Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 64

Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 64
M______________________ VEISLUELDHÚSIÐ ÁLFHEIMUM 74 • Veislumatur og 011 áhöld. • Veisluráðgjöl. • Salarleiga. • Málsveröir í tyrirtæki. • Tertur, kransakökur. • Snittur og pinnamatur. 686220-685660 Rosenthaiverslunin, Laugavegi91, sími 18400. Rosenthal Sköpunargáfan sýnd á fagran hátt í postulíni. Frábœr eldavél! HL 66120 • 5 ólíkar hitunaraðferðin venjuleg hitun, hitun með blæstri, glóðar- steiking m. blæstri, venjuleg glóðarsteiking og sjálfvirk steiking. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Mpj^Uþlf^ÐIff .FIMiytTyDApiJR, DESEMBER ,1989,. Minning: Huld Gísladóttir Fædd 5. janúar 1917 Dáin 7. desember 1989 Hugurinn hvarflar aftur nokkra áratugi. Ungur drengur fylgist með að von er á ungri stúlku frá Seyðis- firði sem ætlar að koma til aðstoðar á heimili foreldra hans, þar sem jafnan voru mikil umsvif, auk þess sem á heimilinu voru báðar ömmur mínar, önnur blind, og móðir mín löngum við störf í verslun sem hún rak í félagi við vinkonu sína. Var því ærið verk að vinna, enda þá fæst þau hjálpartæki til staðar sem nú þykja sjálfsögð til heimilishalds. Og nú var hún komin, þessi bjarg- vættur sem ætlaði að veita heimil- inu liðsinni við hlið annarrar ágætis- stúlku, Elínar Jóhannesdóttur. Og þarna birtist hún, hnellin 18 ára seyðfirsk stúlka, ákveðin og einörð til orðs og æðis, og réð sig þegar til vistarinnar. Þótt auðvitað væri óljóst hversu lengi vistin- mundi vara, óraði víst engan fyrir að þarna var upphaf langrar og dyggrar þjónustu og ævilangra tengsla, vin- áttu og tryggðar við fjölskylduna alla. Þessi unga stúlka var Huld Gísladóttir sem við kveðjum hinstu kveðju í dag. Þótt enginn megi sköpum renna og eitt sinn skuli hver deyja, var það fjarri vinum hennar að ætla að komið væri að leiðarlokum. En svo var að hún lést 7. desember sl. Hulla, en svo var hún gjarnan nefnd, fæddist á Seyðisfirði 5. jan- úar 1917. Voru foreldrar hennar Gísli Guðjónsson, sem lést er hún var aðeins tveggja ára, og Þorbjörg Sigurðardóttir, en hún átti síðar öðlingsmanninn Hávarð Helgason sjómann. Æskuárin á Seyðisfirði liðu við störf og leik, en alvara lífsins er sjaldan langt undan. Og það var einmitt á nokkrum tíma- mótum að sambandið við heimili foreldra minna hófst. „Svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg.“ Minningarnar úr blíðu og stríðu eru ótal margar. Ekki er ætlunin að rekja þær, en aðeins að þakka samskiptin nokkrum orðum. Huld var óvenju atorkusöm, dug- leg og ósérhlífin til allra verka. Kom það sér vel þar sem oftast var mannmargt á heimilinu, veikindi steðjuðu að langa hríð, vinafjöid mikil og heimsóknir vina, vanda- manna og skólafélaga tíðar. Varð það og svo að fljótlega varð hún ómissandi hlekkur í fjölskyldunni í flestu tilliti og bast þeim böndum við unga og aldna sem aldrei rofn- uðu. Eru þeir orðnir býsna margir sem minnast hennar frá þessum árum með virðingu og þökk, ekki síst þeir sem á barnsaldri nutu umhyggju hennar og vináttu, og eru þeir ófáir. Árið 1956 hóf hún störf á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og