og dagar sem fjölskyldurnar áttu saman í sumar- bústaðnum í Ólafsfirði. Nýlega fór- um við feðgar ásamt Steinþóri tvívegis í stutt ferðalag til útlanda til að skoða bíla. Það voru dagar sem skilja eftir sterkar minningar um góðan félaga. Þá sem endranær mátti treysta því að Steinþór lífgaði upp á tilver- una með nærveru sinni og næmu skopskyni, og enda þótt hann væri skapstór var ávallt stutt í glettnina. Hann var mikill maður í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þeirra orða, nærvera hans fór ekki framhjá neinum og traust og hlýtt handtak hans boðaði vinsemd og velvilja. Við nutum öll ríkulega af verk- lagni hans og verkhyggni, en enn meira af vináttu og hlýju viðmóti. Best af öllu var því vissan um að eiga hann að þegar á reyndi og einhveiju þurfti að bjarga við, mála, flytja, lagfæra, eða setja snjódekk undir Ijölskyldubílinn þegar heimil- isfaðirinn var skyndilega tepptur í útlöndum. Þá brást Steinþór aldrei. Stórt ófyllt rými er nú í tilveru okkar, eins og allra sem nutu vin- áttu lians. Sigga, Unnur, Olgeir og Andri hafa þ_ó orðið fyrir áfalli sem fáir skilja. Á þannig stundum er huggun í ótal minningum um traustan vin og góðan dreng. Og þá viljum við trúa því að ein- hverntíma hittumst við öll á ný og förum í ökuferðir í rauðum eðal- vögnum, þar sem umhverfið er eins og heimilið i Álfabyggðinni, bjart, öruggt og hlýtt. Úlfar, Hólmfríður, Líney og Logi. Ný sending! Hinar eftirspurðu og vinsælu finnsku leðurkuldahúfur Verðkr. 4.800.00 Stærðir: 49 — 50 — 51 - 52 - 53 - 54 VISA RAMMAGERÐ1N HAFNARSTRÆTI 19 & KRINGLUNNI Sendum í póstkröfu. SÍMAR 16277 & 17910 s ( ( ( CITIZEN Sportlegt herraúr. Vatnsþétt að lOOm. Hert gler. Verð kr. 15.910.-*) ORIENT Dómuúr með gull- og silfurhúðaðri keðju. Vatnsþe'tf og með hertu gleri. Verðkr. 15.870.-*) OTT UR ER GOÐ GJOF CITIZEN Dömuúr með tungl- komu ogdagatali. Hertgler. Verð kr. 12.790.-*) ORIENT Herraúr með gull- og silfurhúðaðri keðju. Vatnsþétt og með hertu gleri. Verðkr. 14.950.-*) CITIZEN Sportlegt dömuúr. Vatnsþétt að lOOm. Hertg/er. Verðkr. 15.910.-*) *) Uppgeftð verð innflytjanda URSMIÐAFELAG ISLANDS P.s. Úr eru toll- og vörugjaldsfrjáls á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.