vann þar síðan, ýmist í fullu eða hlutastarfí uns yfir lauk. Vann hún sér þar hylli og vináttu stjórnenda, starfsfólks og vistmanna. Þakkaði hún jafnan fyrir það sem þau kynni gáfu henni. Eftir erfið veikindi gafst henni kostur á íbúð á Minni-Grund þar sem hún bjó síðan. Var hún einlæglega þakklát forstjóra heimil- isins, konu hans og annarri fjöl- skyldu fyrir þá stoð sem þau þann- ig veittu henni. Hún var prýðilega söngelsk og hafði unun af fagurri léttri tónlist, einkum söng. Hefur sá áhugi óefað örvast fyrir áhrif frá Kristjáni hér- aðslækni Kristjánssyni og Inga T. Lárussyni, en lög hans dáði hún mjög, en báðir bjuggu og störfuðu á Seyðisfirði á uppvaxtarárum hennar. Hún hafði piýðilega rödd, og er mörgum áreiðanlega minnis- stætt þegar safnast var á hátíðum og öðrum stundum kringum hljóð- færin í Hofi, en þá tók hún þátt í söngnum af lífi og sál. Hulsd eignaðist tvö börn. Hið eldra er Atli Hauksson endurskoð- andi, er um skeið á skólaárum sínum átti heimili með henni í Hofi. Er ljúft að minnast þess skeiðs. Atii er kvæntur Sigríði Nielsen. Eiga þau þrjú börn, Þorbjörgu, Al- freð og Steinunni Huld, eru barna- börnin 4. Hið yngra er Guðbjörg Ólöf, fædd 1942. Þær mæðgur bjuggu saman í Hofi til ársins 1962, en þá stofn- uðu þær saman heimili til ársins 1970, að Guðbjörg Ólöf giftist manni sínum, Jóni Ægi Ólafssyni framkvæmdastjóra. Eiga þau þrjá syni, Ólaf Þór, Lárus Frey og Einar Braga. Allt Hofsfólk og skyldulið þakkar að leiðarlokum gervallt starf henn- ar, umhyggju og vináttu alla tíð, og þótt hún sé öll munu minning- arnar ylja vinum hennar um ókomna tíð. Einar Pétursson Mig langar í fáeinum orðum til að minnast Huldar Gísladóttur, sem í dag verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Eg kynntist Huld, eða Hullu eins og hún var oftast kölluð, fyrir ell- efu árum. Það var þegar ég fór að venja komur mínar í hús tengdafor- eldra minna, Hof við Sólvallagötu, en þar hafði Hulla verið ráðskona í tæpa þrjá áratugi. Á þeim tíma hafði tekist ævilangur vinskapur milli hennar og fjölskyldunnar í Hofi, vinskapur sem hafði svo djúp- ar rætur að fjölskyldan leit fremur á hana sem nákominn ættingja. Þegar ég kom fyrst í Hof voru liðin 16 ár frá því að Hulla flutti þaðan, en hún var tíður gestur. Hún bjó skammt frá og leit oft inn á leið sinni í eða úr vinnu á Elliheimilinu Grund sem einnig er í næsta ná- grenni. Hulla kom ekki einvörðungu til að rabba um daginn og veginn, heldur lét hún hag fjölskyldunnar í starfi og Ieik sig miklu varða. Ég veitti strax athygli þessari miklu og einlægu ræktarsemi sem er svo einkennandi fyrir Hullu, en síðan hef ég sjálfur fengið að njóta um- hyggju hennar og tryggð og það hefur sannarlega verið gott að eiga hana að. Það er óhætt að fullyrða að Hulla hafi verið sérlega aðlaðandi og skemmtileg persóna. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var ekkert feimin við að láta þær í ljós. Þar að auki hafði hún gott skopskyn og sagði skemmtiiega frá og var því gjarnan miðpunktur umræðnanna þegar fólk kom sam- an. Það var jafnan hlegið mikið þar sem hún var annars vegar. Lífsskoðanir Hullu mótuðust mjög af eigin lífi. Hún var mikill dugnaðarforkur og hefur þurft að vinna hörðum höndum til að sjá sér og börnum sínum farborða. Oft hefur vinnudagurinn verið langur og strangur og kjörin knöpp. Hulla kunni að meta þá sem tóku daglegu amstri með jafnaðargeði og gengu þegjandi til vinnu sinnar, en hvers kyns barlómur og ræfildómur voru henni mjög á móti skapi. Eftir að hafa sjálf upplifað kreppuárin með hrikalegu atvinnuleysi og bágind- um, stríðsárin og síðan eftirstríðsár- in með stórkostlegustu framförum í lífsgæðum sem þjóðin hefur kynnst, átti hún erfitt með að sætta sig við sífelldar kvartanir og nei- kvæðni sem einkennir svo mjög þjóðfélagsumræðuna í dag. Hulla var nefnilega sjálf jákvæð og bjart- sýn og þakklát fyrir það sem lífið hafði gefíð henni. Þótt Hulla væri orðin 72 ára, kom dauði hennar mjög á óvart. Hún hafði verið með hressasta móti und- anfama mánuði, bæði á líkama og sál og engin veikleikamerki á henni að finna. En trúlega hefði hún sjálf kosið að geta haldið fullu þreki fram á hinsta dag og kveðja síðan skyndi- lega án þess að nokkur þyrfti að hafa af henni áhyggjur eða kvíða. Því miður hef ég ekki hitt Hullu oft síðastliðin ár, en mér er sérstak- lega minnisstæð heimsókn hennar til okkar hér á Akureyri í fyrrasum- ar. Þá hafði hún verið hjá ættingjum sínum á Seyðisfirði og dvaldi hjá okkur í nokkra daga á leiðinni suð- ur. Það lá einstaklega vel á Hullu þessa daga og hún hafði frá mörgu að segja. Frásagnir hennar voru lif- andi og skemmtilegar og ki-yddaðar háði í eigin garð eins og henni einni var lagið. í minningunni sé ég þessa daga fyrir mér sem samfellda gleði og hlátur. Minning: Salvör Jónsdóttir Fædd 27. október 1903 Dáin 8. desember 1989 Nú er hún dáin elsku amma okk- ar, Salvör Jónsdóttir, eftir erfið veikindi. Hún sem alltaf var okkur svo góð. Það var gott að koma í heimsókn til ömmu á hennar fallega og hlý- lega heimili á Skúlagötunni. Þar hittist íjölskyldan oft saman. Hún elskaði blóm og margar voru ferð- irnar farnar með hana í blómaversl- anir. Hún var alltaf að gefa og veita öðrum gleði og sælgætisskálin alltaf tilbúin handa öllum. Það var gaman þegar amma var að segja okkur frá árunum sem hún átti heima í Danmörku, þar ræktaði hún jarðarber, grænmeti og hafði býflugnabú. Eftir að hún fluttist aftur til ís- lands starfaði hún við blómaskreyt- ingar og sá um veislur fyrir fólk og ýmis önnur störf. I mörg ár kom hún til okkar á jólunum og vantaði mikið er amma gat ekki komið hin síðustu ár. Síðastliðið eitt og hálft ár dvald- ist hún á Droplaugarstöðum við góða umönnun. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Salvar og Þröstur Ég er þakklátur fyrir kynni mín af þessari sómakonu og endurminn- ingarnar munu ylja mér og mínum um ókomin ár. Aðstandendum hennar vótta ég mína dýpstu samúð. Ingólfúr Kristjánsson Huld Gísladóttir, sem fæddist á Seyðisfirði 5. janúar 1917, verður í dag til moldar borin. Hún lést snögglega að morgni 7. desember og er nú stórt skarð rofið í ástvina- hóp hennar. Af óendanlega mörgu er að taka, en mig langar að minn- ast hennar í örfáum orðum. Hún var, ásamt Lóu dóttur sinni, á heimili ömmu minnar, Ólafíu Ein- arsdóttur og foreldra, Einars og Kristjönu í Hofi, þegar ég fæddist. þar hafði hún komið sem ráðskona um tuttugu árum áður, enda voru þær mæðgur þegar þarna var kom- ið sögu orðnar ómissandi hluti fjöl- skyldunnar. Hulla vann á þessum árum hlutastarf á Elliheimilinu Grund, en hluta dagsins annaðist hún mig og síðar bróður minn, Halldór, þar sem móðir okkar var í vinnu utan heimilis. Þarna mynduðust tilfinninga- bönd ástar og virðingar sem aldrei síðan hafa rofnað og eru allar mínar yndislegustu bernskuminningar tengdar Hullu. Eg á ófáar minningarnar frá Elló þar sem ég skokkaði á eftir henni um Vesturganginn er hún sinnti gamla fólkinu sínu, sem allt voru miklir vinir hennar og ég fékk leyfi til að sitja á matarvagninum eða jafnvel ýta honum. Ef hún var spurð hvaða litla hnáta þetta væri, svaraði hún því gjarnan til að þetta væri nú hálfgerð dóttir sín. Þessi lýsing á sambandi okkar er ekki fjarri lagi og mörg voru sporin til hennar Hullu og margar næturnar sem ég fékk að gista hjá þeim mæðgum, eftir að þær fluttust af heimili mínu. Oft hef ég hugsað um það síðar hversu eftirlátssöm og góð hún var mér og aldrei man ég eftir að hafa fengið þau svör hjá henni að hún hefði ekki tíma fyrir mig. Aðventukvöldin í Dómkirkjunni voru fastur liður í komu jólanna hjá okkur og þar sungum við saman jólasálma eins og við gerðum ávallt á aðfangadagskvöld, og hafði Hulla ákaflega fallega og sterka söngrödd og hafði svo gaman af að syngja. Þó að ýmsir aðrir í fjölskyldunni hafi lagt af þennan sið reyndi hún alltaf að mæta þar og var hún þar nú síðast á fyrsta sunnudegi í að- ventu ásamt öðrum vistmönnum á Elliheimilinu. Ég minnist með sérstakri hlýju aðfangadagskvöldanna í Hofí, þar sem öll stóra fjölskyldan var saman komin kl. 18. En þetta kvöld vann Hulla iðulega á Elló til kl. 20 og mikil var tilhlökkunin alltaf eftir að fá hana í hópinn, því jólin voru aldrei alveg komin til mín fyrr en hún var mætt. Það verður því tóm- legt að taka á móti jólunum í ár og eigum við mörg eftir að sakna hennar. Hulla var mér ákaflega kær vin- ur og að öllum öðrum ólöstuðum, var engin sem ég hafði meiri hug á að nefna litlu dóttur mína í höfuð- ið á en einmitt henni og fékk hún nafnið María Huld. Lóu og Jóni reyndist hún hin mesta stoð í veikindum dóttur sinnar og tók hún iðulega við heim- ili þeirra og drengjunum þeirra þremur, Óla, Lárusi og Einari Braga. Voru þeir þá litlir og annað- ist hún þá af mikilli ást og um- hyggju. Fyrir þetta voru þau henni ákaflega þakklát og gerðu þau ein- staklega vel við Huldu í alla staði og voru strákarnir ömmu sinni óskaplega góðir. Missir Lóu er mik- ill því þær mæðgurnar voru ákaf- lega samrýndar og veit ég að sjald- an leið dagur án þess að þær hefðu samband hvor við aðra. Ég og fjölskylda mín eigum mik- ið að þakka fyrir að hafa fengið að eiga hana að og á kveðjustund gleðjumst við yfir minningunum frá liðnum samverustundum og munu þær hjálpa okkur í gegnum sorgina. Ég veit að margir hafa nú misst góðan vin og votta ég þeim öllum einlæga samúð mína. Ólafía

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.